Morgunblaðið - 09.12.1981, Side 25

Morgunblaðið - 09.12.1981, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981 25 Idnaður: Vaxandi taprekstur I ræðu sinni á félagsfundi iðnrekenda sl. föstudag fjallaði Valur Valsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra iðnrek- enda, um afkomu iðnaðar og sagði m.a.: „Nýjustu opinberar tölur um af- komu iðnaöarins eru frá árinu 1978, þær tölur byggjast á úr- takskönnun á rekstrarreikningum iðnfyrirtækja. Frá árinu 1971 lækkaði hreinn hagnaður sem hlutfall við framleiðslutekjur úr 3,1% niður í 1,1% árið 1978. Hvað síðan hefur gerst liggja ekki fyrir um opinberar skýrslur. í ljósi þess, að miklar breytingar höfðu orðið á rekstrarskilyrðum iðnað- Valur Valsson arins fyrri hluta ársins ákvað stjórn FÍI að gangast fyrir skyndi- könnun. á afkomu iðnfyrirtækja fyrri hluta þessa árs. Könnunin var unnin á þann hátt, að reynt var að tala við flest þeirra fyrir- tækja innan félagsins, er gætu mögulega haft hjá sér aðgengi- legar upplýsingar úr bókhaldi um rekstrarafkomuna á þessu ári og þau beðin um að senda inn upplýs- ingar um helstu rekstrarstærðir. Fyrir hvert fyrirtæki voru því næst reiknaðar hlutfallstölur, sem sýndu hlutfall helstu rekstrar- stærða miðað við rekstrartekjur. Hlutfallstölurnar voru reiknaðar bæði fyrir heildaruppgjör ársins 1980 og svo fyrir þær rekstrar- upplýsingar, sem lágu fyrir fyrri hluta þessa árs. Hlutfallstölurnar voru síðan vegnar samkvæmt rekstrartekjum fyrirtækjanna á árinu 1980 og þannig fengnar heildarniðurstöður. Slík skyndi- könnun hefur ýmsa annmarka, en hún færir okkur vissa vísbendingu um það, hvað er að gerast. Niður- stöður þessarar könnunar sýndu, að fyrirtækin, sem þátt tóku í könnuninni, en þau veltu á milli 3 og 4% af heildarveltu iðnaðarins á sl. ári voru rekin með 6% tapi á árinu 1980 og um 8,7% tapi fyrri hluta ársins 1981. A árunum 1971—1978 minnkaði hreinn hagn- aður iðnaðarins hægt og bítandi, en hefur síðan tekið kollsteypu niður á við. Þótt ekki liggi fyrir eins og ég sagði áðan opinberar tölur um raunverulega afkomu iðnaðarins á síðustu tveimur árum þá eru að jafnaði stundaðir svonefndir framreikningar á af- komu ullar- og prjónaiðnaðarins. Þeir framreikningar, sem sýna á hverjum tíma væntanlega afkomu fyrirtækjanna, ef öll rekstrarskil- yrði haldast óbreytt, sýna í raun sömu þróun og tölurnar fyrir allan iðnaðinn. Framreikningar á ullar- og prjónaiðnaðinum styðja því niðurstöður í skyndikönnun okkar frá sl. sumri. Við gerum hins veg- ar ráð fyrir því, að ekki verði um slíkt tap að ræða á öllu árinu 1981 og hér er sýnt, þegar rekstrar- reikningar fyrirtækjanna liggja fyrir eftir næstu áramót. Kemur þar tvennt til, annars vegar hafa rekstrarskilyrðin heldur lagast síðari hluta ársins, en ekki síður vegna þess að við gerum ráð fyrir að fyrirtækin hafi með margvís- legum hætti gripið til ráðstafana til að mæta þessari óheillaþróun. Hvað raunverulega hafi gerst frá því við gerðum síðustu könnun leikur okkur mikil forvitni á að vita og af þeirri ástæðu er þegar í gangi önnur skyndikönnun á af- komu sömu fyrirtækja og tóku þátt í könnuninni um mitt ár. Niðurstöður athugana liggja ekki fyrir og óvíst hvenær það verður nákvæmlega." „Notaðir lyftarar til afgreiðslu nú þegar“ I ræðu, sem Haukur Eggertsson, forstjóri Plastprents hf., flutti á fundi Félags ísl. iðnrekenda sl. föstudag, vakti hann athygli á því, að atvinnufyrirtækjum