Morgunblaðið - 16.10.1981, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981
Miðarnir ganga
á 500 krónur á
svörtum markaði
TVÖ efstu liðin í þýzku deild-
inni, Bayern Miinchen og FC
Köln mKtatit á morgun í Köln og
verður það leikur helgarinnar í
l>ýzkalandi.
„Það er gífurlegur áhugi á
leiknum og allir miðar seldir
fyrir mörgum vikum og tekur
völlurinn þó 60 þúsund
manns,“ sagði Ásgeir Sigur-
vinsson í spjalli i gær. „Ég ætl-
aði að útvega fólki í Liege miða
en frétti þá að miðarnir gengju
á 150 mörk (500 krónur eða 50
þúsund gkrónur) á svörtum
markaði."
Ásgeir bjóst ekki við þvf að
verða S byrjunarliðinu hjá
Bayern en var vongóður um að
hann kæmi inn á í leiknum.
Coe kjörinn
sá besti
ENSKI hlauparinn Sebastian
('oe virðist eiga fáa sína Hka
hvað vinsældir snertir, en
spænskir íþróttafréttamenn
kusu hann í gær einróma besta
frjálsíþróttamann veraldar fyrir
árið 1981. Samtök spænskra
íþróttafréttamanna kusu einnig
besta knattspyrnumann Evrópu
og besta knattspyrnumann Spán-
ar. Besta knattspyrnumann Evr
ópu 1981 kusu þeir belgíska
landsliðsmanninn ian Ceule-
mans, sem leikur með FC
Brugge. Bestur á Spáni reyndist
vera Vestur Þjóðverjinn Ulrich
Stielike, sem leikur með Real
Madrid.
Rúmeni
hvarf
Rúmenskur unglingalands-
liðsmaður gufaði upp í Astralíu í
gær, en rúmenska liðið hefur
verið þar við keppni síðustu vik-
urnar, nánar tiltekið I
HM-keppni unglingalandsliða.
Strákurinn heitir Gheorge Visc-
eranu og er 20 ára gamall bak-
vörður frá Steua f Búkarest. Tal-
ið er að hann sé í felum og hygg-
ist biðja um h«eli sem pólitískur
flóttamaður er rúmenska liðið
hverfur heim á leið.
Kovacs gamli
var rekinn
RÚMENAR voru ekkert yfir sig
hrifnir, er knattspyrnulandslið
þeirra tapaði 1—2 á heimavelli
gegn Svisslendingum á dögun-
um. 0—0 jafntefli gegn Ungverj-
um nokkru áður vakti heldur
ekki hrifningu. Eitt stig úr þeim
leikjum gerði það að verkura, að
Rúmenar áttu ekki lengur mögu-
leika á sæti f lokakeppni HM á
Spáni næsta sumar. Gremja
Rúmena bitnaði á landsliðsþjálf-
aranura Stefan Kovacs og var
hann rekinn frá völdum. Hinn
61 árs gamli Kovacs er annars
mjög kunnur þjálfari, en hann
stjórnaði hinu sigursæla liði
Ajax frá Hollandi snemma á átt-
unda áratugnum. Kovacs hefur
einnig þjálfað franska landslið-
ið.
Stórsigur
hjá Dalvík
SKALLAGRÍMIJR f Borgarnesi
tekur nú f fyrsta sinn þátt f ís-
landsmóti f handknattleik. Leik-
ur félagið í 3. deild og fékk um
helgina Dalvíkinga í heirasókn.
Dalvfkingar sigruðu með 38
mörkura gegn 23.
HBj.
„Hvar eru apagrímurnar núna“
„ÉG VAR svo reiður að eftir að ég
hafði skorað seinna jöfnunarmarkið
hljóp ég til welsku landsliðsmann-
anna og hrópaði: „Hvar eru apagrím-
urnar núna helv. ... ykkar,“ sagði
Asgeir Sigurvinsson, þegar við slóg-
um á þráðinn til hans í Miinchen í
gærkvöldi til að ræða landsleikinn
gegn Wales í fyrrakvöld. Þar náði
íslenzka landsliðið frábærum
árangri, gerði jafntefli 2:2. Ásgeir
var hetja leiksins, skoraði baeði
mörkin.
