Morgunblaðið - 09.12.1981, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981
13
„Stafabókin mína
- með teikningum eftir Nönnu Björnsdóttur
FJÖLVAÚTGÁFAN sendir nú frá sér
nýstárlega barnabók, sem kallast
„Stafabókin mfn“.
„Þetta er þroskandi bók til þess ætl-
uð að venja börn á forskólaaldri við
bókstafina og gera sér grein fyrir
hljóðum þeirra, í líkingu við hljóð-
lestursaðferðir þær sem hafa þótt
bera svo góðan árangur," segir í
frétt frá útgefanda.
„Stafabókin mín er í stóru broti
með 32 undurfögrum teikningum og
fjallar hver um sinn staf. Teikn-
ingarnar eru í fullu litum, gerðar af
Nönnu Björnsdóttur, listakonu, sem
nú dvelst í London. Gerði hún teikn-
ingarnar upphaflega fyrir börn sín,
til að viðhalda íslenskunni, en líka
af því, að hún fann hjá þeim, vissa
4ANNA BJÖRNSDÓTTin
Eé
STAFABÓKIN
MÍN
fjSLVACpuSroÍM
forvitni um samband milli vissra
hluta og bókstafa, sem gætir mjög
hjá 4—6 ára börnum. Með stafabók-
inni er einmitt verið að fullnægja
þessari spurn."
Bókin er í mjög stóru broti, 25x35
cm og 32 bls.
Ostasala hérlendis
hefur aukist um 11%
OSTASALA jókst um 13% á höfuð-
borgarsvæðinu og um 11% á landinu í
heild fyrstu 11 mánuði þessa árs, að
sögn Óskars H. Guðmundssonar,
framkvæmdastjóra Osta og smjörsöh
unnar. Óskar sagði ennfremur að
ostabirgðir í landinu væru eðlilegar
eða í kringum 760 tonn.
Útflutningur á osti fyrir árið 1981
nemur 1200 tonnum, en það er 57%
minni útflutningur en á árinu áður.
Skýringin á þessu er, að sögn
Óskars, samdráttur á mjólkur-
framleiðslu. Sagði Óskar ennfrem-
ur, að búast mætti við fremur litlum
útflutningi á osti næstu mánuðina,
því mjólkin færi til neyslu hérna
innantands.
JjRitsafn Einars er
orðið 2500 blaðsíður.
Ekkert samfellt fræði-
eða vísindarit á íslandi
kemst i hálfkvisti við
þetta að blaðsíðufjölda.
Enginn prófessor eða
doktor nokkurrar vís-
indagreinar hér á landi
hefur birt rit um sér-
grein sína, sem mögu-
legt væri að jafna við
sex binda verk Einars
Pálssonar. Verk Einars
sýnir fram á og sannar
órofa tengsl íslenskra
fornmenningar við
flesta þætti trúar og
þekkingar eldri menn-
ingarsamfélaga og
h ugmyndafræðinga
sem að baki liggur.££
í síðustu bókinni er frumkristni
Kelta megin viðfangsefnið og hún
borin saman við Landnámu,
Njálssögu, Laxdælu og Eddurnar.
Það eru einkum hinar mörgu og
torskildu sögur um leitina að
Skapkerinu (Graal), sem hér eru
teknar til meðferðar. En hvað er
Skapkerið? — Einar segir á blað-
síðu 419 í „Arfi Kelta": „Vitrir
menn telja að leitin að Skapkerinu
hafi í raun og veru verið leitin að
innsta eðli guðdómsins."
Og í bókarlok dregur Einar
fram helstu niðurstöður rann-
sókna sinna rökstuddar í þessu
riti, og er það gert lesendum til
hagræðis.
Og við bókarlok standa enn
fremur þessi orð:
„Aðeins ein skýring virðist
koma til greina á launsögn Njálu:
að keltneskt konungdæmi hafi
verið byggt á fornum launhelgum
kornguðs, og að speki er í slíkum
launhelgum fólst, hafi verið lif-
andi þáttur íslenskrar menningar.
Við þurfum því að rýna um gáttir
íslenskra bóka frá 12. og 13. öld —
inn í áður duldar merkingar land-
náms á 9. öld, Hringborðssagna
frá 6. öld, kristni Bretlandseyja á
dögum Rómverja, Minos og Myk-
ene-menningar Grikklands frá því
um 2000 til 1200 fyrir Krist — og
þaðan allt aftur til enn eldra
kornkonungdæmis, Egyptalands
og Súmer.
