Morgunblaðið - 21.10.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.10.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1981 Minning: Svanhildur Þórðar- dóttir frá Votmúla Kædd 3. nóv. 1897. Dáin 13. október 1981. í datí verður gerð útför Svan- hildar Þórðardóttur, sem lést í Landakotsspítala þann 13. október sl. eftir stutta sjúkdómslegu. Svanhildur var fædd 3. nóv. 1897 í Votmúla í Sandvíkurhreppi, dóttir hjónanna Önnu Lafranz- dóttur og Þórðar Þormóðssonar og ólst þar upp í stórum systkina- hópi. Því næst lá leiðin til Reykja- víkur þar sem hún átti langan starfsdag. Góð vinkona er fallin frá og hugurinn fyllist hryggð og sárum söknuði. Það var árið 1964 sem leiðir okkar Svanhildar lágu fyrst sam- an er við urðum nágrannakonur að Háaleitisbraut 115, en um þetta leyti urðu þau tímamóti í ævi Svanhildar að hún hættir störfum utan heimilis. Þá tókust góð kynni milli fjölskyldna okkar sem hald- ist hafa æ síðan og aldrei borið skugga á. Góðir nágrannar verða aldrei oflofaðir og þá ekki síst fyrir smá- fólk sem er að vaxa úr grasi og þurfa gjarnan á þolinmæði og uppörvun hinna fullorðnu að halda. Það var oft notalegt fyrir lítinn atorkusaman snáða að bregða sér frá leik inn til Svönu og ylja sér og hressa og ekki var hætta á að hún setti fyrir sig þótt buxurnar væru ekki alltaf tá- hreinar. Hjálpáemin og greiðvikn- in voru svo ríkir þættir í fari Svanhildar. Fyrir alla þá hlýju og vinsemd sem ég varð aðnjótandi á heimili Svanhildar mun ég ævin- lega verða þakklát. Svanhildur var hávaxin og tígu- leg í fasi og framgöngu og vönduð til orðs og æðis. Ætíð mun ég minnast þess hve glæsileg hún var í íslenska búningnum. Hún var mikil hannyrðakona og kunni því illa að sitja auðum höndum. Ef hún ekki var einhversstaðar að hjálpa öSrum þá notaði hún gjarn- an stundirnar sem gáfust til handavinnu. Liggja eftir hana mörg útsaumsverk af ýmsum gerðum sem prýða heimilið að Háaleitisbraut 115. Einnig hafði hún ánægju af lestri góðra bóka sem hún valdi af kostgæfni, enda fróð um menn og málefni. Það er gæfa að hafa notið sam- fylgdar þessarar ágætu konu, not- ið vináttu hennar og tryggðar um árabil. Ég sendi dóttur hennar, Svövu, og dóttursyninum Magnúsi mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Svanhildar Þórðardóttur. Ingibjörg Eyþórsdóttir ,.Og nú fór nóI aó nálgast æginn, og nú var gott aó hvíla sig, og vakna ungur oinhvern daginn með eilífd glaóa kringum þig.“ l»orsteinn Krlingsson Haustið er komið, laufið fellur til jarðar. Öll náttúran festir vetr- arblund, en aðeins skamma stund. Senn hækkar sól á lofti og geislar hennar vekja til lífs þann gróður er svaf undir rekkjulíni vetrarins, og „aftur kemur vor í dal“. Þannig er þetta einnig í lífi okkar mannsins barna. Ungir sem aldnir hníga að foldu, en öðlast nýtt og æðra líf fyrir kraft þess, sem dauðann sigraði og bjó okkur eilíft líf í himnesku kærleiksríki sínu. Þar hnígur sól aldrei til við- ar, en æðri friður og gleði ríkja. Þessi trú er okkur flestum í brjóst lagin allt frá bernsku er móðirin las barni sínu bænir og innrætti því trúna á eilíft líf, jarð- arvist betri. Þessa staðföstu trú áttu þeir, er veittu