Morgunblaðið - 09.12.1981, Síða 32
TUDOR
rafgeymar
„já l>essir meó 9 líf”
SKORRIHF
Laugavegi 180, simi 84160
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981
Bók meö
þessu merki
má skipta í
bókaverslunum!
SKIPTIBÓK
Líkur á skammtímasamn-
ingi hjá BSRB og ríkinu
TALSVERÐAR líkur voru taldar á
því í gærkvöldi, að samningar til
skamm.s tíma tækjust á rnilli BSRB
og ríkisins í dag eda á morgun. ,,1'aö
er greinilegur vilji beggja aðila til að
ná endum saman", sagði einn samn-
ingamanna BSRB í samtali við
Morgunblaðið og einn fulltrúi ríkis-
ins í viðræðum orðaði þetta á þann
veg, að samningahljóð væri komið í
menn og sagðist hann bjartsýnn á
lausn í þessari viku.
A föstudag gerði fjármálaráð-
herra BSRB tilboð um skamm-
tímasamning, sem yrði byggður á
ASÍ-samkomulaginu, eða fram-
lengingu á núgildandi kjarasamn-
ingi, byggða á sömu forsendum.
Samninganefnd BSRB fjallaði um
málið á föstudag og taldið aðal-
Norður og Austurland:
Rafmagnslaust
í gærkvöldi
Óvíst með skólahald á Akureyri í dag
VONSKIIVEÐUR var víða á Norður-
og Austurlandi í gærkvöldi og fylgdi
veðurhamnum töluverð ofankoma.
l'm kl. 22.30 fór rafmagn af mest
öllu Norðurlandi og norðanverðum
Austfjörðum, en þegar Morgunblað-
Árásarmálið í Dverholti:
Piltur hringdi
á sjúkrabílinn
LJÓST er, að Hallgrímur Ingi
Hallgrímsson, sem játað hefur
að hafa misþyrmt ungu stúlk-
unni í bverholti á föstudags-
kvöldið, hringdi ekki á sjúkra-
bíl, heldur gerði það 15 ára gam-
a11 piltur. Hallgrímur mun hafa
hitt piltinn fyrir tilviljun skammt
frá 1‘verholti, þar sem hann
framdi ódæðið, og skýrt honum
frá slagsmálum í bverholti og að
þar lægi maður og beðið hann
hringja á sjúkrabíl.
Pilturinn hringdi á sjúkra-
bíl kl. 22.33 og tilkynnti að
maður lægi slasaður eftir
slagsmál í Þverholti. Lögregla
fór einnig í Þverholtið, en þar
fannst enginn. Sjálfur sinnti
pilturinn þessu ekki meir, og
tengist málinu ekki frekar, en
hann kom til yfirheyrslna hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins í
gærkvöldi.
Unga stúlkan liggur enn
þungt haldin í gjörgæzludeild
Borgarspítalans, en er komin
tii meðvitundar.
ið fór í prentun var ekki að fullu
Ijóst hvað olli rafmagnsbiluninni.
Rafmagn var almennt komið á upp
úr kl. 23.
Færð var víða orðin mjög þung í
gærkvöldi og í kaupstöðum sums-
staðar ófært á götum. Morgun-
blaðið fékk það upplýst hjá frétta-
ritara sínum á Akureyri í gær-
kvöldi að óvíst væri með öllu,
hvort kennt yrði í skólum á Akur-
eyri í dag. Sagði hann að til þess
að hægt yrði að vera með venju-
legt skólahald þyrfti veður að lag-
ast mikið.
kjarasamning til lengri eða
skemmri tíma koma til greina, en
vildi fá frekari viðræður um ýms-
ar kröfur, sem bandalagið setti
fram i síðasta mánuði.
Fundir aðila stóðu fram á kvöld
síðastliðinn mánudag og í gær var
að nýju setzt að samningaborðinu.
Nýr fundur hefur verið boðaður
klukkan 10 f.h. í dag og er talið að
línur muni skýrast mjög í dag eða
á morgun. Samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins yrði um
3,25% grunnkaupshækkun að
ræða frá áramótum og gilti samn-
ingurinn í 6—7 mánuði. Samn-
inganefndirnar hafa á síðustu
fundum farið yfir kröfugerð BSRB
og er talið lílegt að í nýjum samn-
ingi til skemmri tíma verði ein-
hver hinna félagslegu atriða
kröfugerðarinnar tekin inn.
Samningamálin voru á við-
kvæmu stigi í gær og sögðu samn-
inganefndarmenn beggja aðila að
brugðið gæti til beggja vona. Ann-
aðhvort fyndist lausn á þessu máli
næstu daga eða aukin harka færð-
ist í málin.
15
dagar
til jóla
Útlit fyrir áframhaldandi
norðanátt 2—3 næstu daga
ÚTLIT er fyrir áframhaldandi norðanátt en heldur mun draga úr veður
hæð vestanlands síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum veðurstofunnar
er að öðru leyti Iftilla breytinga að vænta á veðri. Búist er við áframhald-
andi hríðarveðri um norðanvert landið allt suður í Faxaflóa en björtu
veðri sunnanlands og talið að norðanáttin verði ríkjandi a.m.k. 2—3
næstu daga.
I gær var veðurhæðin víða eyrar því þrátt fyrir bylinn festi
8—9 vindstig um norðan- og lítinn snjó. Þegar leið á kvöldið
vestanvert landið og fór frost fór færð hins vegar versnandi
mest í 15 stig á Grímsstöðum á um allt norðanvert landið.
