Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.10.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981 Myndin er tekin á kristniboðshátíðinni að Varmá. Kjalamesprófastsdæmi: 8-900 manns á há- tíðinni að Varmá - í tilefni 1000 ára kristniboðs á íslandi SUNNUDAGINN 11. október var haldin hátíð í Kjalarnesprófastsdæmi í tilefni 1000 ára kristniboðs landsins. Að sögn prófasts, sr. Braga Frið- rikssonar, fór hátíðin mjög vel fram, og sóttu hátíðarhöldin milli 800 og 900 manns. 200 manna kór prófastsdæmisins söng samsöng. Er talið að um 300 manns hafi tekið þátt í undirbúningi hátíðarinnar, og voru skipulagðar ferðir fólks víða að úr prófastsdæminu. Viðstödd hátíðarhöld- in var forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og biskupshjónin, en biskup íslands, herra Pétur Sigurgc var það fyrsta opinbera verk hans s Hátíðin hófst að Esjubergi kl. 8.30 og komu þar saman prestar og safnaðarfulltrúar, um 50 tals- ins, hjá hjónunum Sigríði og Snorra Gunnlaugssyni að Esju- bergi. Fáni var dreginn að húni og laust eftir 9 hófst héraðsfund- ur Kjalarnesprófastsdæmis að Hlégarði og stóð hann til hádeg- is. Hádegisverður var siðan snæddur að Hlégarði í boði sókn- arnefndar Lágafellssóknar og voru biskupshjónin meðal gesta við hádegisverðinn. Hátíðarsamkoman hófst síðan ííþróttahúsinu að Varmá í Mos- fellssveit kl. 13.30. Kirkjukórar úr prófastsdæminu komu saman til samsöngs, og stjórnuðu organistar hinna ýmsu presta- kalla söngnum til skiptis. Þá flutti séra Bragi Friðriksson won, flutti ávarp og blessunarorð og n biskup fslands. prófastur ávarp og gat þess m.a. að sérstakar kveðjur hefðu bor- ist frá forsætisráðherrahjónun- um, frú Völu og dr. Gunnari Thoroddsen, og fyrrverandi bisk- upshjónum, frú Magneu Þor- kelsdóttur og hr. Sigurbirni Ein- arssyni. Þá var haldin hátíðarguðs- þjónusta með þátttöku kirkju- kóranna og kristinna trúfélaga, þjóðkirkjunnar, aðventista, hvítasunnumanna, kaþólskra og fríkirkjunnar i Hafnarfirði. Hugleiðingu fluttu frú Þórhildur Olafs Sigurlinnadóttir cand. theol, og séra Gunnar Krist- jánsson sóknarprestur á Reyni- völlum. Séra Birgir Asgeirsson prestur á Mosfelli þjónaði fyrir altari. Hátíðarguðsþjónustunni lauk síðan á því að herra Pétur Sigurgeirsson biskup Islands flutti ávarp og blessunarorð og var það fyrsta ojnnbera verk hans sem biskup Islands. Siðan voru seldar kaffiveitingar í Hlé- garði og að loknu kaffihléi skipti hópurinn sér á ýmsa staði í sveitinni og nágrenni til guðs- þjónustuhalds. Messað var á Mosfelli, Lágafelli, Reykjalundi, Hlaðgerðarkoti, Víðinesi og Arn- arholti, og voru messurnar allstaðar fjölsóttar. Hátíðar- höldunum lauk síðan laust eftir kl. 18. Sagði séra Bragi Friðriksson prófastur í samtali við Mbl. að dagurinn hefði verið mjög ánægjulegur. Um 300 manns hefðu tekið þátt í undirbúningi og vildi hann þakka öllum sem hönd hefðu lagt á plóginn. Að auki sagði hann að safnað hefði verið í sjóð, sem rennur til helm- inga í styrktarsjóð lamaðra og fatlaðra og til hins íslenska kristniboðs, og verður þeirri söfnun haldið áfram allan októbermánuð. Á myndinni eni til vinstri: Anton Örn Kærnested frá Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins, Knut Giæver og Inger Tjaberg frá Den norske Bokklubben, Erik Johansson og Erik Hyllner frá Mánadens