Morgunblaðið - 02.02.1982, Page 38

Morgunblaðið - 02.02.1982, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 Minning: Sigmundur Sigfús- son flugumferðarstj. Fæddur 24. desember 1929 Dáinn 26. janúar 1982 Að morgni 26. janúar andaðist í Borgarspítalanum Sigmundur Sigfússon flugumferðarstjóri, að- oins 52 ára að aldri. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða tvö síð- ustu æviár sín. Sigmundur var Austfirðingur að ætt, fæddur að Galtastöðum í Hróarstungu 24. desember 1929, sonur hjónanna Katrínar Sig- mundsdóttur og Sigfúsar bónda Magnússonar, en fjögurra ára gamall var hann tekinn í fóstur af hjónunum Önnu Sigfúsdóttur og Kristjáni H. Jónssyni hafnsögu- m.inni á Isafirði og þar ólst hann upp. Innan við tvítugt, eða 1948, lauk Sigmundur prófi frá Loftskeyta- skóla Islands og gerði síðar flug- urnferðarstjórn að lífsstarfi sínu. Hann starfaði síðan sem flugum- ferðarstjóri við flugturninn í Reykjavík meðan starfskraftar entust og naut trausts og vinsælda starfsbræðra sinna fyrir sam- vískusemi og trúmennsku, enda niannkostamaðui mikill og dreng- ur góður. Vrið 1951 giftist Sigmundur eft- iriifandi konu sinni, Brynhildi G iðmundsdóttur, Gíslasonar n irarameistara, og eignuðust þau fjogur börn, sem oll eru á lífi, en þu.u eru, hér taiin í aldursröð: Guðbjörg, Guðniundur Stefán, Kristján Sigfús og Sigmundur. Það munu nú vera ein þrjátíu ár siðan fundum okkar Sigmundar b.tr saman og sem leiddi til marg- víslegra samskipta og vináttu- tengsla meðal fjiílskyldna okkar beggja. Það er því margs að minn- ast og margt að þakka. Ileimili þeirra hjóna var honum einkar kært. Þar var öllum tekið af alúð og einlægni. Hann var hlýr í viðmóti og sýndi ávallt nær- gætni, þannig aö ollum leið vel í návist hans. A meðan á veikindum hans stóð var honum ómetanlegur styrkur að njóta umhyggju konu sinnar og barna, sem heilsteypt stóðu saman og reyndust honum sem best varð á kosið. Þá var honum mikill gleðigjafi litla sonardóttirin Elín Osk, sem honum var svo kær. Blessuð veri minning Sigmund- ar Sigfússonar. Fyrir hönd fjölskyldu minnar færi ég Brynhildi, börnunum og öðrum aðstandendum alúðar sam- úðarkveðjur. Albert J. Finnbogason Enn einu sinni knýr dauðinn dyra og í þetta sinn hjá Sigmundi frænda mínum. Hann hafði reynd- ar beðið þessa dags lengi, því hann hafði átt í stríði við hræðilegan sjúkdóm í tvö ár. Simbi var alveg sérstakur frændi, sá besti sem ég hefi átt og mun eiga. Alltaf mundi hann eftir mér. Ef hann brá sér til útlanda, kom hann með gjafir til mín og alltaf spurði hann um mig þegar hann hringdi í mömmu. Hann hafði yndi af að gera grín og stríða, bæði mér og öðrum og gerði mikið af því að hringja og segjast vera einhver annar. Auð- vitað gleypti ég við öllu, en Simbi hafði gaman af. Það verður aldrei til nema einn Simbi. Nú er hann farinn frá okkur, en hann lifir samt alltaf í huga mér sem ímynd um allt það skemmtilega og góða, sem við áttum saman. Eg sendi mínar dýpstu samúð- arkveðjur til Biddu, strákanna og Gauju. Anna Katrín Kveðja frá Félagi íslenskra flugumferðarstjóra I dag kveðjum við hinstu kveðju vin okkar og vinnufélaga Sigmund Sigfússon flugumferðarstjóra, sem lést 26. janúar sl. eftir erfiða sjúkralegu af vöidum þess sjúk- dóms, sem fæst ráð finnast við í dag en öllum ógnar hvar og hve- nær sem er. Starfsferill Sigmundar hjá flugmálastjórn í yfir 30 ár, bæði sem flugumferðarstjóri, varðstjóri í flugturni og flugstjórnarmiðstöð er honum og öllum okkur félögum hans til sóma og góð fyrirmynd og hvatning til þeirra sem á eftir koma. Það er of sjaldan sem við stöldr- um við frá hinum daglegu störfum til þess að gefa vinnufélögum okkar gaum, til þess er hraðinn