Morgunblaðið - 16.10.1981, Page 21

Morgunblaðið - 16.10.1981, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 21 Björgvin Sigurðsson Stokkseyri - sjötugur Fundur dómsmálaráðherra Evrópuráðsríkjanna í Sviss Vart munu margir hafa oftar verið nefndir í sambandi við óslcir og framkvæmdir nútímans í sam- félagi Stokkseyrar um og eftir miðja 20. öld en maður sem heitir Björgvin. Hann er alltaf nefndur Björgvin á Jaðri. En það er hús og heimili í nánd Sjónarhóla og Stjörnusteina, þar sem útsýni er fegurst í þessu fallega þorpi við hjartastað land- námsins á suðurströnd íslands, þar sem Hásteinn Atlason, hinn göfugi vinur Ingólfs Arnarsonar, landsföðurins, nam land. En Björgvin og raunar Jaðarssystkin- in öll, Óskar, Frímann, Björgvin og Dagbjört, hafa hvert á sinn hátt verið svo rótgróin og samofin Stokkseyri, sínum bernskustöðv- um, þar sem víðsýnið skín, að ekk- ert hefur bifað þeim þaðan í straumum og byltingum nútím- ans. En fáar munu þær framfarir og framkvæmdir, bætur og breyt- ingar til hagsbóta og hugsjónir til heilla um áratugi, þarna við hafið, að Björgvin hafi ekki átt þar sitt hlutverk, sína forystu. Auðvitað hefur slíkt ekki gengið orðalaust fyrir sig og oft valdið vanþökk fremur en þakklæti, en lífið sjálft sannaði heilhug hans og ráð til heilla. Hann hefur heldur aldrei leitað lofs né frægðar, heldur einungis stjórnazt af fölskvalausri dreng- lund og átthagaást, fórnarlund og dáðum um áratugi, svo hvergi ber skugga á, til átaka í eigin hag. Vart mun nokkrum bernskustöðv- um heitar unnað af börnum sínum en hann og þau systkini hafa unn- að Stokkseyri, sem einmitt hin síðari ár hefur ekki einungis þok- azt heldur tekið stökk inn á svið hagsældar og farsældar hins unga Islands 20. aldarinnar. Um það geta allir sannfærzt, sem eiga leið austur með strönd- inni og muna þorpið, sem einu sinni var ofurlítil þyrping af kof- um í stíl við Þuríðarbúð. En í þessum kotum og kofum á hafnlausri strönd slógu heit hjörtu barna, sem áttu bjargfasta tryggð við bernskustöðvar sínar samofið víðsýni og hug til átaks og afreka, en voru þó umfram allt hinir hógværu, sem hljóta að erfa landið. Það var ekki hugsað um að afla lofs né frægðar, heldur allt til far- sældar og frama heimabyggð og VETRARSTARF KFUM og KFUK er nú hafíð, en félögin starfa á sjö stöðum í Reykjavík; í starfsstöðvum í Breiðholti I og III, í Árbæjarhverfi, í Laugarnes- og Langholtshverfum, við Bústaðahvern og í miðborginni. Auk þess starfa þau á Seltjarnar nesi, í Garðabæ, Kópavogi, Hafnar firði, Keflavfk, Sandgerði, Akranesi, Akureyri og Vestmannaeyjum. í frétt frá KFUM og KFUK seg- ir, að starfinu á hverjum stað sé skipt í deildir eftir aldri þátttak- enda, en skiptingin nokkuð mis- munandi eftir starfsstöðum. Þó megi segja að yfirleitt sé starfið miðað við börn og unglinga 7—16 börnum strandarinnar um ókomin ár og aldir. Sjálfsagt kemur Björgvin það mjög á óvart að sjá nafn sitt borið til lofs í blöðum, þótt marga hafi hann víðfrægt þar bæði lífs og liðna. En nokkrir vinir vildu færa honum heillaóskir á þennan hátt sjötugum og þakka fyrir samfylgd og samstarf á liðnum áratugum. Megi sem allra flestar óskir og hugsjónir afmælisbarnsins rætast Stokkseyri og ströndinni hans til heilla og brúin yfir Ölfusárósa brosa sem fyrst við augum hans. Lifðu heill og sæll! Nokkrir vinir. ára. Aðalþáttur starfsins er viku- legur fundur í hverri deild, þar sem boðið er upp á ýmislegt til fróðleiks og skemmtunar, mynda- sýningar, frásagnir, leikir og þrautir og margt fleira. Þá er yfir- leitt mikið sungið og á hverjum fundi er einnig stutt hugleiðing um einhvern kafla Biblíunnar og boðskap kristinnar trúar. Auk vikulegra funda er farið í ferðalög a.m.k. einu sinni á vetri, yngri deildir KFUM hafa knatt- spyrnumót sín á milli og unglinga- deildirnar