Morgunblaðið - 16.10.1981, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981
Maður og mynd
Yfirlitssýning Kristjáns Davíðs-
sonar í Listasafni íslands
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í sölum Listasafns íslands stend-
ur nú, og til fyrsta nóvember, yfir
sýning á myndverkum Kristjáns
Ilavíðssonar, spannar hún feril
hans frá fyrstu tilraunum á lista-
brautinni og fram til þessa árs.
Listamaðurinn Kristján Davíðs-
son er vel þekktur af verkum sínum
og athafnasemi á myndlistarvett-
vangi og það langt út fyrir lands-
steinana. Hann hefur haldið fjölda
einkasýninga og tekið þátt í ótal
samsýningum heima og erlendis,
auk þess sem hann hefur verið
virkur í félagsmálum myndlist-
armanna. — Um 14 ára skeið eða
frá 1957—71 sýndi Kristján svo til
árlega í höfuðborginni og hann
mun eiga metið um samfelldar
einkasýningar í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins eða 12 samtals. Það
þótti jafnan hressilegur viðburður
er Kristján opnaði sýningu og þær
vöktu mikla athygli og voru iðulega
fjölsóttar. Á síðasta áratug hefur
Kristján aftur á móti ekki stofnað
til neinnar einkasýningar enda var
hann búinn að fá nóg af öliu um-
stanginu í kring um þær, en hann
hefur verið með á fjölda samsýn-
inga og verk hans voru kynnt í
FIM-salnum á Listahátíð 1978.
Eins og svo margir af eldri skól-
anum þá fór Kristján rólega af stað
og þannig liðu t.d. 18 ár frá fyrsta
myndlistarnámi þar til að hann
hélt einkasýningu hér heima, sem
var í Listamannaskálanum gamla
árið 1950. Þegar hér var komið
hafði hann langt en slitrótt mynd-
listarnám að baki, sem byggðist
öllu meir á skoðunarferðum og dvöl
erlendis en samfelldu námi. Lengst
var hann í samfleitt tvö ár vestur í
Bandaríkjunum við Barnes-stofn-
unina í Merion, Pennsylvaníu. Þar
vestra hlotnaðist honum sá frami
að Barnes-stofnunin keypti af hon-
um mynd á sitt einstæða safn nú-
tímalistar og hann heldur fyrstu
sérsýningu sína í International
Student House 1946.
Eftir heimkomuna frá Banda-
ríkjunum gerðist hann virkur
þátttakandi í Septembersýningun-
um, tók þátt í þeirri fyrstu og síð-
ustu ásamt því að vera einn þeirra
er mest hefur haft sig í frammi
eftir endurreisn samtakanna fyrir
8 árum. Með sýningum Septemb-
er-hópsins var brotið blað í ís-
lenzkri myndlistarsögu, því að nú
fengu nýjir straumar samtímalist-
ar í fyrsta skipti óhefta útrás á
íslenzkum sýningavettvangi, — að
vísu með dálítilli forsögu en það
sem máli skiptir var að þetta var
innlend framleiðsla. Viðbrögð
þorra almennings urðu og heiftar-
legri en í nokkurn annan tíma og
þessir menn urðu tákn um hroð-
virknisleg vinnubrögð á svipaðan
hátt og lengi var spurt í skólum
„hvort viðkomandi væri að herma
eftir Kjarval" ef þeir gerðu afkár-
lega mynd í teiknitíma! Með Sept-
embersýningunum hélt það innreið
sína, sem lærðir hafa skilgreint
með heitinu „Art Brut“ (hrá list)
og gerði það einnig með svo óhefl-
uðum krafti að líkast var sem að
íslenzk fagurfræði fengi blauta
tusku framan í sig. Frá þeim tíma
var ekkert eins og áður í íslenzkum
veruleik á myndlistarsviði.
Kristján var fremstur í flokki
þeirra er tileinkuðu sér umbúða-
laus vinnubrögð og hann hitti hér á
kjarna séreðlis síns, því að á meðan
að ýmsir félaga hans hafa gengið í
gegnum ýmis þróunarstig agaðrar
flatarmálslistar hefur hann haldið
sinu striki um málunarmáta, þótt
list hans hafi tekið miklum breyt-
ingum. Þessi listamaður var eigin-
lega svo sannfærður um þýðingar-
leysi þess, að vera ekki með í því
sem væri á oddinum á hverjum
tíma, að þegar að vegur flatarmáls-
listarinnar var sem mestur kaus
hann frekar að halda að sér hönd-
um en að mála á sviði er var honum
sjálfum framandi. Hér gerði hann
þó ekki rétt, því að á þessum tíma
var mikið að gerjast á bak við
tjöldin þótt ekki þætti það fram-
úrstefnulegt og sýningarsalir og
framúrstefnulistfræðingar sneru
baki við. Það beið einungis síns
tíma og þegar það loks ruddist
fram á yfirborðið í öllu sínu fjöl-
breytilega veldi eftir listrænt
meinlæti í mörg ár, — þá fór
Kristján að mála aftur og var svo
Kristján Davíðsson
sannariega með á nótunum. Þetta
lýsir manninum vel og við verðum
að gæta þess, að Kristján var bú-
settur hér, á einangruðu útskeri á
hjara veraldar og var svo sem fleiri
fórnardýr gefinna aðstæðna. Eng-
inn vafi er á að þróunin hefði orðið
önnur ef að hér hefði ríkt víðsýni
og umburðarlyndi fyrir öðru en
sviðsetningu þröngsýnna listapáfa
á hinum eina og stóra sannleik.
