Morgunblaðið - 02.02.1982, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982
31
Amnesty efnir
til námskeiðs
NÚ IJM helgina lauk alþjóðlegri her
feró á vegum Amnesty International
þar sem áhersla var lögð á
„mannshvarf“. Herferð þessi hefur
staðið yfir síðastliðinn mánuð og
tekist vel.
Var almenningi kynnt sú aðferð
ríkisstjórna ýmissa landa að láta
fólk „hverfa". Þetta eru ekki að-
eins yfirlýstir pólitískir andstæð-
ingar, heldur einnig almennir
borgarar sem eru yfirvöldum
þyrnir í augum. Þeir, sem hafa
„horfið" á þennan hátt, skipta tug-
um þúsunda. Það eru helst lönd
eins og Guatemala, E1 Salvador,
Mexíkó, Chiie og Argentína sem
hafa beitt ofangreindri aðferð.
I framhaldi af þessari herferð
verður haldið námskeið á vegum
Amnesty International fyrir þá
sem vilja kynnast starfsemi sam-
takanna. Það er haldið fyrir al-
menning og hvort heldur viðkom-
andi vill gerast virkur meðlimur
eða styrktarfélagi.
NÁMSKEIÐIÐ verður haldið i
Lögbergi (herbergi 101) í dag,
þriðjudag, og á morgun og hefst
kl. 20.30. Dagskrá fyrri dagsins er
á þessa leið:
Setning: Sigurður Magnússon.
Saga samtakanna, skipulag og
starfsemi: Hrafn Bragason.
Lýsing á starfshópum: skyndi-
aðgerðir, fangar mánaðarins,
samviskufangahópur, séraðgerðir.
Lýsing á einhverju fangatilfelli.
Kaffihlé og frjálsar umræður.
Erindi um bréfaskriftir, og að
því loknu frjálsar umræður.
Picasso gerði þessa pennateikningu
fyrir Amnesty International.
Bernharð Guðmundsson setur
námskeiðið síðari daginn, en að
því loknu verður flutt erindi um
„mannshvarf". Þá verða leiðbein-
ingar um bréfaskriftir vegna
fanga og æfingar í bréfaskriftum.
En á milli þessara þátta verða
kaffiveitingar og umræður.
Skrifstofa Amnesty Interna-
tional að Hafnarstræti 15 er opin
frá klukkan 10—18 í dag vegna
þeirra sem ekki hafa tilkynnt
þátttöku sína á námskeiðinu.
Þátttaka er ókeypis.
DODGE POWER WAGO I
Eigum til afgreiöslu meö stuttum fyrirvara þessa vin-
sælu Dodge Power Wagon W-200 ’79 fjórhjóladrifsbíla á M
afar hagstæöu veröi. I %M m
Aöeins
3 tjftar e«n
6 oyl. 225 cu in vél
8 feta skúffa
8.00 x 16.5 dekk
3 gíra kassi
lituð framrúða
leðurlíki á sætum
• krómaðir stuðarar
• krómlistar á hliðum
• styrktur undirvagn
• aflhemlar
• litur: rauður
VERÐ CA. KR. 158.955
miöaö viö gengi 15.01.82.
@ Wfökull hf.
Ármúla 36, símar 84366 — 84491