Morgunblaðið - 16.10.1981, Page 32
5 krónur 5 krónur
eintakið eintakið
FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1981
Aksturshraði og umferðarþungi á götum gamla Vesturbæjarins
hefur valdið íbúum hverfisins áhyggjum og hafa íbúasamtök
Vesturbæjar og Foreldra- og kennarafélag Vesturbæjarskóla sl.
ár ítrekað lýst áhyggjum sínum við borgaryfirvöid. I gær lögðu
íbúasamtökin, ásamt skólabörnum, sérstaka áherzlu á þetta
vandamál og lokuðu m.a. Vesturgötunni um tíma, og buðu
vegfarendum upp á kaffisopa í nepjunni.
Ljósm.Mbl.: Kmilía.
Sameinað Alþingi:
Þungar ásakanir í garð
yfirmanna tollgæzlunnar
Sfldarverð-
ið ákveðið
í nótt?
VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsin.s
kom saman til fundar kl. 17 í gær til
að fjalla um hvort möguleiki væri
fyrir ráðid að fjalla um síldarverði á
ný, og þegar Morgunblaðið fór í
prentun stóð enn fundur í ráðinu.
Engu að síður var talið mögu-
legt að nýtt og annað síldarverð
liti dagsins ljós áður en birti, það
er að segja ef ráðið samþykkti að
hægt yrði að endurskoða verðið án
þess að það kæmi við þau laga-
ákvæði sem Verðlagsráð sjávarút-
vegsins er bundið af.
I dag er liðin vika síðan síldar-
flotinn sigldi til hafnar vegna
óánægju sjómanna og útgerðar-
manna með síldarverðið.
Pylsan í 12 kr.
VERÐHÆKKUN hefur orðið á pyls-
um í kjölfar hækkunar á unnum
kjötvörum.
Ein með öllu kostar nú 12 krón-
ur, 1200 gamlar krónur, en kostaði
áður 10 krónur. Hækkunin er því
20%.
Fjórtán
organistar
skoða orgel
í Evrópu
FJÓRTÁN organistar víðs vegar
að af landinu með Hauk Guð-
laugsson, söngmálastjóra, í far
arbroddi héldu á miðvikudag í
fjórtán daga ferð um meginland
Evrópu. Tilgangur ferðarinnar
er að skoða orgel og orgelverk-
smiðju í Frakklandi, V- og
A l'ýzkalandi og Danmörku og
kynna sér verð og gæði með
kaup á 14 orgelum í huga.
Ekki er fyrirhugað að gera
innkaupin í þessari ferð held-
ur fyrst og fremst að safna
upplýsingum. Organistarnir
heimsækja m.a. Strassborg,
Leipzig, Berlín, Hamborg,
Bonn og Kaupmannahöfn.
Orgef eru allt frá því að vera
tveggja-þriggja radda og allt
upp í 4000 radda. Kostnað við
þriggja radda orgel má áætla
um 200 þúsund krónur.
Benzín
hækkar
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á
fundi sínum í gærmorgun hækkun á
benzíni og gasolíu. Benzínlítrinn
hækkar úr kr. 7,85 í 8 krónur.
Hækkunin nemur 1,9% og er vegna
gengisfellingar krónunnar fyrir rúm-
um mánuði og afleiddum hækkun-
um.
Lítri af gasolíu hækkar úr kr.
2,80 í kr. 2,90. Hækkunin nemur
3,6% og er einnig vegna áhrifa
gengisbreytingarinnar. Hækkunin
tekur gildi í dag.
TIL SNARPRA umræðna kom utan
dagskrár í sameinuðu þingi í gær um
samskipti yfir og undirmanna ís-
lenzku tollgæzlunnar. Ólafur Ragn-
ar Grímsson lét þar þung orð falla í
garð yfirmanna íslenzku toll-
gæzlunnar í tilefni af málefnum
Tollvörugeymslunnar og óska toll-
gæzlustjóra um brottvikningu
Matthíasar Andréssonar, tollvarðar.