Sagan endurtekur sig og því skulu
þeir er vilja fara eigin leiðir í trássi
við viðurkennd erlend sjónarmið
einfaldlega gera það ...
Kristján Davíðsson hefur lýst
tilfinningum sínum við gerð mynd-
ar mjög vel í ágætu viðtali í Eim-
reiðinni 1974. Spyrjendurnir voru
fimm og sóttu stíft á listamanninn
og allt er viðtalið í þá veru, að til
eftirbreytni telst. Listamaðurinn
svaraði eftirfarandi spurningu á
snjallan hátt. „Hvað rekur þig
áfram við gerð myndar, er þér
hvati?“:
— Þar gengur saman ánægjan
af að fara með efnið, málninguna,
litinn, línurnar. E.t.v. er bróður-
parturinn ánægjan af efninu og
litnum. Það gaman, sem unnt er að
hafa af efninu, sú nautn, sem er af
því að ráða við litinn, láta hann
gera eitthvað fyrir sig, er það sem
skiptir mig mestu. Ég er ekki mik-
ill hestamaður, en ég gæti ímyndað
mér, að það sé líkt því að þeysa á
gæðingi, — sem er svolítið baldinn
á köflum. — Þegar ég er með autt
spjald fyrir framan mig, eru auð-
vitað ekki önnur skilyrði til en hið
auða spjald. Hins vegar eru ýmis
afstæði orðin til strax og fyrsti
litaflokkurinn hefur komizt á það.
Þá er oft góð von um framhald.
Yfirleitt er mér mjög illa við að
byrja að mála: „Ég fer í hringi eins
og köttur í kring um heitan graut
u
Það er auðséð á öllu, að hér lýsir
listamaður kenndum sínum um-
búðalaust og betur verður það
Allir kennararnir voru mættir með nemendum 9. bekkjar og foreldrum þeirra f Álftamýraskola á laugardag. Óli
Runólfsson, formaður foreldrafélagsins í ræðustóli. Ljósm. kee.
4
Nemendur, foreldrar og skóli
undirbúa saman lokaprófin
Sl. laugardag efndi Ragnar Júlí-
usson, skólastjóri í Álftamýrar
skóla, til fundar eftir hádegi með
nemendum 9. bekkjar, foreldrum
þeirra og kennurum, til að undir
búa sameiginlega síðasta vetur
þeirra í skólanum og ræða hvernig
bestur árangur náist í lokaprófum. I
skólanum eru 75 nemendur í ní-
unda bekk, sem voru mættir með
foreldrum sínum og kennarar
þeirra mættu allir. Formaður for
eldrafélagsins, Óli Runólfsson, var
fundarstjóri.
Ragnar skólastjóri benti á að
samræmdu prófin í 9. bekk, þ.e. í
íslensku, dönsku, ensku og
stærðfræði nálguðust, yrðu 2.-5.
febrúar og ræddi hvað hægt væri
að gera til að nemendur næðu
sem bestum árangri. Áformað er
að hafa annan fund með foreldr-
um og nemendum í nóvember til
að fylgjast með náminu. í jóla-
vikunni er ákveðið að efna til
prófa, sem verði sem líkust sam-
ræmdu prófunum, svo að nem-
endur geti áttað sig á hvar þeir
standa. Þegar komið er í skólann
eftir jólin, verður athugað með
kennurunum hvað vantar upp á.
Þá ræddi skólastjórinn hvað
heimilin gætu gert, fylgst með
náminu og gætt þess að stundvísi
sé í hávegum höfð, svo ekki miss-
ist neitt úr kennslustundum. Ut-
skýrði hann hvernig próf 9.
bekkjar hefðu gengið áður, en
nemendum hefur gengið vel í
skólanum.
