Morgunblaðið - 16.10.1981, Side 7

Morgunblaðið - 16.10.1981, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 7 Þökkum hjartanlega öllum sem glöddu okkur og heiðruðu á .ógleymanlegan hátt á afmælisdegi okkar, 11. okt. sl. Guð og gæfan fylgi ykkur öllum. Sigrún og Hjálmar, Nýja-Landi. Mínar allra bestu þakkir færi ég minni fjölskyldu, ásamt vinum og pólitiskum samherjum, fyrir heim- sóknir, gjafir, blóm, heillaóskaskeyti, og alla velvild mér sýnda í tilefni af áttrœðisafmœli mínu. Bið ykk- ur blessunar um alla framtíð. Ásta Guðjónsdóttir, Austurbrún 6. Trésmiðir Óskum að ráða trésmiði vana inn- réttingasmíði til smíða á innrétting- um á nýjum skemmtistaö. Mikil vinna. Vinnutími eftir samkomu- lagi. Óskum einnig eftir verkamönnum Upplýsingar í síma 81585 í dag, kl. 9—5, laugardag og sunnudag kl. 2—3. HO.UMJ09D (___ • 1982; Erlendar lantok- § ur hækka um 90% | - frá fjárlagafrumvarpi ars.asWSl^ Engin f járveiting til komandi kjarasamningaj .._ k' ‘ “■ÍÍÍ..... JU0..UÍ U. -TV ■ ,0LD»«T»JV» Hvaö stendur í fjárlagafrumvarpinu? Það hefur vakið almannaathygli að fjármálaráðherra staðhæfði á fréttamannafundi til kynningar á fjárlaga- frumvarpi, að ekki væri í því að finna fjárveitingu til ráðstöfunar varðandi komandi kjarasamninga. Aðrir hafa orðið til að benda honum á hið gagnstæða. „Það viU nú þannig til...“ Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, sagði í vidtali við MbL í ga*r ,,1‘ar sem ráðberra hefur lýst því yfir, að ekk- ert framlag sé til að mæta óvissu um kjaramál eða greiða fyrir kjarasamning- um, þá þykir mér rétt að það komi fram, að það vill nú þannig til að það eru 140 m.kr. í frumvarpinu sem tékið er fram að séu til að mæta óvissuútgjöld- um í efnahags- og kjara- máhim". Sé gluggað í útskýringar með frumvarpinu sést eftir farandi: „Til þess að mæta launabreytingum á árinu 1982 í samræmi við frum- varpsforsendur eru nú veittar 270 millj. króna á þessum lið. Sambærileg fjárhæð í Qárlögum 1981 var 259,7 milljónir króna. f fjárlögum 1981 vóru veittar 18 m.kr. til þess að mæta óvissuþáttum. Að þessu sinni eru ætlaðar undir þessum lið 140 m.kr. til að mæta óvissuþáttum í út- gjöldum í efnahags- og kjaramálum“. Á blaðamannafundinum, sem til er vitnað, sagði (jár málaráðherra, aðspurður um þetta mál, að ef til ein- hverra aðgerða kæmi varð- andi kjarasamninga, myndi Alþingi fjalla um það mál sérstaklega og ef til fjárútláta kæmi, yrði far in millifærsluleið, hvað svo sem í þeim orðum felsL Stefna í launamálum Það sem skiptir máli í þessum mismunandi skýr ingum á tilteknum fjár lagaliðum er sú veigamikla staðreynd, að ríkisstjórnin hefur enga launamála- stefnu. Hvergi hefur komið fram, svo óyggjandi sé, hver sé vilji hennar eða markmið á þeim vettvangi. Þessar mistúlkanir vekja og upp í vitund fólks nýlegar deilur milli aðstoð- armanns forsætisráðherra, Jóns Orms Halldórssonar, og aðstoðarmanns fjár málaráðherra, Þrastar Olafssonar, sem þeir háðu áður en fjárlagafrumvarpið kom fram. Þar hélt Jón Ormur því fram að í Ijár lagafrumvarpinu væru marktækar fjárveitingar varðandi kjaramálaþáttinn, en Þröstur að smápeningar einir væru þar til tíndir. Ástæða er til að spyrja forsætisráðherra, að gefnu tilefni í deilum aðstoðar manns hans og aðstoðar manns fjármálaráðherra, og að gefnu tilefni í skýr ingum fjármálaráðherra eftir að frumvarpið kom frara („Þetta er ekki form- leg fjárveiting — eingöngu