Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1981
DULIN FORTÍÐ eftir Phyllis A. Whitney í
þýöingu Auðar Haralds.
Hvað hafði gerst á Silfurhæðum?
Að móður sinni látinni kemur Malinda til
ættarseturs hennar á Silfurhæðum. Þar dvelur
móðursystir Malindu sem löngu fyrr hafði orð-
ið sinnisveik og misst minnið eftir að hafa vald-
ið sviplegum dauða föður síns, að því er fólk
sagði. En var það rétt? Áður en móðir Malindu
lést hafði hún sagt henni að systir sín væri
saklaus og Malinda einsetur sér að upplýsa
málið. En hún rekur sig á að frændfólkið hefur
vægast sagt lítinn áhuga á því. Hún er því
enginn aufúsugestur á Silfurhæðum og það er
reynt að hindra að hún nái fundi móðursystur
sinnar. Hér er greinilega eitthvað gruggugt á
bak við, eitthvað sem verður að dylja hvað sem
það kostar. Fjandskapur fjölskyldunnar magn-
ast æ meir og Malinda finnur að einhver er sá
sem einskis svífst til að stöðva eftirgrennslanir
hennar. Hver er það? Og hvar á hún hjálpar að
vænta gegn þessum óþekkta óvini?
Phyllis A. Whitney bregst ekki vonum les-
enda sinna nú fremur en áður. DULIN FOR-
TÍÐ er áttunda bók hennar sem út kemur á
íslensku. Hún er hörkuspennandi, dularfull og
rómantísk frá upphafi til enda. DULIN FOR-
TÍÐ er bók sem þú getur gleymt þér yfir —
sagan um leyndarmál Silfurhœða.
MYRKRAVERK I MOSKVU eftir Adam Hall í
þýðingu Kristínar Magnúsdóttur.
Ný, æsispennandi saga um njósnarann
Quiller. Þetta er þriðja sagan um hann sem út
kemur á íslensku. Hinar voru Njósnir í Berlín
og Á ystu nöf. Hér er Quiller falið erfitt verk-
efni: hann á að frelsa breskan njósnara sem
tekinn hefur verið höndum í Moskvu, en fellur
sjálfur í hendur sovésku leyniþjónustunni. Og
þá er ekki að sökum að spyrja ...
Á valdi KGB
„Quiller hefur fyrr komist í hann krappan,
en aldrei eins og hér, innilokaður í Lubyanka-
fangelsi, á valdi KGB. Örlög fimmtán fremstu
njósnara Breta eru undir honum komin ...
Adam Hall kann svo örugg tök á iþrótt sinni að
hann slær aldrei skakka nótu, heldur allri þess-
ari æsilegu frásögn í skefjum sennileikans.u
(North Eastem Evu Gazette.)
„Enginn njósnari jafnast á við Quiller.“
(Chicago Daily News.)
„... taugatitringur á nánast hverri blað-
síðu sem magnast hægt og hœgt allt að hámarki
...“ (Westem Evening Post.)
MYRKRAVERK í MOSKVU, nýja sagan
um hinn frábæra njósnara Quiller er bókin
handa þeim sem kunna að meta ekta njósnasög-
ur.
SUMAR ÓTTA OG ÁSTAR eftir Mary Stewart
í þýðingu Álfheiðar Kjartansdóttur.
„Spennan stígur jafnt og þétt, allt til
örlagarikra þáttaskila ... þetta er saga gædd
dularfullu seiðmagni, sögð af frábærri íþrótt.u
Þannig var komist að orði í stórblaðinu
The Times um þessa sögu Mary Stewart. Hún á
marga aðdáendur hér á landi. SUMAR ÓTTA
OG ÁSTAR er sjötta bók hennar sem út kemur
á íslensku. Eins og hinar fyrri er þessi nýja bók
þrungin spennu og rómantík frá upphafi til
enda.
Karítas er stödd ásamt vinkonu sinni í
sumarleyfi í Provence í Frakklandi. Á þessum
friðsæla stað, í steikjandi sólarhita, er ekkert
sem bendir til að hún dragist inn í dtdarfulla og
skuggalega atburði. „Hvemig átti ég að vita að
flestir af leikendunum í harmleiknum væru á
þessari stundu samankomnir í þessu snyrtilega
og tilgerðarlausa hóteli? Reyndar allir nema
einn, og hann var ekki langt undan, þokaðist í
hring og leið vítiskvalir. Og hringurinn sá
þrengdist óðum ..." Hér er það sem Karítas
kynnist drengnum Davíð og síðan Ríkharði föð-
ur hans, og eftir það á hún sér engrar undan-
komu auðið...
Mary Stewart bregst ekki lesendum sínum
hér frekar en fyrri daginn. Þetta er raunar
bókin sem lagði grundvöll að frægð hennar.
Frábær saga til að sökkva sér niður í, hverfa
með Mary Stewart til Provence á SUMRI
ÓTTA OG ÁSTAR.
LILLI PALMER. Minningar leikkonunnar rit-
aðar af henni sjálfri í þýðingu Vilborgar
Bickel-ísleifsdóttur.
„Lilli Palmer er ekki aðeins ein hin feg-
ursta og þokkafyllsta leikkona sinnar kynslóð-
ar. Hún er einnig meðal vitrustu og göfugustu
kvenna i hópi leikara. Það má sjá á hverri
blaðsíðu þessarar fögm og manneskjulegu bók-
ar.u (Theater Rundschau).
Minningar LILLI PALMER, hinnar dáðu
þýsku leikkonu, em óvenjulega auðug og heill-
andi sjátfsævisaga. Hér rekur hún feril sinn
aUt frá bemskuámm í Berlín á þriðja tug ald-
arinnar. Hún segir frá fyrstu spomm sínum á
leiklistarbrautinni, dvöl í París á kreppuámm,
lýsir hinum stranga aga sem hún varð að leggja
á sig áður en hún náði árangri á sviði og í
kvikmyndum.
Hún segirfrá hjónaböndum sínum tveimur
og einkahögum og bregður upp eftirminnilegum
svipmyndum af frægu fólki sem hún kynntist:
Gary Cooper, Bemard Shaw, Helen Keller, svo
að nefnd séu þrjú, hvert úr sinni átt. Umfram
aUt lýsir hún auðvitað sjálfri sér og gerir það af
fjöri og einlægni, með skopgáfu sem hún kann
að snúa að sér sjálfri. Bókin tekur lesandann
föstum tökum allt frá upphafi, — þótt hún sé
býsna löng óskar hann þess eins að bókarlokum
að hún væri enn lengri. Hún er prýdd fjölda
mynda. Minningar LILLI PALMER er róman-
tísk, spennandi bók, bregður upp fróðlegri
mynd af lífi kvikmyndastjömunnar og leik-
sviðsstjömunnar að tjaldabaki, — heillandi
bók.