of mikill. Það er yfirleitt ekki fyrr en þeir eru ekki lengur við hlið okkar og tómarúm hefur myndast að hugurinn beinist til þeirra. Og hvað kemur þá í ljós? Jú, mér er meira en ljúft að staldra við og minnast þeirra kynna er ég hafði af Sigmundi, en með honum starf- aði ég í rúman aldarfjórðung. Sig- mundur var hár og myndarlegur maður og úr andliti hans skein glaðværð og mildi sem speglaði réttilega hvað innra bjó. Hann var samvinnugóður maður, hjálpsam- ur þeim sem minna máttu sín, vægur í dómum um aðra, og sá alltaf ljósu hliðarnar í fari ann- arra. Slíkur persónuleiki hlýtur á vinnustað að skapa þægilegt and- rúmsloft, ekki síst þegar um yfir- mann er að ræða, enda ríkti oftast glaðværð á vöktum með honum þrátt fyrir alvöru starfsins. En það er ekki aðeins úr vinn- unni sem við vinnufélagar hans eigum góðar minningar. Sigmund- ur var félagslyndur maður og tók virkan þátt í félagslífi okkar, bæði störfum og leik. Hann hafði gam- an af tónlist og kunni vel að meta góðan söng. Þær eru ófáar minn- ingarnar, sem nú skjóta upp koll- inum, þegar hátt var hlegið og kátt var sungið í góðum vinahópi. Slíkar minningar eru ljúfar og lifa lengi. Eg vil fyrir hönd félags okkar þakka öll þau störf er hann vann fyrir það, allt frá stofnun þess og meðan kraftar hans entust. Við eftirlifandi félagar hans vottum eiginkonu hans og börnum svo og 'öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð og biðjum um styrk þeim til handa. Guð blessi minn- ingu um góðan dreng. Jens A. Guðmundsson I örfáum orðum vil ég minnast míns kæra tengdaföður Sigmund- ar Sigfússonar. Það var veturinn 1977 að ég skólastúlka norðan úr landi ákvað að dvelja nokkurn tíma á heimili tilvonandi tengdaforeldra minna, þá kynntist ég Sigmundi fyrst og þau kynni hafa orðið mér hugljúf og Iærdómsrík. Hann tók mér strax sem væri ég dóttir hans og sýndi mér föðurlega umhyggju veitta af þeirri hlýju og góðvild sem hann átti í svo ríkum mæli. Það er erfitt að skilja að hann skuli kallaður frá okkur á besta aldri. Fyrir rúmum tveim árum veiktist hann af þeim válega sjúkdómi er loks bar hann ofur- liði. Hörð og miskunnarlaus var sú barátta. Fyrir okkur í fjölskyldunni var lærdómsríkt að sitja við sjúkrabeð hans, á vissan hátt ríkti þar ró og friður. Af raunsæi ræddi hann um það sem var að gerast, gaf okkur holl ráð og miðlaði af reynslu sinni og þekkingu. Ánægður og þakklátur var hann fyrir allt sem fyrir hann var gert. Hann langaði að dvelja lengur með okkur en æðrulaus sætti hann sig við sitt hlutskipti. Eins og hann sagði sjálfur „nú er ég tilbúinn að fara“. Hann þráði hvíld eftir erfitt dags- verk. Já, hann sýndi frábæra karl- mennsku í veikindum sínum. Sárt sakna ég vinar og leiðbein- anda sem vildi mér vel í öllu en hugga mig við að nú þegar hann er horfinn yfir móðuna miklu líði honum vel og að hann hafi hitt ástvini sína sem á undan eru farn- ir. Lífið heldur áfram, en sú stund kemur að við hittumst aftur. Ég kveð minn kæra tengdaföður með þökk fyrir allt sem hann var mér. Guð blessi minningu góðs manns, sem öllum vildi gott gera. Guðrún Mágur minn og vinur Sigmund- ur Sigfússon flugumferðarstjóri lést í Borgarspítalanum 26. janú- ar. Það kom okkur sem fylgdumst með veikindum hans kannski ekki svo á óvart, því hann var búinn að kenna sér meins af sjúkdómi þeim er sigraði að lokum í um það bil tvö ár. Það lýsir best mannkostum hans hve hann var æðrulaus og rólegur allan þann tíma. Við heyrðum hann aldrei kvarta með- an á þessu stríði stóð heldur gekk hann í gegnum þetta rólegur að vanda þar til yfir lauk. Sigmundur, eða Simbi eins og hann var alltaf kallaður í fjöl- skyldunni, þó einkum af yngri kynslóðinni, var einkar