Morgunblaðið - 02.02.1982, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 02.02.1982, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 39 Minning: Sigfríður Sigurðardótt- ir frá Patreksfirði Fædd 1. janúar 1908 Dáin 23. janúar 1982 I dag kveð ég vinkonu mína Sig- fríði Sigurðardóttur, sem lést 23. janúar sl. Það er margs að minn- ast og mikið að þakka eftir meira en þriggja áratuga vináttu. Kynni okkar Sigfríðar, eða Sissu eins og ég alltaf kallaði hana, hófust árið 1949, þegar ég var á fyrsta ári, en þá flutti hún ásamt foreldrum sín- um, Margréti og Sigurði, Jóhönnu systur sinni og Vilhelm dóttursyni sínum á Miklubraut 40. Þar bjuggu foreldrar mínir ásamt systur minni, mér, ömmu og afa og tengdust allir þessir ættliðir þegar óvenju traustum vináttu- böndum. Þegar fjölskylda mín flutti á Starhaga 14 árið 1953, fluttu Sissa og fjölskylda hennar á neðri hæðina og varði sambýlið alls í 18 ár. Bernskuárin eru öllum mikilvæg. „Það ungur nemur, gamall temur" og samferðafólkið hefur aldrei eins mikil áhrif á okkur eins og á þessum árum. Við Vilhelm og María systir mín ólumst upp i skjóli þessara tveggja fjölskyldna, sem báðar hlúðu að okkur sem best þær máttu. Við vorum alltaf velkomin á heimili hvers annars. Nýtti ég mér það óspart og eyddi mörgum notalegum stundum hjá Sissu. Sem litlu barni og fullorðinni konu fannst mér jafn mikið til hennar koma. Látleysi, einlægni, umhyggjusemi og einstakt trygg- lyndi voru hennar aðalsmerki og hún vann öll verk af mikilli og fágætri alúð. Samfylgdina við Sissu var mannbætandi fyrir börn og fullorðna og kann ég henni miklar þakkir fyrir. Sigurður og Margrét eru nú bæði látin, Vilhelm kvæntur og fluttur að heiman, en systurnar Jóhanna og Sissa héldu saman heimili til síðasta dags. Samband þeirra var einstaklega náið og gott og hugsuðu þær af mikilli ástúð hver um aðra. Vilhelm, sem þær ólu upp í sameiningu, tengdi þær enn nánari böndum og sat velferð hans fyrir öllu. Hann endurgalt Sissu ríkulega ástúðina og átti hún margar góðar stundir með honum, Asgerði konu hans og börnum þeirra. Erla, einkadóttir Sissu, býr í Hveragerði og naut Sissa þess að dvelja hjá henni, Kristjáni manni hennar og börn- um þeirra, hvenær sem færi gafst. Samband þeirra mæðgna var einkar náið og stóðu þær saman í blíðu og stríðu. Það eru mikii forréttindi að hafa fengið að kynnast Sissu og eignast vináttu hennar. Móðir mín naut ekki síður þessara forrétt- inda og þökkum við mæðgur Sissu af heilum hug samfylgdina og biðjum guð að vera með henni. Inga ,,l*ú varst af guði gefin mór, góð fósturmóðir ka*r, þú ert og guði gefin hór, guðs tróni hafin na*r; umhunar guð um eilífð þór öll þín góðverk fráhær, himinsins hlessun eign því er öndin þín dyrðarska*r.