Eftir samræmdu prófin, eða
þegar kemur fram um páska, er
áformaður fundur líkur því sem
var á sl. ári, þar sem skóli, for-
eldrar og nemendur munu ræða
hvað tekur við að grunnskóla-
prófi loknu. í fyrra sátu fyrir
svörum skólastjóri Menntaskól-
ans í Hamrahlíð, sem er
framhaldsskóli þessa hverfis,
skólastjóri Ármúlaskóla og
skólastjóri Iðnskólans. Sagði
Ragnar Júlíusson skólastjóri skýrir
prófín og ræðir undirbúning þeirra.
Ragnar að skólinn vildi reyna að
skilja sem best við nemendur,
þegar þeir hyrfu þaðan.
Lausaskuldum húsbyggjenda breytt í föst lán:
Heildarupphæð lána
rúmar 24 milljónir
SAMKVÆMT samkomulagi við
ríkisstjórnina ákváðu viðskipta-
bankar og sparisjóðir í aprílmánuði
sl. að breyta lausaskuldum hús-
byggjenda í bönkum og sparisjóð-
um í föst lán til 8 ára.
Alls bárust 427 umsóknir til
viðskiptabankanna og var orðið
við þeim öllum, nema 14. Alls
voru því veitt 413 lán er greiddu
upp samtals 1485 lán. Heildar-
upphæð lánanna nam 24.157.000
kr. og var meðalupphæð lána
58.500 kr.
Ákveðið var að viðskiptabank-
arnir afgreiddu sameiginlega sín
á milli þau lán, sem væru í bönk-
unum, en sparisjóðirnir þau, sem
hjá þeim væru. Sérstök sam-
starfsnefnd banka og sparisjóða
sá um undirbúning og fram-
kvæmd skuldbreytingarlánanna.
Utbúin voru umsóknareyðublöð,
þar sem skrá átti öll skammtíma-
lán sem óskað var að breyta. Um-
sóknina sendi umsækjandi í þann
banka eða sparisjóð, sem hann
hafði aðalviðskipti sín við. Sá
banki eða sparisjóður gekk frá
endanlegu láni. Umsóknarfrestur
var til 31. maí en afgreiðslu allra
umsókna lauk í ágústmánuði sl.
Skilyrði fyrir skuldbreytingu
voru:
Að umsækjandi hefði fengið
lán hjá Húsnæðismálastjórn
ríkisins á árunum 1978, 1979 og
1980 eða verið lánshæfur á þess-
um árum, samkvæmt núgildandi
reglum stofnunarinnar.
Að umsækjandi hefði fengið
lán hjá banka eða sparisjóði til
íbúðarkaupa eða byggingar og
skuldað í árslok 1980 vegna slíkra
lána 20.000 nýkrónur eða meira,
enda hefðu lánin upphaflega ver-
ið veitt til skemmri tíma en fjög-
urra ára og ættu að greiðast upp
á næstu þremur árum eða
skemmri tíma.
Undanskilin væru skammtíma-
lán veitt vegna væntanlegra hús-
næðislána, lífeyrissjóðslána eða
annarra tímasettra greiðslna.
Nýju lánin áttu að vera til 8
ára, eða skemmri tíma sam-
kvæmt ósk lántakenda, bundin
lánskjaravísitölu með 2'á% vöxt-
um. Lánin væru veitt gegn fast-
eignaveði, og veðsetning eignar
mátti ekki nema hærra hlutfalli
en 65% af brunabótamati.
Lánsfjárhæð skyldi ekki nema
hærri upphæð en 100.000 kr. og
endurgreiðast með ársfjórðungs-
legum afborgunum lánstímabilið.
Enginn at-
vinnuleysis-
dagur á Vest-
fjörðum
SAMKVÆMT þeim tölum, sem nú
liggja fyrir frá þeim aðilum sem ann-
ast vinnumiðlun og atvinnuleysis-
skráningu um land allt, reyndust
skráðir atvinnuleysisdagar á landinu
öllu í septembermánuði vera 4.852
dagar.
I frétt frá vinnumáladeild í fé-
lagsmálaráðuneytinu segir að
þetta svari til þess að 224 hafi ver-
ið skráðir atvinnulausir allan
mánuðinn eða 0,2% af áætluðum
mannafla á vinnumarkaði í mán-
uðinum.
Skráðum atvinnuleysisdögum
hefur samkvæmt þessu fjölgað um
951 og atvinnulausum um 44 frá
síðasta mánuði. Hundraðshlutfall
er hins vegar óbreytt vegna fækk-
unar á vinnumarkaði þar sem
skólafólk hefur látið af störfum.
Á Vestfjörðum var enginn at-
vinnuleysisdagur í september, eft-
ir öðrum landshlutum skiptust
skráðir atvinnuleysisdagar þann-
ig; Höfuðborgarsvæðið 2.509,
Vesturland 154, Norðurland vestra
998, Norðurland eystra 780, Aust-
urland 34 og Suðurland 220.