ríflegur liður — cnda eru engar ákvarðanir um að þessu skuli varið til þess- ara ákveðnu mála“), hvort hann líti sömu augum á þetta einangraða mál og Ijármálaráðherra — eða hvort aðstoðarmaður hans hafí túlkað skoðanir for sætisráðhe rrans. Allavega á launafólk, sem hér á hlut að máli, rétt á þvi að ráð- herrarnir geri hreint fyrír sínum mistúlkunardynim. Engin efna- hagsmarkmið Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður, hefur lýst fjárlagafrumvarpinu með þessum orðum: „f upphafi athugasemda við Ijárlagafrumvarpið fyrir árið 1982 er sagt, að það sé í samræmi við efnahags- stefnu ríkisstjórnarinnar og því er jafnframt haldið fram, að um nokkurn ár angur sé að ræða á þessu ári. Þetta skýtur nokkuð skökku við, þegar litast er um í þjóðfélaginu í dag. Hvarvetna blasa við miklir örðugleikar { atvinnu- rekstri og fyrirtæki viða að stöðvasL Þá er og stað- reyndin sú, að þjónustu- stofnanir ríkisins eru rekn- ar með umtalsverðum halla ... Fjárlagafrumvarpið grundvallast á þessum for sendum. Þar er ekki að finna nein efnahags- markmið. Hins vegar er notuð svonefnd reiknitala 33(g, við gerð fjárlaga- frumvarpsins. Skýrt er hins vegar tekið fram, að á henni sé ekkert að byggja um væntanlega verðlags- þróun árið 1982 og ekkert er gripið á aðsteðjandi vandamálum." Fauk niður tólf metra vegarkant Breiðavíkurhreppi, 27. neptember. TÍÐARFAR frá 1. september hefur verið risjótt. 2. september kom lang- þráður þurrkur, var þá bjart og stillt veður en jörðin mjög blaut, og not- aðist því illa að þurrkinum. 3. sept- ember var einnig þurrkur, og náðist inn talsvert af beyi þessa tvo daga, en þann 4. var norðan hvassviðri og fauk þi hey víða, en þann 5. var komið hægviðri og var þurrkur þann dag; en þykknaði upp síðdegis og fór Umræður um óson- lagið enn RÁÐSTEFNA umhverfisnefndar Sameinuðu þjóðanna um verndun ósonlagsins i andrúmsloftinu, hefst i Kaupmannahöfn á mánu- dag og sækja hana visindamenn og sérfræðingar frá tuttugu iðn- ríkjum. Þetta verður fimmta ráðstefna SÞ um málið. Eins og fram hefur komið í fréttum óttast vísinda- menn að ósonlagið sé að eyðast vegna mengunar frá stóriðjufyrir- taekjum og hljóðfráum þotum. Ósonlagið verndar jörðina gegn hættulegri geislun frá sólu. að rigna um kvöldið. Þennan dag náðist inn talsvert af heyi. Þann 8. september hvessti á norðan og hélst það norðanveður fram á föstudag 11. Aðfaranótt fimmtudags 10. var ofsaveður og allan fimmtudaginn, eftir mið- nætti var veðrið sterkast og þá gerðist það að trillubátur, sem lá við bryggjuna á Arnarstapa slitn- aði frá bryggju, og var björgun- arsveitin kölluð út til að reyna að bjarga bátnum og heppnaðist það, en báturinn skemmdist talsvert, rúður brotnuðu o.fl. Þá gerðist það að piltar frá Malarrifi, sem ætluðu að aðstoða við að bjarga bátnum og fór einn á sínum bíl en komst ekki nema að Hellnahrauni. Þar fauk bíllinn útaf veginum, en þar sem bíllinn fór útaf veginum var um 12 metra hár vegarkantur, en bíllinn valt ekki, heldur fór beint á endann niður og stöðvaðist á steinum fyrir neðan, pilturinn slapp ómeiddur, en bíllinn skemmdist nokkuð, aðallega botn- inn. Það má teljast mikið lán, að ekki skyldi verða þarna stórslys. Pilturinn, sem heitir Pétur Pét- ursson, gekk í veðurofsanum niður að Langabrekku á Hellnum og gisti þar, það sem eftir var nætur. I þessum veðurofsa fauk mikið hey í sveitinni og einnig í Staðarsveit, því margir