Morgunblaðið - 16.10.1981, Síða 22

Morgunblaðið - 16.10.1981, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 Eftir Magnús H. Magnússon alþingismann Ört vaxandi erfiðleikar fólks við að eignast eigið íbúðarhúsnæði eða fá húsnæði á leigu hefur mjög verið til umræðu að undanförnu og er það að vonum. Stefna núverandi ríkisstjórnar í málefnum Byggingarsjóðs ríkisins veldur hér mestu um og hlýtur að leiða til stöðnunar og vaxandi öng- þveitis. Frumvarp Alþýðuflokksins Frá því í september 1978 var, á vegum féiagsmálaráðuneytisins, mjög mikið starf unnið til undir- búnings heildarlöggjafar um Hús- næðismálastofnun ríkisins og þar með uppstokkun alls hins opin- bera húsnæðislánakerfis. Höfuðtilgangurinn var að byggja upp, á tiltölulega fáum ár- um, öfluga og sjálfstæða íbúða- lánasjóði, sem veitt gætu hús- byggjendum og húskaupendum fullnægjandi fyrirgreiðslu á við- ráðanlegum kjörum og sambæri- lega því, sem best gerist í nágrannalöndum okkar. Gera ungu fólki og öðrum kleift að eign- ast eigið húsnæði, án þess að bestu árum ævinnar þurfi að kasta á glæ í þrotlausu striti og fjárhags- áhyggjum, sem oft bitnar óbætan- lega á börnum húsbyggjenda og heimilislífi, að ekki sé talað um heilsu þeirra sjálfra. Annarsvegar eru hinar svoköll- uðu félagslegu íbúðabyggingar, þ.e. leiguíbúðir sveitarfélaga og verkamannabústaðir, en með þeim á að leysa húsnæðisvanda þess þriðjungs þjóðarinnar, sem lægst- ar hefur tekjurnar og minnstar á eignirnar. Hinsvegar allir aðrir þættir húsnæðislánakerfisins, þ.m.t. nýbyggingalán, lán til kaupa á eldra húsnæði, til íbúða og dvalarheimila fyrir aldrað fólk, til dagvistunarheimila barna, til meiriháttar endurbóta eldra hús- næðis, til orkusparandi aðgerða, til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis, til að leysa sérþarfir hreyfihamlaðra, til tækninýjunga o.fl. Forsendur frumvarpsins Að undirbúningi frumvarpsins og samningu þess var unnið af færustu mönnum. Ekki er í þess- ari grein rúm til að lýsa frum- varpinu að nokkru gagni, en for- sendur þess voru m.a. þessar: 1. Áætlað var að byggja þyrfti 2000 íbúðir á ári næstu 5 árin, en síðan 2100 íbúðir á ári. 2. Reiknað var með því, að mjög fljótlega yrði því marki náð, að þriðjungur allra íbúðabygginga í landinu yrði á félagslegum grundvelli. 3. Ákveðið var, að til félagslegu íbúðabygginganna yrði strax lánað 90% byggingarkostnaðar. 4. Ákveðið var, að önnur nýbygg- ingalán, og fleiri lán, hækkuðu í fyrirfram ákveðnum áföngum um minnst 5% á ári í 80% byggingarkostnaðar eigi síðar en árið 1990. 5. I stað sömu krónutölu til allra, eins og áður var, áttu lánin að vera ákveðinn hundraðshluti af brúttó byggingarkostnaði hóf- lega stórs húsnæðis (staðal- íbúðar) miðað við fjölskyldu- stærð hvers og eins. Stefnumótun í húsnæðislána- málum þar sem framantalin atriði og mörg fleiri voru talin upp, sam- þykkti ríkisstjórn Ólafs Jóhann- essonar, að tillögu Alþýðuflokks- ins, í september 1979. Frumvarp til heildarlaga um Húsnæðismála- stofnun ríkisins var svo Iagt fyrir Alþingi á fyrstu dögum þess í des- ember 1979. Fjármögnun Mikil vinna var lögð í að finna út hve mikið fjármagn þyrfti til að ná settum markmiðum. Ekki að- eins næstu árin, heldur ár frá ári allt til 1990, þegar 80%-markinu átti að ná í síðasta lagi, og reynd- ar lengur. Var reiknað út frá ýms- um forsendum varðandi