Morgunblaðið - 21.10.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.10.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. OKTÓBER 1981 Bflvelta á Laufásvegi BÍLVELTA varð á gatnamótum Laufásvegar og Njarðargötu skömmu eftir klukkan 18 í gær. Trabant-bifreið, sem ekið var vestur Njarðargötu, lenti í árekstri við bifreið, sem ekið var suður Laufásveg og skipti engum togum að Trabant-bifreiðin valt. Stöðvunarskylda er á Laufásveginum. Hvorki ökumaður né farþegi í Trabant-bifreiðinni slösuðust. Erá slysstað á Laufásveginum. Mynd Mbl. Júlíus. Hæstiréttur: Dómur fallinn vegna meiðyrða f spíramálinu í HÆSTARÉTTI var kveðinn upp dómur síðastliðinn mánudag í meið- yrðamáii því, sem þeir Kristján Pét- ursson, deildarstjóri, og Haukur Guð- mundsson, fyrrverandi rannsóknarlög- reglumaður, höfðuðu á hendur Þórarni bórarinssyni, ritstjóra og ábyrgðar manni Tímans, til ómerkingar ummæla og greiðslu miskabóta vegna meiðyrða, sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir sem opinberir starfsmenn. Hæstiréttur dæmdi, að dómur héraðsdóms skyldi óraskaður, þó þannig að fyrirsögnin „Dýrlingur eða James Bond Islands" skyldi ekki ómerkt. Þá var Þórarni gert að greiða 2.500 krónur í máls- kostnað fyrir Hæstarétti. Þeir Kristján og Haukur höfðuðu meiðyrðamál þetta á hendur Þórarni vegna greinar, sem birtist í Tíman- um, merkt stöfunum sp, og fjallaði um rannsóknaraðferðir þeirra í svokölluðu spíramáli, sem frægt var á sínum tíma. Grein þessi reyndist rituð af einum þeirra manna, sem viðriðinn var málið, og samin af honum ásamt einum af blaða- mönnum Tímans. Kristján og Haukur kröfðust þess á sínum tíma, að ríkissaksóknari höfðaði mál á hendur ábyrgðar- manni Tímans vegna meiðyrða um opinbera starfsmenn í starfi. Kveð- inn var upp dómur í því máli í Saka- dómi þann 20/12 1978, sem hljóðaði svo: „Akærði, Þórarinn Gunnleifur Jóhann Þórarinsson, greiði 25 þús- und króna sekt til ríkissjóðs. Ákærði greiði kostnað sakarinnar.“ Kristján og Haukur höfðu áður höfðað mál fyrir Bæjarþingi Reykja- víkur á hendur Þórarni til ómerk- Spurt um kawasaki LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ sendi í gær fyrirspurn tii Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar í Genf um sjúkdóminn kawasaki, en eins og skýrt var frá í Mbl. í gær, hefur barnasjúkdómur þessi skotið rótum á íslandi í fyrsta sinn í ár. „Við erum að kanna þetta. Við fáum vikulegt fréttabréf frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni, en það er ekkert sem bendir til að farsótt af þessari tegund geisi í heiminum í dag,“ sagði Ólafur Ólafsson land- læknir í samtali við Mhl. í gær. ingar á tilteknum ummælum í grein- inni, svo og til greiðslu miskabóta og málskostnaðar og féll dómur um það mál 26/2 1979. Þar voru ummælin dæmd ómerk. Þórarinn var dæmdur til að greiða Kristjáni 190 þúsund gkrónur í miskabætur með 13% ársvöxtum frá 1. janúar 1977 til greiðsludags og Hauki 90 þúsund gkrónur með 13% ársvöxtum frá sama tíma til greiðsludags og auk þess málskostnað. Þórarinn áfrýjaði til Hæstaréttar og var málið þingfest 2. apríl 1979 og gerð sú krafa að hinum áfrýjaða dómi yrði hnekkt og þeir Kristján og Haukur dæmdir til að greiða máls- kostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Dómur féll