Morgunblaðið - 02.02.1982, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982
27
Það lið sem sigrar í
V-Þýskalandi þarf að
skora meira en 100 mörk
Mjög mikil harka er í vesturþýsku knattspyrnunni. Þessi mynd er frá mjög
umdeildu atviki í upphafi keppnistímabilsins. Þá hlaut Ewald Lienen stóran
opinn skurð á lærið eftir að hafa verið sparkaður niður.
Erlendir leikmenn
í „Bundesligunni“
Leikmaður Heimaland Aldur FéUg
Ásgeir Sigurvinsson ísland 26 Bayern Múnchen
Lars Kastrup Danmörk 26 Hamburger SV
BorLsa Djordjevic Júgóslavía 28 Hamburger SV
Alexander Szatmari Kúmenía 29 VKB StuUgart
Didier Six Frakkland 27 VKB Stuttgart
Konnie Hellström Svíþjód 32 Kaiserslautern
Jon Won Park S-Kórea 26 Kaiserslautern
Bruno l'ezzey Austurríki 26 Kintract Krankfurt
Bum kun ( ha S-Kórea 28 Kintract Krankfurt
Kobert Langers Luxemborg 21 Mönchengladbach
Magnús Bergs fsland 25 Borussia Dortmund
Atli Kdvaldsson fsland 24 Kortuna Dusseldorf
l'étur < )rmslev fsland 24 Kortuna Dusseldorf
Tony Woodcock Kngland 25 R Köln
Kené Botteron Sviss 27 Yi' Köln
Arne Larsen Ökland Noregur 27 Bayern Leverkusen
Keinhold llintermaier Austurríki 27 IT’ Núrnberg
Kees Bregman llolland 34 Armenia Bielefeld
Jens StefTensen Danmörk 25 Armenia Bielefeld
Vasuhiko Okudera Japan 29 Werder Bremen
l'asi Kautiainen Kinnland 20 Werder Breman
Jasse Borg Svíþjód 28 Braunschweig
llija Zavisic Júgóslavía 29 Braunschweig
Ajax ekki sama
stórveldió og áður
FRANK Arnesen frá Danmörku er
einn af tuttugu og sex útlendingum
sem leika á Spáni. Arnesen leikur
með Valencia og þykir einn af burð-
arstólpum liðsins.
Erlendir
leikmenn
á Spáni
ATLETICO MADRID
José Dirceu (Brasilía)
Hugo Sanchez (Mexico)
FC BARCELONA
Bernd Schuster (V-Þýskaland)
Allan Simonsen (Danmörk)
BETIS SEVILLA
Carlos Diarte (Paraguay)
Carlos Perurena (Uruguay)
CADIZ
Dusan Gallis (Tékkóslóvakía)
Jan Pivarnik (Tékkóslóvakía)
CASTELLON
Dagomir Racic (Júgóslavía)
ESPANOL
Theo Custers (Belgía)
Secundino Aifuch (Paraguay)
SPORTING GIJON
Enzo Ferrero (Argentína)
Fernando Gomes ( Portúgal)
HERCULES ALICANTE
Jan Tomaszewski (Pólland)
Sandor Múller (Ungverjaland)
LAS PALMAS
Nilson Bertinat (Uruguay)
Crispin Maciel (Paraguay)
REAL MADRID
Uli Stielike (Vestur-Þýskaland)
Laurie Cunningham (England)
RACING SANTANDER
Veron (Argentína)
FC SEVILLA
Julio Cesar (Brasilía)
Pintinho (Brasilía)
FC VALENCIA
Frank Arnesen (Danmörk)
Kurt Welzt (Austurríki)
VALLADOLID
Carlos Fenoy (Argentína)
Fernando Ali (Argentína)
REALZARAGOZA
Jorge Valdano (Argentína)
Ton Blanker (Holland)
Gengur
Þar hefur gengið á ýmsu, allt frá
verkfalli knattspyrnumanna hjá 54
félögum vegna vangoldinna launa og
upp í skærur samherja á milli á
knattspyrnuvellinum. Mbl. hefur áð-
ur greint frá aðför Þjóðverjans
Bemd Schuster að félaga sínum sem
varð það á að flækjast fyrir honum.
