Morgunblaðið - 02.02.1982, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982
17
Reykjavík. Mér er kunnugt um, að
þar lagði hann mörgum hags-
muna- og framfaramálum gott lið
þótt ekki verði talin hér. Síðar átti
hann um 12 ára skeið sæti í út-
hlutunarnefnd listamannalauna
en varla mun það starf hafa aflað
honum vinsælda fremur en öðrum.
Karlmennsku sinni samkvæmt
hefur Hjörtur löngum verið ódeig-
ur að takast vanda á hendur og
hygg ég ekki ofmælt að forn
drengskaparhugsjón, sem lesa má
um í sögum, sé honum inngróin.
Laun fyrir liðsemd veit ég ekki til
að hann hafi tekið en látið sér
nægja ánægjuna eina.
Eftir Hjört liggja allmörg
kvæði gerð af listfengi og hagleik,
svo og fjöldi snjallra vísna. Hann
hefur verið eftirsótt tækifæris- og
samkvæmisskáld og þá jafnan hitt
í mark. En lítt hefur honum verið
um það hugað að koma kveðskap
sínum á framfæri við almenning,
helst er að hann hafi látið leiðast
til slíks fyrir bænastað vina sinna.
Hann hefur meir notað dýrmæta
skáldskapargáfu til að auðga sam-
skiptin við förunautana en yrkja
sér til lofs og frægðar.
Að undanförnu hefur Hjörtur
átt við vanheilsu að búa, en er þó
jafnhress í anda og fyrr á árum,
sami kraftur og kímni í fasi hans
og máli. Þessa viljum við vinir
hans njóta sem lengst. Ég flyt
þeim hjónum hlýjar kveðjur með
þakklæti.
Óskar Halldórsson
Eftir dvölina á Austurlandi hélt
Hjörtur til Danmerkur og stund-
aði nám við lýðháskólann í Askov
um eins árs skeið en lauk síðan
kennaraprófi hér heima 1935 og
gerðist sama ár kennari við Laug-
arnesskólann í Reykjavík. Þegar
ég bættist þar í hóp, tæpum ára-
tug síðar, bar ég þjóðsagnaper-
sónu Eiðamanna fyrst augum.
Sjaldan mun hetjunni hallkvæmt
að stíga út úr dýrðarljóma goðsög-
unnar en hér kom það ekki að sök.
Raunar hafði Hjörtur „lagt niður
að rjá“, en við samverkamennirnir
urðum þó varir við afl hans þegar
bera þurfti píanóið. Og um dulræn
efni vildi hann naumast ræða.
Hitt duldist ekki, að íslensk fræði
áttu hug Hjartar og fann ég brátt
að ekki hafði farið ofsögum eystra
af tungutaki hans og skáldhneigð.
Hann var ekki einungis þaulkunn-
ugur sagna- og skáldskaparmáli
fornu og nýju heldur einnig orð-
færi alþýðunnar bæði á Vestur- og
Austurlandi. Mest hefur mér þó
fundist til um það að móðurmálið
er Hirti Kristmundssyni ekki að-
eins þekking eða heilafylli, eins og
ýmis dæmi eru til um málfróða
menn, heldur er íslensk tunga í
allri sinni dýrð íþrótt mannsins,
hluti af persónuleika hans. Fæ ég
seint fullþakkað það „fóstur“ á
sviði íslenskra fræða er hann
veitti mér ungum né heldur hinar
mörgu og lærdómsríku ánægjust-
undir sem ég hef notið á heimili
þeirra hjóna, en Hjörtur er
kvæntur Einöru A. Jónsdóttur frá
Kirkjubæ í Húnaþingi, fjölgáfaðri
konu. Þar hefur löngum ríkt glað-
værð og reisn sem þeim báðum er
eiginleg og þangað vöndu komur
sínar margir vísnavinir og skáld,
fólk sem flest er nú horfið en
ómetanlegt var að kynnast. Meðal
þeirra minnisstæðustu var bróðir
húsbóndans, skáldið Steinn Stein-
arr, enda tíður gestur, oft með
nokkru föruneyti. Ýmsir létu
fjúka þarna í kveðlingum og komu
þá sjaldnast að tómum kofum hjá
húsráðendum.