landsins börnum kjark og leiðsögn á kaldri og myrkri tíð, er jjjóð okkar hlaut að búa við um ár og aldir. Þessa trúarvissu átti hinn svipmikli og trausti leiðtogi, meistari Jón Vídalín. Þessi trú hans á Guðríkið sannaðist full- komlegast er hann fann dauðann nálgast þar sem hann lá helsjúkur í tjáldi sínu á Kaldadal síðsumars 1720. Biskup leitaði eftir skoðun fylgdarmanns síns á sjúkleika þessum. Fylgdarmaðurinn, sem var dómkirkjupresturinn í Skál- holti, lét í ljós þá skoðun, að bisk- upinn ætti skammt eftir ólifað. Þessu svaraði meistari Jón svo: „Því er gott að taka, ég á góða heimvon." Þannig átti trúin á ei- líft líf eftir dauðann djúpar og sterkar rætur í brjósti barna landsins okkar. Þessi staðfasta trú gaf gleðinni æðri fylling, og veitti huggun og þrek á raunastund. Svanhildur var fædd að Vot- múla í Sandvíkurhreppi 3. nóv- ember 1897. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Lafranzdóttir og Þórður Þorvarðarson. Þau bjuggu rausnarbúi að Votmúla meðan kraftar entust, eignuðust níu börn, og eru fimm þeirra á lífi. Svanhildur, sem hér er kvödd, var elst þeirra systkina. Anna, móðir Svanhildar, var dóttir hjónanna Lafranzar Bjarnasonar bónda í Votmúla og konu hans Sigríðar Hallgríms- dóttur. Foreldrar Þórðar voru Svanhildur Þórðardóttir og Þor- varður Guðmundsson óðalsbóndi og hreppstjóri í Sandvík. Svanhildur ólst upp í hópi tápmikilla og elskulegra systkina, við ástúð og umhyggju kærleiks- ríkra foreldra. Öll voru systkinin samhent og einhuga um að vinna æskuheimili sínu allt það gagn er ungir kraftar megnuðu. Og þannig liðu árin við leik og störf í fagurri og gróðursælli sveit, við styrka handleiöslu góðra foreldra. En það var vor í lofti um þessar mundir í mörgum skilningi. Árið 1904 má segja að nútíma verk- menntun hafi gengið í garð á ís- landi, en það ár flutti fyrsti ís- landsráðherrann, Hannes Haf- stein, til búsetu á íslandi. Sex alda kyrrstaða skyldi nú stöðvuð, en framfarir og menning skipa verð- ugan sess með þjóðinni. Ein af styrkustu stoðum sem rennt var undir þessa þróun til framfara var stofnun ungmenna- félaganna svo að segja í hverri sveit á Íslandi. Svanhildur tók snemma mikinn þátt í starfsemi Ungmennafélags Sandvíkur- hrepps, enda var hún félagslynd, skýr í hugsun og hafði ákveðnar skoðanir á hverju máli. Auk þess var henni gefin sú vöggugjöf að kunna að koma vel fyrir sig orði, greina aðalatriði frá aukaatriðum. Mun því starfa hennar fyrir ungmennafélag sveitarinnar hafa séð staði svo að um munaði. Um tvítugsaldur hélt svo Svanhildur suður yfir heiði til að nema fatasaum, og réði sig til Andrésar Andréssonar klæðskera- meistara, en hann hafði þá þegar komið á fót miklum og nýtísku- legum atvinnurekstri, og var í mörgum efnum langt á undan sinni samtíð. Andrés Andrésson var prúðmenni og Ijúfmenni, er hvers manns vanda vildi leysa ef fært var. Svanhildur mat Andrés að verðleikum, og hélst með þeim traust vinátta meðan bæði lifðu. Síðar var svo Svanhildur í fulla tvo tugi ára við fjölþættan iðn- rekstur er undirritaður hafði þá komið til þroska með hjálp um 150 dyggra og atorkusamra sam- starfsmanna. Svanhildur eignaðist eina dótt- ur, Svövu