Boknytt í Svfþjóð, Ole Werner Thomsen og Jette Júlíusson frá Gyldendals Bogklub í Danmörku og Bryjólfur Bjarnason frá Bókaklúbbi Almenna bókafélagsins. Að þessu sinni komust fulltrúar frá fínnska bókaklúbbnum ekki til fundarins. Fundur norrænna bókaklúbba FYRIR nokkrum dögum var haldinn hér í Reykjavík framkvæmdastjóra- fundur stærstu bókaklúbbanna á Norðurlöndum. Á fundinum voru rædd ýmis sameiginleg hagsmuna- og framtíðarmál er varða rekstur og viðgang bókaklúbbanna. Meðal annars kom fram, að Den norske Bokklubben gaf út í september á þessu ári Heim- skringlu Snorra Sturlusonar, og seldust 105 þúsund eintök af bók- inni. Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins (BAB) gerðist aðili að Nordic Boocklub LTD árið 1976, en sameiginlegur fundur hefur ekki verið haldinn hér á landi fyrr en nú. Byggingariðnaður tækni- og skipulags- lega vanþróaður BYGGINGARIÐNAÐUR hér á landi er á ýmsan hátt vanþróaður, einkum í tæknilegum skilningi og hvað varðar skipulag, að því er fram kemur í álitsgerð Rannsóknaráðs ríkisins um stöðu og horfur í byggingariðnaði sem kynnt var blaðamönnum á miðvikudag. í skýrslunni segir, að takmörk- uðu fjármagni hafi verið veitt til rannsókna á þeim mörgu sviðum byggingarstarfseminnar sem þurfa slíkra rannsókna við. Enn- fremur að fyrirtækjum í atvinnu- greininni hafi verið sniðinn þröng- ur stakkur í allri álagningu á seld vinnulaun og lánsfjármagn hafi verið takmarkað þegar fyrirtæki hafi þurft að fjármagna ýmsar tækninýjungar. Einnig að allar framkvæmdir opinberra aðila og lóðaúthlutanir sveitarfélaga hafi verið sveiflukenndar. Allir þessir þættir hafi gert það að verkum að framfarir í nýrri tækni og nýjum og betri byggingaraðferðum hafi ekki átt sér stað í jafn ríkum mæli og annars staðar þekkist, t.d. á Norðurlöndunum, þrátt fyrir það að mannvirkjaeign þjóðarinnar væri metin í þúsundum milljarða gamalla króna og að fjármuna- myndun í byggingariðnaði árið 1978 hefði numið 19,2% af þjóðar- framleiðslunni það ár. í álitsgerðinni segir, að stór- auka yrði rannsóknir og þróun- arstarf sem og fræðslu- og leið- beiningarstarfsemi, því að ljóst væri að þannig mætti fá meiri og betri nýtingu tækja og mannafla í mannvirkjagerð. Sá kostnaður sem þessu yrði samfara mundi skila sér aftur á fáum árum þjóð- inni í heild til hagsbóta. Sem dæmi mætti nefna, að með meiri rannsóknum hefði mátt koma í veg fyrir ýmis slys sem orðið hafi í mannvirkjagerð eins og steypu- skemmdir og þar með spara mjög miklar fjárhæðir í endurnýjun og viðhaldi mannvirkja. Segir í álitsgerðinni, að stórefla verði rannsóknir á innlendum byggingarefnum og notagildi þeirra, mat á einangrunarefnum og aðferðum, skipulagsrannsókn- ir, rannsóknir á ýmsum bygg- ingaraðferðum og nýrri tækni (t.d. einingahús), rannsóknir vegna viðhalds og viðgerða á steinsteypu og rannsóknir vegna orkusparnað- ar. Jafnframt segir í álitsgerð Rannsóknarráðs, að nauðsynlegt sé að jafna þær sveiflur sem verið hafa í byggingarframkvæmdum. Einnig að upp rísi stærri bygg- ingarfyrirtæki en nú eru fyrir hendi, en að forsenda fyrir slíku sé að samfelldari og stærri verkefni væru fyrir hendi. Þá segir að leggja verði áherzlu á vandaðan undirbúning skipulags svo sem með kortagerð, könnunum á náttúrufari, umhverfisáhrifum, hagkvæmni í landnýtingu, með