Morgunblaðið - 02.02.1982, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982
Collonil
vemd fyrir skóna,
leðriö, fæturna.
Hjá fagmanninum.
Austurbær
Laugavegur
101—171
Vesturbær
Melhagi
Hringið í
sima
35408
M I.I.VSINí.ASIMINN KK:
^ __ 22480 «SÍ1I
JflorflunljUibií)
Færeyingar og
Norðmenn semja
l*órshöfn, 31. janúar. Frá fréttaritara Mbl. Arge.
FÆREYINGAR og Norðmenn hafa gert með sér fiskveiði-
samning fyrir þetta ár. Samkvæmt honum fá Færeyingar
engan makrílkvóta í norskum hluta Norðursjávar og ekkert
hefur enn verið afráðið með loðnuveiðar Færeyinga við Jan
Mayen.
A síðasta ári fengu Færeyingar
að veiða 100 tonn af makríl í
norskum hluta Norðursjávarins
og 3.000 tonn fyrir norðan 62.
breiddargráðu, en nú var samið
um að þeir fengju að veiða 4.000
tonn fyrir norðan 62. breiddar-
gráðu en ekkert í Norðursjónum.
Pauli Ellefsen lögmaður segir, að
um loðnuveiðarnar verði ekkert
ákveðið fyrr en vitað sé hve mikið
verður leyft að veiða við Jan
Mayen.
A þessu ári fá Færeyingar að
veiða 7.300 tonn af þorski innan
norskrar fiskveiðilögsögu á móti
6.300 í fyrra. Kvótinn fyrir
bræðslufisk eykst um 2.000 tonn
og auk þess mega Færeyingar
veiða 15.000 tonn af loðnu við
Norður-Noreg. Botnfiskveiðar
Norðmanna við Færeyjar verða
Sýrland:
Fjöldaaftökur
vegna samsær
is í hernum
I. febrúar. Al\
SÝRLENSK yfirvöld hafa látið
handtaka um 500 manns síðustu
vikurnar og 30—50 foringjar hafa
verið líflátnir eftir að upp komst um
samsaeri innan hersins um að steypa
af stóli stjórn Hafez Assad forseta.
Eru þessar upplýsingar hafðar eftir
vestrænum leyniþjónustumönnum
og heimildum í Arabaríkjunum. í
yfirlýsingu sýrlensku stjórnarinnar
er hins vegar þvertekið fyrir nokk-
urt ráðabrugg af þessu tagi.
Eftir heimildum er haft, að
málið hafi komist upp þegar
nokkrir samsærismannanna
reyndu að fá til liðs við sig for-
ingja, sem var hollur forsetanum.
„Ætlunin var að varpa sprengjum
á forsetahöllina þegar leiðtogar
Baath-flokksins þinguðu þar og
stefna skriðdrekum inn í höfuð-
borgina á sama tíma,“ var haft
eftir vestrænum leyniþjónustu-
manni.
Dagblaðið A1 Qabas í Kuwait
sagði frá því sl. laugardag, að um
150 foringjar í sýrlenska hernum
hefðu verið handteknir í sam-
bandi við samsærið en Sýrlend-
ingar bera þær fréttir til baka og
kalla þær „hlægilega draumóra
óvina Sýrlendinga".
hins vegar skornar niður um 1.000
tonn, úr 8.000 í 7.000, en kol-
munnakvóti eykst úr 68.000 tonn-
um í 71.000 tonn.
Pauli Ellefsen segist búast við
því, að gengið verði frá fiskveiði-
samningum milli Færeyinga og
Efnahagsbandalagsins í þessari
viku.
„Dagur Samstöðu“:
■ -
mm
J
Alexander Haig utanríkisráðherra á fundi á hinum alþjóðlega Samstöðudegi
í Chicago. Haig skoraði á fundarmenn að „standa sem einn maður með
pólskum bræðrum okkar og systrum" þar sem „málstaður þeirra er okkar".
„Ekki nóg að kveikja
á kerti fyrir Pólland“
- sagði Lane Kirkland, forseti stærstu verkalýðssamtaka
í Bandaríkjunum, á útifundi í Chicago
\Ya.shingtnn, liOndon, I. febrúar. Al\
ÚTIFUNDIR til stuðnings Samstöðu, hin óháðu, pólsku
verkalýðsfélög, voru haldnir víða um heim sl. laugardag, á
hinum svokallaða „Samstöðudegi“. Hvarvetna var jiað meg-
inkrafan, að aflýst yrði herlögum í Póllandi og að Lech
Walesa yrði látinn laus úr fangelsi.
í Bandaríkjunum gengust Afl- fluttu þeir ræður Lane Kirkland,
Cio, stærstu verkalýðssamtök í
Bandaríkjunum, fyrir fundarhöld-
um í öllum ríkjunum 50 en mest
voru þau í 16 borgum. í Chicago
forseti Afl-Cio, og Aiexander M.