vexti, . i , i / i j í * i lánstima, opinber framlög, lántök- ur o.m.fl. I frumvarpinu og greinargerð þess var farin leið milli þess æski- legasta, fyrir lántakendur og þess, sem ætla mátti að væri fram- kvæmanlegt miðað við aðstæður í þjóðfélaginu. Sýnt var fram á hvernig ná mætti settum markmiðum: 1. Með því að halda óskertum mörkuðum tekjustofnum Bygg- ingarsjóðs ríkisins og Bygg- ingarsjóðs verkamanna. ríkisins skornir niður um 35% en það var þó smáræði miðað við það sem gert var á þessu ári. Ég birti hér samanburð á fram- lögum til Byggingarsjóðs ríkisins og Byggingarsjóðs verkamanna. í fyrsta lagi eins og þau hefðu orðið skv. eldri lögum, ef ríkisstjórnin hefði ekki skorið þau niður. í öðru lagi eins og þau hefðu orðið á þessu ári skv. frumvarpi Alþýðu- flokksins, og í þriðja lagi eins og þau eru í reynd skv. ákvörðun nú- verandi ríkisstjórnar. Magnús H. Magnússon Lánamál húsbyggjenda og húskaupenda 2. Með því að auka framlög ríkis- sjóðs og sveitarfélaga, frá því sem áður var, um 7,5% fyrsta árið, hækkandi ár frá ári í 50% á 9. ári, en 'gæti eftir það farið ört lækkandi, enda yrðu sjóð- irnir þá orðnir það sterkir, að þeir gætu að mestu sjálfir stað- ið undir Iögbundnum útlánum. I kr. talið þurfti aukningin á 1. ári að vera 13,1 millj. hækkandi í 124,3 millj. á 9. ári. (Allar upp- hæðir í þessari grein eru í ný- krónum á verðlagi ársins 1981.) 3. Með því að auka lántökur til veðlánakerfisins (beggja sjóð- anna) frá því sem verið hefur að jafnaði undanfarin ár um 30% fyrsta árið, hækkandi ár frá ári í 80% á 9. ári en færi síðan lækkandi. í kr. talið 65,4 millj. fyrsta árið, hækkandi í 209,3 millj. á 9. ári, en færi síð- an lækkandi. Þessi aukning á lántökum var innan marka þess, sem lífeyrissjóðir á samn- ingssviði ASÍ og atvinnurek- enda höfðu samþykkt að lána hinu opinbera veðlánakerfi. Stefna núverandi ríkisstjórnar Endanleg afgreiðsla frumvarps- ins á Alþingi kom í hlut núverandi ríkisstjórnar og stuðningsmanna hennar. Flest atriði frumvarpsins voru samþykkt efnislega óbreytt, nema hvað víða var bætt fjárhagslegum kvöðum á Byggingarsjóð ríkisins. Verst er þó, að með breytingum á frumvarpinu og með fram- kvæmd laganna í höndum núver- andi ríkisstjórnar, er fjarhagsleg- um grundvelli kippt undan Bygg- ingarsjóði ríkisins og þar með hrynja flest góð markmið eins og spilaborgir. I áðurnefndri samþykkt ríkis- stjórnar Ólafs Jóhannessonar, um stefnumótun í húsnæðislánamál- um, segir m.a.: „Lánshlutfallið verði hið sama árlega fyrir alla húsbyggjendur. Skal það ákveðið af félagsmála- ráðherra fyrir eitt ár f senn í tengslum við afgreiðsiu fjárfest- ingar og lánsfjáráætlunar ríkis- stjórnarinnar, en við það miðað, að árið 1980 verði hlutfallið a.m.k. 30% af byggingarkostnaði og hækki síðan um 5% á ári í það minnsta uns það hefur náð 80% byggingarkostnaðar eigi síðar en árið 1990. Mun ríkisstjórnin ábyrgjast þá aukningu framlaga og lána til Byggingarsjóðs ríkis- ins, sem nauðsynleg er til að þessu markmiði verði náð.“ Meirihluti núverandi ráðherra stóð að þessari samþykkt, en hvernig eru efndirnar? Strax á árinu 1980 voru markað- ir tekjustofnar Byggingarsjóðs i ' J i ‘ I LU líb J « 1 ^ I » ‘ J • • 1) .Miðað við 100 íbúðir í verka- mannabústöðum. 2) Miðað við 300 íbúðir í verka- mannabústöðum. 