Morgunblaðið - 28.11.1981, Qupperneq 14
NÁTTFUGLARNIR er afar nærfærnislega og
vel sögd saga, ein af þeim barnábókum sem ekki
l'iba úr minni. Tormod Haugen er norskur og
hefur hlotid mikla viöurkenningu fyrir barna-
bækur sínar, m.a. verðlaun bókmenntagagn-
rýnenda í Noregi.
Jóakim er átta ára og á heima í sambýlis-
húsi ásamt mömmu sinni og pabba. Mamma
vinnur í kjólabúð, pabbi er kennari, en hann
fer ekki i skólann. Hann er hræddur. Jóakim er
lika hræddur, krakkarnir í götunni eru stund-
um vondir og Sara segir honum frá ýmiss kon-
ar h ryllilegum atburðum sem eiga að hafa gerst
i húsinu. Og svo er Jóakim hræddur við nátt-
fuglana svörtu og Ijótu í klæðaskápnum. Hann
verður að muna að læsa skápnum á kvöldin svo
þeir komist ekki út...
Þegar NÁTTFUGLARNIR komu út i
þýskri þýðingu var bókin sæmd þýsku bama-
bókaverðlaununum og þar með valin hin besta
úr hópi um sex hundruð bóka, útgefinna i
Vestur-Þýskalandi, Austurríki, Rúmeníu og
Sviss. I niðurstöðu dómnefndar sagði: „Sjaldan
hefur höfundi tekist svo vel sem hér að lýsa ótta
og vandkvæðum, þrám og draumum barns. “
Anna Váldimarsdóttir þýddi.
NEYÐARKALL LÚLLA eftir E.W. Hildick i
þýðingu Álfheiðar Kjartansdóttur.
Lúlli er frábær mjólkurpóstur — eða dreif-
ingarstjóri — eins og við kynntumst í Liðinu
hans Lúlla. Strákarnir sem vinna hjá honum,
Timmi og Smitti, verða því að halda á spöðun-
um. En nú er allt i einu eins og gæfan hafi
snúið baki við Lúlla. Það byrjar þannig að einn
viðskiptavinurinn finnur gullfisk i flöskunni
sinni. Og svofinnst fleira og fleira ... Auðvitað
fækkar viðskiptavinunum fljótt þegar svo er
komið. Það skyldi þó ekki vera að dreifingar-
stjóri keppinautanna standi hér á bak við? Og
ef svo er, hvernig á að sanna það? Timmi og
Smitti fara á stúfana, og svo sendir Lúlli út
neyðarkall, því hér er mikið í húfi ...
E.W. Hildick er einn vinsœlasti unglinga-
sagnahöfundur Breta. Bækurnar um Lúlla og
Liðið hans hafa þó hlotið mesta viðurkenningu
af bókum Hildicks, enda eiga þær fáa sína líka
að fyndni og fjöri. Þetta eru bækur handa öll-
um sem kunna að meta sögur sem eru skemmti-
legar og spennandi í senn.
Frábær hollensk unglingasaga
EINN í STRÍÐI eftir Evert Hartman í þýðingu
Árna Þórarinssonar gerist í Hollandi á tveimur
árum síðari heimsstyrjaldar, 191+2—J+L Arnold
er brennimerktur í augum félaga sinna og faðir
hans fylgir nasistum af blindri trú og hollustu.
Slíkt ofstæki er Arnold fjarri skapi, en hann er
milli tveggja elda og margt hlýtur hann að
reyna áður en lýkur. Sagan er afar viðburðarík
og spennandi og frásögnin með slíkum raunsæ-
isbrag að ætla mætti að höfundur segði hér frá
eigin reynslu, ef ekki vildi svo til að hann var
aðeins sjö ára í stríðslok.
