Morgunblaðið - 20.01.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982
23
Böðvar Indriðason
Minningarorð
Fæddur 21. júnf 1929
Dáinn 10. janúar 1982
Hann var verkamaður við höfn-
ina og bjó við Ásvallagötu. í Vest-
urbænum hér í Reykjavík. Hann
var ekki nema fimmtugur og fáum
árum betur, þegar hann féll frá.
Dóttir mín var í sama barnaskóla
og yngsta dóttir hans, Ása, og þær
urðu miklar vinkonur í skólanum.
Þannig atvikaðist það, að ég
kynntist þessu heimili, en Böðvari
kynntist ég þó ekki nema lítið,
hitti hann stöku sinnum, þegar ég
var að sækja dóttur mína sem var
þá í góðu yfirlæti að leika sér við
yngstu dóttur hans í þröngri kjall-
araíbúðinni sem þau höfðu á leigu
í húsi við Ásvallagötu, snertispöl
frá okkur á Ljósvallagötunni.
Oftar hitti ég Önnu, móður Ásu
litlu, óvenjulega dugnaðarkonu
sem aldrei lét þreytu á sér sjá, en
var eins og vaxin upp úr þeim
jarðvegi æðruleysis sem ég þekkti
í æsku minni á Akranesi. Hinsveg-
ar var maður hennar, Böðvar, sem
nú er af skyndingu horfinn þess-
um heimi, fyrir aldur fram, ekki
eins málfús við mann sem hann
þekkti ekki. Ég hygg að ég hafi
alltaf verið jafn hlédrægur og fá-
málugur gagnvart honum og það
hafi valdið því að við ræddumst
lítið við. En ég sakna þess, að þau
tækifæri sem ef til vill buðust,
skyldu ganga mér úr greipum, því
sjálfsagt hefði ég grætt meira en
hann á frekari viðræðum okkar.
Ég minnist þess, að þegar ég kom
inn í litlu stofuna þeirra hjóna í
kjallaranum, þar sem var all-
þröngt, en þó hægt með hagsýni
að koma hlutunum ótrúlega vel
fyrir, þá varð mér starsýnt á
bókaskáp við einn vegginn. Sá ég
að þar voru ýmsar góðar bækur.
Þar réðu greinilega ekki ríkjum
þær reyfarabókmenntir sem sum-
ir sérfræðingar nútímans álíta að
séu helst við hæfi fólks sem þeir
kalla alþýðu. Þar sá ég meðal ann-
ars Fjallið og drauminn eftir Ólaf
Jóhann Sigurðsson, gömlu útgáf-
una, því þetta var áður en nýja
útgáfan kom og áður en höfundur-
inn hafði fengið bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs. Ef til vill
hafði Böðvar eða fjölskyldan átt
bókina lengi. Ég þorði ekki að ger-
ast nærgöngull og spyrja, því mið-
ur, og þess vegna kynntist ég hon-
um aldrei að neinu marki, þeim
manni sem ég minnist í þessari
stuttu hugleiðingu, hafði aðeins
grun um góða skynsemi á bak við
vingjarnlegt, en hljóðlátt fasið. Ég
hafði ekki sjálfur uppburði í mér
til að hefja viðræður á þann hátt
að milli okkar yrði neitt verulegt
andlegt samband, þess vegna urðu
orðaskipti okkar jafnan stutt, en
vinsamleg.
Þau hjón bjuggu við lítil efni,
þegar fjölskylda mín kynntist
þeim, en þó höfðu þau komið
tveimur dætrum sínum til
mennta, og yngsta dóttirin, sú sem
varð vinstúlka dóttur okkar í
barnaskóla, er nú að byrja
menntaskólanám, ágætlega gefin
stúlka eins og systur hennar munu
vera. Yngsta dóttirin var ein eftir
í heimahúsum, þegar þau hjón,
Böðvar og Anna, fluttu heimili sitt
í íbúð sem þau festu kaup á fyrir
skömmu við Hofsvallagötu. En þá
börðu örlögin að dyrum. Verka-
maðurinn sem fyrir skemmstu
stóð þrekinn og kraftalegur við
lyftarann á hafnarbakkanum, er
skyndilega kallaður burt. Því kalli
varð hann að svara. þeir, sem
horfðu honum á bak, vissu að þeir
áttu sjálfir að halda áfram að
svara kalli lífsins. Við skiptumst á
fáum orðum meðan hann lifði.
Þessi orð mín eru einnig fá. Þau
eru ekki skrifuð til að minnast
manns sem ég þekkti vel, heldur
manns sem ég hefði viljað þekkja
betur, og þó eiga orð mín einkum
að votta honum og fjölskyldu hans
og umfram allt eftirlifandi konu
hans, Önnu Guðmundsdóttur,
virðingu mína og senda henni og
börnum hennar innilegar samúð-
arkveðjur okkar hjónanna og dótt-
ur okkar.
Jón Óskar.
Mig setti hljóðan er mér barst
andlátsfregn vinar míns Böðvars
Indriðasonar en hann lést í svefni
á heimili sínu, Hofsvallagötu 23,
hér í borg. Böðvar var Húnvetn-
ingur að ætt, sonur hjónanna
Indriða Guðmundssonar og Krist-
ínar Gísladóttur frá Gilá í
Vatnsdal, en bæði eru þau hjón
látin. Móður sína missti Böðvar er
hann var barn að aldri, kom þá á
heimiiið ung stúlka Jakobína
Björnsdóttir, hin ágætasta stúlka,
sem gekk bðrnunum í móður stað.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Nágrannar mínir og fólkið í söfnuðinum minum er
síhlaðrandi um mig. Þessi orðasveimur er bæði illgirnis-
legur og ósannur. Hvað á ég að gera?
