Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 5
Fróðleikur og frásagnarlist íslenskur fróðleikur og frásagnarlist EF HÁTT LÉT í STRAUMNIÐ HÉRAÐS- VATNA, minningar Ólínu Jónasdóttur, er bók sem allir unnendur íslenskrar alþýðlegrar frá- sagnarlistar og þjóðlegra fræða munu kunna að meta. Ólína Jónasdóttir var Skagfirðingur og segir frá mannlifi þar. Líka er skemmtilegur kafli um Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu, æskuheimili Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Broddi Jóhannesson og Frímann Jónasson sáu um útgáfuna. Fágætlega vel samdir þættir Minningar Ólínu Jónasdóttur eru náma af fróðleik um mannlíf atvinnuhætti og hugsun- arhátt fólksfrá fyrri tíð. Umfram allt eru þætt- ir Ólínu svo vel samdir að fágætt er. Til dæmis eru Ijóslifandi lýsingar hennar á heimilisfólki á Kúskerpi þar sem hún dvaldi allmörg ár í æsku. í þessari bók er prentað allt lausamálið úr bókinni Ég vitja þín, æska sem út kom 19^6 og hefur verið ófáanleg og mikið eftirspurð í áratugi. Fullur helmingur nýju bókarinnar er áður óbirt handrit sem legið hefur á Landsbókasafni. Hér eru þættir um einstaka menn og skemmti- legar og lifandi frásagnir um siði og venjur, hjátrú og kreddur fyrri tíðarfólks. EF HÁTT LÉT í STRAUMNIÐ HÉRAÐS- VATNA er kjörbók þeirra sem hafa yndi af rammíslenskum fróðleik og frásögnum. Bókin er prýdd allmörgum myndum. Steinunn Jóhannesdóttir DA JSfS Á HPSUM / Athyglisvert samtímaleikrit DANS Á RÓSUM, leikrit Steinunnar Jóhann- esdóttur, áhrifamikið samtímaverk um fjöl- skyldulíf og tilfinningasamband fólks innan fjölskyldu og utan. Leikritið gerist á Akureyri. Þangað kemur Ásta, kona um þrítugt. Leikritið er nú sýnt í Þjóðleikhúsinu. DANS Á RÓSUM er athyglisverð frum- raun þekktrar leikkonu við leikritagerð og hef- ur hlotið lofsamlega dóma og góðar viðtökur almennings, vakið umræðu og skoðanaskipti. tslensk sagna- skemmtun íslensk sagnaskemmtun í upprunalegri mynd AF JÖKULDALSMÖNNUM OG FLEIRA FÓLKI eftir sagnaþulinn Þorkel Björnsson frá Hnefilsdal er óvenju skemmtileg syrpa þjóðlegs fróðleiks í upprunalegustu merkingu þess orðs, sagnir og minni sem varðveist hafa í munnlegri geymd kynslóðum saman. Minningar, sagnir, kímnisögur og þjóðsögur Jón Hnefill Aðalsteinsson annaðist útgáfu þessa safns og ritar að því formála. Þar segir hann meðál annars: „Hér eru saman komnir allir helstu flokkar þjóðsagnaefnis, minningar, sagnir, kímnisögur og þjóðsögur, auk bundins máls... Hér birtast allar þessar sögur og sagnir í þeim búningi sem Þorkell bjó þeim. Sögurnar hefur hann heyrt hjá ýmsu eldrafólki og varð- veitt þar til nú að hann kemur þeim á fram- færi. Sagnimar hefur hann dregið saman úr ýmsum áttum og miðlar þeim nú eins og hann veit þær ítarlegastar og nœst raunverulegum atvikumJ AF JÖKULDALSMÖNNUM OG FLEIRA FÓLKI eru skemmtilegar frásagnir sem fólk mun lesa sér til ánægju, hvar sem er á landinu. Allmargar myndir prýða bókina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.