Morgunblaðið - 02.02.1982, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982
+
Móöir okkar,
JAKOBÍNA GUDMUNDSDÓTTIR,
Dalbraut 27, áður Vesturgötu 52,
lést í Borgarspítalanum 31. janúar.
Börnin.
Eiginmaður minn,
er látinn.
ÞORGILS STEINÞÓRSSON,
Sigriöur Guömundsdóttir.
t
Systir okkar,
SÓLVEIG STEFÁNSDÓTTIR,
Víöimel 32,
lést aö Elliheimilinu Grund, laugardaginn 30. januar.
Fyrir hönd fósturdóttur, barnabarna og annarra vandamanna.
Jórunn Stefánsdóttir,
Rannveíg Stefánsdóttir.
t
Dóttir okkar og mamma min,
SIGRÍÐUR SIGFÚSDÓTTIR,
Réttarbakka 17, Reykjavfk,
andaðist í Borgarspítalanum laugardaginn 30. janúar.
Jaröarförin verður auglýst siöar.
Sigfús Jóhannesson, Guórún Gunnarsdóttír,
Þórir Ólason.
Faöir okkar.
JÓN MAGNÚSSON,
fyrrum kaupmaóur, frá Stokkseyri,
lést i Elliheimilinu Grund sunnudaginn 31. janúar.
Börnin.
h
Faðir minn.
EYSTEINN EYMUNDSSON,
lést laugardaginn 30. janúar. Fyrir hönd barna hins látna. Ólafur Skúli Eysteinsson.
+
Móöir okkar,
JÓNA EINARSDÓTTIR,
Spítalastíg 2b,
lést í Landakotsspitala þann 30. janúar sl.
Synir hinnar látnu.
Írís Sigmarsdótt-
ir - Minningarorð
Fædd 23. septetnber 1964
Dáin 26. janúar 1982
í dag kveðjum við írisi Sig-
marsdóttur, flautuleikara og
„tamborinu“ Hornaflokks Kópa-
vogs.
Kynni okkar írisar hófust er
Skólahljómsveit Kópavogs spilaði
í fyrsta skipti á jólaskemmtun í
Kársnesskóla nokkrum dögum
fyrir jól 1967. Iris var þar í fylgd
móður sinnar, Gróu Sigfúsdóttur,
hjúkrunarkonu skólans. Þessi litla
3ja ára gamla stúlka kom til min
og sagði mér að hún ætlaði að
koma í hljómsveitina til mín þeg-
ar hún yrði nógu stór. Þar með var
það ákveðið.
Árið 1973 fór Skólahljómsveit
Kópavogs í hljómleikaferð til
Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og
Finnlands. Annar fararstjórinn í
þessari ferð var Gróa Sigfúsdóttir.
Iris, sem þá var 8 ára, fór með sem
fánaberi og vakti alls staðar at-
hygli fyrir prúða og fallega fram-
komu, sem reyndar fylgdi henni
alla tíð. Að þessu ferðalagi loknu
hóf Iris nám í flautuleik hjá
Skólahljómsveit Kópavogs. Fyrsti
kennari hennar þar var Manuela
Wiesler, en nú síðustu árin Jón H.
Sigurbjörnsson — og öll erum við
sammála um það að indælli nem-
anda var ekki hægt að fá.
Eitt af því sem Skólahljómsveit-
in og Hornaflokkur Kópavogs
hafa haft fyrir sið er að láta
„tambúrínu" ganga í broddi fylk-
ingar. Frá upphafi hafa þær verið
þrjar, og hin síðustu ár skipaði Ir-
is þann sess, sér og Hornaflokkn-
um til sóma.
Félagslíf hefur verið mikið og
gott hjá nemendum í Skóla-
hljómsveitinni og Hornaflokkn-
um. Ferðir hafa verið farnar
margar bæði hérlendis og erlend-
is, og í slíkum ferðum myndast oft
vináttubönd sem aldrei slitna. íris
átti sinn besta vin í Hornaflokkn-
um, Guðmund Rafn, slagverks-
leikara og píanista.
Að leiðarlokum við ég þakka ír-
isi fyrir samveruna, allar ánægju-
stundirnar í Skólahljómsveit
Kópavogs og Hornaflokki Kópa-
vogs og sendi mínar innilegusu
samúðarkveðjur til Grétars, Gróu,
Höllu, Brynhildar og Guðmundar
Rafns.
Björn Guðjónsson,
Skólahljómsveit Kópavogs.
íris, sem við kveðjum í dag, var
yngst þriggja systra, dætra Gróu
Sigfúsdóttur, forstöðumanns
Sonur okkar og unnusti,
HANNES KRISTINN ÓSKARSSON,
er fórst af slysförum 21. janúar sl. veröur jarösunginn frá Landa-
kirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 6. febrúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuö en þeir, sem vildu minnast
hins látna, láti Hjálparsveit skáta i Vestmannaeyjum njóta þess.
Sigríöur Sigurðardóttir, Óskar E. Björnsson,
Jóhanna Gunnlaugsdóttir.
+
Okkar ástkæri faöir, tengdafaöir, afi og langafi,
STEINGRÍMUR STEINGRÍMSSON,
Lindargötu 24,
Reykjavík,
veröur jarösunginn, miövikudaginn 3. febrúar frá Fossvogskirkju
kl. 10.30 fyrir hádegi.
