Morgunblaðið - 16.10.1981, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981
25
Vistmaður að starfi.
i jslonsUum ImUnu'imti""]
1 in1<‘ii»J\iiiii l,*-,
Hefti med sérstök-
um yrkisefnum
um mikið áfall er hann féll frá
fyrir aidur fram frá mikilvægu
starfi.
í fyrrnefndum útvarpsþætti um
skólamál fatlaðra fannst mér
nokkurs vanmats gæta hjá vini
mínum, Arnþóri Helgasyni, á af-
skiptum B.í. af skólamálum
blindra, hann lét þau orð falla
tvisvar í þættinum að Blindravina-
félag Islands hefði rekið Blindra-
skólann að Bjarkargötu 8, að nafn-
inu til í þessi ár.
Félagið fékk að vísu kennarann
settan á ríkislaun en rak skólann
að öðru leyti, greiddi aukavinnu til
meiri en sett var á reikning, einnig
þurfti að greiða ýmsum fyrir gerð
námsgagna, því allt þurfti að búa
til heima á blindraletri og segul-
böndum. Auk þess sá félagið þeim
fyrir heimavist sem áttu heima
utan Reykjavíkursvæðisins.
Þó skólinn að Bjarkargötu 8 hafi
verið ófullkominn og vantaði
margt sem þurft hefði og húsnæði
væri knappt, hljóta nemendur að
hafa fengið þar allgóða undirstöðu;
annars hefði sumum þeirra ekki
tekist að komast síðan áfram i al-
mennum skólum og allt upp í Há-
skóla á sama tíma og ófötluðum
nemendum, þrátt fyrir eigin dugn-
að, sem auðvitað er alltaf sterkasti
þátturinn í menntakeðju nemand-
ans.
Eftir fráfall Einars Halldórs-
sonar var Margrét Sigurðardóttir,
kennari, send til sérnáms í Dan-
mörku og var sú námsför að veru-
legu leyti styrkt af félaginu.
Nú starfar Blindraskólinn sem
deild í ríkisskóla, Laugarnesskól-
anum, og við skulum vona að
menntamálastjórnendur framtíð-
arinnar hafi hann ekki í svelti en
sjái um að sérmenntaðir kennarar
verði til taks þegar á þarf að
halda.
Vorið 1941 réðst ég til skrif-
stofustarfa hjá Blindravinafélagi
íslands. Um haustið það ár gengu 6
manns blindir út úr húsi félagsins.
Þau höfðu þá stofnað Blindrafé-
lagið, eins konar stéttarfélag
blindra, og stofnsettu Blindra-
vinnustofuna, sem nú er orðin að
stórfyrirtæki og menningarstöð í
höndum þeirra að Hamrahlíð 17.
Þau sem fóru voru fyrrveraiidi
nemendur Blindraskólans, yngsta
og duglegasta fólkið. Það var dá-
lítið tómlegt á vinnustofunni þegar
þau voru farin, svona eins og þegar
börnin á heimilinu fara út í lífið til
að búa sjálf. En Blindraiðn hélt
áfram með þeim, sem vildu vera,
og smátt og smátt kom nýtt fólk og
aftur fjölgaði á stofunni.
Þau ár, sem ég vann þar, var
mest unnið að burstagerð og
gólfklúta- og gólfdreglavefnaði og
Þórsteinn kenndi einhverjum hús-
gagnabólstrun í Körfugerðinni.
Það er mikil lífsreynsla að vinna
á svona stað og verða vitni að þeim
hetjudáðum, sem blindir drýgja
hvern dag með því einu að lifa líf-
inu á jafn eðlilegan hátt og hinir
sem hafa sjónina, að láta ekki bug-
ast og halda gleði sinni.
Enn sitja nokkrir blindir á
vinnustofu Blindraiðnar, Ing-
ólfsstræti 16, ríða körfur og draga
í bursta ásamt aðstoðarfólki sínu.
Þarna eru manneskjur, sem ann-
ars ættu þess ekki kost að vinna,
og þeim er þetta mikils virði, bæði
til að vinna sér inn ofurlitla viðbót
við ellilaunin og ekki síður vegna
ánægjunnar að hafa eitthvað
handa á milli hluta úr degi.
Blindravinafélag íslands þarf enn
um sinn að styðja við bakið á þess-
um skjólstæðingum sínum og leit-
ar þess vegna til almennings um
ofurlitla aðstoð við reksturinn með
því að hafa merkjasölu nú á laug-
ardag og sunnudag.
Merkin eiga að kosta kr. 30 og
eru um leið happdrættismiði.
Kannski finnst ykkur þetta dýr
merki, góðir samborgarar, ég vona
þó að ykkur finnist ekki farið fram
á of mikið. Það er svo sem andvirði
þriggja brauða eða smágjafar í
barnaafmæli.
Blindravinafélag íslands mun
vera fyrsta félag á íslandi, sem
stofnaði vinnustofu til styrktar ör-
yrkjum. Sýnum samhug með því
að kaupa merki félagsins um helg-
ina og gleðjum með því aldinn
formann þess, Þórstein Bjarnason.