Haig, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, og var þar mikið fjöl-
menni samankomið enda er í Chi-
Briissel:
Pólska sendiráðið
í Samstöðustræti
Kriissel, I. febrúar. Al\
STARFSMENN pólska sendiráðsins í Briissel vita það að
vísu ekki, en samt er það svo, að um miðjan næsta mánuð
verða þeir komnir með nýtt heimilisfang, ekki búandi lengur
í „Frankagötu“ heldur í „Samstöðustræti 62“.
cago fjölmennust pólsk byggð í
heimi, að Varsjá einni undanskil-
inni. I ræðu sinni sagði Kirkland,
að það væri „ekki nóg að kveikja á
kerti fyrir Pólland. Pólland verður
Pólland þegar vestrænar þjóðir
öðlast þor til að halda hugsjónum
sínum á loft og sameinast um að
standa vörð um þær.“
I fjölmörgum öðrum borgum á
Vesturlöndum og víðar voru
haldnir fundir og er talið, að þeir
hafi verið um 100 í Vestur-Þýska-
landi einu. Helmut Schmidt,
kanslari, flutti ekki ræðu á fund-
unum en í áskorun, sem frá hon-
um barst, var skorað á pólsku
stjórnina að aflýsa herlögunum og
taka upp viðræður við kaþólsku
kirkjuna og leiðtoga Samstöðu.
Willy Brandt, fyrrv. kanslari, for-
dæmdi herstjórnina í Póllandi, en
bað menn um að „rasa ekki um ráð
fram“ og hætta ekki á að slökun-
arstefnan liði undir lok.
Etterbeek, eitt sveitarfélaganna
19, sem mynda Brussel, vill breyta
nafni götunnar og sagði talsmaður
bæjarstjórnarinnar, að öllum 200
íbúum hennar hefði verið skýrt
frá þessari fyrirætlan og hefðu
þeir lokið upp einum munni um
ágæti hennar. Þ.e.a.s. allir nema
pólski sendiherrann, en við hann
var ekkert talað.
„Líklega veit hann ekkert um
það, sem til stendur," sagði tals-
maður bæjarstjórnarinnar, en það
var sjálfur bæjarstjórinn, Leon
Defosset, sem átti þessa bráð-
snjöllu hugmynd.
Noregur:
Stórkostlegt hneyksli
í lögreglunni í Osló
Virtasti rannsóknarlögreglumadurinn þádi mútur og
kastaði eign sinni á þýfi í vörslu lögreglunnar
Osló, I. fcbrúar. Frá fréUarilara Mbl.
UPPVÍST hefur orðið um gífurlegt hneyksli innan lögregl-
unnar í Ósló, en einhver virtasti og reyndasti rannsóknar
lögreglumaðurinn þar í borg hefur nú verið handtekinn og
sakaður um að hafa tekið við a.m.k. 300.000 n.kr., eða um
540.000 ísl., í mútur frá glæpamönnum. Einnig mun hann
hafa dregið sjálfum sér mikið þýfi, sem lögreglan hefur
komist yfir.
Ixjgreglumaðurinn umræddi
var um það bil að komast á eftir-
laun og átti aðeins eftir nokkra
mánuði á starfsferli sínum þegar
hann var handtekinn. I fyrstu
neitaði hann öllum sakargiftum
en þegar hann sá, að sam-
starfsmenn hans höfðu nægar
sannanir í höndunum, gafst
hann upp og játaði.
Mörg vitni hafa borið, að þau
hafi greitt manninum fyrir að
sleppa undan lögreglurannsókn,
enda hafi það verið alkunna í
undirheimum Óslóborgar, að
glæpamennirnir ættu hauk í
horni þar sem þessi lögreglu-
maður var. Að vísu gegn pen-
ingagreiðslu og þeim mun meiri,
sem málið var alvarlegra.
Lögreglan í Ósló óttast mjög,
að þetta mál verði til að rýra
traust hennar hjá almenningi og
hefur þess vegna verið fyrirskip-
uð allsherjarrannsókn á starf-
semi og starfsliði lögreglunnar.
Ixigreglustjórinn í Ósló segir, að
ekki verði látið staðar numið
fyrr en allir „svartir sauðir" inn-
an lögreglunnar hafi verið af-
hjúpaðir.
Veður
víða um heim
Akureyri 1 alskýjaó
Reykjavík 2 snjoél
Amsterdam 7 heióskírt
Aþena 12 skýjaó .
Barcelona 14 heióskirt
Berlín 1 heiðskírt
Brússel 10 heiðskírt
Chicago -6 skýjað
Denpasar vantar
Dublin 12 heióskírt
Feneyjar vantar
Frankfurt 8 rigning
Færeyjar 7 skúr á
ustu klst.
Genf 8 rigning
ffelsinki -5 skýjaó
Hong Kong 20 heióskírt
Jerúsalem 6 rigning
Jóhannesarborg 26 heiðskírt
Kaupmannahöfn 0 heióskirt
Kairó 17 heióskírt
Las Palmas 20 heióskírt
Lissabon 16 heiðskirt
London 12 skýjaó
Los Angeles 23 heiðskirt
Madrid 13 heióskírt
Malaga 17 heiðskírt
Mallorca 17 léttskýjaó
Mexíkóborg 23 heiðskírt
Miami 25 skýjaó
Moskva -4 skýjað
New York 5 skýjaó
Nýja Delhi 20 skýjaó
Osló 0 skýjaó
París 11 skýjaó
Perth 31 heióskírt
Rió de Janeiro 30 skýjaó
Rómaborg 15 heióskirt
San Francisco 16 heióskirt
Stokkhólmur -6 snjókoma
Sydney 22 rigning
Tel Aviv 14 riging
Tókýó 11 heiðskírt
Vancouver 7 skýjað
Vínarborg 4 rigning
8ÍÖ-