Morgunblaðið - 20.01.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982
21
Guöbrandur Gests-
son minningarorð
Fæddur 19. nóvember 1908
Dáinn 16. desember 1981
Fáir komast langt gegn um lífið
án þess að þola sorgir og ástvina-
missi, og þá er það mikils virði að,
eiga einhvern að, sem maður getur
trúað fyrir tárum sínum. Þegar
stormar lífs og stórviðri geisa, er
styrkur í hverju strái, sem til
næst, og lítil er sú þúst, sem ekki
veitir nokkurt skjól þegar á móti
blæs.
Ef við leggjumst niður og lækk-
um seglin, þá mæðir okkur minna
í moldviðrinu, og við rísum þá
hærra þegar upp er staðið. En þó
er okkur styrkurinn mestur ef við
stöndum saman og gætum þess vel
að þar sé enginn skjóllítill fyrir,
því öll erum við eitt, og ein heild,
og engin keðja er sterkari en veik-
asti hlekkurinn og því er okkur sú
nauðsyn á höndum að hann bresti
ekki fremur en hinir, og því tökum
við höndum saman honum til
styrktar.
Þó að menn telji ekki raunir sín-
ar úti fyrir hvers manns dyrum,
þá er samhygð og gagnkvæmt
traust það besta, sem á verður
kosið, því á slíkum stundum er
erfitt að standa einn, og kannski
brestur okkur stundum þann
næmieik, sem þarf til að sjá hvar
sárast blæðir, því ekki bera það
allir utan klæða.
Guðbrandur Gestsson dó þann
16. desember 1981, og var jarð-
sunginn 29. sama mán. Hann læt-
ur eftir sig eiginkonu, Margréti
Guðmundsdóttur, 2 dætur, þær
Steinunni og Svanborgu, 1 son Jó-
hann, og dótturson, Grétar Guð-
brands Vilmundarson, sem þau
hjónin tóku í fóstur og önnuðust
sem eigin son. Einnig eru það
barnabörn og barnabarnabörn,
tengdadóttir og tengdasynir sem
syrgja hann, það er stór hópur,
þegar svo við það bætist að hann
átti marga vini og venslafólk, og
allt syrgir það þennan glaðlynda
og gamansama ágætismann, sem
alltaf fann broslegu hliðarnar á
öllu, á hverju sem gekk. Hann
hafði sérstakt lag á að segja svo
frá að það kæmi mönnum í gott
skap, jafnt þó að um hina alvar-
legustu hluti væri að ræða.
Þannig var það er ég eitt sinn
kom í heimsókn á sjúkrahúsið þar,
sem hann lá banaleguna, að hann
sagði: „Jæja, þá er maður að taka
lokasprettinn," og er ég andæfði
þessu lítillega sagði hann: „0,
blessaður þetta á allt fyrir okkur
að liggja, þetta er bara smá flutn-
ingur,“ og svo brosandi og léttur
var hann er hann sagði þetta, að
engu var líkara en að hann væri
að fara í skemmtilegt ferðalag.
Guðbrandur var vel greindur og
hafði sínar sérstöku skoðanir á
eilífðarmálunum, hann vissi að
eftir brotthvarf af þessari jörð var
annað líf, og þar myndi hann hitta
sína fyrri vini og ættingja, og að
þar yrði vænlegri leið til þroskans
en í þessum táradal.
Það er mikið lán að fá að kynn-
ast slíkum manni, sem Guðbrand-
ur var, það má svo margt af því
læra, við þökkum í auðmýkt þann
unað, sem hann að okkur rétti og
minnumst hans með þeirri gleði,
sem hann átti svo ríka og veitti af
svo miklu örlæti.
Og fleira var honum gott gefið:
Hann var handlaginn og leiðbein-
andi þeim sem minna kunnu fyrir
sér, því það var líkast sem hann
kynni hvert verk áður en hann hóf
það, svo lagtækur var hann og
verkséður.
Okkur var það dýrmæt Guðs-
gjöf að fá að kynnast Guðbrandi
og eiga, þó ekki væru nema stutt
viðtöl við hann, svo glaðsinna og
skemmtinn sem hann var.
Við biðjum Guð að styrkja þá,
sem eftir hann lifa, og honum
biðjum við allrar blessunar á
braut eilífðar, við náðarskaut þess
máttar, sem öllu ræður.
Guð blessi minningu hans.
Jón Þ. Haraldsson og fjölskylda.
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hliðst-
ætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendi-
bréfsformi. Þess skal einnig get-
ið, af marggefnu tilefni, að frum-
ort Ijóð um hinn látna eru ekki
birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa
að vera vélrituð og með góðu
línubili.
HITAMÆLAR
& ©ei
Vesturgötu 16,
sími 13280.
+
Hér meö tilkynnist fyrir mina hönd og annarra vandamanna, aö
hjartkær systir mín,
SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR UNHALL
andaöist á sjúkrahúsi í Bor&s í Svíþjóö þann 19. desember sl.
Jaröarförin fór fram 29. sama mánaöar.
Sólveig Jónsdóttir.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Tvítug stúlka
meö stúdentspróf, af viöskipta-
sviöi. óskar eftir atvinnu. Uppl. í
síma 74267.