Þeir eru fáir sem hafa starfað að
velferðarmálum blindra af jafn-
mikilli eljusemi og fórnfýsi og í
svo langan tíma sem hann.
ÚT ERU komin há Iðunni þrjú
hefti með bókmenntatextum
handa skólum, Þemakver Iðunnar.
Er hér um að ræða valda texta um
ákveðið yrkisefni eða þema, og eru
þeir sóttir í íslenskar bókmenntir
að fornu og nýju. Menntaskóla-
kennararnir Bjarni Ólafsson, Sig-
urður Svavarsson og Steingrímur
Þórðarson sáu um útgáfuna.
Fyrsta heftið nefnist Hetjan í ísr
lenskum bókmenntum, annað heft-
ið Ástin og hið þriðja Konan. Text-
arnir eru birtir með orðskýringum
eftir því sem þurfa þótti og aftast
eru skrár um útgáfu verkanna.
Textar eru jafnt í bundnu máli og
óbundnu, sögukaflar, smásögur og
ljóð. Elsta efni í kverunum er úr
Eddukvæðum, en yngsti höfund-
FÉLAG bókagerðarmanna mun í
þessari viku fara þess á leit við
ríkissáttasemjara, að hann boði til
fundar með félaginu og atvinnu-
rekendum um gerð kjarasamn-
inga, svo fljótt sem auðið er, að því
er formaður félagsins, Magnús
Einar Sigurðsson, prentari, sagði í
samtali við Morgunblaðið. Magn-
ús sagði félagið hafa lagt fram
kröfur sínar fyrir all nokkru, en
engar viðræður hefðu enn farið
fram.
Nú í vikunni sagði Magnús
fara fram vinnustaðafundi, til
urinn, Elísabet Þorgeirsdóttir, er
fædd árið 1955.
í formála útgefenda segir að
kver þessi séu ætluð „til notkunar
í framhaldsskólum. Þó hurfu út-
gefendur frá því að hafa hér sér-
stök skólaverkefni. Engin hefð er
komin á að bókmenntir séu lesnar
eftir sérstökum þemum eða aðal-
efni í framhaldsskólum og töldum
við ekki rétt að binda hendur
kennara og nemenda með verkefn-
um sem fylgdu þessari útgáfu. Við
teljum að vinna megi með texta
þessa kvers út frá mörgum sjón-
arhornum og viljum við gefa
hugmyndaríkum nemendum og
kennurum tækifæri á að spreyta
sig.“
Þemakver Iðunnar eru 64 bls.
hvert um sig. Prentrún prentaði.
kynningar á kröfum félagsins í
komandi kjarasamningum, og
þar færi einnig fram skoðana-
könnun í atkvæðagreiðsluformi,
um hvort skuli sett á oddinn
krafa um að samningarnir gildi
frá 1. nóvember næstkomandi,
eða þegar núverandi samningar
verða lausir. Úrslit úr skoðana-
könnuninni sagði Magnús vænt-
anlega liggja fyrir á fimmtu-
dagskvöld eða á föstudag, en
ljóst væri þó að krafan um gild-
istöku nýs samnings yrði ein
megin krafa félagsins í komandi
samningum.
Félag bókagerðarmanna:
Skoðanakönnun um
gildistöku nýs samnings
verið formaður Jarðræktarfélags
Reykjavíkur er Einar Ólafsson,
fv. bóndi í Lækjárhvammi, — eða
í 36 ár.
Aðrir sem hafa unnið félaginu
ómetanlega í tugi ára og eflt um-
svif þess í þágu landbúnaðarins
eru þeir feðgar Kristófer
Grímsson, frá Steig í Dyrhóla-
hreppi (f. 12. apríl 1893, d. 13.
nóv. 1969) og sonur hans, Helgi
M. Kristófersson, Silfurteig 4
Reykjavík.
Sá fyrrnefndi var jarðræktar-
maður og framkvæmdastjóri fé-
lagsins um 40 ára skeið eða frá
því að hestverkfæri voru aðal-
lega notuð við jarðabótafram-
kvæmdir og síðan fylgdi hann
eftir vélaöldinni fram á efri ár
þegar Jarðræktarfélagið hafði
mjög mikið umleikis oft á tíðum.
Helgi byrjaði sem vélamaður
strax á unga aldri, auk þess sem
hann sá um margvísleg önnur
störf í þágu þess og er nú í stjórn.
Það eru að verða um 50 ár síðan
Helgi á ýmsan hátt fór að vinna
fyrir Jarðræktarfélag Reykjavík-
ur svo þeir feðgar hafa því starf-
að samanlagt í um 90 ár til efl-
ingar þessum jarðræktarfélags-
skap sem nú fyllir 90 árin.
Stjórn Jarðræktarfélags
Reykjavíkur skipa í dag Eðvald
B. Malmquist formaður, Helgi
Kristófersson og Birgir Matthí-
asson.