Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 22
2 2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981
Miðstýring fjármagns
Þegar verðtryKginK inn- og út-
Jána var tekin upp eftir áratuga
misrétti í vaxtamálum, sem síð-
asti dropinn hafði verið kreistur
úr sparifjáreigandanum og þeir
fáu, sem gátu orðið skuldarar að
ráði, höfðu matað krókinn vendi-
lega, trúðu nokkrir því, að nú
færi að linna því ójafnvægi, sem
ríkt hefði á lánamarkaðnum og
valdið hafði ómældu böli hjá
földa einstaklinga. Sá, sem þetta
ritar, var einn þeirra, sem trúðu,
að unnt yrði að koma jafnvægi á
lánamarkaðinn með því að koma
raunvöxtum upp fyrir núllið
(láta sparifé halda verðgildi
sínu), hafði reyndar séð dæmi
þess erlendis, að menn geti feng-
ið þau lán, sem þeir vildu, að því
tilskyldu, að þeir vextir væru
greiddir, sem jafnvægið byggir
á. En því miður virðast margir
hér á landi líta á jafnvægisleysið
á lánamarkaðnum sem eitthvað
náttúrulögmál og líta með fyrir-
litningu á þá meðbræður sína,
sem lenda í súpunni og þekkja
engann bankastjórann.
Á öndverðu'þessu ári sýndist
svo, sem jafnvægi væri að kom-
ast á lánamarkaðinn. Einstakl-
ingar áttu auðvelt með að fá lán
í banka og biðlistar hjá lífeyr-
issjóðum voru stuttir. Menn í
þessum stofnunum voru jafnvel
farnir að hafa áhyggjur af því að
losna ekki við peningana, enda
eru 2% vextir ofan á verðtrygg-
ingu með bestu vöxtum í heimi.
Var rætt um vaxtalækkun sem
hugsanlegt svar við minnkandi
eftirspurn. En svo á miðju ári
fara að berast spurnir af því að
eftirspurnin eftir lánum hafi
aukist yfir alla línuna. Lífeyr-
issjóður starfsmanna ríkisins
varð jafnvel að skerða rétt
manna til lána vegna mikillar
eftirspurnar. Biðstofur bank-
anna fylltust og örvæntingar fór
að gæta hjá lántakendum. Menn
spurðu hvern annað: „Hvað er að
gerast?"
Svarsins er meðal annars að
leita í stóraukinni bindiskyldu
Seðlabankans. Nú vita sennilega
fæstir af lesendum þessa grein-
arkorns, hvað hindiskylda er, og
ekki lái ég þeim það. Bindiskyldu
nota aðvöru seðlabankar til þess
að soga fjármagn (peninga) úr
umferð, þegar of mikið er fjár-
fest (byggt) og hætta er á verð-
bólgu. Sömuleiðis er bindiskyld-
an minnkuð til þess að hleypa út
fjármagni, þegar of lítið er fjár-
Hver
er
réttur
eftir dr. Pétur H.
Blöndal forstjóra
Lífeyrissjóds
verzlunarmanna
fest og hætta er á stöðnun og
atvinnuleysi. Bindiskyldan er yf-
irleitt framkvæmd þannig, að
bankarnir eru skuldbundnir til
þess að lána Seðlabankanum
ákveðna prósentu af t.d. innlán-
um og þetta fjármagn bindur
Seðlabankinn og lánar alls ekki
út, því þá væri fjármagnið jú
ekki tekið úr umferð, ekki bund-
ið. Þessi bindiskylda er yfirleitt
mjög lág prósenta, t.d. er hún
4,65% til 11,25% í V-Þýskalandi.
Bindiskyldan hér á landi er nán-
ast skrípaleikur og ætti að kall-
ast flæðiskylda, því Seðlabanki
íslands hefur lánað þetta fjár-
magn að langmestu leyti út í af-
urðalán til sjávarútvegs og land-
búnaðar og efast undirritaður
um, að bankarnir gætu látið
fjármagnið flæða hraðar til
lántakenda en Seðlabankinn ger-
ir núna.