skilnings- ríkur við börn og þá sem minna máttu sín og sóttu þau ætíð mikið Þórdís Jóhannes- dóttir - Kveðjuorð Fædd 21. mars 1937. Dáin 3. janúar 1982. Nú er hún dáin elskulega góða konan sem var mér svo góð og elskuleg. Ég sakna hennar svo mikið. Dísa vinkona mín var dótt- ir hennar og við áttum svo margar stundir saman heima hjá henni, hún var mín önnur mamma. Stundum sváfum við Dísa vinkona heima hjá henni en stundum heima hjá mér, það var eins og við ættum tvær mömmur, báðar svo mikið góðar. Þar gat ég borðað og sofið hvenær sem ég vildi og Þór- dís var svo nærgætin og hugul- söm, já, hún var dásamleg kona og átti svo fallegt heimili. Þar leið mér svo vel og ég sakna hennar svo mikið, mikið. Ég ætla ekki að skrifa mikið um hana en ég vil að allir viti að hún var góð og elskuleg og allir sem þekktu hana munu sakna hennar en þó mest vinkona mín Þórdís Halla sem er nú ellefu ára og á enga mömmu en góðan pabba og systur. Þórdís Jóhannsdóttir var fædd á bænum Eiði á Langanesi og ólst þar upp með foreldrum sínum og ömmu og afa. Hún var gift Sig- mari Ó. Maríussyni gullsmið í Reykjavík. Þau áttu þessi börn: Sigrún Ása, Berglaug Selma, Svanur Már (dó á fyrsta ári), Hanna María, Þórdís Halla. Harpa Dís til hans, enda syrgja þau hann sárt. Kynni okkar Sigmundar eru orðin alllöng eða frá því hann kom ungur maður að heimili foreldra minna og gekk að eiga systur mína Brynhildi Guðmundsdóttur. Að þessum árum liðnum er margs að minnast er kemur fram í huga manns. Margar ferðirnar áttum við saman upp í Kjós ýmist tveir eða með fjölskyldum okkar, en þar byggðum við okkur sumarbústað fyrir um átján árum. Mér er ekki í hug að hlaða neinu oflofi á þennan horfna vin minn, í því hefði hon- um verið lítil þægð. Sigmundur Sigfússon var fædd- ur 24. desember árið 1929 að Gallastöðum ytri, Hróarstungu á Héraði. Foreldrar hans voru Katr- ín Sigmundsdóttir og Sigfús Magnússon bóndi. Á fjórða ári missti Sigmundur móður sína og futtist ásamt föður sínum sem þá lagði niður búskap, til ísafjarðar. Ólst hann þar upp hjá hálfsystur sinni Önnu Sigfúsdóttur og Krist- jáni H. Jónssyni hafnsögumanni. Sigmundur lauk námi frá loftskeytaskóla íslands árið 1948 og vann um skeið sem loftskeyta- maður. Árið 1949 réðst hann til Flugmálastjórnar og stundað nám í flugumferðarstjórn og vann síð- an sem flugumferðarstjóri við flugturninn Reykjavík. Árið 1951 giftist Sigmundur eft- irlifandi konu sinni Brynhildi Guðmundsdóttir, Gíslasonar múr- arameistara og Guðbjargar Bene- diktsdóttur. Áttu þau Sigmundur og Brynhildur fjögur börn. Guðbjörgu sem er sjúklingur og dvelur á Skálatúni í Mosfellssveit, Guðmundur St. trésmiður, giftur Elvíru Viktorsdóttir, Kristján Sigfús stundar nám í Háskóla ís- lands, heitbundinn Guðrúnu H. Guðlaugsdóttur, og yngstur er Sigmundur bílstjóri, heitbundinn Sigurbjörgu Vignisdóttur. Ég og fjölskylda mín vottum þeim okkar dýpstu samúð. Ingvi Guðmundsson „Horfinn, látinn, harmafregn." Hann Sigmundur er ekki lengur hérna megin við móðuna miídu. Vegir hins almáttka eru órann- sakanlegir, við hljótum að hlýða kallinu þegar það kemur og þræða veginn til æðri þroska, á öðrum brautum tilverunnar. En hve við starfsbræðurnir söknum hans hressilega viðmóts og ljúfu lundar. Mér kemur í hug hending úr hinum fornu Háva- málum, „glaður og reifur skyli gumna hverr, uns sinn bíður bana“, sem hann svo sannarlega var, meðan hann mátti. Sigmundur fæddist að Galta- stöðum ytri í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu, 24. desember 1929, sonur hjónanna Katrínar Sigmundsdóttur og Sigfúsar. Magnússonar bónda, en frá fjög- urra ára aldri ólst hann upp á ísa- firði, hjá hálfsystur sinni Önnu Sigfúsdóttur og