Sigurðardóttur, ritara við embætti Borgardómara í Reykjavík. Mjög kært var jafnan með þeim mæðgum, og síðar bætt- ist í hópinn sonur Svövu, Magnús Valdimarsson, stúdent. Höfðu þau búið sér fagurt og hlýlegt heimili að Háaleitisbraut 115 í Reykjavík, þar sem gestrisni og glaðværð sátu í fyrirrúmi. Þrátt fyrir nokkuð háan aldur var Svanhildur lengst af við góða heilsu, glöð og bjartsýn. Má hik- laust segja að hún hafi átt æði mörg hamingjusöm ár í hópi ást- vina sinna og hollvina á heimili þeirra. Svanhildur lagði jafnan gott eitt til manna og málefna, færði alla hluti til betri vegar. Þar sem aðrir glötuðu sólarsýn, kom hún jafnan auga á ótal sólskins- bletti, og staðfesti það með hlýju brosi og hóglátri glaðværð. Eg held að Svanhildur hafi engan óvin átt. En allir dagar eiga kvöld, einnig hinir björtu dagar. Á þessu hausti veiktist hún skyndilega af alvar- legum sjúkdómi, og var flutt á Landakotsspítala. En þrátt fyrir örugg handtök hinna færustu lækna og nærgætna umönnun hjúkrunarliðs sjúkrahússins, sem allt, skal nú þakkað af heilum huga, varð hinn alvarlegi sjúk- dómur ekki stöðvaður. Svanhildur andaðist á Landakotsspítala hinn 13. október. Og í dag er hún lögð í skaut móðurjarðarinnar, hvíldinni fegin. Við þessi vistaskipti koma mér í hug orð Þorsteins Erlingssonar: „Nú opnar Tangiú foslran góúa faúmar þrevtta barnið sitt; hún býr þar hlýtt um brjóstiú móóa og blessar lokaó augaó þitt. Ilún veit hvt* bjartur bjarmi var, þotl brosin gloóu sofi þar.“ Ég veit að bjart land er fyrir stafni. Svanhildur mun eiga góða heimvon, og á hinni ókunnu strönd bíða hennar „vinir í varpa". Ástvinir, aðrir vinir og sam- ferðamenn þakka Svanhildi Þórðardóttur samveruna, og biðja henni blessunar Guðs um alla ei- lífð. Magnús Víglundsson í dag verður til moldar borin Svanhildur Þórðardóttir frá Votmúla. Hún fæddist 3. nóvem- ber árið 1897, hún var því tæpra 84 ára er hún lést. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Lafranzdóttir og Þórður Þorvarðarson er bjuggu í Votmúla með sæmd á fimmta áratug, en sú jörð var föðurarf- leifð Önnu. Ung að árum veiktist Svanhild- ur af skarlatssótt, sem olli því að hún lifði meginhluta æfi sinnar við mjög skerta heyrn. Auðsætt var, að af þeim sökum gat hún oft ekki notið sín sem skyldi, né þess sem lífið hefur að bjóða þeim, er óskertrar heyrnar mega njóta. Um átján ára aldur fór Svan- hildur að heiman til Reykjavíkur, fyrst í vinnumennsku, síðan til náms i fatasaumi hjá Andrési Andréssyni klæðskera, en hjá honum starfaði Svanhildur um árabil við fatasaum. Þá vann hún um árabil með systrum sínum í Fataverksmiðjunni Fram eða þar til sú verksmiðja var stöðvuð á miðjum sjöunda áratugnum. Þótti lofsverð færni Svanhildar í öllu fatasaumi og var oft unun að sjá hana leika hröðum höndum flíkur og annað er lagfæra þurfti á mínu heimili. Þar lofaði handbragðið meistarann. Kemur þar að þeim þætti, er mér er mest kunnur og tilefni þessara skrifa. Heimili mínu og barna minna hefur hún verið á annan áratug sem önnur móðir. Hefur hún á undanförnum árum lagt heimili okkar slíkt lið, að seint verður fullþakkað. Börnin öll dáðu hana og virtu, því