Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 6 kr. eintakiö. Ofbeldi og vernd borgaranna Hin grimmdarlega árás á fimmtán ára stúlku í Þverholtinu í Reykjavík á föstudagskvöldið vekur óhug og fyrirlitningu. Hér á þessum stað verður hvorki verknaði illvirkjans né áverkum fórnar- lambsins lýst. Hins vegar er ástæða til að geta tveggja þátta í málinu, því að báðir segja sína sögu. í fyrsta lagi hafði illvirkjanum verið sleppt úr fangelsi aðeins sólarhring áður en hann réðst á stúlkuna, hafði hann setið inni vegna ölvunar. En fyrir skömmu var hann kærður fyrir að ógna ungri stúlku og var þá hnífur tekinn af honum. I öðru lagi hringdi maður til slökkviliðsins um klukkan hálfellefu á föstudagskvöldið og sagði, að ung stúlka lægi stórslösuð í Þverholti. Sjúkrabíll og lögreglubíll fóru á staðinn, fundu ekkert og var talið, að um gabb væri að ræða. Sá, sem hringdi, sagði ekki til nafns, og er óvíst, að það hafi verið illvirkinn. Um fyrri þáttinn er það að segja, að hvort heldur menn eru með eða á móti refsivist og fangelsum eins og sýnist vera í tísku að rökræða jafnvel á Alþingi um þessar mundir, er ógæfa sumra manna svo mikil, að þeir eru best geymdir bak við lás og slá, sjálfra sín vegna og þeirra, sem á vegi þeirra verða. Það er hreint ábyrgðarleysi að horfast ekki í augu við þessa staðreynd og bregðast við henni með raunhæfum hætti. Um margra áratuga skeið hefur það verið á döfinni að reisa nýtt fangelsi hér á landi, sem fullnægi- þeim kröfum, er til slíkra stofnana verður að gera nú á öld eiturlyfja og annarra hættulegra vímugjafa, sem svipta menn allri sjálfsvirðingu og breyta þeim í verri óargadýr en finnast í myrkviðum frumskóganna. Hræðsla grípur um sig meðal alls almennings, þegar jafn válegir atburðir gerast og hér er um fjallað. Til að draga úr því öryggisleysi, sem hræðslunni veldur, þarf sameiginlegt átak alls þjóðfélagsins að koma til undir styrkri forystu kjörinna fulltrúa. Um síðari þáttinn er það að segja, að hafi einhver annar en illvirk- inn hringt í sjúkralið og lögreglu til bjargar hinni ósjálfbjarga stúlku og ekki látið nafns sín getið, vekur það til umhugsunar um, hvort íslenska fámennisþjóðfélagið sé liðið undir lok og þess í stað komið sviplaust múgþjóðfélag, þar sem einstaklingarnir þora ekki að skipta sér af afbrotum af ótta við óþægindi og jafnvel árásir. Þegar íslend- ingar lýsa óhugnaði stórborganna hver fyrir öðrum, nota þeir oft það dæmi, að þar geti menn legið dauðir á fjölfarinni gangstétt, án þess að nokkur skipti sér af líkinu. Vonandi á þessi lýsing ekki við um Reykjavík. Hitt er víst, að uppivaðsla einstaklinga, einkum þó ungl- inga, á almannafæri er stundum með þeim hætti, að almennir borgar- ar kjósa fremur að horfa á þá stunda óknytti eða vinna óhæfuverk en malda í móinn eða grípa til gagnráðstafana. í þessu efni er þó brýnt, að almenningsálitið bregðist ekki, hvorki sjúkraliðar né lögreglu- menn fá færi á að vinna störf sín til fullnustu nema með heilshugar aðstoð hins almenna borgara, sem þorir að minnsta kosti að segja til nafns, þegar hann ræðir við þessa opinberu fulltrúa, sem bundnir eru þagnareiði um störf sín. I öllum nágrannalöndum okkar er