er nánast meinað vegna hárra tolla að kaupa tæki til þess að flytja hráefni og vörur innan fyrirtækjanna. I ræðu sinni um þetta efni sagði Haukur Egg- ertsson m.a.: „Hugsið ykkur ef þið ætt- uð að flytja til 60 þús. tonn um ca. 20—30 metra með ófullkomnum tækjum? Hvað haldið þið að þetta kosti fyrirtækin og þjóðfé- lagið allt og þetta er aðeins lítijl hluti atvinnulífsins, sem allt líður fyrir þetta. En við megum ekki kaupa tækin, gjöldin eru 80% af megin flutningatækjunum. Þetta vita útlendingarnir, þeir koma hingað í hópum til að selja útjöskuð og úr- elt tæki og það er orðin heil atvinnugrein hér á Islandi að flytja inn gamla lyftara, gera þá upp, eftir atvikum vel, mála þá og fá ný vöru- merki frá framleiðendun- um til að setja á þá svo allt líti vel út. Einn innflytj- andinn auglýsir dag eftir dag: „Hafirðu ekki efni á nýjum bjóðum við mikið úrval af notuðum lyfturum til afgreiðslu nú þegar.““ Hugleiðing um öldungadeildir eftir Huldu Vilhjálms- dóttur, Selfossi Vegna þeirrar óvissu sem starfi öldungadeilda virðist nú stefnt í með launadeilu fjármálaráðuneyt- is og öldungadeildakennara langar mig að koma á framfæri nokkrum hugleiðingum um öldungadeildir, starf þeirra og tilgang, og það hvort yfirleitt sé þörf fyrir þær. Vegna þeirra sem ekki þekkja til öldungadeildanna vil ég stutt- lega gera grein fyrir starfi þeirra. Kennsla fer fram á kvöldin eftir að venjulegum vinnudegi lýkur. Kennslustundir í hverri grein eru helmingi færri en í dagskóla svo enginn skyldi halda að nám þar sé aðeins leikur. Hægt er að leggja stund á tvær eða fleiri greinar í einu. Próf í lok hverrar annar gefa „punkta" og rétt til áframhalds í viðkomandi grein alveg á sama hátt og í dagskólanum. Nemendur greiða námsgjald fyrir hverja önn og er reiknað með að það sé um ‘4 af launum kennara. Það er útaf fyrir sig umhugsunarefni hvers „öldungar" eiga að gjalda að þeir skuli einir nemenda verða að greiða hluta kennslulauna úr eigin vasa. Það sýnir e.t.v. best hvernig stjórnvöld líta á fullorðinsfræðsl- una. Tilgangurinn með starfrækslu öldungadeilda álít ég að sé sá að gefa því fólki, eldra og yngra sem ýmissa hluta vegna hvarf frá námi, kost á að byrja að nýju eða Ijúka því sem þegar var hafið. Um það er varla ágreiningur að þjóðfélagið sem við nú lifum í er til muna flóknara en það sem var fyrir t.d. 20 eða 30 árum. Þar af leiðir að sú skólaganga sem þá var talin sæmileg undirstaða þ.e. gagnfræðapróf er það varla leng- ur. Nú er full þörf á fjölreyttari og meiri skólamenntun bæði til þess að hafa einhverja möguleika til vals á vinnumarkaðnum og líka til að geta varið stórauknum frí- stundum sjálfum sér og öðrum til gagns og þroska. Það er því engin spurning að fullorðinfræðsla er nauðsynleg hvernig sem henni verður best háttað þannig að sem flestum verði að gagni. Flestir kannast sjálfsagt við, úr sínu umhverfi, konuna sem er svona milli fertugs og fimmtugs, hefur í 15—20 ár sinnt heimili og barnauppeldi af samviskusemi og ánægju en hefur nú orðið ekki nóg að gera heima fyrir þar sem þörn- in eru flogin úr hreiðrinu. Hún hefur enga starfsmenntun eða „réttindi" og veigrar sér við að bjóða starfskrafta sína í þessu menntunar og réttinda þjóðfélagi okkar. Henni finnst hún e.t.v. geta sótt um skúringar eða færibanda- vinnu í verksmiðju. Og kaupkröfur gerir hún ekki miklar því svo fegin er hún ef hún fær einhverja vinnu. Þessi „kona“ er samnefnari fyrir