Pabbi hans var nasisti
„Arnold sá hatrið í augum þeirra, hatrið
sem síðustu mánuðina hafði leitt þá til að sví-
virða hann, ofsækja hann og gera lif hans eins
óbærilegt og unnt var, aðeins vegna þess að
faðir hans varfélagi í hollenska Þjóðernissósí-
alistaflokknum (NSB). Foreldrar hans höfðu
sagt honum að láta það sem vind um eyru þjóta
og þá myndi því linna af sjálfu sér. Þau sögðu
að góður NSB-ari yrði að geta haft stjórn á
sjálfum sér. En jafnvel sjálfsstjóm eru takmörk
sett. “
Evert Hartman er virtur hollenskur höf-
undur og fyrir þessa bók hlaut hann verðlaun
sem veitt eru bestu unglingabók ársins í Hol-
landi og einnig var bókin sæmd Evrópsku ung-
lingabókaverðlaununum. — EINN í STRÍÐI er
frábær unglingasaga: spennandi, vel rituð, með
skýrum mannlýsingum, fróðleg og vekjandi.
SYNIR ÞRÆLANNA eftir Sven Wernström í
þýðingu Þorsteins Broddasonar er sjálfstæð
saga í bálknum um þrælana. Fyrsta bókin kom
út á íslensku fyrir tveim árum, en fyrir hana
hlaut höfundurinn sænsku Nilla Hólmgeirs-
sonar-verðlaunin. Sven Wernström er þekktur
höfundur og hefur staðið um hann verulegur
styrr.
í SONUM ÞRÆLANNA lýsir hann hlut-
skipti hinna kúguðu á sextándu, sautjándu og
átjándu öld. Frásögn Wernströms er í senn
spennandi ogfróðleg um lífshætti og kjör fyrr á
öldum.
OTTÓ NASHYRNINGUR eftir Ole Lund
Kirkegaard í þýðingu Valdísar Óskarsdóttur.
„Um leið rak nashyrningurinn á veggnum
upp hátt, skröltandi hljóð og sneri höfðinu.
‘Hjálp ’ veinaði Viggó og stökk næstum hæð
sina í loft upp.
‘Uss, ekki hafa hátt \ sagði Topper. ‘Þú ger-
ir hann hræddan með þessum öskrum í þér.
Hæ, nashymingur. ’
OG SVO STEIG HANN ÚT Á MITT
GÓLF.“
Þannig byrja ævintýri Viggós og Toppers
með nashyrningnum Ottó. Þetta er bráð-
skemmtileg saga, ekki síður en fyrri bækur höf-
undar sem komið hafa út á íslensku. Þær eru:
Fúsi froskagleypir, Gúmmí-Tarsan, Albert og
Hodja og töfrateppið.
ÆVINTÝRABÆKUR Enid Blyton þarfekki að
kynna fyrir þeim sem voru böm á sjötta ára-
tugnum. Er nokkur búinn að gleyma Finni,
Disu, Jonna og Önnu — að ekki sé talað um
páfagaukinn Kíki? — Bækumar um ævintýri
og svaðilfarir þeirra félaga em átta talsins, og
nú er Iðunn að gefa þær út aftur. í ár koma
fimmta og sjötta bókin, ÆVINTÝRAFJALLIÐ
og ÆVINTÝRASIRKUSINN. Báðar þessar
bækur eru afburðaspennandi og í þeim báðum
kemur Villi, vinur krakkanna að sjálfsögðu við
sögu. Myndir i bókunum eru eftir Stuart Tres-
ilian. Sigriður Thorlacius þýddi.
DULMÁLSBRÉFIÐ eftir Jan Terlouw erfjórða
bók þessa virta hollenska höfundar sem kemur
út á íslensku. Ingi Karl Jóhannesson þýddi.
Sagan segir frá þrem krökkum, Evu og
systkinunum Bínu og Tómasi sem em vinir
hennar... Dag einn finnur Eva bréf með dul-
arfullri, torráðinni áletmn. Það á eftir að
draga dilk á eftir sér. Voveiflegir atburðir ger-
ast, en óhugnanlegast er þó að pabbi Evu virðist
bendlaður við myrkraverk. Slíkt leyndarmál er
þungt að bera, ekki síst vegna þess að and-
rúmsloftið á heimili hennar er ekki gott. Nú
færist brátt harka í leikinn og Eva, Bína og
Tómas komast i hann krappan áður en lýkur.
Þetta er skemmtileg, spennandi og umhugs-
unarverð saga sem hinn stóri lesendahópur
Terlouws hér á landi mun taka tveim höndum.
Fyrri bækur hans á íslensku em Stríðsvetur, í
föðurleit og Fárviðri.