Morgunblaðið - 20.01.1982, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1982
Séð yfir Siglufjörð. Sigl-
firðingar eru ekki sáttir
við að flutt sé skrifstofu-
hald Síldarverksmiðja
Ríkisins úr bænum
þeirra og til Reykjavík-
ur, og hafa nú sent fjóra
menn suður til að greina
ráðamönnum frá sjón-
armiðum sínum vegna
flutninganna.
„Áfall fyrir bæjarfélagið“
- segir Björn Jónasson í bæjarstjórn
BÆJARSTJÓRN Sifdufjarðar hef-
ur samþykkt með öllum samhljóða
atkvæðum að senda fjóra menn til
Reykjavíkur til viðræðna við þing-
menn Norðurlandskjördæmis
vestra og sjávarútvegsráðherra
vegna ákvörðunar stjórnar Síld-
arverksmiðja ríkisins um að flytja
hluta skrifstofuhalds SR frá Siglu-
firði til Reykjavíkur.
Mikill hiti er nú í mönnum á
Siglufirði vegna ákvörðunarinnar
um þennan flutning, en Siglufjörð-
ur var áður miðstöð Síldarverk-
smiðjanna, sem eru nú orðnar sex,
víðsvegar um land. Á síðustu árum
hafa ýmsir þættir skrifstofunnar
flust til Reykjavíkur. í samtali við
Morgunblaðið sagði Björn Jónas-
son, sparisjóðsstjóri á Siglufirði, en
hann á einnig sæti í bæjarstjórn, að
flutningnum hafi á sínum tíma ver-
ið mótmælt harðlega af bæjar-
stjórninni. Sagði hann að á sama
tíma og verið væri að tala um
byggðastefnu á þinginu og áherslu
á aukinn framgang hennar, þá væri
verið að flytja til borgarinnar
skrifstofuhald sem vel getur verið á
Siglufirði.
„Þetta er áfall fyrir bæjarfélagið
að flytja skrifstofuna suður," sagði
Björn. Sagði hann að þetta væri
líka spurning um hvort þingmenn
ætluðu að láta stjórn SR og stjórn-
völd gera grín að sér, því þeir aðilar
hlustuðu ekki á það sem þingmenn
væru að segja. „Það er mikill hiti
hér í mönnum út af þessu. Þeir
fyrir sunnan vilja fá allt til Reykja-
víkur. Við höfum verksmiðjuna og
allt annað vilja þeir fá suður. Vilja
fá að sitja þar og fjarstýra. Því er
borið við, að það sé svo mikill síma-
kostnaður af að hafa skrifstofuna
hér á Siglufirði, en við bara hlægj-
um að því,“ sagði Björn að lokum.
Björn Jónas,son
sparisjóðsfitjóri
Ingimundur Kinarsson,
bæjarstjóri Siglufirði.
„Vilj*um koma í veg fyrir að brotið
o - segir Ingimundur Einarsson
Sv d UKKUL bæjarstjóri
„Bæjarráð hefur fregnað að
samþykkt hafi verið á síðasta
fundi stjórnar Síldarverksmiðju
Ríkisins að flytja hluta skrifstofu-
halds SR frá Siglufirði til Reykja-
víkur. Bæjarráð vill harðlega mót-
mæla þessari samþykkt stjórnar-
innar og vísar í þessu sambandi til
skýlauss ákvæðis 2. málsgreinar 4.
gr. laga nr. 1 frá 1938.“ Svo hljóð-
ar samþykkt bæjarráðs Siglu-
fjarðar, sem hún gerði 20. nóv. sl.
vegna ákvörðunar stjórnar SR að
flytja skrifstofuhald SR suður til
Reykjavíkur.
í samtali við Mbl. sagði Ingi-
mundur Einarsson, bæjarstjóri
Siglufjarðar, að mikil óánægja
ríkti á Siglufirði vegna þessa
máls. Sagði hann að þeir á Siglu-
firði vildu koma í veg fyrir að all-
ur réttur yrði á þeim brotinn, því í
þeim lögum sem vitnað er til í
mótmælum bæjarráðs segir að yf-
irstjórn verksmiðjanna séu í
höndum verksmiðjustjórnar og
hefur hún aðsetur og varnarþing á
Siglufirði og skulu stjórnarnefnd-
armenn hafa þar aðsetur.
„Við teljum jafnframt," sagði
Ingimundur, „að skrifstofuhaldið
geti jafnvel verið hér og í Reykja-
vík. Við viljum einnig benda á að
þingmenn landsbyggðarinnar
hafa lengi haft byggðasjónarmið í
huga og er þetta bara hluti af því.
Við hér á Siglufirði höfum ekki
fengið viðeigandi skýringu á því
hvers vegna flytja á skrifstofuna
suður,“ sagði Ingimundur að lok-
um.
Umdæmisstjórar SVFÍ á ráðstefnu
Meðfylgjandi myndir voru teknar helgina 16. og 17. janúar sl., er ráðstefna umdæmisstjóra allra 10 umdæma
Slysavarnafélags íslands var haldin í Reykjavík.
Við það tækifæri bauð Landhelgisgæslan umdæmisstjórunum að skoða þyrlurnar TF-RÁN og TF-GRO.
Starfsmenn gæslunnar skýrðu og sýndu mönnum útbúnað og notkun þyrlanna, en þetta er liður í eflingu
samstarfs þessara aðila í slysavarna- og björgunarmálum, segir í frétt frá SVFÍ. Ljósm. Mbl.: Emilía.