svo í Hæstarétti á mánudag, þar sem hinn áfrýjaði dómur var staðfestur og Þórarni gert að greiða 2.500 krónur í máls- kostnað. Þess ber þó að geta, að Hæstiréttur synjaði um ómerkingu á ummælunum „Dýrlingur og James Bond Islands“ vegna þess, að ekki var fullnægt réttarfarsskilyrðum til að ómerkja ummælin. Lögmaður þeirra Kristjáns og Hauks var Jón E. Ragnarsson, hrl., en lögmaður Þórarins var Jóhannes L.L. Helgason, hrl. Formaður BÍ á þingi blaðamannasambands „austurblokkarinnar“ EORMAÐUR Blaðamannafélags íslands , Ómar Valdimarsson, situr nú þing annars alþjóðasambands blaðamanna (IOJ), sem er félag blaða- manna “austurblokkarinnar“. Félagar í hinu alþjóðasambandinu (IFJ), sem er samband blaðamanna á vesturlöndum, hafa til þessa lítil sam- skipti viljað hafa við „austurb!okkarsambandið“, enda hafa þeir talið sig eiga litla samleið með því. Þetta mun í fyrsta skipti, sem formaður Blaðamannafélags íslands situr þing þessara samtaka og í tilefni þess innti Morgunblaðið þá Sæmund Guðvinsson, varaformann BÍ, og Kára Jónasson, fyrrverandi formann, álits á þessu máli og fara svör þeirra hér á eftir. Sæmundur Guðvinsson, varaformaður BÍ: Mikilvægt að íslenzkir blaðamenn kynnist starfs- skilyrðum austantjalds „ÉG TEL það ákaflega mikiisvert að íslenzkir blaðamenn fái tæki- færi til að kynnast starfsskilyrðum blaðamanna í Alþjóða blaða- mannasambandi „austurblokkar- innar“ til að læra að meta það starfsfrelsi, sem við búum við hér heima. Þess vegna finnst mér ekk- ert athugavert við það að Ómar Valdimarsson, formaður Blaða- mannafélags íslands, hafi þegið boð um að sitja þing Alþjóða hlaða- mannasambands „austurblokkar innar“,“ sagði Sæmundur Guðvins- son, varaformaður Blaðamannafé- lags íslands, er Morgunblaðið innti hann álits á ferð Omars til Rúss- lands. „Það var samþykkt á stjórn- arfundi í Blaðamannafélagi Is- lands að Ómar færi þessa ferð og okkur í stjórninni fannst það bæði sjálfsagt og eðlilegt að hann gæti með því bæði kynnzt vinnuskilyrðum blaðamanna austantjalds og kynnt sjónarmið okkar og frelsi. Með þessu teljum við alls ekki að Blaðamannafélag Islands sé að viðurkenna þetta blaðamannasamband. Þó að Geir Hallgrímsson fari í heimsókn til Sovétríkjanna jafngildir það ekki því að hann sé að samþykkja stjórnarfar þar og ég sé enga ástæðu til þess að minni spá- menn fari ekki þangað í boðs- og kynnisferðir," sagði Sæmundur. Kári Jónasson, fyrrverandi formaður BÍ: Teljum okkur eiga litla samleið með austur- blokkarsambandinu „ÞEGAR ég var formaður BÍ hafði ekki borizt til okkar boð um þátt- töku á þessu þingi. Tvenn alþjóða- samtök blaðamanna eru starfandi í heiminum í dag. Við erum í vest- ræna sambandinu (IFJ) og hefur það höfuðstöðvar sínar í Briissel. A síðasta þingi þess voru áheyrnar- fulltrúar frá hinu sambandinu (IOJ) og það hefur höfuðstöðvar sínar í Prag í Tékkóslóvakíu. Við, sem störfum hjá frjálsum fjölmiðl- um í hinum vestræna heimi, teljum að við eigum ekki nema að mjög litlu leyti samleið með þeim, sem eru í hinu sambandinu," sagði Kári Jónasson, fyrrverandi formaður Blaðamannafélags íslands. „Það eru lítil samskipti við það og þetta mun vera, eftir því sem ég bezt veit, í fyrsta skipti sem formaður BÍ sækir slíka ráð- stefnu. Eg vona að hann kynnist því af