I þessari upprifjun hef ég verið
fáræðinn um störf Hjartar. Ég
kynntist honum sem atkvæða-
miklum kennara og efast ekki um
að eftir að leiðir okkar skildu í
starfi hafi hann stjórnað hinum
fjölmenna skóla sínum af viðlíka
75 ára f gær:
Hjörtur Kristmunds-
son fv. skólastjóri
TRYGGÐU GÆÐIN -TAKTÁ KODAK
EFÞAÐERFRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
TOYOTA
P. SAMÚELSSON & CO. HF.
UMBOÐIÐ A AKUREYRI BLAFELL S/F OSEYRI 5A — SlMI 96-21090
UMBOÐIÐ
NÝBÝLAVEGI 8
KÓPAVOGI
SIMI44144
í gær, 1. febrúar, varð Hjörtur
Kristmundsson, fv. skólastjóri
Breiðagerðisskóla hér í borg, 75
ára að aldri. Þar sem undirrituð-
um hefur orðið þetta afmælisbarn
minnisstæðara en flest fólk annað,
fer hér á eftir eitthvað af því sem
hefur á hugann leitað af þessu til-
efni.
Kynni mín af Hirti hófust
óbeint. Rétt fyrir og um 1930 varð
skólafólki á Eiðum og ýmsum þar
nærsveitis furðu tíðrætt um
námsmann einn vestan af fjörðum
sem þangað hafði sótt til mennta
liðlega tvítugur að aldri og ölium
ókunnur eystra. Virtist manni
einkum lögð áhersla á atgervi
hans á ýmsum ólíkum sviðum.
Hann var sagður sterkastur skóla-
sveina þótt ýmsir þeirra þættu vel
að manni. Kom þrek hans í ljós í
íþróttaleikjum pilta og raunar
ekki síður þegar þörf var á góðum
liðsmanni, svo sem til að bera
jólaföng o.fi. af Seyðisfirði yfir
Vestdalsheiði. Mál manna var
einnig að hinn ókunni væri skyggn
og kynni ýmislegt fyrir sér og
þótti slíkt ekki með ólíkindum um
Vestfirðing. Síðast en ekki síst fór
mikið orð af málsnilld kynja-
mannsins og skáldgáfu. Hjörtur
hét hann og kenndi sig við Rauða-
mýri. Þarf öngvan að undra þótt
orðrómur um mann af slíkri gerð
vekti forvitni ungra lesenda hetju-
bókmennta, ljóða og þjóðsagna.
Og þegar ég var nemandi í sama
skóla að áratug liðnum, lifði hann
þar enn.
röggsemi. í annan stað hefur hann
unnið ötullega að félagsmálum,
sat m.a. um skeið í stjórn Banda-
lags starfsmanna ríkis og bæja og
var um allmörg ár formaður
Stéttarfélags barnakennara í
CARINA DE LUX 5 gíra VERÐ kr. 134.650.—
Innifalið í verði: 5 gíra kassi, 2 hliðarspeglar, útvarp,
metalliclakk, tímarofi á þurrkum, quartsklukka, Halogenljós,
rúllubelti, 70A rafgeymir, barnalæsingar á hurðum.
—4?-1982-
VEL
AÐMERKIA..
UÓSMYNDIN VERÐUR
ALDREI BETRI EN
FILMUGÆÐIN LEYFA
ÞAÐ SEGIR SIG SJÁLFT!
BÍLL í
LÚXUS
KLASSA!
Nýtt og rennilegt straumlínuútlit.
Stærri og rúmbetri að innan.
Lúxus innrétting sem gleður augað,
full af velgerðum smáþægindum.
Gottfarangursrými.
Einstakir aksturseiginleikar.
Toyota gæði frá grunni — tryggir
hátt endursöluverð og lítinn
viðhaldskostnað.