Til sölu rumgóö 4ra herb. íbúö
viö Blikabraut í mjög góöu
ástandi.
Nýleg 3ja herb. íbúö viö Nón-
vöröu meö sór inngangi ásamt
bílskúr.
Njarövík
4ra herb. íbúö viö Reykjanesveg.
Laus strax.
4ra herb. ibúð viö Hjallaveg.
Fasteignasalan
Hafnargötu 27, Keflavik.
Sími 1420.
þjónusta
x Ayt A ó
Fótaaðgerðarstofan
Bankastræti 11
Timapantanir frá 13.—16. sími
25820.
íbúö óskast
Öska eftir aö taka á leigu ein-
staklingsíbúö eöa herb. meö sér
snyrtingu og sér inngangi. Uppl.
í síma 50956 eftir kl. 14.
Síamskettlingar
Hreinræktaöir til sölu. Upplýs-
ingar i síma 38483 eftir kl. 17.30.
Sólargeislinn
Sjóöur til hjálpar blindum börn-
um. Gjöfum og áheitum veitt
móttaka i Ingólfsstræti 16.
Blindravinafélag islands
Glittnir 59821207 — 1 Frl. Atk.
□ Helgafell 59822017 — VI.
Rmr-20-1-20-20-Sar-Mt-Ht
IOOF 7 = 16201208% = E.l.
Kvenfólag Fríkirkjunnar
í Reykjavík
heldur spila- og skemmtikvöld á
Hallveigarstööum á morgun
fimmtudag kl. 20.30. Fríklrkju-
fólk fjölmenniö og takiö meö
ykkur gesti.
Stjórnin
Systrafélag Fíladelfíu
Muniö fundinn í kvöld, miöviku-
daginn 20. janúar kl. 20.30, aö
Hátúni 2.
Veriö allar velkomnar.
Stjórnin.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Bænasamkomur á hverjum degi
kl. 14.00 þessa viku. Fimmtudag
kl. 20.30, almenn samkoma Ein-
ar Gíslason talar.
Velkomin.
Kristniboðssambandiö
Bænasamvera veröur í kristni-
boöshúsinu Betania Laufásvegi
13. í kvöld miövikudag. kl. 20.30
Allur eru velkomnir.
Hörgshlíö 12
Samkoma í kvöld, miðvikudag,
kl. 8.
IOGT
Veröandi númer 9 fundur i kvöld
kl. 20.30. Sigþórsminning.
Æ.T.
ISIEIHI IIPHIIIIIIIII
Í.SAU’ ICtLANDIC ALPINE CLUB
Myndasýning miövikud.
20. jan. kl. 20.30 að
Hótel Loftleiðum
(Ráöstefnusalur)
Philippe Patay sýnir litskyggnur
af klifri á ISLAND PEAK, 6189 m
hátt fjall á Sherpa — Kumbu
svæöinu undir Mount Everest,
hæsta fjalli heims, og af fjall-
göngu- og gönguferöum i Nepal.
Aögangseyrir kr. 25 og veitingar
í hlei.
Allir velkomnir.
Islenski Alpaklubburinn
raðauglýsingar — radauglýsingar — raðauglýsingar
Söluturn
til sölu. Góö velta.
Tilboö sendist augldeild Mbl. fyrir 23/1.
merkt: „Söluturn — 8345“.
Kjörbúð til sölu
Af sérstökum ástæðum er vel staðsett kjör-
búö í eigin húsnæöi í Austurbænum til sölu
nú þegar. Verslunin er vel tækjum búin meö
góöum innréttingum. Mánaðarvelta um V2
milljón. Miklir möguleikar á aukningu.
Fyrirspurnir sendist augl.d. Mbl. fyrir 25. þ.m.
merkt: „Verzlun — 8343“.
Efnalaug
Til sölu efnalaug í fullum rekstri á mjög góö-
um stað í borginni.
Tilboö sendist Mbl. fyrir hádegi 23/1 ’82
merkt: „Efnalaug — 8159“.
|__________tilkynningar__________|
Söluskattur
Viðurlög falla á söluskatt fyrir desembermán-
uö 1982 hafi hann ekki verið greiddur í síö-
asta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af van-
greiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virk-
an dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%,
en síðan eru viöurlögin 4,5% til viööótar fyrir
hvern byrjaöan mánuö, talið frá og meö 16.
febrúar.
Fjármálaráðuneytiö,
18. janúar 1982.
fundir — mannfagnaöir
Kvenfélögin Aldan, Bylgj-
an, Hrönn og Keöjan
halda sameiginlegan skemmtifund. fimmtu-
daginn 21. janúar aö Borgartúni 18 kl. 20.30.
Skemmtinefndir.
Sólarkaffi
Sólarkaffi ísfirðingafélagsins í Reykjavík
verður í Súlnasal, Hótel Sögu, sunnudaginn
24. janúar kl. 20.30. Miðar veröa seldir og
borö tekin frá að Hótel Sögu laugardaginn kl.
16—18 og sunnudag kl. 16—17.
Stjórnin.