„Þannig var,“ sagði Ásgeir, „að
á síðasta fundinum fyrir leikinn
dró Guðni landsliðsþjálfari upp
dagblað og sýndi okkur. í blaðinu
var stór mynd af tveimur welskum
landsliðsmönnum, Micky Thomas
og Carl Harris, með apagrimur og
undir stóð: Við gerum íslend-
ingana að öpum í kvöld. Við urð-
um auðvitað öskureiðir, gamla
góða íslendingastoltið kom upp í
okkur og við urðum staðráðnir í að
láta þá éta þessi orð ofan í sig. Það
má því segja að þessi fíflaskapur í
þeim hafi átt einhvern þátt í því
að Wales á nú litla möguleika á
Það voru talsverð vonbrigði á Bret-
landseyjum og gífurleg vonbrigði í
Wales, með frammistöðu velska
landsliðsins gegn íslandi, en sem
kunnugt er, skildu liðin jöfn, 2—2 á
Vetch Field í Swansea í fyrrakvöld.
Mbl. aflaði sér upplýsinga um við-
brögð í breskum blöðum og ræddi í
því sambandi við einn af kunningj-
um blaðsins í Grimsby.
Fyrirsögn Daily Telegraph
mætti þýða sem svo: Dofnar á
ljósunum hjá Wales, því liðið tap-
aði dýrmætu stigi til Islands. Um-
fjöllun blaðsins er síðan öll á þá
leið, að Wales-búar geti nagað sig
í handarbökin vegna úrslitanna,
en ekki sé við neinn að sakast
nema þá sjálfa, Island hafi verð-
skuldað annað stigið. Nefnir blað-
ið Ásgeir Sigurvinsson og Arnór
Guðjohnsen sem banamenn vona
því að komast áfram í heims-
meistarakeppninni."
Skoraði með hælnum
Welsku landsliðsmennirnir urðu
að éta þessi orð aftur og gerðu
sjálfa sig að öpum. „Þetta er einn
bezti landsleikur sem ég hef spilað
og með beztu landsleikjum sem ég
man eftir hjá íslenzku liði. Þeir
sóttu mun meira til að byrja með
og við fengum á okkur hálfgert
klaufamark. Undir lok seinni hálf-
leiksins fórum við að ná betri tök-
um á leiknum og jöfnuðum fljót-
lega eftir hlé. Arnór lét upp hægra
megin og inn að markteig. Hann
gaf fyrir markið og ég náði boltan-
um við nærstöngina, aðeins 25—30
sentimetra frá markinu gæti ég
trúað. Markmaðurinn hefur ef-
laust búist við því að ég gæfi bolt-
ann áfram fyrir markið og færði
sig frá stönginni. Það opnaði
möguleika fyrir mig og ég tók
boltann á hægri fótinn og skoraði
með hælspyrnu. Boltinn þaut milli
markmannsins og stangarinnar.
Óvenjulegt mark hjá mér, vægast
sagt.
Wales, því Ásgeir hafi skorað
bæði mörkin, en Arnór lagt bæði
upp.
Daily Mail segir í fyrirsögn:
„Vonir Wales dvina eftir frábæra
byrjun í undankeppninni." Síðan
segir blaðið að Arnór Guðjohnsen
hafi nýtt sér og sýnt fram á getu-
leysi varnarmanna Wales, er hann
lagði upp bæði mörk íslands. Þá
segir blaðið velska liðið hafa sýnt
mikinn baráttuvilja framan af
leiknum og gert vel að skora
snemma leiks gegn „varnarvegg
Islendinga, sem bauð ekki upp á
marga möguleika".
The Star segir ljósin hafa
slokknað hjá Wales og öll blöðin
sem hér er vitnað í, leika sér í
fyrirsögnum sínum með flóðljósa-
málið, en eins og fram hefur kom-
ið, slokknaði tvívegis á flóðljósun-
um á Vetch Field, þannig að leik-
I>rumufleygur
I seinni hálfleiknum spiluðum
við mjög vel og vorum óheppnir að
fá á okkur mark. Wales skoraði
eftir hornspyrnu vegna misskiln-
ings í völdun. En við jöfnuðum
fljótlega, Arnór lék upp vinstra
megin og gaf boltann inn í teiginn.
Varnarmaður spyrnti frá en að-
eins út að vítateigslínunni, 2—3
metra til hliðar við markið. Ég var
þar staddur og eygði smugu milli
markmannsins og nærstangarinn-
ar. Ég ákvað að láta skotið vaða og
sem betur fer hitti ég boltann
mjög vel og hann þaut í netið al-
veg eins og ég hafði vonað. Litlu
munaði að ég skoraði þriðja mark-
ið. Pétur Ormslev lék þá upp en
missti boltann of langt frá sér.
Hann vissi ekki að ég var óvaldað-
ur við hliðina á honum, ef hann
hefði getað gefið á mig hefði ég
verið á vftapunkti með mark-
manninn einan til varnar. í þeirri
stöðu hefði ég ekki klikkað, svo
ákveðinn var ég í því að láta þá
welsku fá fyrir ferðina."
urinn tafðist í allt um 40 mínútur.
