Morgunblaðið - 09.12.1981, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981
10
Stefna Roanld Reagans Bandaríkjaforseta í efna-
hagsmálum hefur ekki náð tilætluðum árangri enn
sem komið er. Hann viðurkenndi sjálfur fyrir nokkru
að hagkerfið væri í sinni áttundu niðursveiflu síðan á
stríðsárunum og margir bandarískir hagfræðingar
óttast að hún verði dýpri og alvarlegri en oft áður.
Helstu ráðgjafar Reagans eru ekki á einu máli um,
hvernig best sé að koma hagkerfinu á réttan kjöl á
nýjan leik. Þeir eru þó allir sammála um að lánsvext-
ir þurfi að lækka verulega. Agreiningur er um hve-
nær og hvernig það gerist.
Efnahagsvandi Bandaríkjamanna:
Lánsvextir
verða að lækka
Efnahagsástandið í Bandaríkj-
unum skiptir íslendinga miklu
máli. Fiskverð og staða Banda-
ríkjadollara hefur bein áhrif á
efnahagsafkomu okkar. Efnahags-
stefna Bandaríkjastjórnar og
ákvarðanir hennar í vaxtamálum
eru því athyglisverðar fyrir Is-
lendinga. Hagfræðingurinn C.
Fred Bergsten, sem var aðstoðar-
fjármálaráðherra í forsetatíð
Jimmy Carters, spáði nýlega allt
að 25% falli dollarans á gjaldeyr-
ismörkuðum og sagði í grein, sem
birtist í tímaritinu International
Business: „Talsmenn Bandaríkja-
stjórnar spá nú verulegri vaxta-
lækkun en hún mun flýta mjög
fyrir óumflýjanlegu falli dollar-
ans.“
Bergsten segir, að dollarinn hafi
um nokkurt skeið verið allt of hátt
skráður. Verð á bandarískri fram-
leiðsluvöru hefur því verið hátt og
framleiðsluvörur ekki eins sam-
keppnisfærar á alþjóðamarkaði og
oft áður. Verðbólga í Bandaríkjun-
um, sem er hærri en í löndum
helstu keppinauta þeirra eins og
Japan og Vestur-Þýskalandi, hef-
ur einnig haft áhrif á verð á fram-
leiðsluvöru og veikt stöðu hennar
á alþjóðamarkaði. Halli er því
framundan bæði í viðskiptum og
gjaldeyrisskráningu og segir
Bergsten að hann verði að leið-
rétta á næstu 18 mánuðum.
Hann segir í lok greinar sinnar:
„Hvenær dollarinn fellur er fyrst
og fremst komið undir þróun í
vaxtamálum og viðskiptahallan-
um. Dollarinn byrjar varla að
falla fyrr en um áramót ef vextir
verða háir áfram og kannski ekki
fyrr en með vorinu en hallinn
verður þá orðinn augljós. Ef vextir
lækka fyrr eða verðbólgan eykst
mun það flýta fyrir falli dollarans.
Óvissa í alþjóðamálum eða efna-
hagserfiðleikar í Evrópu gætu
skotið fallinu á frest.
Tímasetningin er það eina sem
einhver vafi er um. Fall dollarans
á árinu 1982 verður næsta meiri
háttar þróunin í alþjóðapen-
ingamálum."
En ráðgjafar Reagans hafa
þyngri áhyggjur af niðursveiflu
- en þá mun
dollarinn falla
Ronald Reagan
hagkerfisins þessa stundina en
stöðu dollarans. Lánsvextir hafa
lækkað nokkuð síðan í haust en
fjárfesting hefur ekki aukist að
sama skapi. Kaupgeta neytenda
hefur dregist saman og eftirspurn
minnkaði í september. Sala nýrra
bifreiða hefur ekki verið eins treg
og í haust síðan 1958 en bifreiða-
iðnaðurinn er einn undirstöðu-
iðnaður Bandarikjanna. Atvinnu-
leysi jókst í október og fór upp í
8% en það hefur ekki verið svo
mikið síðan 1975. Verðbólgan hef-
ur hjaðnað og er nú komin niður
fyrir 10%.
