Morgunblaðið - 16.10.1981, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981
19
Hættu ekki við þátttöku þótt
bíllinn stórskemmdist af
eldi, daginn fyrir keppnina
Bílar
Gunnlaugur Rögnvaldsson
TOMMA-rallið svonefnda hefst í
dag. Rallinu verður startað frá
Fáksheimilinu við Breiðholtsbraut
kl. 18.00. Keppendur eru 16 tals-
ins. í gær var sagt frá í Mbl. að
rallbíll hefði brunnið. Sá bfll mun
samt sem áður taka þátt í rallinu,
eigendur hans, Gunnlaugur og
Kagnar Bjarnasjnir, gáfust ekki
upp, þrátt fvrir mótlætið. Máluðu
þeir yfir brunninn bflinn og gerðu
það nauðsynlegasta við vélina til
að geta a.m.k. byrjað keppnina. í
gær voru bflarnir skoðaðir af bif-
reiðaeftirlitinu og kom þá ansi
skrítinn svipur á skoðunarmenn-
ina, er þeir litu bfl þeirra Gunn-
laugs og Ragnars. En í gegnum
skoðun fór hann, þó svo útlitið
væri ófagurt.
í Tomma-rallinu verður farið
austur fyrir fjall og eru leiðirnar
gefnar hér að neðan. Best væri
fyrir áhorfendur að fylgjast með
startinu í dag og síðan Esjuleið.
Eins og sést á töflunni, þá mun
mikill hluti rallsins fara fram í
myrkri og því erfitt fyrir áhuga-
menn að fylgjast með. En á
morgun við birtingu er upplagt
að sjá bílana, sem eftir verða,
aka hjá Kolviðarhóli og síðan
Lögbergi. Rallbílarnir munu síð-
an koma í mark við Tommaborg-
ara á Grensásvegi um kl. 2 e.
hádegi.
Tomma-rallið er seinasta
keppni ársins og aldrei hefur
verið búist við jafn harðri
keppni. Ómar og Jón ætla sér
sigur, þrátt fyrir að hafa þegar
tryggt sér Islandsmeistaratitil-
inn í rallakstri á þessu ári. Það
er fyrir víst að milli 6—7 kepp-
endur munu stefna markvisst á
fyrsta sætið. En eins og oftast
áður verður aðeins einn útval-
inn. Hver sá verður er ekki þor-
andi að spá um. Þeir sem fylgj-
ast vilja með stöðunni í rallinu
geta hringt í síma 33679 eða litið
við í Fáksheimilinu, á nóttu sem
degi.
Óraar og Jón Ragnarssynir raunu aka í síðasta skipti á „Runólfi" f haustrallinu, en sannarlega verður
söknuðurinn mikill.
Omar og Jón Islandsmeistarar annað árið i röð
BRÆÐURNIR margfrægu Ómar
og Jón Ragnarssynir hafa tryggt
sér íslandsmeistaratitilinn í rall-
akstri. Mun engu skipta hver úr
slitin verða í Tommarallinu. Ómar
og Jón hafa sigrað í öllum keppn-
um ársins hingað til, eru þeir með
60 stig og á enginn möguleika á að
ná þeim að stigum.
En mikil barátta stendur um
annað sætið. Þrír keppendur
koma sterklega til greina, Egg-
ert Sveinbjörnsson með 27 stig,
Hafsteinn Hauksson með 25 stig
og Gunnlaugur Ragnarsson með
23 stig. Möguleikar Gunnlaugs
eru þó litlir því bíll hans brann í
fyrrinótt og þrátt fyrir að gert
hafi verið við hann, er bíllinn
ekki í toppstandi. Keppnin um
annað stigið verður því á milli
Eggerts og Hafsteins, sem báðir
eru þekktir fyrir djarfan akstur.
Úrslit rallsins skera því úr um
hver hreppir hnossið.
Kristinn Ólafsson tollgæzlustjóri:
Fagna því að opinber
rannsókn fer fram
- Niðurstöður hennar upplýsa hvað rétt er í málinu
LEGUKOPAR
Legukopar og fóöringar-
efni í hólkum og heilum
stöngum.
Vestur-þýzkt úrvals efni,
Atlas hf
(■rofinni 1. — Simi 2f»7.r)f>.
Fósthólf 193. Reykjavík.
„ÉG fagna því að opinber rannsókn
verður látin fara fram á máli þessu
og tel að niðurstöður hennar komi til
með að upplýsa hvað rétt er í máli
þessu,“ sagði Kristinn Ólafsson,
Tveir seldu
í Þýzkalandi
TVEIR íslenzkir togarar seldu fisk í
Þýzkalandi í gær og var mest af afla
þeirra karfi.
Ýmir HF seldi 129,3 tonn í
Bremerhaven fyrir 803.700 kr. og
var meðalverð á kíló kr. 6,21. Þá
seldi Ársæll Sigurðsson HF 129,6
tonn í Cuxhaven fyrir 926.600 þús.
kr. og þar var meðalverð á kíló kr.
7,10.
tollgæzlustjóri, er Mbl. ræddi við
hann vegna máls þessa.
Þá sagðist Kristinn telja að bréf
hans til fjármálaráðherra, þar
sem hann hefði farið fram á
brottvikningu Matthíasar And-
réssonar tollvarðar, lýsti bezt af-
stöðu hans til málsins.
Hann sagði einnig, að hann teldi
ekki rétt að vera með neinar yfir-
lýsingar vegna umræðnanna á Al-
þingi á þessu stigi. Hann myndi
fyrst kynna sér nákvæmlega þau
ummæli sem fallið hefðu þar í
sinn garð og svara þeim síðar, ef
þau væru svaraverð.
Þá benti Kristinn á, að þrátt
fyrir rökstudda ósk um að Matthí-
asi yrði vikið frá störfum hefði
hann eingöngu verið færður til og
væri Matthías því enn við störf
innan Tollgæzlunnar, eftir því
sem honum væri best kunnugt.
NÁKVTEMLEGA SAMA
GCTDA BRAGÐIÐ
FRÁ 29. JÚLÍ HÖFUM VIÐ BÆTT C-VÍTAMÍNI í
APPELSÍNIÐ. C-VÍTAMÍN ER NAUÐSYNLEGT BÆTI-
EFNI, OG EINA VÍTAMÍNIÐ SEM ÞÚ GETUR ALDREI
FENGIÐ OF MIKIÐ AF.