Annað mál kom upp hjá Atletico
Madrid eigi alls fyrir löngu. Þjálfari
liðsins heitir Garcia Traid og í bráð-
mikilvægum leik Atletico og La Cor
una í Teresa Hererra bikarkeppn-
inni bað Traid brasilíumanninn
Dirceu að framkvæma vítaspyrnu
sem lið hans fékk snemma í leikn-
um. Dirceu frábað sér að spyrna
knettinum og Ruben Cano hljóp þá í
í VesturÞýskalandi vita menn
vart hvað orðið „vörn“ þýðir. Þýska
„Búndeslígan" bófst í 19. skiptið í
haust með nýju meti, 36 mörkum í 9
leikjum og áhorfendur sem borguðu
sig inn voru yfir 250.000 talsins.
„Það lið sem vinnur Þýskalandstitil-
inn að þessu sinni á eftir að skora
meira en 100 mörk,“ var haft eftir
hinum kunna og umdeilda Pal
Czernai hjá Bayern Miinchen. „Við
munum ganga til leiks með það fyrir
augum að vinna eins stórt og frekast
er kostur, við munum aldrei leggjast
í vörn og halda fengnum hlut,“ sagði
Ernst Happel hjá Hamburger SV og
haft var eftir Jiirgen Sundeman hjá
Stuttgart: „Við höfum innstillt okkur
að leika algera sóknarknattspyrnu
og gefa vörnum andstæðinganna
aldrei frið.“
Flestir reikna með því, að Bay-
ern verji titil sinn, sérstaklega þar
sem þeir halda enn saman Paul
Breitner og Karl Heinz Rumen-
igge. Þó eru að sjá brestir; Breitn-
er er ekki eins snjall og í fyrra,
auk þess sem hann hefur átt við
þrálát meiðsli að stríða og misst
úr marga leiki af þeim sökum.
Hamburger SV er með geysisterkt
lið um þessar mundir og þeim hef-
ur farið fjölgandi eftir því sem á
veturinn hefur liðið sem spá liðinu
sigri. Tvö lið önnur hafa þó hrifið
• Arnór Guðjohnsen þykir nú vera
einn besti leikmaðurinn í belgísku 1.
deildinni.
á ýmsu
skarðið, spyrnti og skoraði örugg-
lega. Seinna í leiknum fékk Atletico
aðra vítaspyrnu, en þá var Cano far
inn út af.
Juan Rubio hafði tekið stöðu
hans og hann er vön vítaskytta.
Traid kallaði til Rubio og sagði
honum að taka spyrnuna, en áður
en hann gat deplað auga hafði
Dirceu stillt knettinum upp, og
brennt af. Tveimur mínútum síðar
hugðist Traid taka Dirceu út af og
fór þá allt í háaloft og jaðraði
hreinlega við handalögmál. Gengu
menn á milli Traid og Dirceu og
urðu þeir að sætta sig við að láta
orð tala en ekki hnefa. Daginn eft-
athyglina meira til sín, Werder
Bremen og FC Köln. Bremen-liðið
þykir eitt besta lið Þýskalands í
dag, en það kom upp úr 2. deild á
síðasta keppnistímabili. Flestir
leikmenn liðsins eru ungir og
bráðefnilegir, en kjölfestuna’
mynda þó tveir 35 ára gamlingjar
sem búið var að afskrifa sem
knattspyrnumenn i 1. deild. Eru
það miðherjinn hörundsdökki
Erwin Kostedde og miðvörðurinn
Klaus Fichtel. Kölnarliðið tefldi
fram fleiri „stjörnum" heldur en
nokkuð annað lið. Fyrir voru
menn á borð við Pierre Littbarski
og Tony Woodcock, en félagið
keypti á skömmum tíma heims-
fræga leikmenn á borð við Reiner
Bonhof, Klaus Fischer, Klaus All-
ofs og Rene Botteron. Lengi vel
gekk þessi blanda alls ekki upp,
Woodcock var fyrst á bekknum,
síðan Botteron, meira að segja
bæði Littbarski og Fischer einu
sinni. Með heppni tókst Kölnarlið-
inu þó að hanga í efstu liðunum
framan af, en síðustu vikurnar
fyrir áramótin fór liðið að smella
saman, Botteron var þá komin
endanlega út úr myndinni, en þeir
Littbarski, Woodcock, Fischer og
Allofs, mynduðu stórhættulega 4
manna framlínu. Margir spá Köln
frama áður en vertíðin er öll.