eigin raun hve ófrjálsir blaðamenn í kommúnistalöndun- um eru og treysti Ómari full- komlega til að skýra okkur frá því, þegar heim kemur, við hvaða aðstæður kollegar okkar í þeim ríkjum starfa," sagði Kári. Söngvarinn Gary Numan væntanlegur BREZKI söngvarinn Gary Numan er væntanlegur hingað til lands 26. október nk. til að kynna nýjustu plötu sína, „Dance“. Söngvarinn kemur hingað til lands á vegum Steinar hf. Óli H. Þórðarson: Mjög fátítt að bjarga þurfi fólki úr bílum, ef það hefur notað bílbelti í TILEFNI fréttar á þriðju síðu Morg- unblaðsins í gær, vildi ég gjarnan gera athugasemd. Fyrirsögn fréttarinnar, „Óvíst að við hefðum bjargast hefðum við verið með bílbelti", er, þrátt fyrir að hún sem slík sé ekki fullyrðing af hálfu þess unga fólks sem þarna átti hlut að máli, jafn- mikil einfnldun eins og að segja að þau teldu fullvíst að þau hefðu bjargast ef þau hefðu notað bílbeltin. Það eru nefnilega tvær hliðar á öllum málum. Ég hef rætt við fólkið, og þau viðtöl hafa sannfært mig um að ekkert er hægt að fullyrða um þessi mál. Ókumaðurinn komst að vísu strax út úr bílnum, og e.t.v. hefði það tekið hann 2—3 sekúndur að losa beltið. Hann slapp án telj- andi meiðsla. Öðru máli gegnir hins vegar um stúlkuna sem var farþegi í framsæti. Við áreksturinn hefur hún að öllum líkindum slasast illa á fæti við að lenda undir mælaborðinu, auk þess sem hún fékk höfuðhögg sem leitt hefur til meðvitundarleysis. Það er álit mitt að hún hefði verið mun betur sett í bílbelti. Þá hefði hún ekki misst meðvitund, og getað komist af eigin rammleik út úr bíln- um, væntanlega ósködduð. En eins og ég sagði í upphafi, þá er útilokað að fulíyrða neitt um atburð sem þennan. Að sögn lögreglumanna hér á landi, er afar sjaldgæft að kvikni í bílum við árekstur, og kem- ur það heim og saman við erlendar rannsóknir á umferðarslysum. í dönskum hagskýrslum, svo tekið sé dæmi, er greint frá 36 slysum þar sem meiðsli á mönnum hafa orðið vegna bruna í bílum. Af þeim leiddu 14 til dauða. Aðeins 3 þessara 36 ein- staklinga höfðu notað bílbelti í slys- inu. Að lokum vil ég óska þessu unga fólki til hamingju með að ekki fór verr en raun ber vitni. Því miður geta ekki allir sagt sömu sögu. Kristjáni Vilhelmssyni vagnstjóra hjá Landleiðum óska ég einnig hins sama. Hann er svo sannarlega gæfu- maður ,að hafa gert rétta hluti á réttum tíma. Mig langar til þess að biðja fólk að hugleiða það sem eftir Kötlu Rann- versdóttur er haft í nefndri frétt. „Annars heldur maður alltaf að svona lagað komi aldrei fyrir mann sjálfan, en finnst kannski ekki óeðli- legt að það geti komið fyrir einhvern annan.“ Oli H. Þórðarson, frkvstj. Ilmferðarráðs. Útifundur f Fjölbrautaskólanum í Breiðholti NEMENDUR í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti munu í dag halda útifund klukkan 11 fyrir framan skólann. Á fundinum verða ræddar reglur þær sem menntamálaráðuneytið sendi áfangaskólunum að fara eft- ir, en í þeim er kveðið á um starfs- hætti áfangaskólanna á landinu. Nemendur og kennarar halda ræð- ur og talsmenn nemenda úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og Ármúlaskóla taka einnig til máls. Fulltrúa frá menntamálaráðu- neytinu verður boðið að fylgjast með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.