“ Hjálmar Jónsson frá Bólu mæl- ir hér fyrir munn okkar í mínum húsum í dag, þegar við kveðjum hinstu kveðju móðurömmu mína, Sigfríði Sigurðardóttur, frá Pat- reksfirði. Hún og ástúð hennar voru okkur öllum ómetanleg blessun; mér og börnum mínum frá frum- bernsku til dauðastundar og eig- inkonu frá fyrstu kynnum þeirra. Þess vegna kveðjum við hana í dag með hjartans þökk og gleðjumst með henni nú, þegar sál hennar hefur numið land í nýjum heim- kynnum sem hún trúði að hún ætti vís að lokinni jarðvist sinni. Hún kaus fremur að gefa en þiggja. Og hún var rík. Ekki af þeim fánýtu verðmætum sem möl- ur og ryð fær grandað, heldur af ást, umhyggju og hjartahlýju, sem aldrei glatast eða fellur á í hugum okkar sem nutum. Sigfríður Sigurðardóttir fædd- ist á tímum kreppu og skorts og bjó við slíkt þjóðfélagsástand mestan þann tíma sem við nefnum besta aldursskeið mannsins. Það er í senn þroskandi og lærdóms- rikt fyrir okkur hinar yngri mann- eskjur, sem ef til vill gerum meiri kröfur til annarra en okkur sjálfra, að kynnast baráttu fólks- ins sem fyrst og fremst gerði kröf- ur til sjálfs sín, og átti ekki skjól í hvers konar „athvörfum" hins opinbera eða vandamálafræðum. Þess fólks, sem barðist óbugað gegn fátækt og óréttlæti, en hélt reisn sinni og menningu með hag- sýni, reglusemi og þrautseigju að leiðarljósi. Okkur ber skylda til að minnast þessa fólks, nú og ævinlega; okkur sem lifum við allsnægir og njótum starfs og baráttu þeirra sem horfnir eru sjónum okkar, eða eru komnir á efri ár. Gerum öll ár, hvern dag að degi aldraðra. Sigfríður Sigurðardöttir fædd- ist á Vopnafirði á nýársdag árið 1908. Hún lést laugardaginn 23. janúar síðastliðinn. Þótt hún hafi mátt þola asthmaveiki og þurft að dveljast í sjúkahúsum öðru hverju síðustu árin kom skyndilegt frá- fall hennar okkur á óvart. Hjarta hennar bilaði skyndilega. Kallið var komið, löngum og oft ströng- um starfsdegi var lokið. Hún var dóttir hjónanna Sig- urðar Einarssonar frá Viðborði í Austur-Skaftafellssýslu og Mar- grétar Benjamínsdóttur frá Ósi í Hjaltastaðaþinghá. Sigurður var orðlagður hagleiks- og dugnaðar- maður og Margrét góð og gegn sómakona, sem ól börn sín upp í guðsótta og góðum siðum. Margrét lést í Reykjavík árið 1954, og Sig- urður árið 1965. Sigurður og Margrét eignuðust tvær dætur, auk Sigfríðar, Jó- hönnu Maríu, sem lést í barnæsku og nöfnu hennar, sem fæddist á Vopnafirði árið 1919. Þau hjónin bjuggu á Vopnafirði um hríð, en fluttist þaðan ásamt dætrum sínum tveimur, Sigfríði og Jóhönnu yngri, til Patreks- fjarðar árið 1920. Bræður og syst- ur Sigurðar settust einnig að á Patreksfirði ásamt mökum sínum og börnum. Frændbálkur þessi reisti hús sin á Vatnseyri, á svonefndum Kambi, og var þekkt- ur sem Kambsfólkið. Samheldni var mikil hjá Kömb- urum og meðal annrs stunduðu bræðurnir sjómennsku saman um árabil á eigin báti. Þá tóku þeir virkan þátt í verkalýðsbaráttunni, sem þá var að hefjast fyrir alvöru vestur þar, urðu forystumenn og þóttu harðir í horn að taka. Þótt Sigfríður væri fædd á Vopnafirði, festi hún rætur á Petreksfirði og kaus því að kenna sig við hann. Hún giftist Jenna Jónssyni frá Patreksfirði árið 1925. Þau stofnuðu heimili á Pat- reksfirði og eignuðust ári 1930 eina barn sitt, Erlu. Þau Sigfríður og Jenni slitu samvistum. Jenni Jónsson lést í janúarmánuði síð- astliðnum og var jarðsettur fyrir tæpum