3) Frumvarp Alþýðuflokksins gerði ráð fyrir því, að Bygg- ingarsjóður ríkisins lánaði Byggingarsjóði verkamanna 50% byggingarkostnaðar. Eins og sjá má af töflunni skerti núverandi ríkisstjórn framlög til Byggingarsjóðs ríkisins um hvorki meira né minna en 75% í stað þess að auka þau um 21% eins og út- reikningar sýndu að nauðsynlegt væri á þessu ári. Ef litið er á opinbera veðlána- kerfið í heild kemur í ljós, að rík- isstjórnin hefur skert opinber framlög um 35% frá því sem verið hefði með óskertum mörkuðum tekjustofnum skv. eldri lögum í stað þess að auka heildarframlög um 26% eins og nauðsynlegt hefði verið og frumvarp Alþýðuflokks- ins gerði ráð fyrir. Heildarfram- lög til opinberu sjóðanna eru m.ö.o. aðeins helmingur þess sem nauðsynlegt hefði verið til að ná þeim markmiðum, sem frumvarp Alþýðuflokksins var byggt á. Þetta eru þær staðreyndir, sem útilokað er fyrir ríkisstjórnina og stuðningsmenn hennar að fela. Staðreyndir, sem gera að engu það stóra átak sem til stóð að gera til að koma lánamálum hins almenna húsbyggjanda og kaupanda í við- unandi horf. Ástand þessara mála fer versnandi ár frá ári ef blaðinu verður ekki snarlega snúið við. Það er unnt í stuttan tíma að halda í horfinu með útlán með því að auka verulega lántökur til sjóð- anna, en þeir verða ekki byggðir upp á þann hátt. Þeir verða ekki byggðir upp með því að taka lán til styttri tíma og með hærri vöxt- um en lánað er út. Á þann hátt tæmast sjóðirnir og opinber fram- lög fara í vaxandi mæli í það að greiða vaxtamismun á teknum og veittum lánum. Engin von er til að útlán hækki ef þessari stefnu verður áfram fylgt. „Stjórnarsinnar benda á verkamanna- bústadakerfið, sem lausn á öllum vanda. Það er út af fyrir sig þakkarvert, að í þeim efnum skuli fylgt þeirri stefnu, sem frumvarp Alþýðuflokksins mark- aði, en við komumst ekki framhjá þeirri stað- reynd, að verkamanna- bústaðakerfið nær að- eins til u.þ.b. 30% þeirra, sem þurfa að byggja eða kaupa sér íbúð. Hvað um alla hina?“ Afleiðingar af stefnu ríkisstjórnarinnar Árangur af stefnu ríkisstjórn- arinnar lætur heldur ekki á sér standa. Almenn lán til nýbygg- inga eru nú 19,5% af byggingar- kostnaði staðalíbúða (eru reyndar mun lægri ef tillit er tekið til verð- bólgu á byggingartímanum) í stað 35% eins og frumvarp Alþýðu- flokksins gerði ráð fyrir sem lág- marki fyrir yfirstandandi ár. Breyttar aðstæður Til skamms tíma gátu menn, með óheyrilegu líkamlegu og and- legu álagi, komið sér upp húsnæði. Ef það tókst að afla nægilegs lánsfjár til að Ijúka byggingunni (eða kaupunum) og ef unnt reynd- ist, sem alls ekki var alltaf, að slá ný lán til að greiða af þeim eldri fyrstu árin, þá sá verðbólgan um afganginn. M.ö.o. gamla fólkið (aðrir eiga ekki teljandi sparifé í bönkum) var látið greiða lánin, svo geðþekkt sem það nú var. Markadir Skv. frum Skv. tekjuHtofnar varpi ikvitrðun skv. eldri Alþýriu rík is.stjorn lögum flokksins arinnar Byggingarsjóður ríkisins: millj. kr. millj. kr. millj. kr. Hlutdeild í launaskatti 150,0 150,0 43,0 Aðrir markaðir tekjustofnar 19,5 19,5 0 Viðbótarframlag úr ríkissjóði 0 36,5 0 169,5 205,5 43,0 Byggingarsjóður verkamanna: Framlag ríkissjóðs 16,0!» 