voru nýbúnir að slá og áttu flott hey. Ekki er heyskap enn lokið, en þó eru flestir hættir að heyja, og nú standa yfir göngur og réttir. Smalamennska hefur gengið vel, því smalamenn hafa fengið gott veður, þurrt og bjart. Byrjað var að slátra hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga, Borgarnesi, þann 14. þessa mánaðar. Dilkar eru sagðir rýrari en í fyrra. Ekki er enn vitað, hve margir bændur þurfa að fækka af bú- stofni sínum, vegna fóðurvöntun- ar, en gera má ráð fyrir, að það verði nokkuð almennt. Margir bændur munu kaupa grasköggla til að bjarga einhverju, ef þeir verða fáanlegir, eða hey, ef það verður fáanlegt. Ekki hefur fóð- urforði bænda verið metinn enn- þá, enda hafa ekki allir bændur lokið heyskap. Útgerð: Allir bátar á Hellnum og Arn- arstapa eru nú hættir róðrum og aðkomumenn, sem gerðu héðan út. Afli hefur verið mjög tregur á þessu sumri, eins og áður hefur verið getið um í fréttum. Berjaspretta: Ber voru með mesta móti í sumar, en ekki hefur verið eins mikið um það, að fólk hafi tínt ber og undanfarin sumur, enda hefur verið erfiðleikum háð að tína ber vegna illviðra. Orlof: í sumar, um mánaðamótin júní-júlí, dvaldi ég og kona mín eina viku að Laugum í Sælingsdal í orlofi fyrir aldraða. I orlofinu voru 32, 20 konur og 12 karlar. Þarna var indælt að vera í alla staði. Orlofsfólkið samhent og skemmtilegt og ráðamenn og starfsfólk að Laugum vildi allt fyrir okkur gera, til þess að okkur gæti liðið sem allra best. Okkur var skemmt eftir föngum, og farið með okkur í ferðalag, einn dag að Reykhólum í Reykhólasveit. Við höfðum mjög góðan leiðsögumann, Einar Kristjánsson, kennara á Leysingarstöðum í Hvammssveit. Einar er mjög fróður maður og segir vel frá. Hann sagði okkur margar sögur af þessum slóðum og margan fróðleik færði hann okkur í þessari ferð. Byggðasafn er á Laugum, þar er margt og mik- ið að sjá. Þar er snilldarlega um gengið og allt í röð og reglu, mikið af munum merktum og nöfn þeirra er átt hafa. Magnús Gestsson frá Ormsstöð- um á Skarðsströnd sér um safnið, og gerir hann við gamla hluti, sem illa eru farnir og er það mjög vel unnið. Magnús er vel fróður og leiðbeinir safngestum með ljúf- mennsku og glaðværð. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka starfsfólkinu á Laugum sem við vorum hjá í sumar og öllu orlofsfólkinu, sem við vorum með, ógleymanlega samveru, og óska því Guðs blessunar. Heimsókn: í sumar kom til mín hópur kvenna frá ísafirði, sem var að skoða sig um hér á Nesinu. Leið- sögumaður þeirra hér um Nesið var Þórður Gíslason, Ölkeldu í Staðarsveit. Konurnar óskuðu eft- ir að fá að skoða Hellnakirkju. Ég fór með hópinn allan í kirkjuna, þar lásu konurnar ritningarorð og bænir og sungnir voru sálmar. Konurnar dáðust mest að altar- istöflurammanum, sem var út- skorinn af Jóhannesi Helgasyni frá Gíslabæ á Hellnum, gefinn ár- ið 1919. Þessi stund í kirkjunni með þessum góðu konum var mjög ánægjuleg, og vil ég þakka þeim innilega komuna með bestu kveðj- um og góðum óskum. Finnbogi G. Lárusson Fyrirlestur um stjarneðlisfræði Prófessor C.J. Pethick frá NORDITA, Kaupmannahöfn, og University of Illinois, Bandaríkj- unum, heldur fyrirlestur um; „HOT DENSE MATTER AND STELLAR COLLAPSE" fostudaginn 16. október 1981 kl. 17:15 í stofu 158 í húsi Verkfræði- og raunvís- indadeildar Háskóla íslands við Hjarðarhaga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.