Ég mundi í yðar sporum breyta í samræmi við það,
sem ég veit, að er rétt, og láta orð þeirra eins og vind
um eyrun þjóta. Biblían segir:
„Sælir eru þér, þá er menn atyrða yður og ofsækja
og tala ljúgandi allt illt um yður mín vegna. Verið
glaðir og fagnið“ (Matt. 5,11 — 12).
Sumir samtíðarmenn Jesú fundu honum margt til
foráttu og breiddu út rakalaus og viðbjóðsleg
ósannindi um hann. En hann svaraði þeim engu.
Hann hélt áfram að gera öllum þeim gott, sem hann
gat liðsinnt. Hann fól föður sínum á himnum að
réttlæta líf sitt og gerðir.
Einu sinni sagði Abraham Lincoln, forseti: „Ef ég
ætti að reyna að lesa allar árásirnar, sem hafa verið
gerðar á mig, hvað þá að svara þeim, væri mér eins
gott að leggja upp laupana, því að ég hefði þá ekki
öðru að sinna. Ég reyni að starfa eins vel og mér er
unnt ... og ef endalokin verða mér í hag, Verða
ummæli gegn mér einskis virði. Ef endalokin verða
mér óhagstæð, skipti engu máli, þótt tíu englar tækju
að sverja og sárt við leggja, að ég hefði farið rétt að.“
Munið: „Þegar Drottinn hefur þóknun á breytni
einllvers manns, þá sættir hann og óvini hans við
hann“ (Orðskv. 16,7).
Kynni okkar Böðvars eru orðin
all löng, yfir 30 ár, eða stuttu eftir
að ég kynntist konu minni, en
hann var tíður gestur á heimili
tengdaforeldra minna sökum
skyldleika og vinskapar. Tókst
fljótt með okkur náin og góður
vinskapur, sem hélst alla tíð, því
góðvild og tryggð fékk hann í
vöggugjöf. Böðvar leit oft inn til
okkar hjóna, og kom ætíð kátur og
léttur í lund með hnyttin orð á
vörum um hið daglega þras
mannlífsins. Böðvar Indriðason
var um margt einstakur maður,
var mikill náttúruunnandi og
ferðaðist mikið um landið og tók í
ferðum sínum feikn mikið af
myndum af náttúru landsins.
Voru þessar myndir með afbrigð-
um góðar og vel teknar og sýndi
hann þær víða á félagssamkomum
og i heimahúsum öllum til
ánægju, sem þessar myndir sáu, er
mér minnisstæðastar myndir frá
Vestmannaeyjagosinu og Heklu-
gosinu, en af mörgu er að taka úr
myndasafni Böðvars. Smiður var
hann góður og sýslaði mikið við
handverk heima að afloknu dags-
verki, ef hann var ekki að hjálpa
nágrannanum með sitthvað hand-
vik, en hjálpsemin var honum í
blóð borin og ekki voru það ófáar
ferðirnar, sem hann fór til gamla
fólksins á elliheimilinu til að lið-
sinna og hjálpa, og var ég beðinn
þess að minnast hér hans hjálp-
semi með innilegu þakklæti. Böðv-
ar var mjög trúaður og ræddi
og hugsaði um þau mál mikið og
sannfærður var hann um fram-
haldslíf.
1952 var gæfuríkt ár fyrir Böðv-
ar, en 22. nóvember það ár giftist
hann eftirlifandi konu sinni, önnu
Guðmundsdóttur frá Miðhópi í
Vestur-Húnavatnssýslu, en þau
kynntust er Anna var kennari í
heimabyggð hans, hin ágætasta
kona er unni heimili sínu fyrst og
síðast, og auðfundin var sú hlýja
sem geislaði frá þeim hjónum þeg-
ar komið var í heimsókn til þeirra.
Þau hjónin eignuðust 4 börn,
einkasoninn Guðmund, misstu þau
aðeins 10 ára gamalan eftir erfiða
og stranga sjúkdómslegu og var
öllum ættingjum og vinum mikill
harmdauði. Dæturnar eru Þórunn
Birna þroskaþjálfari, gift Huga
Helgasyni starfsmanni hjá Hag-
kaup og eiga þau eina dóttur.
Kristín kennari, gift Valgeir
Jónssyni símvirkja og eiga þau
einn son, yngst er Ólöf Ása
menntaskólanemi, býr í heima-
húsum.
Böðvar vann á annan tug ára
hjá Trésmiðjunni Völundit en síð-
ustu 15 árin vann hann hjá Skipa-
útgerð ríkisins.
Böðvar var maður sem unni
drengskap og heiðarleik, enda
sjálfur slíkur maður. Já, hann var
gersemi eins og hann sagði oft um
vini sína, sem honum var annt um.
Með þessum orðum vil ég kveðja
vin minn, um leið og við hjónin og
fjölskylda mín sendum hinstu
kveðju og þökkum Böðvari sam-
fylgdina. Gangi hann heill til æðri
heima.
Fjölskyldu Böðvars biðjum við
Guðs blessunar í þeirra miklu
sorg. Guð blessi minningu Böðvars
Indriðasonar.
Steinþór Ólafsson
HÁLFKASKÓ-
trygging ÁBYRGÐAR bætir
þjófnaóartjón
brunatjón
rúóutjón
• lógjaldid erótrúlega lágt.Engin
sjálfsábyrgó. Kynntu þér kjörin!
BINDINDI
BORGAR SIG!
ÁBYRGDÍ
TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN
Umboðsfélag ANSVAR INTERNATIONAL LTD.
Lágmúla 5-105 Reykjavik, sími 83533