Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 Gerður Hjörleifsdóttir, framkvaemdastjóri íslensks heimilisiðnaðar, virðir fyrir sér handprjónað sjal á sýningunni. Að baki henni hanga hespur af jurtalituðu bandi, en því miður sjást litirnir ekki á myndinni. (Ljóam. Mbi. Kristján.) íslenskur heimilisiðnaður 30 ára - jurtalitað band, sjöl og handprjónaðir vettlingar á sýningu í Hafnarstræti 3 VKRSLUN Heimilisiðnaðarfélags- ins, íslenskur heimilisiðnaður, á um þessar mundir 30 ára afmæli. Versl- unin er nú rekin á tveim stöðum í Reykjavík, Laufásvegi 2 og Hafnar stræti 3. I tilefni afmælisins er efnt til sýningar á ýmsum munum úr safni Heimilisiðnaðarfélagsins að DAGBLAÐIÐ birti á þriðjudaginn niðurstöður skoðanakönnunar blaðsins um afstöðu sjálfstæð- ismanna til ríkisstjórnarinnar. Af þeim, sem blaðið spurði, var 71 eða 44,9% stjórnarandstæðingur, 47 eða 29,7% sögðust fylgjandi ríkisstjórn- inni, 39 eða 24,7% voru óákveðnir og einn vildi ekki svara spurningu blaðsins. Hafnarstræti 3. Höfuðáhersla er lögð á þrjú atriði, þ.e. jurtalitað band, sjöl og hyrnur úr handspunnu bandi og handprjónaða vettlinga. Sýningin verður opnuð 15. október og stendur til 26. október. Að stofnun íslensks heimilisiðn- aðar í október 1951 stóðu að jöfnu Samskonar skoðanakönnun í maí sl. sýndi 41,2% stjórnarand- stæðinga, 33,5% fylgismenn stjórnarinnar og óákveðni hópur- inn var jafnstór og nú eða 24,7%. í janúar sl. voru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hins vegar fleiri, eða 49%. Stjórnarandstæð- ingar voru þá 36,2% og 14,8% voru óákveðnir. Heimilisiðnaðarfélagið og Ferða- skrifstofa ríkisins, en aðalhvata- maður að framkvæmdinni var Helga Kristjánsdóttir frá Laug- um. Framkvæmdastjóri frá upp- hafi og til ársins 1967 var Sigrún Stefánsdóttir frá Eyjadalsá, en 1967 tók Gerður Hjörleifsdóttir við því starfi og gegnir því enn. Frá árinu 1957 hefur Heimilisið- naðarfélagið hins vegar staðið eitt að rekstri verslunarinnar. Hagn- aður af versluninni hefur staðið straum af margháttaðri menning- arstarfsemi félagsins, svo sem bókaútgáfu, námskeiðarekstri og útgáfu ársritsins Hugur og hönd, sem fyrst kom út 1966. Þá mun á næstunni koma út bók með munstrum að tvíbönduðum vettl- ingum í tilefni afmælisins og hef- ur Kristín Jónsdóttir handavinnu- kennari teiknað munstrin eftir gömlum vettlingum og aðlagað uppskriftirnar því efni sem nú er á markaðnum. A fundi með blaðamönnum sagði Jakobína Guðmundsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélags Islands, að hún vonaði að hægt verði að koma upp heimilisiðnað- arsafni á komandi árum. Skodanakönnun DagblaÖsins: Enn minnkar fylgi ríkisstjórnarinnar með sjálfstæðismönnum Afreksfólk í myrkri Eftir Kristínu Jónsdóttur Árið 1925 kom ungur maður heim til íslands eftir að hafa num- ið körfugerð í Danmörku. Þessi maður var Þórsteinn Bjarnason, sonur Bjarna frá Vogi, alþing- ismanns og skálds. Þórsteinn stofnaði síðan Körfugerðinji, einkafyrirtæki, sem hann rak uns hann gaf Blindravinafélagi íslands Körfugerðina árið 1958, en það rekur hana nú ásamt burstagerð. Á námsárum sínum í Kaup- mannahöfn kynntist Þórsteinn því að blindir geta orðið góðir körfu- gerðarmenn og stunduðu þá iðn margir danskir. Á þessum dögum sat blindur smiður, Sveinn Ólafs- son, að heimili sínu við Baldurs- götu og hafði lítið milli handa. Sveinn var faðir þeirra merku bræðra dr. Einars ól. Sveinssonar og Gústavs A. Sveinssonar, hæsta- réttarlögmanns. Þórsteinn tók nú til að kenna Sveini körfugerð og fékk honum efni heim. Sveinn var snillingur í höndum og þetta gekk vel. Sveini var þessi vinna mikils verð og ég minnist þess hve Vil- borg Einarsdóttir, kona hans, sem ég kynntist löngu eftir að hún varð ekkja, var alltaf þakklát Þórsteini fyrir að kenna Sveini svo hann gat haft nokkuð gagnlegt fyrir stafni. Vilborg, sem náði hundrað ára aldri, synir þeirra Sveins og fjöl- skyldur þeirra hlúðu á ýmsan hátt að Blindravinafélagi íslands á meðan þau máttu og vil ég fyrir hönd félagsins þakka það. 1932 stofnaði Þórsteinn Bjarna- son Blindravinafélag íslands ásamt nokkrum öðrum velunnur- um þessa málefnis. Fyrsti formað- ur félagsins var Sigurður P. Siv- ertsen, próf. Blindraiðn var sett á stofn með burstagerð, vefnaði o.fl. sem unnið var að. Árið 1939 var húsið í Ingólfs- stræti 16 keypt og þar er enn starf- að. En nokkuð hefur framleiðslan minnkað í seinni tíð vegna þess að helst er um að ræða aldrað blint fólk í starfi. „Þarna eru manneskj- ur, sem annars ættu þess ekki kost að vinna, og þeim er þetta mikils virði.