The Star hælir mjög Arnóri Guð-
johnsen, segir gífurlegan hraða
ljóshærða víkingsins hafa
splundrað velsku vörninni er hann
lagði upp bæði mörk íslands. (The
blond vikings searing pace....) The
Star grefur einnig eftir afsökun-
um, segir íslenska liðið hafa feng-
ið tækifæri til að ná sér eftir stór-
sókn Wales, er slokknaði á flóð-
ljósunum í fyrsta skiptið.
Það er því gegnumgangandi
vonbrigði í bresku blöðunum,
vonbrigði með að Wales skyldi
ekki sigra og tryggja farseðilinn
til Spánar. En fréttaflutningurinn
er einnig mjög sanngjarn í garð
íslendinga og ekkert tekið af þeim.
Sem dæmi má taka ummæli Mike
England í leikslok: „Við vorum
heppnir að ná jafntefli." —gg.
„Eigum að geta unnið hvaða
lið sem er á góðum degi“
Aðspurður sagði Ásgeir að ís-
lenzka landsliðið væri orðið mjög
samstillt og gott að hans mati.
„Við höfum náð upp góðum
kjarna, sem verður að reyna að
halda saman. Það sem vantar er
meiri samæfing. Það verður
stundum misskilningur milli
manna sem mætti koma í veg fyrir
með meiri samæfingu. Við hefðum
ekki fengið á okkur bæði mörkin í
leiknum hefði samæfingin verið
meiri. Það er mín skoðun að lands-
liðið okkar sé orðið það sterkt, að
það geti unnið hvaða lið sem er á
góðum degi heima á Laugardals-
vellinum. Eg hef tekið eftir því að
góður árangur okkar hefur víða
vakið athygli. Þegar ég kom t.d. á
æfingu hjá Bayern í dag voru
menn að spyrja mig um leikinn en
enginn var hissa, menn eru greini-
lega hættir að verða hissa þótt við
stöndum okkur vel gegn sterkum
liðum í Evrópu."
Vill endurráða Guðna
Samningur Guðna Kjartansson-
ar við KSI er útrunninn og Ásgeir
var spurður að því hvern ætti að
ráða. „Ég er þeirrar skoðunar að
KSÍ eigi að endurráða Guðna og
það er skoðun flestra í landsliðinu
tel ég. Guðni hefur náð mjög góð-
um árangri, betri en nokkur ann-
ar. Hann heldur hópnum vel sam-
an og er laginn við að skapa bar-
áttustemmningu hjá liðinu."
— SS
Hudson kemur!
EKKERT verður úr því að Art
Housey komi og leiki með körfu-
knattlciksliði KR eins og rætt hafði
verið um. í hans stað kemur gamal-
kunnur kappi, John Hudson, en
hann hefur leikið á Grikklandi upp á
síðkastið. Hudson mun leika með
KR uns Stu Johnson hefur náð sér í
fingrinum. Iludson lék með KR fyrir
3 árum. —gg.
Gífurlegur hraði Ijóshærða Víkingsins ...
Greinarger0 KRA vegna
kærumals IA gegn KR
EINS og flestum knattspyrnuáhuga-
mönnum mun nú kunnugt, þá er lok-
ið máli því sem KRA stóð í gegn KR
á dögunum. Vegna þess hve máli
þessu voru gerð lítil skil í fjölmiðl-
um vill KRA gera stutta grein fyrir
málinu eins og það lítur út frá okkar
bæjardyrum séð. Til að spara rými
þá verður hér aðeins stiklað á stóru
og minnst á aðalatriði málsins.
Eins og menn muna spruttu
deilurnar út af atviki i leik KR
gegn ÍA í 1. deild þann 3.9. sl. At-
vikið var í stuttu máli það að
Óskar Ingimundarson fær rautt
spjald fyrir að yfirgefa leikvöllinn
í leyfisleysi (hann hafði fengið
gult spjald áður). Eftir að hann
fær rauða spjaldið er Atli Þór
Héðinsson sendur inn á völlinn í
stað Óskars. í knattspyrnulögun-
um segir að ekki megi setja leik-
mann inn á fyrir þann sem hefur
verið rekinn af leikvelli. Á þeim
forsendum byggðum við okkar
kæru. Okkur var ljóst að tvennt
hafði gerst. í fyrsta lagi setja
KR-ingar mann inn á fyrir mann
sem stuttu áður hafði fengið rautt
spjald. Það hlýtur að vera öllum
sem hafa komið nálægt knatt-
spyrnu ljóst að það má ekki. í öðru
lagi gerist það að dómarinn gefur
varamanni leyfi til að koma inn á,
hann brýtur einnig lögin. í hita
leiksins verður báðum aðilum á
mistök á viðkvæmu augnabliki,
KR er nýbúið að ná forystu í
leiknum og Skagamenn leggja allt
í það að jafna á síðustu mínútun-
um sem oft hafa reynst liðinu
drjúgar í sumar.
