Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981
TIL (SLAI
LESTUNÍ
ENIHI
NUM
AMERÍKA
PORTSMOUTH
Bakkafoss 26. okt.
Junior Lotte 6. nóv.
Ðakkafoss 18. nóv.
Junior Lotte 27. nóv.
Bakkafoss 9. des.
NEWYORK
Bakkafoss 28. okt.
Bakkafoss 20. nóv.
Bakkafoss 11. des.
HALIFAX
Selfoss 19. okt.
BRETLAND/
MEGINLAND
Alafoss 19. okt.
Eyrarfoss 26. okt.
Alafoss 2. nóv.
Eyrarfoss 9. nóv.
ANTWERPEN
Alafoss 20. okt.
Eyrarfoss 27. okt.
Alafoss 3. nóv.
Eyrarfoss 10. nóv.
FELIXSTOWE
Alafoss 21. okt.
Eyrarfoss 28. okt.
Alafoss 4. nóv.
Eyrarfoss 11. nóv.
HAMBORG
Alafoss 23. okt.
Eyrarfoss 29. okt.
Alafoss 5. nóv.
Eyrarfoss 12. nóv.
WESTON POINT
Urrióafoss 28. okt.
Urriöafoss 11. nóv.
Urrióafoss 25. nóv.
Urriöafoss 9. des.
NORÐURLÖND/
EYSTRASALT
BERGEN
Dettifoss 19. okt.
Dettifoss 2. nóv.
Dettifoss 16. nóv.
KRISTIANSAND
Mánafoss 26. okt.
Mánafoss 9. okt.
Mánafoss 23. nóv.
MOSS
Dettifoss 20. okt.
Mánafoss 27. okt.
Dettifoss 3. nóv.
Mánafoss 10. nóv.
GAUTABORG
Dettifoss 21. okt.
Mánafoss 28. okt.
Dettifoss 4. nóv.
Mánafoss 11. nóv.
KAUPMANNAHOFN
Dettifoss 22. okt.
Mánafoss 29. okt.
Dettifoss 5. nóv.
Mánafoss 12. nóv.
HELSINGBORG
Dettifoss 23. okt.
Mánafoss 30. okt.
Dettifoss 6. nóv.
Mánafoss 13. okt.
HELSINKI
Irafoss 20. okt.
Mulafoss 2. nóv.
Irafoss 13. nóv.
RIGA
Irafoss 22. okt.
Múlafoss 4. nóv.
Irafoss 15. nóv.
GDYNIA
Irafoss 23. okt.
Múlafoss 5. nóv.
Irafoss 17. nóv.
THORSHAVN
Mánafoss 5. nóv.
VIKULEGAR
STRANDSIGLINGAR
- framog til baka
frá REYKJAVÍK alla mánudaga
frá ÍSAFIROI alla þriöjudaga
frá AKUREYRI alla fimmfudaga
EIMSKIP
SIMI 27100
„Bókin um
Daníel“
Ný bók eftir
Guðmund Daníelsson
Setberg hefur gefið út nýja bók
eftir Guðmund Daníelsson, „Bók-
ina um Daníel“, og er þetta heim-
ildaskáldsaga um Daníel, afa höf-
undar. Haustið 1979 kom út heim-
ildaskáldsagan „Dómsdagur“, en
þar lýsir Guðmundur Daníelsson
langafa sínum, Sigurði Guð-
brandssyni frá Lækjarbotnum,
sem dæmdur var til dauða 1866
fyrir meinbugi í ástarmálum.
„í „Bókinni um Daníel" segir
höfundur sanna sögu afa síns,
Daníels Þorsteinssonar, sem
varð tengdasonur Sigurðar
Guðbrandssonar, fæddur í
Kaldárholti 1893, dáinn í Gutt-
ormshaga 1912. Bækurnar eru
því nátengdar, þó að hvor um
sig sé sjálfstætt verk,“ segir í
fréttatilkynningu frá útgef-
anda. /
„Varla er hægt að hugsa sér
ólíkari menn en þá Sigurð og
Daníel. Eitt áttu þeir þó sam-
Guðmundur Daníelsson
eiginlegt, að báðir lentu þeir í
miklum útistöðum við yfirvöld-
in og hrepptu áföll stór. Sigurð-
ur tók örlögum sínum, ilium og
góðum, með óbifanlegri ljúf-
mennsku og jafnaðargeði, jafn-
vel glaðværð, en Daníel hunsaði
og fyrirleit sérhvurja vald-
stjórn. Hann var uppreisnar-
maður í eðli sínu, listfengur,
stoltur og gáfaður — en átti við
að etja ógnarlegar andstæður
innra með sér. Mikilúðlegur og
einmana gekk hann ævibraut
sína á enda.“
„Bókin um Daníel" er 247
blaðsíður og kostar með sölu-
skatti 287 krónur.