allt of marga í okkar þjóðfélagi, líka þá yngri sem af ýmsum ástæðu duttu út úr skólakerfinu á unglingsárum. Nú má enginn skilja orð mín svo að mér finnist skúringar eða færibandavinna nokkuð óæðri vinna en hvað annað heldur vildi ég að hver og einn ætti þess kost að hafa nokkurt val. Og þá kem ég að því sem átti að vera markmið með þessum skrif- um þ.e. að vekja athygli á öld- ungadeildunum og því starfi sem þar fer fram. Líklega geta allir verið sam- mála um það að menntun hvort sem hún er fengin í skóla eða með almennri lífsreynslu opnar innsýn til fleiri átta, víkkar sjóndeild- arhringinn og gerir manninn fær- ari um að lifa innihaldsríku lífi sjálfum sér og öðrum til góðs. Það fyrirkomulag að nemendur geta stundað nám (tvær eða fleiri greinar) eftir tíma og aðstæðum hvers og eins er ákaflega mikil- vægt. Margir byrja smátt, eru hik- andi, vilja reyna, en vita ekki „Fullorðinsfræðsla er nauðsynleg hvernig sem henni verður best hátt- að, þannig að sem flest- um verði að gagni.“ hvers þeir eru megnugir sem varla er vona þegar jafnvel eru áratugir síðan þeir síðast voru í skóla. Þessir nemendur myndu fæstir leggja út í nám sem byggist á gamla bekkjakerfinu þess vegna finnst mér að áfangakerfið sé nán- ast lífsspursmál fyrir öldunga- deildirnar. Vonandi bera alþingis- mennirnir okkar gæfu til þess að hafa þetta í huga þegar fram- haldsskólafrumvarpið kemur enn til umræðu og vonandi jákvæðrar afgreiðslu í þeirra hópi. Opinber umræða um þessi mál hefur að því er ég best veit verið harla lítil. Helst hefur borið á því að blaðamenn hafi tekið viðtöl við stúdenta sem lokið hafa prófi á ótrúlega skömmum tíma miðað við aðstæður, s.s. fulla vinnu, stór heimili o.s.frv. Minna hefur heyrst frá nemendum sjálfum og kennur- um, t.d. las ég nýiega langa pistla í tímariti Kennarasambandsins, Heimili og skóli, þar sem fram- haldsskólafrumvarpið var rætt frá ýmsum hliðum. Ekki minnist ég þess að þar væri sérstaklega tekin til umræðu framtíð fullorð- insfræðslunnar í landinu. Varðandi launadeilu fjármála- ráðuneytis og kennara hef ég ekki mörg orð, þekki málið ekki nógu vel. Þó vil ég ætlast til þess af yfirvöldum hver sem þau eru að þau setji sig vel inn í þau mál sem undir þau heyra og reyni að skilja mikilvægi þeirra fyrir þegnana. Mér sýnist t.d. að verið sé að dæma til dauða öldungadeildir á landsbyggðinni ef ákvæði um fjölda nemenda í hverjum áfanga eiga að ráða launum kennara. Það getur e.t.v. gengið á Reykjavík- ursvæðinu en minnumst þess að íslendingar búa ekki bara í Reykjavík. Það er sannfæring mín að öld- ungadeildirnar hafi sannað ágæti sitt mörgum til blessunar og þó að þær kosti ríkið nokkuð fé þá skili það sér margfalt aftur á ýmsan hátt. Eg tel mig mæla fyrir munn „öldunga" þegar ég ætlast til að séð verði um að halda lífi í óska- barni okkar öldungadeildunum. Hulda Vilhjálmsdóttir, „öldungur“ á Selfossi. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al GLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 Hnefaréttur Höfundur Eðvarð Ingólfsson. Saga við hæfi barna a aldrinum 9—13ára. Verö kr. 123,50 með söluskatti. 20 sogur fyrir unglinga. Safnað af Kristjáni Jónssyni. Flestar sögurnar hafa uppeldis legt gildi. Ætla má, að margar sögurnar verði lesendum minn isstæðar, enda hafa sumar þei notið mikilla vinsælda. Verð kr. 135,85 með söluskatti. Bókaútgáfa Æskunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.