„Bindiskylda" Seðlabankans
var 28% í ársbyrjun en er nú
30,5%. að auki er viðskiptabönk-
um gert að lána Framkvæmda-
sjóði og Byggðasjóði 7%. Ef þú,
lesandi góður, leggur 100 kr. inn
á bók í banka, fær Seðlabankinn
og ofangreindir sjóðir 37,50 kr.
og bankinn þinn getur lánað
62,50 kr. En flestir viðskipta-
bankarnir hafa skyldum að
gegna við atvinnufyrirtæki og
vegna þeirrar stefnu stjórnvalda
að fyrirtæki megi helst ekkert
eigið fé hafa (á íslensku: mega
ekki græða) er rekstrarfjárþörf
Pétur H. Blöndal
„Lífeyrissjóðunum á
ekki að vera frjálst,
hverjum þeir lána pen-
ingana (t.d. hefur Lífeyr
issjóður verzlunarmanna
talið sér skylt að styðja
þá atvinnugrein, sem að
honum stendur og hvergi
fær fjármagnsstuðning),
heldur eiga herrarnir al-.
vitru í Seðlabankanum
að ráða, hvaða atvinnu-
grein lifir og hver deyr.
Hvað þýðir þetta ef af
yrði? Jú, hinn plagaði
sjóðfélagi, sem nú leitar
til síns lífeyrissjóðs um
lánafyrirgreiðslu getur
vænst þess að fá 8,3%
lægra lán en ella eða að
biðin eftir láni verði
lengri eða að skilyrðin
fyrir láni verði hert.“
þeirra ekki minni en fyrir þessa
hækkun „bindiskyldunnar".
Bankarnir verða því að láta
fyrirtækin ganga fyrir um lán,
ef ekki á að koma til stöðvunar
og atvinnuleysis. Og hver skyldi
nú mæta afgangi í þessum harða
slag um krónurnar? Nú auðvitað
einstaklingurinn. Ungu hjónin,
sem eru að basla við að koma sér
upp húsnæði, gamla fólkið, sem
verður að gera við þakið. Þetta
fólk fær nú hvergi fyrirgreiðslu
og lendir í skömm, þó það sé
margt hvert hinar grandvörustu
manneskjur og skilji hvorki upp
né niður í því að bankarnir séu
núna „lokaðri" en önnur haust
hvað þá að það setji þetta í sam-
band við einhverja „bindi-
skyldu".
En miðstýring fjármagns er
ekki bara fólgin í „bindiskyld-
unni“. Lífeyrissjóðunum er gert
að verja 40% af ráðstöfunarfé
(lánagetu) til Byggingasjóðs
ríkisins, Framkvæmdasjóðs, rík-
issjóðs og stofnlánasjóða. Þetta
kemur að sjálfsögðu niður á getu
þeirra til að lána fé til sjóðfélaga
sinna, en í lífeyrissjóðunum eru
allir vinnandi menn í landinu.
Vegna þess að bankarnir eru
þess allsendis vanbúnir að veita
einstaklingum lán, eins og að
framan er getið, verða menn að
vera vakandi yfir því, hvað ger-
ist með fjármagn lífeyrissjóð-
anna, ef menn á annað borð hafa
áhuga á því að Islendingar búi í
eigin íbúðum.
Á föstudaginn var undirritað-
ur ásamt stórum hópi manna
boðið í Þingholt í dýrindis há-
degismat, margréttaðan og var
veitt vín fyrir matinn til þess að
menn væru þess betur umkomn-
ir að kyngja þeim bita, sem fjár-
málaráðherra ætlaði mönnum
að kyngja á eftir. í stuttu máli á
að herða ólina betur og fastar og
nú á að hækka „bindiskyldu"
(þ.e. flæðiskyldu) Seðlabankans í
45% og auka kaupskyldu lífeyr-
issjóðanna í 45%. Og það sem'
meira er:
Lífeyrissjóðunum á ekki að
vera frjálst, hverjum þeir lána
peningana (t.d. hefur Lífeyris-
sjóður verzlunarmanna talið sér
skylt að styðja þá atvinnugrein,
sem að honum stendur og hvergi
fær fjármagnsstuðning) heldur
eiga herrarnir alvitru í Seðla-
bankanum að ráða, hvaða at-
vinnugrein lifir og hver deyr.