í fljótu bragði mætti slík heila-
þraut virðast óleysandi. En vís-
indalegt verklag gefur engin grið.
Það sem samræmir áður sundrað-
an efnivið og skipar dreifðum
sprekum í fullgerða smíð, er sú
lausn sem valin er. Til að fella til-
gátu sem myndar rökræna heild
og kemur heim við sérhvern þátt
rannsóknarefnisins, gagnar eng-
um að segjast ekki „trúa“ lausn-
inni. „Skoðun" er málinu óviðkom-
andi. Það eitt fellir niðurstöðuna,
sem myndar enn rökrænni heild,
skýrir fleira á einfaldari hátt og
kemur um leið heim við fleiri
þætti rannsóknarefnisins-------
Miðað við það, að treystandi sé
heimildum þeim sem vitnað er í og
að ályktanir séu rétt af þeim
dregnar, benda líkur í þessa átt:
„----Brennu-Njáis saga er
Hringborðssögn, náskyld miðalda-
sögnum um Graal Kelta.“
„---Setning Alþingis var
tengd hugtökum, sem íslendingar
nefndu Njál og Flosa. Þau hugtök
samsvöruðu Neleusi og Peliasi
grískra goðsagna. Snorri hafði
rétt fyrir sér um tengsl íslenskra
goðsagna við Tróju: lifandi goð-
sagnir, sem tengdust stofnun Al-
þingis, eru óaðskiljanlegar frá
efni er felst í kviðum Hómers.
Hugmyndafræði íslenskra land-
námsmanna er 'náskyld hug-
myndafræði Mykene-menningar
Grikkja----“
„---Fimm sár Krists tengdust
Skapkeri keltneskrar kristni á ís-
landi [sbr. fimm sár Höskulds
Hvítanesgoða sem klæddur var
skarlatsskikkju á akri, þar sem
hann var að sá].-------Brennu-
Njálssaga er helgisögn í svipaðri
merkingu og kviður Hómers.
Launmerking er þar geymd í alle-
góríu----“ „-----Hugtök þræla
Hjörleifs og fimmundar í Njálu
má greina í gnostískum rit-
um-----Hringborðssagnir mið-
alda voru grundvallaðar á frjó-
semisrítúali fornaldar, einkum því
er rakið varð til Ósíris. Launhelgir
dómar kornguðs umbreytast í
kristið mysteríum----“
Ég hef áður tekið það fram í
greinum um rit Einars Pálssonar,
að ógerningur er að gera þeim
nokkur skil að gagni í venjulegri
blaðagrein. Aðeins ein leið liggur
til skilnings á þeim. Hún liggur
gegnum bækurnar sjálfar.
Óhjákvæmilegt er að lesa þær orð
fyrir orð og línu fyrir línu — í
góðu næði. Það er mikið verk, en
launin eru heldur ekki skorin við
nögl: Allt í einu ertu orðinn ríkur
maður.
SUMIR VERSLA DÝRT-
AÐRIR VERSLA
HJÁ OKKUR
TH.BODÍS
Ferskjur
Blandaðir
ávextir
21
,90
1/1 dós
Perur Aprikósur Ananas
1/1 dós
17
,50
1/1 dós
,95
1/1 dós
,95
1/1 dós
Frá Búlgaríu: Jarðariier 1 0,80
Blönduð 1/1 dós X3F
ávaxtasulta Jarðarberja
i5"*3" 12^0 'ulta™#sr 12,50
AMERÍKST SÆLGÆTI
I MIKLU URVALII
I jólabaksturinn:
Ljóma áZ M Sykur ^ ,00
smjöriíkivf stk.|27 kg.pk.^ 1
P.B. hveiti Sy5 JJg ^-5()
5 lbs. 10 Ibs. ‘ ^
15#6° 2Q-80
JL w/ pr.pk. jb S pr.pk.
Marzipan
3 litir.
Urval af bökunarvörum á
SÉRTILBOÐSVERÐI.
Danskar smákökur í gríðarlegu úrvali.
STARMÝRI 2 — AUSTURSTRÆTI 17