Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 3
Ofsögum sagt OFSÖGUM SAGT eftir Þórarin Eldjárn. Hver á element í Bestfrend ef umboðið er ekki til? Getur hákarl drepið íslenska menn- ingu? Hvað áforvörður aðforverja? Getur son- ur Gauja í Þresti hafið sjálfstæðisbaráttu á White Star og Reykjavikurbar? Hvaða líf er i tuskum? Hver var hinn dularfulli Tilbury sem skóp ýsfirsk örlög? Eru töskumál yðar í lagi? Þetta eru aðeins örfáar af þeim ótalmörgu spumingum sem hér er varpaðfram í tíu smá- sögum eftir Þórarin Eldjám. Þetta em áleitnar spumingar, en þó em svörin enn áleitnari, segja þeir sem hafa þau. Emð þér einn af þeim? Það er ekki ofsögum sagt af Þórarni Eldjárn Hann er ekki einungis mest lesna og vin- sœlasta Ijóðskáld sem nú yrkir, revíuskáld, rímnaskáld og hver veit hvað, heldur hefur hann nú samið óvenjuskemmtilegt smásagna- safn. Hér sýnir hann á sér nýja hlið, en fyndn- in og skopið er samt við sig. Það er sama hvort hann segirfráferð með KFUM í Vatnaskóg eða rannsóknaræfingu hjá íslenskufræðingum, Upplausninni Miklu í Ýsufirði eða orðræðum kúnna á þrettándanótt. Aldrei bregst honum það að geta búið til bráðskemmtilega og beitta sögu. Það er ekki OFSÖGUM SAGT af því. Ljóðabækur Þórarins, Kvæði, Disneyrímur og Erindi em allar fáanlegar — ennþá. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981 Þórarin Eidján IÐUNN Úr refoiækt I söiumennsku. Ungt skáid á umbrotaskeiði FLÖKKULÍF er æskusaga Hannesar Sigfús- sonar skálds, skemmtileg og fróðleg bók um uppvöxt og mótun skálds á fjórða og fimmta áratugnum. Ur refarækt í sölumennsku Hannes segir frá bernskuámm sinum í Reykjavík, fjölskylduhögum þar sem á ýmsu gengur, endasleppri skólavist, fjölbreytilegri æskureynslu. Hannes verður skálda yngstur til að lesa úr verkum sínum i útvarp, — og litlu síðar heldur hann til Noregs að læra refarækt. Um þann náms- og starfsferil fer eins og fleira að hann verður ekki til frambúðar. Hannes gerist sölumaður og fer í þeim erindum um- hverfis land, en jafnframt fæst hann við skáldskap, umgengst aðra unga áhugamenn um bókmenntir sem í bróðemi mæla andleg afrek sín við skáldverk félaganna. Koma hér við sögu ýmsir rithöfundar sem þá vom ungir og óráðnir en nú em löngu þjóð- kunnir og virtir. Hannes lýsir sjálfum sér og samferðamönnunum fjörlega, hispurslaust og hressilega, með húmor sem ekki beinist síst að honum sjálfum. FLÖKKULÍF erfróðleg bók um mótunarár hinna svonefndu atómskálda, en höfundur bók- arinnar varð einn hinn fremsti í þeim hópi sem mddi braut nýjungum í íslenskri Ijóðagerð um miðja öldina. — FLÖKKULÍF er lifandi sjálfs- lýsing, létt og leikandi dregin mynd ungs skálds á umbrotaskeiði sem margir munu hafa ánægju ogfróðleik af.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.