tveimur vikum. Eftir að Sigríður og Jenni skildu, fluttist Sigfríður til Reykjavíkur með Erlu dóttur sína. Erla er gift Kristjáni Wiium, skrifstofustjóra, og búa þau i Hveragerði. Þau eiga fimm dætur: Sigfríði Ingu, sem búsett er í Hveragerði, gift Kjartani Bjarna- syni, trésmið, Margréti Sigrúnu, ljósmyndara, sem er við störf í Bretlandi, gift Alexandro Harr- era, landbúnaðarverkfræðingi frá Chile, Stefaníu Gunnlaugu, sem starfar sem fóstra í Noregi og Jennýu Hugrúnu og Elinu Ósk, námsmenn, sem enn eru í for- eldrahúsum. Árið 1949 fluttust foreldrar Sig- fríðar, Sigurður og Margrét, ásamt Jóhönnu dóttur sinni, til Reykjavikur. Sigfríður slóst þá í hópinn að nýju og héldu þær syst- ur heimili með foreldrum sínum upp frá því. Móðir mín, Erla, kom mér í bernsku í fóstur hjá þeim. Þau gengu mér öll í foreldrastað. Það var mér mikil gæfa, enda ekk- ert til sparað að veita mér hið besta atlæti og uppeldi i hvívetna. Eftir að foreldrar þeirra systra, Sigurður og Margrét, létust, héldu systurnar heimili saman áfram. í veikindum Sigfríðar hin síðari ár var Jóhanna systur sinni mikil stoð og stytta, enda miklir kær- leikar.með systrunum. Sigfríður amma mín var blíð- lynd kona og dagfarsprúð, en skapmikil og ákveðin ef því var að skipta. Hún starfaði meðan heils- an leyfði við ræstingar i Stjórn- arráði Islands, og ávann sér þar vináttu og virðingu starfsmanna fyrir vandvirkni sína og sam- viskusemi, sem henni var í blóð borin. Hún var söngelsk mjög og söng meðal annars lengi í kirkju- kór Patreksfjarðarkirkju meðan hún dvaldist þar vestra. Við Ásgerður kona mín og börn- in okkar fjögur, þökkum Sigfríði ömmu allt sem hún gaf okkur. Börnin munu ekki hvað síst sakna þess að mega ekki lengur koma og gista hjá ömmu eina og eina nótt um helgi og njóta ástúðar hennar og góðgætisins, sem hún lumaði á í eldhússkápnum, og við munum öll sakna heimsókna hennar til okkar í Keilufelli 9. En við vitum, að hún hafði lokið miklu og góðu, en jafnframt oft erfiðu dagsverki og hvílir nú í friði. Einar Benediktsson kvað svo um mæta konu og í dag geri ég orð hans að mínum yfir moldum Sig- fríðar Sigurðardóttur: „lleila eining huga oj* máls. hjarta jjulls og vilji stáls, Ijósid trúar. Ijósid vona IiTs þíns minning yfir brenni. I*ú, sem unnir ei til hálfs audnu landsins dætra og sona, blómsveig kærleiks bjarl um enni berðu hátt. Nú ertu frjáls. Dyggð og tryggð þitt dæmi kenni. Dána! I*ú varst íslensk kona.“ Vilhelm G. Kristinsson Páska vika í Sviss SVISS Skíöaferð 4. — 11. apríl 1982 Beint leiguflug til Zurich Dvalarstaðir: Davos: Hótel des Alpes Montana: Hótel Mirabeau Frábærir skíöastaöir og góö hótel Verö kr. 7.200.00. Innífalið í verdi: Flug, flutningur frá flugvelli í Ztirich til dvalarstaöa og til baka, gisting í 2ja manna herbergi (öll herbergi meö baði) morgun- og kvöldveröur. Verö er miöaö við gengisskráningu 15.1.1982. Leitiö nánari upplýsinga. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF. BORGARTÚNI 34, 105 REYKJAVÍK. Sími 83222

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.