eiturlyfjaneysla ungs fólks talið eitt helsta þjóðfélagsbölið. Því miður hefur eiturlyfjaárátta skotið rótum hér á landi. Henni til upprætingar hefur margt verið gert og í því efni hefur fíkniefnadómstóllinn og rannsóknarlið hans staðið svo vel að verki, að fíkniefnasalar sjá það ráð vænst að efna til samblást- urs gegn stofnuninni. Þeirri árás verður að svara með viðeigandi hætti og hérða allar aðgerðir stjórnvalda gegn þessum vágesti — það verður í senn að uppræta hann og veita þeim umönnun og lækningu, sem hann hefur hremmt, það er þeim sjálfum fyrir bestu, hvernig svo sem þeir líta á málið í vímunni. Fámenn þjóð eins og sú íslenska þarf að takast á við margvíslegan vanda. Þá fyrst er þó ástæða til að örvænta um framtíð hennar, ef innanmein ofbeldis og fíkniefna ná að breiðast svo út um þjóðarlík- amann, að engum vörnum verði við komið. Borgararnir vilja vernd, þeir vilja að haldið sé uppi lögum og reglu, og í lýðfrjálsu ríki eins og okkar eiga þeir sjálfir síðasta orðið í því efni. Brostnar vonir Ríkisstjórnin var mynduð af tveimur meginástæðum að sögn að- standenda hennar: Til að bjarga virðingu Alþingis og til að á árinu 1982 „verði verbólgan orðin svipuð og í helstu viðskiptalöndum íslendinga" eins og segir í fyrsta ákvæði stjórnarsáttmálans. Virðing- in fyrir Alþingi felst í því að ríkisstjórnin tekur ekki ákvarðanir um mikilvæg efnahagsmál nema þingmenn séu í leyfi. Um upphafs- ákvæði stjórnarsáttmálans og hvort því verði náð segir Jón Ormur Halldórsson, aðstoðarmaður sjálfs forsætisráðherra, í útvarpsviðtali: „Því miður ekki.“ Er það raunar dæmigert fyrir ástandið á stjórnar- býlinu, að vinnumönnunum skuli falið að skýra þjóðinni frá hinum brostnu vonum og þar með brostnu forsendum fyrir félagsbúinu. Saga Menntaskólans á Akureyri komin út: „Þetta er ein dýrms bók sem ég hef eigr - sagði Hulda Stefánsdóttir elzti núlifandi kennari menntaskólans er henni var af! „ÞETTA verður einhver dýrmæt- asta og kærasta bók sem ég hef eignast og ég vildi ekki frekar missa hana en bihlíuna, sem afi minn gaf mér og Svartar fjaðrjr, sem Davíð Stefánsson gaf mér. Eg hlakka verulega til að lesa hana,“ sagði Hulda Stefánsdóttir, elzti núlifandi kennari Menntaskólans á Akureyri, er Tryggvi Gíslason, skólameistari afhenti henni og Kristjáni Eldjárn, fyrrum forseta Islands, fyrstu eintökin af sögu Menntaskólans á Akureyri, sem nú er komin út. Við þetta tækifæri sagði Hulda, sem er dóttir Stefáns Stefánssonar fyrrum skóla- meistara, ennfremur að henni hefði þótt það mikill heiður er henni hefði verið boðið á 100 ára afmælishátíð skólans 15. júní 1980 og að henni veittist sá heið- ur að taka við fyrsta eintaki bókarinnar úr höndum núver- andi skólameistara, Tryggva Gíslasonar. Hún hefði satt að segja orðið svo hissa, en jafn- framt þakklát, að sér hefði nán- ast fundizt að sólin, tunglið og allar stjörnur himinsins hefðu steypzt yfir hana. Hún sagði tengsl sín við skólann ætíð hafa verið mjög mikil, hún hefði fæðzt og alizt upp innan skól- ans, kennt við hann og þekkt alla skólameistara hans. Því fyndist sér ætíð að hún ætti ein- hver tengsl við alla þá, sem út- skrifazt hefðu úr skólanum. Kristján Eldjárn, sem bæði