um- hyggja hennar var einstök. Minn- isstætt verður mér ætíð, er yngsti sonur minn stóð við sjúkrasæng Svanhildar fyrir nokkrum dögum. Þau héldust í hendur, orð voru fá, en táknmál handa og augna voru mér slík opinberun samhygðar og ástúðar að aldrei fær gleymst. Það er sagt að Guðs ríki sé kærleikur og að ríki Guðs búi innra með yð- ur. Það Guðs ríki, sem í hjarta Svanhildar bjó var stórt og eru þeir ófáir, sem hún lagði lið af einskærri fórnfýsi og umhyggju. Það er svo margt — og aðeins hins besta að minnast. Svanhildur var sönn og einlæg trúmanneskja, sannfærð um að látinn lifir. Starfaði hún af dugn- aði og ósérhlífni við stofnun Há- teigssafnaðar í Reykjavík. Hún var heilsteypt og ákveðin í hverju því máli, sem hún taldi rétt vera. Hún var mikil sjálfstæðiskona, stóð þar heil og óskipt, greind og víðlesin. I mótlæti lifsins var hún með orðum skáldsins „þess konar stafur sem getur ekki brotnað, heldur réttist úr beygjunni þegar átakinu sleppir og er þá orðinn jafnbeinn og fyrr“. Hún stóð teinrétt til leiksloka. Svanhildur átti eina dóttur barna, Svövu Sigurðardóttur, full- trúa hjá Hæstarétti. Átti hún heimili hjá dóttur sinni og dótt- ursyni, Magnúsi Valdimarssyni, að Háaleitisbraut 115, hin síðari ár. Að leiðarlokum þessa jarðlífs skulu Svanhildi færðar þakkir minnar fjölskyldu fyrir ómæld störf, umhyggju og hlýhug alla tíð. Guð blessi sál hinnar látnu um alla framtíð. Megi hin fagra minn- ing varðveitast í hugum okkar allra til öruggra endurfunda. Þórkell G. Björgvinsson t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN SIGURÐSSON, Kleppsvegi 72, lést í Landspítalanum 19. þ.m. Jarðarförin auglýst síöar. Lára Guöbrandadóttir og aðrir aöstandendur. t Eiginkona mín, JÓNA JÓNSDÓTTIR, lézt mánudaginn 19. október sl. Jarðarförin auglýst síðar. Eggert G. Þorsteinsson. t FRÚ KRISTJANA ÞORSTEINSDÓTTIR, andaðist i Landakotsspitala að kvöldi 19. október. Einar Ól. Sveinsson. Sveinn Einarsson. t Maðurinn minn, STEFÁN ÓSKAR JÓNSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 23. okt. kl. 13.30. Ásta Ólafsdóttir, Nýtt íþróttahús í Hveragerði llveragerði. 14. október, 1981. í SUMAR hefur verið unnið að byggingu síðari hluta íþróttahússins. Byrjað var á húsinu árið 1973 og það tekið í notkun þrem árum síðar. Fullbyggt verður húsið 8500 rúmmetrar. Vallarstærð verð- ur 18x33 metrar og auk þess eru böð, áhorfendasvæði og rúmgott anddyri. í kjallara nýja hlutans verður 400 fer metra salur, sem notaður verður undir ýmiss konar fé- lagsstarfsemi. Aætlað er að gera seinni hlutann fokheldan fyrir áramót. Verktakar hafa verið: Smiður hf., byggði fyrri hlutann og kjallar- ann, en Helgi Valdimars- son byggir seinni hlutann. Teiknistofan Ármúla 6 teiknaði húsið, en verk- fræðiþjónustu annaðist Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen. Með tilkomu þessa húss verður vel séð fyrir íþrótta- aðstöðu hér í Hveragerði, en hér er mikill áhugi fyrir íþróttum og margar deildir starfandi. Auk þessa er hér glæsi- leg sundlaug í Laugar- skarði, sem nýtur mikilla vinsælda bæði heima- manna og gesta, sem eru margir einkum yfir sumar-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.