Seðlabankinn hefur fylgt mjög
hraðri peningastefnu um nokkurt
skeið til a vinna bug á verðbólg-
unni. Skoðanakannanir sýndu fyrr
á þessu ári að almenningur áleit
verðbólgu helsta vandamál þjóð-
arinnar en atvinnuleysisvandinn
er nú ofar í huga fólks. Donald
Regan fjármálaráðherra gaf í
skyn fyrir nokkru að tími væri
Reagan og helstu efnahagsráðgjafar
hans, talið frá vinstri: Weidenbaum,
formaður efnahagsráðgjafanefndar
forsetans, Reagan forseti, Regan
fjármálaráðherra og Stockman hag-
sýslustjóri.
kominn fyrir seðlabankann að
slaka nokkuð á stefnu sinni og
auka framboð á peningum svo
lánsvextir lækki. En David
Stockman hagsýslustjóri óttast að
tilslökun bankans gæti haft nei-
kvæðar afleiðingar í för með sér
og vakið upp efasemdir um að-
haldsstefnu Reagans í efnahags-
málum.
Niðursveiflan í hagkerfinu kem-
ur stjórn Reagans illa. Hún hafði
reiknað með hröðum hagvexti
seinni part þessa árs og í nokkur
ár til. Þannig áttu tekjur ríkisins
að aukast og hallalaus fjárlög að
nást árið 1984. Nú óttast þeir sem
aðhyllast „framboðshliðar" efna-
hagsstefnunnar að niðursveiflan
og háir vextir seðlabankans komi í
veg fyrir jákvæð áhrif skatta-
lækkananna í ár og að neytendur
noti ekki aukið ráðstöfunarfé til
fjárfestingar heldur fari það í
beina neyslu eða sparnað.
Vantrú á framboðshliðarstefn-
unni hefur aukist og er Stockman
í hópi þeirra sem litla trú hafa á
jákvæðum áhrifum hennar. Hann
telur að lykillinn að lausn efna-
hagsvandans sé verulegur niður-
skurður á fjárlögumog jafnvel
nokkur skattahækkun til að
minnka hallann á fjárlögum.
Reagan sjálfur er sannfærður
um að efnahagsstefna hans muni
standa fyrir sínu. „Ég er ákveðinn
í að halda henni til streitu, stund-
ar hagsveiflur eða skammtíma
stjórnmálasjónarmið hafa ekki
áhrif á mig,“ segir hann. Hann er
sannfærður um að lækkun láns-
vaxta og frekari skattalækkanir á
næsta ári muni auka hagvöxt en
hann viðurkennir að hallinn á
fjárlögum verði meiri á næsta ári
en hann hafi ætlað í fyrstu.
Sumir þingmenn repúblikana
eru fegnir þessari staðfestu for-
setans en aðrir líta á hana sem
úrræðaleysi. Repúblikanar í fjár-
laganefnd öldungardeildar þings-
ins, þar sem þeir eru í meirihluta,
hafa gagnrýnt Reagan fyrir að
samþykkja tillögu sem felur í sér
Til kaupmanna og innkaupa-
stjóra úti á landi
Viö erum aö taka heim síöustu sendingar fyrir jól af
hinum eftirspuröa og ódýra fatnaði frá OASIS, peys-
ur síðar og stuttar, síöbuxur, hnébuxur, dúnvattkáp-
ur og jakkar ásamt skíðasettum og stökum snjóbux-
um. Gerið pantanir strax í síma 10511.
Strandfell sf., umboðs- og heildverslun,
Laugavegi 58.
SUPRBRAIN
viðskiptatölvur
TM
SKRIFSTOFUTÆKNI HF.
ARMULA 38.105 REYKJAVIK.
SiMI 85455. PO. BOX 272.
Borðið er innlagt með korki fyrir heita potta.
HUSGAGNA^HOLLIN
BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK l = fKl c-flcffl SIM AR: 91-81199 81410