var nemandi, kennari og próf- dómari við Menntaskólann á Akureyri, auk þess sem hann ritaði inngang að sögunni, sagði að sér þætti heiður og ánægja af tengslum sínum við skólann og sér þætti það ánægjulegt að hafa verið viðstaddur 100 ára afmæli skólans og eignazt þessa bók. Hann sagði tilfinninga- tengsl sín við skólann ætíð hafa verið mikil og þó hann hefði fjarlægzt hann í seinni tíð væru þau tengsl enn mikil. Hann óskaði síðan Tryggva Gíslasyni, Tryggvi Gíslason skólameistari Menntaskólans á Akureyri af- hendir Huldu Stefánsdóttur fyrsta eintakió af sögu skólans. A milli þeirra situr Kristján Kldjárn, fyrrum forseti íslands, en honum var einnig afhent eintak af sögunni. I.jósm. Mbl. Ól. K.M. samstarfsmönnum hans og Menntaskólanum á Akureyri til hamingju með söguna og sagðist hlakka til að lesa hana og skoða myndirnar í henni. Tryggvi Gíslason, skólameist- ari Menntaskólans á Akureyri, boðaði í gær blaðamenn á sinn fund og kynnti þeim sögu skól- ans, sem nú er komin út. Við það tækifæri afhenti hann þeim Huldu Stefánsdóttur og Krist- jáni Eldjárn sögu skólans. Sagði hann meðal annars að sér væri mikil ánægja að afhenda þess- um tveimur velunnurum skólans fyrstu eintök skólasögunnar. Þá kynnti hann efni og tilurð bók- arinnar og sagði að 1976 hefði verið tekin ákvörðun um útgáfu sögunnar og þá þegar hefði Gísli Jónsson, kennari við skólann hafizt handa við efnissöfnun og skriftir. Síðan hefði ritun sög- unnar verið skipt þannig að Tryggvi skrifaði fyrsta hlutann, sem fjallaði um sögu skólahalds á Norðurlandi og Möðruvalla- skólann, sem kennt var í frá 1880 til 1902, er hann brann. Steindór Steindórsson frá Hlöð- um, fyrrum skólameistari, skrif- aði sögu Gagnfræðaskólans frá 1902 er hann fluttist til Akur- eyrar og til 1930 er hann fékk full réttindi að lögum til að tírautskrá stúdenta. Gísli skrif- aði sögu Menntaskólans frá 1930 og fram til 1980 að hann varð 100 ára og Þórhallur Bragason, Þorvaldur Garðar Kristjánsson alþingismaður: Nýtt verði allt fé sem fjárlög gera ráð fyrir til olíustyrks Þorvaldur Garðar Krisljánsson al- þingismaður hefur lagt fram á Al- þingi tvær fyrirspurnir til við- skiptaráðherra er snerta olíustyrki og hljóða þær þannig: 1. Hverjar ástæður geta verið fyrir því, að ekki sé ráðstafað til olíustyrkja ncma um helmingi af þeim 50 millj. kr., sem fjárlög 1981 gera ráð fyrir að sé varið í þessu skyni? 2. Vill rfkisstjórnin sjá til þess, að greidd verði viðbót við olíustyrki árið 1981, þannig að ráðstafað verði öllu því fjármagni, sem fjár- lög gera ráð fyrir til olíustyrkja á þessu ári ? Mbl. ræddi við Þorvald Garðar Kristjánsson og spurði um ástæður þessara fyrirspurna og fara svör hans hér á eftir: „í fjárlögum fyrir árið 1981 er gert ráð fyrir að verja 50 m.kr. í styrki vegna olíunotkunar til húshitunar. Frá 1. jan. 1980 hef- ur hver olíustyrkur numið kr. 200 á ársfjórðungi. Meðaltals- fjöldi styrkja á árinu 1981 er áætlaður um 29 þúsund. Yrði þá kostnaður, miðað við óbreyttan olíustyrk, fyrir árið 1981 um 23 m.kr. Auk þess er olíustyrkur greiddur til rafveitna og skóla og áætlað að þær greiðslur verði 2 til 3 m.kr. á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.