24,02>3> 75,02» Framlag sveitarsjóða 16,0 24,0 12,0 Veðlánakerfið í heild 201,5 253,5 130,0 Nú er þetta gerbreytt og við því verður að bregðast af myndarskap ef við viljum ekki skilja eftir úti í kuldanum allt það unga fólk og aðra, sem þurfa að byggja eða kaupa íbúð í fyrsta sinn, og ef við viljum ekki yfirfylla allt of þröng- an leiguíbúðamarkaö, en það er einmitt það, sem nú er að ske vegna þess að ungt fólk getur nú hvorki byggt eða keypt. Unga fólk- ið er horfið af markaðnum, segja fasteignasalar. En ríkisstjórnin heldur að sér höndum. Stefna hennar er sú, að lán Byggingarsjóðs ríkisins hækki ekki. Hún virðist telja það lofsvert ef lánin fylgja verðbólgunni. Hví- líkt úrræðaleysi. Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja, að lífeyrissjóðir hafi hækk- að útlán sín verulega. Sama sé að segja um bankakerfið. Áuðvitað hjálpar það mörgum, að geta fengið góð lán hjá sínum lífeyrissjóði, að ekki sé talað um ef bæði hjónin eiga aðgang að sterk- um lífeyrissjóðum. En bæði er, að margir lífeyrissjóðir hafa lítið bolmagn til útlána og margir eiga alls engan aðgang að lífeyrissjóði, t.d. flestir sem eru að ljúka lang- skólanámi. Því má svo bæta við, að enginn ræður við að taka verulegan hluta byggingarkostnaðar eða kaup- verðs að láni hjá bankakerfinu miðað við þau skammtímalán, sem nú eru í boði, og það er langt frá því að allir eigi aðgang að slíkum lánum. Ef treysta á í vaxandi mæli á útlán lífeyrissjóða til að fjár- magna verulegan hluta bygg- ingarkostnaðar eða íbúðakaupa og tilviljanakenndan aðgang að bankakerfinu, þá erum við að búa til óþolandi mismunun fólks. Sum- ir eiga þá verulegan rétt, aðrir lít- inn eða engan. Stjórnarsinnar benda á verka- mannabústaðakerfið sem lausn á öllum vanda. Það er út af fyrir sig þakkarvert, að í þeim efnum skuli fylgt þeirri stefnu, sem frumvarp Alþýðuflokksins markaði, en við komumst ekki framhjá þeirri staðreynd, að verkamannabú- staðakerfið nær aðeins til u.þ.b. 30% þeirra, sem þurfa að byggja eða kaupa sér íbúð. Hvað um alla hina? Hvað um þá, sem hafa nokkrum krónum hærri árslaun en það hámark, sem ræður því hvort menn eiga rétt eða ekki rétt? Leiðir til úrbóta Það, sem nú er nauðsynlegt að gera, er: a) Að ná sem fyrst því marki, að byggja 700 íbúðir árlega í verkamannabústöðum. b) Að byggja leiguíbúðir á vegum sveitarfélaga í allstórum stíl. Aðrir verða ekki til þess. c) Að hækka strax til mikilla muna lán Byggingarsjóðs ríkis- ins. Einkum til þeirra, sem byggja eða kaupa íbúðir í fyrsta sinn. Sjálfsagt er, að bankakerfið komi með einum eða öðrum hætti inn í þá mynd, enda hafa útlánamöguleikar þess gjörbreyst til batnaðar eftir þá miklu innlánsaukn- ingu, sem fylgir í kjölfar verð- tryggingar sparifjár. Það er auðvelt að sýna fram á það, að greiðsla afborgana og vaxta af 20—30 ára verðtryggðu jafngreiðsluláni (anuitet) er flest- um sæmilega viðráðanleg. Greiðsiurnar eru ekki hærri en húsaleiga gengur og gerist á Reykjavíkursvæðinu, jafnvel þótt allur byggingarkostnaðurinn (eða íbúðarverðið) sé tekinn að láni á þann hátt. Við verðum að neyta allra til- tækra ráða til að draga úr þeim mikla mismun á lífskjörum, sem nú á sér stað. Annarsvegar þeirra, sem eiga skuldlitlar íbúðir (sem verðbólgan er búin að greiða). Hinsvegar þeirra, sem engar íbúð- ir eiga eða eru nýbúnir að byggja eða kaupa og ráða ekki með neinu sæmilegu móti við greiðslur af- borgana og vaxta af óhagkvæmum skammtímalánum. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinn- ar í þessum málum er óþolandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.