Hvað þýðir þetta ef af yrði? Jú,
hinn plagaði sjóðfélagi, sem nú
leitar til síns lífeyrissjóðs um
lánafyrirgreiðslu, getur vænzt
þess að fá 8,3% lægra lán en ella
eða að biðin eftir láni verði
lengri eða að skilyrðin fyrir láni
verði hert.
Atkvæðasmalarnir gætu aftur
á móti „reddað" Kröflum og öðr-
um ríkisfyrirtækjum til kjör-
dæma sinna en heilbrigður at-
vinnurekstur legði upp laupana.
Fjármálaráðherra varpaði
þeirri samvizkuspurningu til
boðsgesta, hvort fjármagna ætti
allar sameiginlegar fram-
kvæmdir með erlendum lántök-
um. Heldur ráðherra virkilega,
að fjármagnið aukist eitthvað, ef
því er dælt í gegnum opinbera
sjóði? Ef eitthvað er, verður það
minna og nýtist verr, því ekki
eru til frægari dæmi um ranga
fjárfestingu en hjá hinu opin-
bera (Krafla, Krísuvíkurskólinn,
Þörungavinnslan, Þórshafnar-
togari, o.s.frv., o.s.frv.). Eða hef-
ur ráðherra kynnt sér hvert fjár-
magn lífeyrissjóðanna fer? Hjá
Lífeyrissjóði verzlunarmanna
var í haust gerð hlutlaus könnun
á því, í hvað lánin til sjóðfélaga
fara. Yfir 90% lánanna fara til
byggingar, viðhalds eða kaupa á
íbúðarhúsnæði. Eru slíkar fram-
kvæmdir ráðherra ekki að
skapi? Vill hann skera þær
niður? Vill hann að þetta fóik
missi húsnæði sitt? Hvers vegna
stuðlar ríkisstjórnin ekki að
jafnvægi á magni? Bankarnir
færu að starfa sem alvörubank-
ar og gætu lánað ríkissjóði,
fyrirtækjum og einstaklingum
nægilegt framkvæmdafé.
En hluti vandans er sá, að þeir
aðilar, sem nú sækja fastast eft-
ir framkvæmdafé, hafa ekki
fengið að hækka gjaldskrár sín-
ar, þannig að þeir hafa sáralítið
eigið fé til þess að framkvæma
fyrir, sem og önnur fyrirtæki.
Þannig er nú verðbólgan „lækn-
uð“ hér á landi. Við fáum halla-
reknar hitaveitur og hallareknar
rafmagnsveitur og borgum fyrir
með því að engjast á teppinu hjá
bankastjórunum. Og erlendar
skuldir hækka og hækka á með-
an útflutningsatvinnuvegirnir
búa stöðugt við ranga gengis-
skráningu og þurfa sífellt hærri
og hærri afurðalán. Þetta með
eiginfjárstöðu orkufyrirtækj-
anna kom reyndar fram hjá
ráðherra, svo ekki er honum
ókunnugt um samhengið. En er
þá ekki eitthvað brogað við verð-
bólgubaráttuna?
Verið getur, að slæmt sé að
fjármagna sameiginlegar fram-
kvæmdir með erlendum lántök-
um eða minnka framkvæmdir,
en verra er að horfa upp á þá
örvæntingu og vonleysi, þegar
menn reyna að berjast við að
halda húsnæði sínu og fá hvergi
lánafyrirgreiðslu. Allavega ættu
ráðamenn að loka bönkunum á
vorin en ekki í skammdeginu.
Örvæntingin vegna fjármála er
nógu mikii hér á landi, þó að
ekki fari saman skammdegi og
lokaðir bankar.
einstaklinga til lána?