borðtennismót svo eitthvað sé nefnt. HINN 10. september sl. var haldinn fundur dómsmálaráðherra Evrópu- ráðsríkja í Montreaux í Sviss. Sat Friðjón Þórðarson, dómsmálaráð- herra, þann fund. í fréttatilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að menginefni fundarins hafi verið erf- iðleikar á vernd einstaklingsréttinda í tækniþjóðfélagi nútímans, og vandamál sem spretta af þvf hve rekstur sakamála tekur oft langan tíma. Varðandi fyrra efnið kom það fram, að hin öra þróun efnahags- mála, vísinda og tækni hefði haft í för með sér gjörbreyttar aðstæður í stjórnsýslu, félagsmálum og efnahagsmálum, sem lýstu sér einkum í auknum margbreytileika og viðfangsefni væru mun flóknari en áður. Við þessar aðstæður væri vernd einstaklingsréttinda að mörgu leyti mjög erfið og vand- meðfarin. Til þess var tekið, að tilraunir til að tryggja einstaklingsréttindi hefðu í sumum tilvikum haft öfug áhrif. Var þar nefnt mikill vöxtur lagareglna, ósveigjanleiki sér- reglna, þunglamalegt eðli stjórn- sýslunnar og erfiðleikar einstakl- inga á að koma málum sínum fyrir dómstóla. Ráðherrarnir voru því sammála að lýðræðisríki Evrópu þyrftu að gera átak í þessum efn- um. Niðurstaða þeirra var sú að óhjákvæmilegt væri að beita löggjöf til úrlausnar, enda væru dýrmætir hagsmunir í veði. Hins vegar yrði að gæta þess að laga- verndin yrði virk og yrði auðveld- ari í framkvæmd með greiðu upp- lýsingastreymi, þátttöku borgar- anna og úrbótum í réttarfari. All- ar aðgerðir í þessum málum ættu að mótast af viðleitni til að sætta hagsmuni einstaklingsins og sam- félagsins. Þá var bent á að tölvu- notkun gæti auðveldað afgreiðslu mála og beitingu réttarreglna og virtist reynsla sumra þátttöku- þjóða af tölvunotkun í þessu skyni vera góð. Ráðherrarnir töldu það áfram eiga að vera verkefni Evrópuráðs- ins að sinna þessum málum. Varðandi annað meginefni fundarins, rekstur sakamála og sá langi tími sem hann tekur, var mönnum ljóst að þar stönguðust á tvö ólík sjónarmið. Annars vegar þörf á hraðari málsmeðferð. Hins vegar nauðsyn vandaðrar máls- meðferðar. Ymsar ástæður voru taldar valda því að æ lengri tíma tæki að ljúka sakamálum. Meða þeirra helstu var að mál gerðust flóknari og viðameiri og rannsókn að sama skapi erfiðari. Gildir þetta sér í lagi um efnahagsleg afbrot og al- þjóðlega brotastarfsemi. Þá eru viðurkennd sífellt viðtækari rétt- indi sakaðra manna til varnar. Þá yrðu dómarar í auknum mæli að nota sérhæfða aðstoðarmenn til félagssálfræðilegra rannsókna á brotamanni, sem er í vaxandi mæli orðið kjarnaatriði í meðferð sakamála. Ráðherrarnir ræddu sérstak- lega mismunandi réttarfarsleiðir í þessu sambandi og báru samán hina venjulegu réttarfarsleið með upphafsrannsókn lögreglu og framhaldsrannsókn ákæruvalds, sem oft er sérlega tímafrek, og hraðvirkari réttarfarsleiðir, þar sem annað hvort er sleppt rann- sókn ákæruvaldsins eða yfir- heyrslum fyrir dómi. Þá var rætt um einfaldari leiðir, þar sem stjórnvald ákveður refsingu. Mikil skoðanaskipti urðu um hugsanlegar leiðir til úrbóta. Voru menn sammála um að Evrópuráð- ið ætti að kanna þessi mál einkum með það fyrir augum að tryggja sérhverjum einstaklingi rétt til að fá mál sín afgreidd á eðlilegum tíma. Þá bar dauðarefsingu á góma og var í því sambandi vísað til fyrri ályktana um bann við dauðarefs- ingu fyrir glæpi á friðartímum. Frá sameiginlegum fundi ( félagsheimili KFUM og KFUK, Langagerði 1. Vetrarstarf KFUM og K smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Electro Motion U.K. Group Limited, 161 Barkby Road, Leicester LE4 7LX, Englandi. Sími: 766341 (5 línur). Telex: 341809 Elmotn G. Símnefni: Elmotion Leicester. Afgreiöum um allan heim fyrata flokks vélaverkfæri, búnaö fyrir málmsteypu, vélar fyrir tré- smíöi og plötumálmsmíöi, smáverkfæri, rafatöövar, vélar fyrir prent- og plastiðnað, verk- smiöjusamstæöur o.fl. Eftirfarandi eru dæmigerö sýn- ishorn fjölbreyttra birgöa okkar. Öll verö miöuö aö afgreiöslu fob í breskri höfn, umbúöir innifald- ar. 186 KVA RUDOX/CHRYSLER RIDSTRAUMS DÍSILRAFSTÖO, framl. 