manni hennar Kristjáni H. Jónssyni hafnsögu- manni. Fundum okkar Sigmundar bar fyrst saman er hann var í sveit að sumarlagi að Ytri Veðrará í ön- undarfirði, en ég ólst upp hinum megin við Vöðin. Báðir vorum við þá á barnaskólaaldri og óraði víst lítið fyrir því þá, að lífsstarf beggja yrði við starfsgrein, sem þá var óþekkt og ekki til á íslandi, en raunin varð sú að báðir lögðum við fyrir okkur flugumferðarstjórn á sama vinnustað, og þær eru ófáar minningarnar, sem rúmlega 30 ára samstarf, oft á sömu vakt, nætur sem daga, skilur eftir. Vafalaust hefir tign og skjól vestfirskra fjalla átt sinn þátt í mótun og þroska þessa þrekmikla manns, enda var honum mjög hlýtt til æskustöðvanna. Að loknu námi í Loftskeyta- skóla Islands og nokkurra mánaða starfi sem loftskeytamaður á tog- aranum Úranusi, sótti Sigmundur námskeið í flugumferðarstjórn og að því loknu varð hann einn þeirra fáu sem valdir voru til áframhald- andi verklegs náms í þessari ungu starfsgrein og hóf störf hjá Flugmálastjórn í gamla flugturn- inum á Reykjavíkurflugvelli hinn 20. júní 1949. Síðar stundaði hann framhaldsnám í flugumferðar- stjórn við hinn ágæta skóla bandarísku flugmálastjórnarinn- ar í Oklahoma árin 1954—1955. Árið 1951 kvæntist Sigmundur eftirlifandi konu sinni, Brynhildi Guðmundsdóttur, dóttur hjón- anna Guðmundar St. Gíslasonar múrarameistara og Guðbjargar Benediktsdóttur. Þau eignuðust fjögur börn: Guðbjörgu, Guðmund Stefán, húsasmið, Kristján Sigfús, nemanda í viðskiptafræðum, sem er landsþekktur íþróttamaður, og Sigmund, sem er yngstur. Er starfsemi Flugumferðar- stjórnar í Reykjavík var flutt úr gamla flugturninum, sem Bretar byggðu á stríðsárunum, í nýja flugturninn, árið 1963, varð Sig- mundur einn fyrstu fjögurra varð- stjóranna í flugturninum sjálfum á 8. og efstu hæðinni, og meðal þeirra fyrstu sem hlutu sérmennt- un til flugumferðarstjórnar með ratsjártækjum. Þeir munu orðnir æðimargir flugmennirnir, sem hann hefir leiðbeint inn til öruggrar lend- ingar á sínum giftudrjúga starfs- ferli, þó veður væru oft válynd og tækjakostur ófullkominn og oft af skornum skammti. Árið 1976 tók Sigmundur við varðstjórastörfum í flugstjórn- armiðstöðinni á 6. hæð flugturns- ins í Reykjavík, auknum manna- forráðum og nú varð starfsvett- vangurinn loftrúmið yfir stórum hluta Norður-Atlantshafs og allt að Norðurpól. Hann reyndist þar, sem ævinlega, hinn traustasti maður og sannarlega skarð fyrir skildi er hann hverfur á brott fyrir aldur fram. En örlög ráða. Hann kenndi lasleika haustið 1979, hætti þó ekki störfum meðan stætt var, en fljótlega kom í ljós hver vágestur var hér á ferð. Læknisaðgerðir gáfu vonir um bata og kjarkur hans virtist óbugandi. Hann kom aftur til starfa síð- asta vor og við unnum saman við skrifstofustörf í fáeinar vikur og glaðværðin var hin sama. Hann bauðst jafnvel til að leysa af hólmi flugradíómanninn á Rifi á Snæ- fellsnesi er hann forfallaðist vegna veikinda, og þar stóð hann, með hljóðnema talstöðvarinnar í höndunum og leiðbeindi flug- mönnum, við lífsstarfið sem var honum svo mikilvægt, þar til læknisaðstoð varð aftur óumflýj- anleg. Ég minnist þess er hans trausti og kærleiksríki lífsförunautur, Brynhildur, sem til allrar ham- ingju stóð við hlið hans þar vestra, sem löngum áður, tjáði mér að nú þyrfti loks annar að leysa Sig- mund af hólmi og hann gæti ekki ekið bifreiðinni suður, sem hann ók að Rifi. Við starfsbræðurnir þökkum Sigmundi ógleymanlega samfylgd öll þessi ár og treystum því að elska alföður varðveiti hann um alla eilífð. Við vottum Brynhildi, börnum þeirra og öðrum vandamönnum dýpstu samúð okkar. Valdimar Olafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.