Mill og Hayek
HANNES H. Gissurarson getur þess
í grein sinni í Morgunblaðinu þ. 12.
september, að Friedrich Hayek er
ósammála þeirri niðurstöðu John
Stuart Mills, að ekki verði sett
fræðileg lögmál um dreifingu lífs-
gæða í markaðshagkerfi.
Niðurstöður Mills má þó styðja
einföldum rökum: (a) þar sem öll
framleiðsla lífsgæða tekur tíma,
þá verður aldrei vitað með vissu,
hvert mun verða raunvirði ákveð-
inna krónutekna mælt í einingum
lífsgæða, (b) fræðileg lögmál
verða ekki sett um það sem ekki
verður vitað með vissu (a.m.k. var
það skoðun Einsteins), og (c) þar
af leiðir að ekki verða sett lögmál
um dreifingu lífsgæða í mark-
aðshagkerfi.
Hagfræðingar nútímans hafa
reyndar gert sér það til einföldun-
ar að láta sem. sala aðfanga og
kaup framleiðslu verði samtímis,
þannig að full vissa ríki um raun-
virði krónutekna og kann það að
hafa villt Hayek sýn.
24. september 1981,
Gunnar Tómasson.
Listgagnrýnandi
Morgunblaðsins
Varðandi grein Braga Ásgeirsson-
ar „Hugleiðingar á haustsýningu“
um sýningu Félags íslenzkra mynd-
listarmanna langar mig að taka eft-
irfarandi fram.
Hann talar um nýliðana Hauk
og Hörð og listaverk þeirra á sýn-
ingunni. Hann segir að eins og bú-
ist var við þá gekk ekki að sýna
þau án þess að hafa gervi-
glerkassa yfir þeim. Ég hef talað
við Hauk og Hörð og vil benda
Braga á það að það var sjálf sýn-
ingarnefndin sem sagði að engin
hætta væri á því að neitt kæmi
fyrir verkin á sýningunni. Enda
voru þau ekki á „gólfi“ heldur á
lágum borðum ca. 40—50 cm frá
gólfi. Því spyr ég Braga: Hverjir
bjuggust við að þessi uppsetning
gengi ekki?
Síðan, varðandi þá staðhæfingu
Braga að kostnaðurinn við að
koma verkunum í öruggar umbúð-
ir hafi verið þeim ofviða, vil ég
taka fram að hún er alröng. Hauk-
ur og Hörður treystu dómgreind
sýningarnefndarinnar og því fór
sem fór.
Það er of seint að byrgja brunn-
inn þegar barnið er dottið ofan í.
Fallþungi dilka mun
minni en í fyrra
Kristín Ólafsdóttir og Margrét Pálsdóttir með bæklinginn. Ljósm.: Emilía.
Sumargjöf gefur út bækling:
„Börn, leikir og leikföng
u
12. okt., MidhÚHum.
HÉR hefur ríkt vetrarveðrátta sl.
fjórar til sex vikur og hefur gengið
erfiðlega með haustverk. Þó má
segja að á þeim bæjum, sem liggja í
nánd fjallabala hafi verið sífelldur
skafrenningur og erfítt að hafa fé í
haga. En þó er snjór ekki mikill í
byggð ennþá.
Slátrun sauðfjár líkur sennilega
um 20. þessa mánaðar og sýnt
þykir að fallþungi dilka verður
mun minni en í fyrra. Nokkur
brögð eru að því að fé héðan hafi
farið yfir varnarlínu vestur í
Gufudalssveit og samkvæmt upp-
lýsingum frá Samúeli Zakarías-
syni bónda í Djúpadal hafa komið
þar fyrir og í Gröf í Gufudalssveit
72 kindur en þeim er öllum skil-
yrðislaust slátrað í sláturhúsi í
Króksfjarðarnesi. Samúel, sem er
einn besti fjárbóndi landsins,
sagði að heyfengur hjá sér væri nú
helmingi minni en í fyrra. Samúel
hefur nú um 280 fjár á fóðrum og
var fallþungi hjá honum í fyrra
yfir 18 kíló og þess má geta að
meira en helmingur dilka voru
tvílembingar.