Lögreglumenn hættu-
legir samfélaginu
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Maj Sjöwall og Per Wahlöö:
MAÐIIR IJPPI Á ÞAKI.
Skáldsaga um glæp.
Olafur Jónsson þýddi.
Mál og menning 1981.
Maj Sjöwall og Per Wahlöö
sameina með aðdáunarverðum
hætti ósvikna spennusögu og
skáldsögu sem lýtur ströngum
listrænum lögmálum. Einnig er
þeim í mun að vekja til umhugs-
unar um samfélagsmein og rétt-
arfar og tekst það betur en mörg-
um öðrum höfundum.
I Manninum á þakinu beina þau
spjótum sínum að lögreglunni,
einkum þeim lögreglumönnum
sem misnota aðstöðu sína í þágu
sadískra tilhneigina.
I upphafi sögurinar er lögreglu-,
fulltrúinn Stig Nyman myrtur á
hinn viðbjóðslegasta hátt þar sem
hann liggur alvarlega sjúkur á
spítala. Martin Beck og félaga
hans í morðdeild Stokkhólmslög-
reglunnar fá það verkefni að finna
morðingjann. Grunur leikur á að
morðinginn muni ekki láta Nyman
nægja.
Við rannsókn málsins er ýmis-
legt rifjað upp sem rennir stoðum
undir fullyrðingar um hörku lög-
reglunnar og mistök í starfi. Sýnt
er fram á að lögreglumenn á borð
við Nyman eru samfélaginu
hættulegir. Þeir beita fantabrögð-
um og hika ekki við að misþyrma
mönnum undir því yfirskini að
þeir séu að vernda almenna borg-
ara fyrir vaxandi glæpastarfsemi
og hvers kyns upplausn. Meðal
þess sem Stig Nyman hefur unnið
sér til frægðar er að berja á póli-
tískum mótmælendum í lok sjötta
áratugarins.
Maðurinn á þakinu, sem ógnar
öryggi Stokkhólmsbúa, morðingi
Nymans, á harma að hefna og er
Maj Sjöwall og Per Wahlöö
frávita af bræði. Brjálæðisleg
viðbrögð hans eiga sér skýringu í
því að á hann hefur ekki verið
hlustað, að því hlýtur að koma að
hann sýni klærnar. I raun og veru
gera þau Maj Sjöwall og Per Wah-
löö allt til að réttlæta gerðir hans,
en um leið verður saga hans þung-
ur áfellisdómur um lögregluna,
skilningsleysi hennar og heimsku.
Að baki skáldsagna þeirra
hjóna iiggja rannsóknir á heimi
glæpa og réttvísi. En samúðin er
ekki bara með fórnarlömbum.
Maður uppi á þaki er að vísu fyrst
og fremst lögreglunni í óhag, en
lögreglumenn er líka mannlegir og
í þeirra hópi vandaðir menn þótt
þeir megi sín lítils gegn úreltum
sjónarmiðum.
Rannsókarlögreglumenn eins og
Martin Beck, Einar Rönn, Lennart
Kollberg og Gunvald Larsson eiga
að vísu sínar veiku hliðar og þeim
er ekki hlíft við gagnrýni, en þeir
eru allir dæmigerðir borgarar í
velferðarsamfélaginu sænska og
lausir við ýmsa stórvægilea galla
götulögreglumanna. Áhersla er
lögð á að kynna einkalíf þeirra
fyrir lesendum, m.a. til þess að
þeir verði ekki glansmyndir af
hetjum.
Siðrænn tiigangur þeirra Maj
Sjöwalls og Per Wahlöös Ieynir
sér aldrei. En skáidsögur þeirra
eru spennandi í bestu merkingu
orðsins, ög eflaust er hægt að lesa
þær eins og hverjar aðrar æsisög-
ur.
Mest er þó um vert að skilin
milli reyfara og vandaðrar skáld-
sögu eru ekki fyrir hendi í sagna-
flokki þeirra. Hér eru einfaldlega
góðar skáldsögur á ferð.