Aöalsteinn G. Steingrimsson,
Guöný S. Steingrímsdóttir, Óskar Þ. Óskarsson,
Steingrímur H. Steingrímsson, Birna Árnadóttir,
Ólafía G. Steingrímsdóttir, Hrafn Ingvason,
Aðalheiður S. Steingrímsdóttir, Emil Sigurjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faöir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
SVEINBJÖRN JÓNSSON,
byggingameistari,
Háteigsvegi 14, Reykjavík,
veröur kvaddur hinstu kveöju í Dómkirkjunni, miövikudaginn 3.
febrúar kl. 15:00.
Minnt er á hug hans til Gideonfélagsins og Kristniboössambands-
ins.
Björn Sveinbjörnsson, Guölaug Björnsdóttir,
Afkomendur og makar.
+ Börnin okkar. SIGRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR og BOGI PETUR THORARENSEN, létust af slysförum 30. janúar síöastliöinn. Sigríöur Eiríksdóttir, Ágúst Sigurösson, Guðrún Thorarensen, Höröur Thorarensen. Útför elskulegrar móöur okkar,^^ ELÍNAR BERGS, fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 4. febrúar 1982, kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á liknarstofnanir. Guðbjörg Helgi, Halla og Jón H. Bergs.
Faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÞÓRLINDUR ÓLAFSSON, Lækjarhvoli, Fáskrúösfiröi, andaöist í Fjóröungssjúkrahúsinu á Neskaupstaö, föstudaginn 29. januar. Vandamenn. + Þakka innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför fósturmóður minnar, ELÍNAR J. MAGNÚSSEN, Jaöri, Gríndavík. Stígur Lúövík Dagbjartsson.
Heilsugæslustöðvar Kópavogs, og
Sigmars Grétars Jónssonar, full-
trúa hjá Brunabótafélagi íslands.
Iris var heitbundin ungum og efni-
legum manni, Guðmundi Rafni
Guðmundssyni.
Við minnumst Irisar allt frá
þeim tíma er hún fyrst leit þennan
heim fyrir rúmum sautján árum
og sem hún hefur nú kvatt skyndi-
lega og óvænt.
Á fyrstu árum ævi sinnar var
hún tíður gestur á heimili okkar
og með ljúfu brosi sínu og hlýju
viðmóti varð hún strax hvers
manns hugljúfi. Margar kærar
endurminningar skilur hún eftir
frá samverustundum þar sem un-
að var við leik, föndur og söng
ljúfra barnalaga, sem hún söng
með þeim innileik, sem börnum
einum er eiginlegt. Hún hafði
heillandi eiginleika til að hnýta
bönd vináttu og tryggðar og rækt-
aði þau tengsl í hógværð og af al-
úð. Viðmót hennar sem barn kall-
aði fram þörf og löngun til að
fylgjast með vexti hennar og
þroska. íris ólst upp í foreldrahús-
um ásamt systrum sínum, á
traustu og ástríku heimili og var
uppvaxtarferili hennar öllum
þeim er hana þekktu til gleði,
ánægju og örvunar. Hjá henni
þroskuðust og döfnuðu þeir
mannlegu eiginleikar, sem við
metum svo mikils svo sem næmar
tilfinningar, vilji til sjálfsbjargar
og listrænir hæfileikar. Þroski ír-
isar stefndi til fulltíða konu, sem
víst var að myndi glæða umhverf-
ið fegurð og veita því birtu og
gleði. Hún bjó yfir heillandi við-
móti, mikilli lífsgleði og heilbrigð-
um viðhorfum og kveikti þetta
vonir um glæsta framtíð, er öllum
fannst eðlikgt að myndu rætast.
Því kom fréttin um að íris hefði
látist af slysförum og væri horfin
af jarðnesku sviði, öllum á óvart
og er óskiljanlegt enn þótt við eig-
um að vita, að lífsskeið mannanna
er fyrirfram óþekkt og ótryggt.
Það er erfitt að kveðja góðan
vin, sem ieggur í hina löngu för á
fegursta skeiði í lífi sínu. Á því
skeiði þegar væntingarnar til
framtíðarinnar eru hvað mestar
og trúin á manninn og kærleikann
er hrein og fölskvalaus. En hér tók
sá ákvörðun, sem er mönnunum
æðri. í vanmætti okkar getum við
aðeins beðið þess að íris fái góða
ferð yfir móðuna miklu og að Guð
leiði hana og verndi svo og að
hann styrki ástvini hennar og
aðra þá, sem sakna hennar sárt.
Didda og Steinar
Kveðja frá Mennta-
skólanum í Reykjavík
Mannslát snerta mann alltaf
mikið, en oft er þó svo, þegar fólk
nær nokkurri elli, hefur lokið
miklu og góðu ævistarfi og deyr
satt lífsaga, að maður getur hugg-
að sig við, að það hafi gert vel,
afkastað miklu, þurfi ekki lengur
að þjást.
Þegar hins vegar ung stúlka, við
upphaf lífsins, lætur lífið í slysi,
er hrifin óvænt út úr önn hvers-
dagsins og er ekki lengur, þá
brestur mann orð, þá er fátt, sem
huggar vinina, skólafélagana,