1974, 230/400/3/50 AC, meö öllu sambyggöu á stál- ramma, af nýjustu gerö. Aöeins 198 klst. notkun. Verð nýrrar samstæöu frá verksmiöju fram- leiöanda E 14.000. Verö okkar ... E 6975. 60 CFM Broom & Wade gerö D65A, tveggja strokka loft- þjappa meö eftirkæli, loftflösku og 11 KW mótor, heildarverö á samstæöu £ 960. 300 AMP Quasi-Arc rafsuöuvél gerö ATC 300. Afl viö stöðugt alag 12 kva. Hamarks afköst 24 KVA. . . . E 235. 75 KVA SKIAKY punktsuöuvél gerö PMCO 1FTK 65" armur. Öll gerö úr stáli. meö stjórntöflu . . . $ 1.800. Vélar fyrir plötumálmsmíði 4 ft. x 14 gauge plötuvals (EDWARDS INITIAL PINCH BENDING ROLLS), handstýröur, £565. 10 ft. x H/ vélknúinn plötuhnífur, SMT OVERCRANK, ásamt 1 setti af aukablööum ... £ 6.560. 12/15 tonna JONES hálf-sjálf- virk hallanleg vélpressa. Föst slaglend 3". Loftstýröur örygg- isbúnaöur... E 510. Vélverkfæri 18" x 6" JONES & SHIPMAN slípivél fyrir fleti, gerö 540. Lofthreinsibúnaöur og segul- haldari, ekki rafsegull ... £ 3.090. 18“ INVICTA 4M mótunarvél. 9" snúanlegt skrúfstykki. Tannhjólaknúinn rennibekkur, 5Vi" x 23“ milli miðpunkta (KERRY SS & SC ALL GEARED HEAD GAP BEND LATHE), fyrir Whitwort/metrakerfi. Hraöi allt aö 1500 snún./mín., meö fylgi- hlutum. £ 965. Nr. 4 Morse keiluvél, CLARK- SON, sjálfheröandi haldari, meö sætum (collets) og lykli. £ 50. Skrifiö eftir frekari upplysingum, Ijósmyndum o.s.frv. Allar vélar eru fullkomlega upp- geröar. hreinsaöar, endurmálað- ar, tilbúnar til notkunar strax og meö 3 mánaöa ábyrgö frá komudegi, nema hvaö varðar misnotkun eöa skemmdir í flutn- ingi. húsnæöi ; i boöi í Grindavík Til sölu parhus, 98 fm, 6 ára gamalt. Verö kr. 480 pús. Eignamiölun Suöurnesja, Hafn- argötu 57, Keflavík. Síml 92- 3868. Keflavík Til sölu nýlegt raöhús á tveimur hæöum. Skipti á 2ja tll 3ja herb. ibúö koma til greina 3ja herb. íbúö á jaröhæö viö Hringbraut í góöu ástandi. Laus strax. 3ja herb. nýstandsett íbúö viö Vatnsnesveg á jaröhæö ásamt bílskúr. Laus strax. 3ja herb. ibúö sem skilaö veröur tilb. undir tréverk. öll sameign fullfrágengin. Njarðvík 2ja herb. íbúö í smíöum viö Fífu- móa. Fast verö 280.000. Tilb. til afhendingar strax. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík. Simi 92-1420. IOOF 12 = 16310168'/*= MA. IOOF 1 = 16310168Vz = Umr. Slysavarnafélagið Fiskaklettur, Hafnarfirði heldur aöalfund mióvikudaginn 21. október kl. 8.30 í húsi félags- ins, Hjallahrauni 9. 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnur mál. OA.. Stjornm FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SIMAR 11798 og 19533. Sunnudagur 18. okt. kl. 13.00 1. Kistufell í Esju (843 m). Nokkuö erfiö ganga. Fararstjóri: Guömundur Pétursson. 2. Langihryggur { Etju. Létt ganga. Fararstjóri: Eirikur Þor- móösson. Feröirnar eru farnar frá Umferöarmiðstööinni aö austanveröu. Allir velkomnir. Verö kr. 40,00. gr. v/bílinn. Feröafélag islands. radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar einkamál Einkamál Einmana maöur óskar eftir aö kynnast 50 ára ógiftri konu eöa eldri, sem vin og félaga. Þær sem eru sama sinnis, sendi nafn, heimil- isfang og uppl. um aldur og heimilisástæður, á augl.deild Mbl. merkt: „A — 7934“. tiikynningar Helgi Guömundsson úrsmiður hefur flutt verslun sína og vinnustofu frá Laugavegi 96 og veröur opnuö í dag á Laugavegi 82. Ólafsvíkingar Hinn 15. október 1981 tekur Vigfús Kr. Vig- fússon, Bæjartúni 9, Ólafsvík, viö störfum umboðsmanns Brunabótafélags íslands á Ólafsvík. Brunabótafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.