Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981
14
Fundað
þriðja
sinni
(ionf. H. drsombcr. Al*.
HANDA KÍSKIR og sovézkir
.samningamcnn ra'ddust vid þriðja
sinni í afvopnunarviðræðunum sem nú
standa jfir í (icnf, og sögðu heimiidir
úr röðum handarísku fulltrúanna, að
„mjög alvarlegar" viðræður hefðu átt
sér stað.
Algjör samstaða er hins vegar
ennþá með bandarísku og sovézku
fulltrúunum um að skýra ekki fjöl-
miðlum frá gangi né innihaldi
viðræðnanna.
Fróðir menn telja að fyrstu við-
ræðufundirnir muni fyrst og fremst
fara i viðræður um samninga um
hvernig skilgreina skuli fjölda, teg-
undir, drægni og eyðileggingarmátt
kjarnorkuvopna í Evrópu.
Næsti viðræðufundur samninga-
mannanna verður á föstudag.
Ú tgerðarsty rkur
í Noregi lækkar
Osló, H. de.sember, frá Jan Krik Ijiure fréttaritara Mbl.
SAMKOMULAG hefur náðst rnilli ríkis.stjórnarinnar og norskra
útvegsmanna um adstoð ríkissjóðs við útgerðina á næsta ári. Mun
aðstoðin nema 950 milljónum króna, sem er um 220 milljónum
króna lægri upphæð miðað við síðastliðið ár.
Útvegsmenn kröfðust þess upphaflega að ríkissjóður styrkti út-
gerðina um 1800 milljónir króna, en mótboð stjórnarinnar hljóðaði
upp á 400 milljónir króna. I»rátt fyrir þennan mikla mismun gengu
samningaviðræður auðveldlega fyrir sig, og réði þar fyrst og fremst
bjartsýni útvegsmanna á að góður afli fáist á næsta ári, því bæði er
að kvótar hafa stækkað og færri skip eru eftir um hituna vegna
skipulegrar minnkunar veiðiflotans.
Átta námamenn farast
Topmost, H. dcsfmlKT. Al*.
Öflug sprenging varð í kolanámu í Kentucky á mánudag og olli aurskriðu
hálfan kílómetra inni í fjallinu með þeim afleiðingum að átta námaverka-
menn fórust. Oljóst er enn hvað sprengingunni olli. sinumjnd ap.
Enn er eftir að ákveða hvernig
milljónunum 950 verður skipt
niður en samningaviðræður þar að
lútandi eru framundan. Ljóst er
þó, að hluti upphæðarinnar verður
notaður til að loka síldarverk-
smiðjum, sem eru alltof margar og
Sjóður Solzhenitsyn:
KGB nær lista
yfir þiggjendur
Mcw tork, H. dfsombiT. Al’.
SOVÉZKA leyniþjónustan, KGB,
hefur gert upptækan nafnalista
■neð niifnum og heimilisfongum
700 sovézkra fjölskyldna er notið
hafa aðstoðar úr sjóði er Alexand-
Salim dregur
sig til baka
Sameinudu |)joöunum, H. desember. Al*.
SALIM Ahmed Salim utanríkisráð-
herra Tanzaníu hefur farið að for
dami Kurt Waldsheims fram-
kvæmdastjóra og dregið sig til baka
við kosningar um nýjan fram-
kva'mdastjóra Sameinuðu þjóðanna í
Öryggisráðinu.
Salim tTlkynnti, að hann væri
reiðubúinn að taka að sér fram-
kvæmdastjórastarfið ef málamiðl-
un næðist ekki um nýjan fram-
kvæmdastjóra.
er Solzhenitsyn stofnaði til þess að
hjálpa skyldmennum pólitískra
fanga í Sovétríkjunum, að því er
talsmaður rithöfundarins útlæga
skýrði frá í dag.
Gerðu starfsmenn KGB húsleit
hjá Sergei Khodorovich í Moskvu
24. nóvember, en Solzhenitsyn
fékk hann á sínum tíma til að hafa
yfirumsjón með úthlutunum
sjóðsins í Sovétríkjunum.
Er talið að sovézka leyniþjón-
ustan hafi ekki vitað hingað til
hvaða fjölskyldur nutu aðstoðar
úr sjóðnum. Uthlutanir hafa verið
með ýmsu móti, en aðstoðin hefur
hljóðað upp á jafnvirði 56 dollara
til hverrar fjölskyldu á mánuði.
Solzhenitsyn stofnaði sjóðinn í
kring um tekjur sem hann hafði af
bók sinni um, Gúlagið, þrælkun-
arbúðir Rússa, og renna allar tekj-
ur af bókinni ennþá beint í sjóð-
inn.
hafa talsvert meiri afkastagetu en
þörf er fyrir og þar af leiðandi
ekki reknar með hagkvæmni.
Verður þetta í fyrsta skipti sem
tekið verður af útgerðarstyrknum
til ráðstafana er miða að því að
fækka og draga úr óhagkvæmni
vinnslufyrirtækja á landi.
Þá er ekki loku fyrir það skotið
að hluti styrkupphæðarinnar
verði notaður til þess að gera sam-
svarandi ráðstafanir á öðrum
sviðum, því Thor Listau sjávar-
útvegsráðherra hefur varað fisk-
vinnsluna við og sagt henni að búa
sig undir erfiða tíma, afkastageta
fyrirtækjanna væri of mikil og
væri ekki hægt að verja það til
lengdar að ríkissjóður niðurgreiði
fiskvinnsluna.