Reiknað er meö
aö Anderlecht
sigri aftur
Þrátt fyrir að Anderlecht hafi selt
átta af leikmönnum þeim er gerðu
liðið að Belgíumeistara á síðasta
keppnistímabili, er fastlega reiknað
með því að liðið verji titilinn þó svo
að lið eins og Standard, Lokeren og
fleiri reyni að setja strik í reikning-
inn. Anderlecht keypti 6 leikmenn í
stað þeirra sem fóru, þar á meðal
Bert Cluytens frá Bevern og Michel
Renquin frá Standard, hörkuleik-
menn báðir tveir. Félagið keypti
einnig Danann unga Per Friman og
íslendinginn Pétur Pétursson, en
þeir hafa háð rimmu um sæti í fram-
línu Anderlecht.
Við þetta má bæta, að Lokeren
hefur verið á mikilli uppleið síð-
ustu vikurnar, unnið hvern leikinn
af öðrum og er það ekki síst að
þakka frábærri frammistöðu Arn-
órs Guðjohnsen, sem leikið hefur
betur en í annan tima á stuttri
knattspyrnuævi sinni.
á Spáni
ir var Traid rekinn og Dirceu sett-
ur á sölulista. En enginn vill
kaupa hinn skapstóra Dirceu, því
hann hefur áður veist að þjálfara
sem vildi skipta honum út af og
enginn þjálfari vill eiga líkams-
árás yfirvofandi.
Um baráttuna í deildinni er það
að segja, að allt er í járnum og
mörg lið kölluð. Á þessu stigi er
ekkert hægt að segja, ekkert lið
hefur enn sýnt þann stöðugleika
sem þarf til að vinna titil. I einni
umferðinni gerðist það til dæmis
að öll fimm efstu lið deildarinnar
töpuðu. Baráttan er því óvíða
meira spennandi en á Spáni.
PSV Eindhoven virðist vera að
koma upp með topplið á nýjan leik,
liðið hefur reyndar jafnan verið
meðal efstu liða, en skort stöðug-
leika. Var liðið efst er hátíðafríið
hófst. Gæfumuninn hafa gert þeir
Hallvar Thoresen, norski landsliðs-
útherjinn, og Ruud Geels, hollenski
landsliðsmiðherjinn sköllótti, en
PSV fékk þá til liðs við sig með
ofangreindum árangri.
Ajax seldi sinn besta leikmann,
Ðanann Frank Arnesen til Val-
encia, og setti liðið nokkuð niður
við það. Dani kom hins vegar í
Dana stað, Ajax festi kaup á korn-
ungum pilti að nafni Jesper Olsen
og eru miklar vonir bundnar við
hann.
Feyenoord er ekki lengur sama
stórveldið og fyrir fáum árum.
Leikmenn liðsins hafa gengið
kaupum og sölum, en sá eini sem
grætt hefur á öllu braskinu er
framkvæmdastjórinn Peter
Stephan, en hann hefur að sögn
jafnan passað vel upp á að þéna
vel persónulega af hverri sölu.
Loks meistaraliðið AZ’67 Alk-
maar. Þar ekki fyrir að finna
sama styrkleika og í fyrra, en þó
er liðið í einu af efstu sætunum í
deildinni. Liðið seldi einn af bestu
leikmönnum sínum, Austurrík-
ismanninn Kurt Welzl til Val-
encia. Welzl er ekki eini snilling-
urinn sem yfirgefið hefur hol-
lensku knattspyrnuna nýlega. Þar
í landi eiga félög í stökustu fjár-
hagsvandræðum og þau geta ekki
boðið leikmönnum sínum betri
laun en til dæmis spænsk lið, eða
jafnvel ensk. Áður er þeirra Welzl
og Arnsen getið, en leikmenn á
borð við Franz Thijssen og Arnold
Muhren hafa einnig horfið af hol-
lenskum knattspyrnuvöllum.
Knattspyrnan í Evrópu