Morgunblaðið - 16.10.1981, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981
17
Frá fundi Norræna málmiðnaðarsambandsins í húsakynnum Málm- og skipasmiðasambands fslands að Suður
landsbraut 30. (Ljósm. Kristján.)
Fundur norrænna málmidnaðarmanna:
Styrkur til starfe-
bræðra í Zimbabwe
SAMBAND norrænna málmiðnað-
armanna hélt fund í Reykjavík í gær
og sátu hann 16 fulltrúar, þar af 13
erlendir. Málmiðnaðarsamböndin
eru með stærstu verkalýðsfélögum á
Norðurlöndum og í Svíþjóð og Finn-
landi eru málmiðnaðarsamböndin
stærstu félögin innan alþýðusam-
banda viðkomandi landa.
I norræna sambandinu eru Sví-
ar, Danir, Norðmenn, Finnar og
íslendingar. Meðal fulltrúa á
fundinum í gær voru formenn
fjögurra landssambanda málm-
iðnaðarmanna, þeir Bert Lundin,
Svíþjóð, Lars Skytuin, Noregi,
Georg Paulsen, Danmörku og
Guðjón Jónsson, íslandi, en frá
Finnlandi kom m.a. Eino Yrjunen,
framkvæmdastjóri finnska málm-
iðnaðarsambandsins.
Helztu mál fundarins í gær voru
umræða um kaup og kjör málm-
iðnaðarmanna á Norðurlöndum og
lagði hvert samband auk þess
fram skýrslu um starfsemi sína,
FUNDUR var haldinn í kjaradeilu
bankamanna og bankanna hjá rík-
issáttasemjara í gærmorgun og
nýr fundur hefur verið boðaður í
dag. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins gerðist lítið á
fundinum í gær og leggja banka-
efnahagsmál og pólitísk viðhorf í
viðkomandi landi. Fyrir nokkrum
árum myndaði Norræna málmiðn-
aðarsambandið Samhjálparsjóð
(solidaritetsfond) við málmiðnað-
armenn í öðrum löndum og er
verkefni hans að aðstoða og
styrkja málmiðnaðarmenn til að
stofna og starfrækja lýðræðisleg
verkalýðsfélög.
Úr þessum sjóði hafa verið
veittir styrkir til stuðnings málm-
„FJÁRHAGSVANDRÆÐI Norræna
hússins verða tekin fyrir á ráðherra-
fundi í Stokkhólmi á mánudag og
vonast til, að úr vandræðum Nor
ræna hússins leysist," sagði Ann
Kandelin, forstöðumaður Norræna
menn alla áherzlu á viðræður um
kaupliðinn, en þar hafa talsmenn
bankanna lítið viljað hreyfa sig.
Hins vegar hefur verið rætt um
ýmis önnur atriði í kröfugerðinni
á fundum aðila síðustu vikur.
iðnaðarmönnum á Spáni, eftir lát
Francos, Portugal, Póllandi, Mið-
og Suður-Ameríku og Afríkuríkj-
um. Á fundinum í gær var síðan
samþykktur styrkur til málmiðn-
aðarmanna í Zimbabwe að upp-
hæð 75 þúsund krónur danskar. Þá
var fjallað um áætlun um aðstoð
við málmiðnaðarmenn í þróunar-
löndum vegna uppbyggingar og
starfsemi verkalýðsfélaga, m.a.
með tilliti til fjölþjóðafyrirtækja.
hússins í samtali við Mbl. í gær
kvöldi en Norræna húsið hefur orðið
að takmarka starfsemi sína vegna
fjárhagserfiðleika.
„Farið var fram úr fjárhags-
áætlun í fyrra og eins leikur ís-
lenzka verðbólgan okkur grátt. Því
höfum við orðið að takmarka
starfsemi okkar og það gerum við
í haust, og einnig næsta ár. Hér
verða engir konsertar á vegum
hússins, en við reynum að finna
lausn með því að ganga til sam-
starfs við aðra aðila.
Við höfum skrifað ráðherra-
nefndinni norrænu bréf og skýrt
frá fjárhagsvandræðum okkar en
fundur verður í stjórnarnefnd
hússins þann 22. október næst-
komandi.
Þrátt fyrir erfiðleika, þá látum
við ekki deigan síga,“ sagði Ann
Sandelin ennfremur.
Ann Sandelin
Fjárhagsvandræði Norræna hússins:
Rædd á ráðherra-
fundi í Stokkhólmi
Frá sáttafundinum í gærmorgun: samninganefnd Félags ísl. bankamanna á
vinstri hönd, samninganefnd banka og sparisjóða til hægri, ríkissáttasemjari
og starfsmenn hans við enda borðsins. (Ljósm. Krwtján).
Annar fundur um
bankasamningana
Þing Verkamanna-
sambandsins hefst
á Loftleiðum í dag
TÍUNDA þing Verkamannasanr
bands íslands hefst í dag klukkan
16 á Hótel Loftleiðum og er gert
ráð fyrir að því Ijúki á sunnu-
dagskvöld. Rétt til setu á þinginu
eiga 135 fulltrúar, en í Verka-
mannasambandinu eru nú 46
verkalýðsfélög með um 24.250 fé-
lagsmenn. Þá hafa fjögur verka-
lýðsfélög til viðbótar sótt um aðild
að sambandinu, en innan þeirra
vébanda eru um 1.050 félagsmenn.