Hluli úr braki júgóslavnesku farþegaþotunnar er fórst á Korsíku, í síðustu
viku, hangir utan í klettabelti skammt frá flugvellinum í Ajaccio. Alls fórust
180 manns í flugslysinu.
50 slasast á
bandarísku
herskipi
Trieste, H. deaember. Al*.
LANDGÖNGUBRÚ viðgerðarskips
bandaríska flotans brast í dag með
þeim afleiðingum að 50 manns, sjó-
íiðar og óbreyttir borgarar, slösuð-
ust, að sögn lögreglu.
Engar fregnir fóru af manntjóni
er slysið varð, og ekki var heldur
vitað hvort einhverjir hinna slös-
uðu hafa slasast alvarlega.
Þegar landgöngubrúin gaf sig
voru margir á leið um borð í skipið
og sumir urðu undir henni í fall-
inu.
Skipið lá við landfestar í Trieste
á Italíu er slysið varð.
Fylgi við aðild Dana að
NATO eykst jafnt og þétt
Afstaða danskra kjósenda til veru Danmcrkur í varnarsamstarfi vest-
rænna ríkja, Atlantshafsbandalaginu, samkvæmt árlegum skoðanakönn-
unum Gallup-stofnunarinnar dönsku.
Gallup stofnunin danska hefur
fylgst náið með því frá 1949 hver
afstaða danskra kjósenda til Atl-
antshafsbandlagsins hefur verið,
og má sjá þá þróun á meðfylgj-
andi línuriti. I þessum könnun-
um hefur jafnan verið spurt um
það hvort viðkomandi væri með
eða móti aðild Dana að banda-
laginu. Níðasta könnun af þessu
tagi var gerð í nóvember slíðast-
liðnum og kom þá í Ijós að tæp-
lega tveir þriðju Dana voru fylgj-
andi aðild að Atlantshafsbanda
laginu meðan IH% voru andvíg
aðild að því.
Þegar niðurstöður kannana
Gallup frá upphafi eru skoðað-
ar kemur í ljós að afstaða
danskra kjósenda til aðildar að
Atlantshafsbandalaginu hefur
að verulegu leyti mótast af
stjórnmálaástandinu og gangi
heimsmála á viðkomandi tíma.
Áhrifin hafa þó varað stutt, að
því er virðist.
Ljóst er þó af línuritinu, að
fvlgi við aðild Dana að Atl-
antshafsbandalaginu hefur
aukist jafnt og þétt frá því
1960 þegar á heildina er litið,
þótt sveiflur hafi verið ein-
hverjar milli ára. Hefur þeim
fjölgað um helming á þessu
tímabili sem eru fylgjandi að-
ild að bandalaginu, úr um 40%
kringum 1960 í um 60% í dag.
Andstæðingum aðildar að
Atiantshafsbandalaginu hefur
einnig fjölgað á sama tíma, en
hlutfall þeirra þó haldist meira
og minna óbreytt frá því
snemma á síðasta áratug, og
verið í kringum 20 prósentin.
Þegar afstaða kjósenda til
aðildar að Atlantshafsbanda-
laginu var borin saman við af-
stöðu þeirra til stjórnmála-
^ flokka kom í ljós, að 55%
stuðningsmanna sósíaldemó-
krata voru fylgjandi aðild að
bandalaginu, 17% á m óti og
28% óráðin. Af kjósendum
flokka til hægri við Sósíal-
demókrataflokkinn voru 77%
fylgjandi aðild að bandalaginu,
12% á móti og 11% óráðin. Og
af kjósendum flokka til vinstri
við sósíaldemókrata voru 25%
fylgjandi aðild, 71% andvíg og
4% óráðin.
Þá kom í Ijós að miklu fleiri
konur en karlar voru óvissar í
afstöðu sinni til Atlantshafs-
bandalagsins, eða 32% miðað
við 12% hjá körlum.
Og hlutfallslega fleiri karl-
menn styðja aðild að bandalag-
inu þegar aðeins er reiknað
með þeim er tók afstöðu með
eða á móti. Vð samanburð á
þessum tölum kom í ljós að
82% karlmanna voru fylgjandi
aðild að Atlantshafsbandalag-
inu, miðað við 69% kvenna.
Ennfremur kom í ljós að
andstaða við aðild að banda-
laginu er mest meðal ungs
fólks en stór hluti þess var þó
óráðinn, og loks að eftir því
sem menntun aðspurðra var
meiri, því hærra var hlutfall
andstæðinga aðildar að Atl-
antshafsbandalaginu.
Eins og sjá má af línuritinu
er mest fylgi við aðild Dana að
Atlantshafsbandalaginu þegar
Kalda stríðið var í algleymingi
og í kjölfar innrásar Rússa í
Ungverjaland. Hrapaði fylgið
síðan snögglega niður, en rauk
svo aftur upp í Kúbudeilunni.
Jytte Hilden þingmaður Sós-
íaldemókrata og ötull þátt-
takandi í dönsku friðarhreyf-
ingunni sagði að niðurstöður
skoðanakönnunar Gallup
sýndu, að það væri ekki um
neinn annan raunhæfan val-
kost að velja, en Atlantshafs-
bandalagið. Menn teldu styrk
að þátttöku í Atlantshafs-
bandalaginu á tímum vaxandi
spennu í alþjóðamálum, og
ekki væri um neinn annan
valkost að velja.
(BygtJt á IkTling.skc Tidende og upplys
injjum (íallup Institut.)