“ Haustið 1933 stofnaði Blindra- vinafélag Islands Blindraskóla sinn, handa nokkrum börnum. Skólinn var stofnaður af litlum efnum, við lélegar aðstæður og öll námsgögn þurfti að búa til. Ragnheiður Kjartansdóttir, kennari, var send til sérnáms í Kaupmannahöfn og kostaði félagið nám hennar., Rósa Guðmundsdóttir, sem var ein af þessum fyrstu nemendum, sagði skemmtilega frá þessari frumstæðu skólastofnun um dag- inn í útvarpsþætti um skólamál fatlaðra. Bæði var það að félagið missti Ragnheiði frá störfum vegna breytinga á lífshögum hennar og börnin urðu eldri og í bili engin börn á skólaskyldualdri að skóla- haldið lagðist niður um árabil. Þó var ekki svo að engin kennsla færi fram, nýju fólki var kennt að vinna, nokkrum var kennt að lesa blindraletur og skrifa á blindra- ritvél og að nota vanalega ritvél, svo þau gætu skrifað bréf. Einum holdsveikum, blindum pilti var kennt að spila á orgel og að lesa nótur á blindraletri, en hann varð skammlífur. Svo kom að því að aftur stóðu blind börn á skólaaldri án skóla. Hefði mátt ætla að skólayfir- völdum landsins hefði þótt mál að rumska og stofna skóladeild fyrir blind börn, en svo var ekki. Blindravinafélagi íslands fannst þá ekki mega við svo búið standa og endurreisti Blindraskólann í húsi sínu að Bjarkargötu 8, sem jafnframt var blindraheimili og er það enn. Einar Halldórsson, kennari, fór til sérnáms í Skotlandi vegna skól- ans og var sú námsför kostuð af félaginu. Einar reyndist afburðaduglegur blindrakennari og það var skólan- J arðræktarfélag Reykjavíkur 90 ára ÞANN 17. október 1891 var Jarð- ræktarfélag Reykjavíkur stofnað til að efla og auka jarðrækt í landi Reykjavíkur og stóðu 11 brodd- borgarar í Reykjavík að stofnun þess. Það voru þeir Halldór Kr. Friðriksson prestaskólakennari, Þórhallur Bjarnason síðar biskup, Eiríkur Briem prestaskólakennari, Magnús Stephensen landshöfðingi, Björn Jónsson ritstjóri,1 Björn Guð- mundsson timburkaupmaður, Jón Jónasson héraðslæknir, Schier beck landlæknir, Matthías Matthí- asson í Holti, Halldór Daníelsson bæjarfógeti og Áumundur Sveins- son lögfræðingur. Það að ýmsir áhrifamestu menn í Reykjavík stóðu að stofnun félagsins segir sína sögu um þann hug sem var þá í mönnum gagnvart ræktun og efl- ir<gu landsins. Um þessar mundir voru mörg búnaðarfélög stofnuð, en árið 1888 hófust beinar styrkveit- ingar úr landssjóði til slíkra fé- laga og virkuðu þær hvetjandi á stofnun samtaka til að rækta landið. Allir stofnendur Jarð- ræktarfélagsins létu vinna að jarðræktarstörfum og tóku ýms- ir þeirra virkan þátt í ræktun- arstörfunum sjálfir. Fyrsta ára- tuginn gerðust um 100 menn fé- lagar í Jarðræktarfélagi Reykja- víkur, þar af voru um 60 meðlim- ir virkir jarðræktarmenn, en frá aldamótum fram yfir fyrra stríð minnkaði þátttakan nokkuð, en náði sér verulega á strik á þriðja áratugnum. Ekkert svæði á íslandi hefur Rifjaður heyflekkur í Sogamýri. Plæging í Seljalandi í Reykjavík 1942. tekið jafn miklum stakkaskipt- um síðustu öldina og land Reykjavíkur. Undir steyptu yfir- borði höfuðborgarsvæðisins voru fyrir tiltölulega skömmum tíma fúamýrar, móhellumelar og grjótholt. Jarðræktarmenn lögðu jörðina hægt og bítandi undir sig á tímabili handverkfæra og hest- verkfæra, en upp úr 1920 tók við vélvæddur hraði svo afköstin tóku undir sig heljarstökk, og setning jarðræktarlaganna 1923 var sem tímanna tákn um hina stórtæku þróun jarðræktarinnar. Voru þá á stuttum tíma ræktað- ar mýrarnar umhverfis Reykja- víkurbæ, Vatnsmýrin, Norður- mýrin, Laugamýrin og Sogamýr- in, einnig melarnir og grjótholt- in. Byggðin breiddi sig síðan yfir þessi tún. Slagorð um græna byltingu tóku að heyrast. Núorð- ið er varðveisla þeirra túnskáka sem eftir eru í Reykjavík hitamál í samfélaginu. Þótt lítið sé um jarðnæði í Reykjavík í dag starfar Jarð- ræktarfélag Reykjavíkur enn. Jarðræktun í Reykjavík tilheyrir nú 90 ára sögu Jarðræktarfélags Reykjavíkur og er verið að vinna að ritun þeirrar sögu. Sá maður sem lengst hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.