Verkamannasambandið held-
ur þing sín á tveggja ára fresti
og helztu mál þessa þings, auk
starfsemi sambandsins, verða
kjaramálin. Af félögum í ASÍ
eru rösklega 2/5 hlutar í Verka-
mannasambandinu og á þessu
þingi verða mótaðar kröfur í
komandi kjarasamningum.
Formaður VMSI er Guðmundur
J. Guðmundsson og varaformað-
ur Kari Steinar Guðnason.
Mikil fundahöld
aðila vinnumarkað-
arins þessa dagana
FIINDUR var haldinn í miðstjórn
Alþýðusambands íslands í gær og
var þar fjallað um skipan 72
manna samninganefndar ASf og
ýmis innri málefni sambandsins.
72 manna nefndin kemur saman
til síns fyrsta fundar næstkomandi
þriðjudag, 20. október.
Mikil fundahöld hafa að und-
anförnu verið hjá verkalýðsfé-
lögunum og má nefna þing al-
þýðusambandanna á Norður-
landi og Vesturlandi um síðustu
helgi. Þá hafa margir undirbún-
ingsfundir verið haldnir vegna
komandi kjarasamninga og er
mótun kröfugerðar víða langt
komin, en margir hafa beðið
niðurstaðna af þingi verka-
mannasambandsins, sem hefst í
dag.
Vinnuveitendasamband ís-
lands gengst fyrir kjaramála-
ráðstefnu 23. október,. þ.e. á
föstudag í næstu viku, og verða
þar lagðar ákveðnar línur í kom-
andi kjarasamningum.
Vestfírðir:
Viðræður um kjara-
mál að fara í gang
ALÞYÐUSAMBAND Vestfjarða
lagði fyrir nokkru fram kröfur sín-
ar í kjaramálunum, en viðræður
hafa enn ekki hafist við Vinnuveit-
endafélag Vestfjarða. Að sögn Pét-
urs Sigurðssonar, formanns ASV,
hefur ýmissa hluta vegna ekki ver-
ið hægt að koma viðræðum við til
þessa, en hann sagðist reikna með,
að þær gætu hafist um aðra helgi.
Hefur Vinnuveitendafélagið sent
ASV bréf þar sem það lýsir sig
reiðubúið til viðræðna. Hins vegar
sagði Pétur, að svar hefði ekki enn
borizt frá Vinnumálasambandinu
um viðræður og ekki heldur frá
ríkisstjórn, en í kröfum ASV er
ýmsum atriðum beint til stjórn-
valda.
ASV hefur hafnað samfloti og
hygKst semja heima í héraði, en
hins vegar eru tvö verkalýðsfé-
lög á Vestfjörðum í Verka-
mannasambandinu, sem hefur
ályktað með samfloti. Þessi félög
eru Baldur á ísafirði og Brandur
á Reykhólum og auk þess mun
Verkálýðs- og sjómannafélag
Bolungarvíkur vera á leið inn í
Verkamannasambandið. Pétur
Sigurðsson sagði, að þó svo að í
„loðinni" stefnuyfirlýsingu
formannaráðstefnu Verka-
mannasambandsins hefði verið
ályktað með samfloti byndi það
alls ekki einstök félög.
— Fleiri félög en á Vestfjörð-
um hafa sett fram kröfur sínar
beint eins og t.d. Eining á Akur-
eyri, sagði Pétur. — Menn hafa
hug á að semja saman um vísi-
tölumál og kauptryggingu, en
eru ekki spenntir fyrir jólapökk-
um.
„Hófsemi og skipulag
hefur ekki verið í
fjárfestingarmálum‘
segir Kristján Thorlacius í forystugrein í Ásgarði
I FORYSTUGREIN í Ásgarði, riti
BSRB, fjallar Kristján Thorlacius
um kjarasamningana, sem fram-
undan eru. Segir hann þar meðal
annars: „Enn sem fyrr fer fram
kapphlaup 'um skiptingu þjóðar
teknanna. Þrátt fyrir fógur orð og
áskoranir ýmissa í fjölmiðlum um
að sýna hófsemi, hefur því miður
ekki náðst almenn samstaða, sem
til þarf, ef vinna á bug á verð-
bólgu. Og síst hefur það verið
framkvæmt, sem helst þarf, að
sýna hófsemi og skipulag í fjárfest-
ingarmálum."
Innan BSRB er nú unnið að samninga.
mótun kröfugerðar samtakanna.
en samningum var sagt upp 1.
otkóber síðastliðinn með þriggja
mánaða fyrirvara. Framundan
eru 23 kynningarfundir hjá
BSRB utan höfuðborgarsvæðis
ins, en í Reykjavík og nágrenni
verður víða efnt til funda
vinnustöðum. Þá er ráðgerð
skoðanakönnun um kröfugerðina
og viðhorf félagsmanna. Áð sögn
Haraldar Steinþórssonar, fram
kvæmdastjóri BSRB, er að því
stefnt, að kröfugerðin verði full
mótuð í byrjun nóvember, þann
ig að tveir mánuðir verði til