Uppskera garðávaxta er í lakara
lagi en hér er lítið um matjurta-
ræktun. Tveir aðilar sáðu rófum í
tæpan hálfan annan hektara í vor
og hafa þeir ekki náð upp vegna
tíðarfarsins. Göngur og réttir
Aðalfundur
Vélprjóna-
sambandsins
HAUSTFUNDIIR Vélprjónasam
bandsins var haldinn að Hallveigar
stöðum lO.október 1981, 45 manns
mættu á fundinn.
Kosið var í stjórn. Guðjón Hjart-
arson hélt erindi um ullina. Mikill
hugur er í félagsmönnum að halda
námskeið í prjónaskap og frágangi.
Ákveðið var að halda basar 13. des-
ember á Hallveigarstöðum á prjóna-
vörum, sem félagsmenn vinna. Þá er
vorfundur ákveðinn 15. maí.
Félagsmenn í Vélprjónasamband-
inu eru 240. Formaður þess er María
Eyjólfsdóttir.
gengu hér vel og er Kinnastaða-
rétt skilarétt en hinsvegar Grund-
arrétt aðal mannfagnaðarréttin.
Þau hjón Lilja Þórarinsdóttir og
Ólafur Sveinsson bóndi á Grund
bjóða öllum réttargestum til
veislu og eru oft yfir 100 manns
sem þiggja þar veitingar á rétt-
ardaginn.
Reykhólaskóli byrjaði starf sitt
sl. fimmtudag og hefur nýr skóla-
stjóri, Úlfur Björnsson frá Hvera-
gerði, verið settur að gegna því
embætti. Einn nýr kennari hefur
komið, Jón Snæbjörnsson Mýrar-
tungu. Skólinn starfar í öllum
bekkjardeildum og verða um 50
nemendur í skólanum í vetur. Auk
Reykhólaskóla starfa barnaskólar
í öllum byggðum hreppum sýsi-
unnar.
Nokkur brögð eru að því að fólk
flytjist úr héraði á þessu ári og er
því sýnilega um fækkun á íbúum
sýslunnar að ræða. Ástæður fyrir
þessum brottflutningum munu
vera margar en „Reykjavíkursól-
in“ nær frekar lítið að skína hér
um þessar mundir. Almenn
óánægja er með dreifbýlisskattinn
en átt er við söluskatt sem lagður
er á vöruflutninga en hann leggst
þyngst á þá sem lengst þurfa að
flytja. Samgöngur þyrftu að vera
greiðari og er bráðnauðsynlegt að
brúa Gilsfjörð sem allra fyrst.
Sveinn
Leidbeiningar um
val leikfanga
BARNAVINAFÉLAGIÐ Sumargjöf
hefur sent frá sér bækling sem í eru
leiðbeiningar um val leikfanga fyrir
ýmsa aldurshópa. Bæklingnum verð-
ur dreift á allar dagvistarstofnanir
landsins, auk ýmissa skóla og sér
stofnana. Þá geta foreldrar og aðrir
uppalendur nálgast hann í verslun
Sumargjafar Völuskríni við Klapp-
arstíg, en þar verður hann seldur á
kostnaðarverði.
Mikil breyting hefur orðið á
starfsemi Sumargjafar hin síðari
ár, eða frá því að Reykjavíkurborg
tók við rekstri dagvistarstofnana
borgarinnar 1977. Það sama ár
keypti félagið verslunina Völu-
skrín og hefur rekið hana síðan,
fyrst að Laugavegi 27 og síðan í
núverandi húsnæði að Klapparstíg
26 frá apríl 1978.
Bæklingurinn var saminn af
starfshóp innan Sumargjafar, en
mikil vöntun hefur verið á leið-
beiningum af þessu tagi siðastlið-
in ár, eða frá því bók Símons Jó-
hanns Ágústssonar „Leikir og
leikföng" kom út fyrir nokkrum
áratugum.
í starfshópnum áttu sæti María
Finnsdóttir fóstra, Þórunn Ein-
arsdóttir, umsjónarfóstra dagvist-
arstofnana í Reykjavík, og Kristín
Ólafsdóttir, varaformaður Sumar-
gjafar. Þeim til ráðuneytis við
samningu var Margrét Pálsdóttir
fóstra, en hún er framkvæmda-
stjóri verslunarinnar Völuskríns.
Völuskrín hefur á boðstólum
mikið af völdum leikföngum fyrir
börn og sagði Margrét foreldra og
aðra uppalendur vanda mun betur
val sitt á leikföngum nú en fyrir
nokkrum árum. Einnig sagði hún
flest leikföng, svo sem dúkkur
bollastell og bíla keypt jafnt
handa strákum og stelpum.