Fjöllum. í Reykjavík var frost Hjá Flugleiðum fengust þær
mest 11 stig og fór veðurhæðin upplýsingar að nær allt innan-
yfir 9 vindstig þegar hvassast landsflug hefði fallið niður í
var. Samsvarar kælingin allt að gær. Flogin var ein ferð til
40 stiga frosti í logni. Hornafjarðar og tvær ferðir til
Hjá Vegagerðinni fengust þær Egilsstaða og er þar með allt
upplýsingar að fært hefði verið flug upptalið. Flogið var áleiðis
um vegi á Suður- og Vesturlandi til Húsavíkur en varð flugvélin
og um suðurströndina austur á að snúa við vegna veðursins
firði. Hins vegar hefði færð verið nyrðra. Ekkert flug var heldur á
þung á norðanverðum Vestfjörð- vegum Arnarflugs í gær.
um. Þar og á Norðurlandi allt til Mbl. ræddi við nokkra frétta-
Austfjarða var blindbylur í gær ritara blaðsins norðanlands um
og því lítið vitað um færð. Fram- veður og færð í byggðarlögum
an af degi var þó fært til Akur- þar og eru viðtölin á miðopnu.
Óvissa í þingstörfum:
Efiiahagsráðstafanir
í bráðabirgðalögum?
Ráðherrar og þingflokkaformenn erlendis
l*egar eftir lifa tvær vikur þings á
þessu ári hefur fjárlagafrumvarp ársins
1982 enn ekki komið til annarrar um-
ræðu, frumvarp til lánsfjáráætlunar er
enn í fyrri þingdeild óg frumvörp um
sérstakar efnahagsráðstafanir hafa
ekki séð dagsins Ijós. Forsætisráð-
herra, dómsmálaráðherra, sjávarút-
vegsráðherra ( sem jafnframt er for
maður stærsta aðildarflokks ríkis-
stjórnarinnar), formenn þingflokka Al-
þýðuhandalags og Framsóknarflokks
og tveir af þremur fulltrúum f efna-
hagsmálanefnd ríkisstjórnarinnar eru
allir staddir erlendis. Þetta kom fram í
umræðu utan dagskrár á Alþingi í gær,
Mikið annríki er á pósthúsum um þessar mundir enda vissara fyrir fólk að senda böggla og bréf tímanlega til
vina og vandamanna. Myndin var tekin á BögglapósLstofunni í gær. . Ljósm. Mbi. rax.
sem Geir llallgrímsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins hóf, er hann bar
fram ákveðnar spurningar til við-
staddra ráðherra.
Geir Hallgrímsson sagði ríkis-
stjórnina ekkert samband hafa haft
við stjórnarandstöðu, hvernig þing-
haldi skuli háttað til jóla, hvaða mál
ríkisstjórnin leggi helzt áherzlu á að
fá afgreidd fyrir jól, hvernig jóla-
leyfi skuli háttað né hvenær þing-
menn skuli koma saman til funda á
nýja árinu, en venjulega er löngu bú-
ið að hafa samráð milli flokka um
þessi efni. Spurðist Geir fyrir um,
hvað fyrir rikisstjórninni vekti í
þessu efni. Hann vitnaði og til við-
tala ríkisfjölmiðla við formann og
nefndarmann efnahagsmálanefndar
ríkisstjórnarinnar, Jón Orm Hall-
dórsson og Guðmund G. Þórarins-
son, sem látið hafi á sér skilja, að
von væri á sérstökum efnahags-
ráðstöfunum, sem þyrftu lagastoð,
vegna þess að verðbólga væri á upp-
leið og voði á ferðum. Því er eðlilegt
að löggjafinn, sjálft Alþingi, fái upp-
lýsingar um málavöxtu. Hann spurði
efnislega, er von efnahagsaðgerða,
sem krefjast nýrrar löggjafar, og ef
svo er, hvenær er von lagafrumvarps
sem nauðsynlegt er talið? Hann
sagði þau vinnubrögð ekki verða þol-
uð nú, sem beitt var um síðustu árá-
mót, er þing var sent heim svo ríkis-
stjórn gæti sett bráðabirgðalög, og
látið löggjafann síðan koma að
gjörðum hlut. Það væri ekki leið til
að „bjarga virðingu Alþingis„, eins
og komist hafi verið að orði við
myndun ríkisstjórnarinnar.
Geir sagði þingmenn Sjálfstæðis-
flokks reiðubúna til að sitja þing-
fundi milli jóla og nýjárs og ailan
janúarmánuð, ef þörf krefði eða svo
lengi sem nauðsyn er lagaheimilda
til efnahagsráðstafana.
Pálmi Jónsson, starfandi forsæt-
isráðherra, sagði ríkisstjórnina ekki
hafa ákveðið, hvenær Alþingi færi í
jólaleyfi né hvenær það yrði kallað
saman á ný. Rætt yrði við þingfor-
seta og þingflokka þar um og settur
saman listi um þingmál, sem af-
greiða ætti fyrir jól. „Ég veit ekki
til,“ sagði hann, „að ákvarðanir hafi
verið teknar um aðgerðir í efna-
hagsmálum, en þær verða kynntar
þingi og þjóð ef og þegar til þeirrar
ákvörðunar kemur.“
Geir llallgrímsson sagði þing-
menn Sjálfstæðisflokks ekki greiða
atkvæði með frestun þings nema
þingræðisleg afgreiðsla hugsanlegra
efnahagsaðgerða verði fyrirfram
tryggð. Þá var og spurt um frumvarp
um nýtt stofnlínugjald á raforku,
sem boðað var í fjárfestingar- og
lánsfjáráætlun.