skynsamlegri landkaupastefnu, með langtímaáætlunum um lóða- framboð, með sveigjanlegri bygg- ingarreglum, með mótun skyn- samlegrar íbúðastefnu og að tengsl milli heimilis og vinnu- staðar yrðu auðvelduð. Loks segir í álitsgerð Rannsókn- arráðs, að fjármögnun íbúðabygg- inga sé sveiflukennd og lítt háð framkvæmdum. Efla verður lána- kerfið, þannig að ekki verði fyrir hendi mismunur á milli íbúða byggðum á félagslegum grundvelli og almennra íbúða. Þá segir að taka þurfi ákvarðanir um fram- kvæmdir við orku- og samgöngu- mannvirki með meiri fyrirvara en gert hefur verið og þær þurfi að vera vel undirbúnar, því það hafi í för með sér meiri byggingarhraða og minni kostnað. Rætt um lögbann á olíuleiðslu á fundi bæjarráðs Keflavíkur BÆJARSTJÓRN Keflavíkur samþykkti á fundi sínum þann 6. október síðastliðinn, að vísa til bæjarráðs tillögu frá Ólafí Björnssyni, bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins, þar sem segir að leita eigi samstarfs við bæjarstjórn Njarð- víkur um að fá sett lögbann á notkun olíuleiðslu varnarliðsins sem liggur á mörkum bæjanna. Mál þetta var rætt á fundi bæjarráðs í Keflavik á þriðju- dag, en niðurstöðu í málinu er ekki að vænta fyrr en síðar í mánuðinum. Leiðslan liggur frá Keflavíkur- höfn til flugvallarins. Þá er enn- fremur í tillögunni krafa um lög- bann á olíugeyma þá sem næst standa byggðinni. Segir í tillög- unni, að lögbannið eigi að standa þar til fyrir liggi yfirlýsing sigl- ingamálastofnunar, um að mann- virkin uppfylli kröfur þær, sem gildandi reglur ákveða. Þá var og vísað til bæjarráðs tillögu frá Karli Sigurbergssyni, bæjarfulltrúa Alþýðubandalags- ins, um að mál þetta verði leyst á grundvelli hugmynda sem ESSO lagði fram á sínum tíma um mál- ið; hvernig ætti að haga leiðslum að olíusvæðinu og um tilfærslu þess á svæðinu. Lýsti hann því yf- ir að hann væri á móti tillögu Ólafs Björnssonar. „Tilefni þess að ég flutti þessa tillögu er það, að forráðamenn Njarðvíkurbæjar gengu nýlega á fund utanríkisráðherra vegna þessa máls og að þeirra mati var sá fundur árangurslaus. Þetta er staðan þrátt fyrir að alþingi fól ráðherranum að flýta lausn máls- ins eins og verða mætti. Markmið tillögu minnar er það, eftir að hafa séð að ekkert gengur, að sjá hvort ekki verði farið að huga að lagfæringum á leiðslunum og olíu- geymunum,” sagði Ólafur Björns- son í samtali við Morgunblaðið. „En olíuhöfn í Helguvík er fram- tíðarlausnin, ég hef ekki heyrt aðrar tillögur sem standast sem framtíðarlausn. Það er engin lausn að færa geymana lengra inn á flugvöllinn og betur yfir vatns- bólin okkar," sagði ólafur. Þá kvaðst Ólafur vona að raunin yrði sú að sett yrði lögbann á notkun olíuleiðslunnar og olíugeymanna og þá kæmi í ljós hvort menn hefðu ekki efni á að ganga þannig frá þessum málum að ekki skapað- ist hætta af. Tómas Tómasson, forseti bæjar- stjórnar, sagði að það væri mikil ákvörðun að leggja lögbann á eldsneytisflutninga á Keflavíkur- flugvöll og yrði það skoðað niður í kjölinn í bæjarráði, hvaða mögu- leikar væru á að gera slíka hluti. Þá sagði Tómas að allir væru sam- mála um að ekki væri búandi leng- ur við olíuleiðslurnar og olíugeym- ana, en skiptar skoðanir væru um á hvern hátt best væri að leysa það vandamál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.