Atvikið er síðan kært til sér-
ráðsdóms KRR. Sá dómur tekur
málið fyrir og sýknar KR-inga á
alröngum forsendum (sjá með-
fylgjandi ljósrit). KRA sættir sig
ekki við niðurstöðurnar og telur
að spurningunni sé ósvarað. Við
áfrýjum til dómstóls KSI. Dómur-
inn ákveður að hraða málinu, svo
niðurstaða liggi fyrir áður en síð-
asti leikurinn í 1. deild fer fram.
Það reynist ekki hægt, þar sem
KR biður um frest. Þá gerist sér-
stakt atvik. Formaður KSÍ til-
kynnir það í Morgunblaðinu að
verðlaun í Islandsmótinu verði af-
hent að loknum leik Víkings og
KR þrátt fyrir kæru okkar, sem
e.t.v. hefði getað breytt röð efstu
liða. Úr því að Víkingur vann KR
þá var að sjálfsögðu hægt að af-
henda þeim verðskulduð sigur-
laun, en öðru máli gegndi um
Fram, þeir tóku á móti verðlaun-
um, sem þeir áttu á hættu að
missa nokkrum dögum síðar, eða
hvað? Þessi ákvörðun formanns-
ins er að okkar mati óvirðing við
dómstól KSI svo ekki sé meira
sagt. Það liggur í augum uppi að
dómstóllinn er í miklu erfiðari að-
stöðu til að kveða upp hlutlausan
dóm. Áfrýjun er síðan tekin fyrir
og dómur upp kveðinn: KR sýknað
(sjá ljósrit). Að okkar mati eru
dómsniðurstöður svo loðnar að
spurningunni er enn ósvarað: Má
setja mann inn á í stað þess sem
rekinn er út af?
Vegna þrengsia hefur ekki ver
ið unnt að birta þetta fyrr en
nú. — gg.
Urskurður dómstóls KSÍ
í MÁLINU var síðan kveðinn upp
svohljóðandi dómur:
Atvik málsins eru þau, að undir
lok leiks í I. deild milli KR og ÍA
hinn 3. sept. sl. vék einn leik-
manna KR af leikvelli meðan leik-
ur var stöðvaður og án samráðs við
dómara. Jafnframt kom þá vara-
maður inn á leikvöllinn. Dómarinn
veitti þessu athygli, áður en leikur
inn hófst að nýju. Kallaði hann þá
til sín leikmanninn, sem vikið
hafði af ieikvelli og sýndi honum
„rautt spjald“, en fyrr í leiknum
hafði hann sýnt sama leikmanni
„gult spjald". Síðan kallaði dómar
inn leikmanninn, sem kom inn á
völlinn til sín og sýndi honum
„gult spjald". Þá flautaði dómar
inn leikinn á að nýju.
Áfrýjandi telur, að kærða hafi
ekki verið heimilt að láta vara-
mann hefja leik í stað leik-
manns, sem dómarinn hafði sýnt
„rautt spjald". Telur áfrýjandi,
að kærði hafi þar með notað
óhlutgengan leikmann og beri
því að dæma honum leikinn tap-
aðan, sbr. 3. mgr. 27. gr. reglu-
gerðar KSÍ um knattspyrnumót.
Af hálfu kærða er m.a. bent á,
að dómarinn hafi enga athuga-
semd gert við þátttöku vara-
mannsins í leiknum, hann hafi
skráð nafn varamannsins hjá sér
og gefið honum að auki „gult
spjald" vegna innáskiptingar.
Telur kærði, að dómarinn hafi
gert mistök í því að sýna þeim
leikmanni „rautt spjald", sem
vék af leikvelli, og hafi einhver
mistök orðið við dómgæzluna sé
ekki við kærða að sakast.
Eins og mál þetta er vaxið tel-
ur dómstóllinn ekki, að hið
kærða félag hafi brotið ákvæði
laga eða reglugerða um knatt-
spyrnumót, sem valdi því, að
leikurinn dæmist ógildur eða
tapaður fyrir kærða, þótt ljóst
sé, að viss mistök hafa orðið við
dómgæzlu leiksins. Ber því að
staðfesta niðurstöðu hins áfrýj-
aða dóms.
Dómsorð:
Hinn áfrýjaði dómur á að vera
óraskaður.