Sagði Ólafur m.a. að yfirmenn toll-
gæzlu hefðu í áraraðir verið á eftir
Matthíasi, eingöngu vegna þess að
hann hefði sýnt of mikinn áhuga á
að upplýsa um smygl. Friðrik
Sophusson krafði fjármálaráðherra
um svör við því hvort hann væri
sama sinnis og Ólafur Ragnar, en
Ragnar Arnalds svaraði því til að
honum fyndist ekki rétt að lýsa sinni
skoðun á málinu.
Umræða þessi hófst með því að
Albert Guðmundsson kvaddi sér
hljóðs utan dagskrár vegna um-
mæla tollstjóra í fjölmiðlum
vegna málefna Tollvörugeymsl-
unnar. Hann krafðist þess að toll-
stjóri tæki aftur ummæli sín um
samskipti Tollvörugeymslunnar
og umrædds tollvarðar, sem Al-
bert sagði að skilja mætti þannig
að tollverðinum hefðu verið
greiddar mútur. Ragnar Arnalds
svaraði því til að samkvæmt ís-
lenzku réttarfari bæru menn
sjálfir ábyrgð á orðum sínum.
Hann sagði einnig að opinber
rannsókn færi fram í tilefni af
þessu máli.
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður þingflokks Alþýðubanda-
lagsins, tók þátt í umræðunum og
bar fram þungar sakir í garð yfir-
manna tollgæzlu og sagði þá hafa
verið á eftir Matthíasi í áraraðir
og eingöngu vegna þess að hann
hefði sinnt starfi sinu of vel og
gengið of hart fram í að upplýsa
um smygl.
Friðrik Sophusson sagði ásak-
anir Ólafs Ragnars, formanns
þingflokks Alþýðubandalagsins
þungar og ná til gjörvallrar toll-
varðastéttarinnar. Ef áburður
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, for-
stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að hrognin, sem
væru seld til Japan væru svonefnd
iðnaðarhrogn og væru þau notuð í
ýmiskonar framleiðslu eins og í
hans væri réttur væru þessir aðil-
ar stórsmyglarar og þjófar upp til
hópa. Hann krafði fjármálaráð-
herra um hans skoðun á ummæl-
um Ólafs, þar sem hann væri
flokksbróðir hans og ef hann svar-
aði ekki ummælunum hlyti það að
tákna að hann væri sammála um
sekt yfirmanna íslenzku tollgæzl-
unnar, sem lytu hans stjórn sem
fj ármálaráðherra.
Ragnar svaraði þessari spurn-
ingu ekki fyrr en Friðrik stóð upp
á ný í lok umræðnanna, sem urðu
bæði langar og snarpar, .og ítrek-
hrognapasta o.fl. Á síðust vertíð
frystu frystihús Sölumiðstöðvar-
innar um 400 tonn af hrognum. Af
þeirri framleiðslu eru 360 tonn
farin nú þegar á Japansmarkað.
Fryst þorskhrogn hafa ekki verið
seld til Japans áður, en sem kunn-
aði spurningu sína. Ragnar svar-
aði því þá til, að sér fyndist ekki
viðurkvæmilegt að hann sem fjár-
málaráðherra lýsti skoðun sinni á
málinu, áður en rannsókn þess
hefði farið fram.
Frá umræðum þessum á Alþingi
er nánar sagt á bls. 18 og 19. Einn-
ig eru þar viðtöl við Kristin
Ólafsson, tollgæzlustjóra, og
Björn Hermannsson, tollstjóra.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
tókst ekki að ná sambandi við
Matthías Andrésson, toilvörð.
ugt er hafa Japanir keypt mikið
magn af loðnuhrognum af íslend-
ingum á undanförnum árum.
Að sögn Eyjólfs ísfelds, þá er
lítil sem engin eftirspurn eftir
iðnaðarhrognum í Danmörku og
Svíþjóð um þessar mundir og
kemur þessi markaður í Japan sér
því vel, auk þess sem Japanir hafa
borgað heldur skárra verð fyrir
hrognin en fyrirtækin á Norður-
löndum.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna:
360 tonn af þorskhrognum
seld til Japans á árinu
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur á þessu ári selt hátt í 400 lestir af
frystum þorskhrognum til Japans, en til skamms tíma hafa hrognin verið
seld að mestu til Danmerkur og Svíþjóðar og hafa Japanir greitt hærra verð
fyrir hrognin en Danir og Svíar.