Morgunblaðið - 02.02.1982, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982
41
fclk f
fréttum
+ í bresku blaði sagði nýverið, að á ári hungurs, morða, hryðjuverka, atvinnu-
leysis o.s.frv. hefðu menn sameinast í einum atburði — hinu konunglega brúðkaupi. En
hvenær getum við átt von á annarri konunglegri ást? Náttúrlega — segir hið breska blað og er
það heimild okkar að öllu því sem hér fer á eftir — jafnast ekkert á við brúðkaup Karls
og Díönu — en það eru að minnsta kosti átta börn úr konungsfjölskyldunni orðin
gjafvaxta og vel það. Nú þegar eru uppi getgátur meðal manna, hver verði næstur — og
skulum við skoða stuttlega hvernig málin standa hjá hverjum og einum.
+ Þetta er Edward prins, átján
vetra og bróðir þeirra Karls og
Andrews. Hann þykir ekki ólíkur
systur sinni Onnu, en feiminn er
hann stundum í framgöngu og
segja sálfræðingar, að skýringa sé
sennilegast að leita í því, að honum
finnist undir niðri að eldri bræður
hans skyggi á hann! Hann tók
seint við sér í skóla, en á endanum
reyndist hann snöggtum skárri
námsmaður en Andrew. Þá hefur
hann sýnt burði til að verða flug-
maður snjall og skytta góð. Hann
hefur sést í fylgd með nokkrum
stúlkum, en ósagt skal látið hve-
nær hann finnur hina einu
sönnu ...
+ Systir James er Marina og þykir
mjög aðlaðandi, en einörð í skapi,
þótt hún sé ekki nema tæpra sex-
tán vetra. Spekingar segja, að hún
verði mjög falleg kona og hún fer
oft í útreiðartúra, er sundkona
ágæt, og svo er hún mjög list-
hneigð. Oftlega situr hún daglangt
við pianóið og spilar klassíska
tónlist og einnig þykir hún listmál-
ari efnilegur. Þá sló hún í gegn í
skólaleikritinu fyrir tveimur ár-
um, en þar sem hún er ekki sextán
ennþá, þá er ekki lfklegt að hún
giftist í bráð, en vissulega er hún
kvenkostur góður ...
+ Viscount Linley, tvítugur og
sonur Margrétar prinsessu og
ljósmyndarans Snowdons. Hann
gengur jafnan undir nafninu „Lord
Charming”, og er hrókur alls fagn-
aðar og hvar sem drengurinn kem-
úr, er honum það helsta hugðar-
efni að allir séu í ljómandi skapi,
kátir og hressir o.s.frv. Drengur-
inn er svo yfirþyrmandi, að stúlk-
unni hans á dansleik finnst sem
hún sé eina stúlkan í salnum, en
því miður þá hefur hann enga sér-
staka í takinu ennþá. Hann er nú í
námi í innanhússarkitektúr og vin-
ir hans segja, að hann sé kappsam-
ur og áfjáður í að byrja að vinna
strax að loknu námi, sem verður að
ári...
+ Lafði Helen Windsor þykir sú
ásjálegasta í konungsfjölskyld-
unni. Hún verður átján ára í vor.
Hún er falleg eins og mamma,
segja Bretarnir (og þá gáfuð eins
og pabbi?), en hún er dóttir her-
togans og hertogaynjunnar af
Kent. Enn sem komið er hefur hún
ekki oft sést í fylgd ungra manna,
heldur nægir henni félagsskapur
fjölskyldu sinnar og hún er inni-
lega tengd móður sinni ...
+ Sarah er systir „Lord Charm-
ing" og er átján ára gömul og hafa
þegar birst af henni litmyndir í
tímaritinu Vogue. Faðir hennar
tók myndimar. Barnslund hennar
er enn ríkjandi með henni og þeir
sem ungangast hana þykjast sjá fá
merki þess að hún nálgist tvítugs-
aldurinn. Hún stendur sig samt
Ijómandi vel í skólanum og þykir
þrátt fyrir allt rólynd að eðlisfari
og spámenn segja, að vel geti svo
farið, að hún komi öllum á óvart
og verði fyrst allra ólofuðu ung-
mennanna í konungsfjölskyldunni
að finna æviförunautinn, senni-
legast mann sér eldri, og ganga í
það heilaga ...
+ James Ogilvy verður átján vetra
nú í febrúar og segir ekki í heimild
okkar, hinu breska blaði, hverra
manna hann er — nema hann þyk-
ir einn hinn laglegasti í konungs-
fjölskyldunni. Hann er náinn vin-
ur Edwards prins og er öruggur í
fasi og aldrei feiminn en þó hygg-
inn. Semsé, allir möguleikar á því
að honum takist að næla sér í gott
kvonfang — en hvenær veit eng-
inn ...
+ Þessi drengur er kominn undir
tvítugt. Hann þótti efnilegur í
æsku, varð hæstur á prófum, og
menn bjuggust við að þar væri
gáfnaljósið í konungsfjölskyldunni
fundið — en því miður. Hann stóð
sig slælega á stúdentsprófinu og
nú hefur komið á daginn, að helstu
hugðarefni hans eru knattspyrna,
kappakstur og skytterí. Semsé ekki
lengur bókhneigður. Hann heitir
Georg og er sonur hertogans af
Kent. Hann er maður hávaxinn,
eins og pabbinn, og hinn geðþekk-
asti í framgöngu — en ekki líkleg-
ur kandídat í næsta konunglega
brúðkaup ...
+ Bretar segja, að þessi sé nú inn-
undir hjá meyjunum: Andrew
prins, bróðir Karls, 22ja vetra og
gengur jafnan undir nafninu
„Randy Andy", vegna þess hversu
sólginn hann er í ljóshærðar sýn-
ingarstúlkur með stór blá og sak-
leysisleg augu. Andrew er ekki
bókhneigður maður, enda gekk
hann við fyrsta tækifæri í sjóher-
inn og hefur reynst gieðimaður
mikill. Flest kvöld er hann að
finna á næturklúbbum í West End,
þar sem hann gengur jafnan fram
af félögum sínum með því að stíga
villtan dans við stúlkur sem eru
helst til frjálslegar í fasi — svo
konungbornir menn geti leyft sér
að umgangast þær meira opinber-
lega en brýnustu nauðsyn ber til.
En hann gengur semsé í augun á
stúlkunum og eftir öllum sólar-
merkjum að dæma verður hann
hetjan í næstu stóru ástarsög-
unni...
1 IBM system 32. 16 K — 13,7 MB — 155 LPM.
Verö D.kr. 60.000 — fyrir utan kostnað.
1 IBM system 32. 16 K — 13,7 MB — 120 CPS.
Verö D.kr. 55.000 — fyrir utan kostnaö.
Afhendist meö IBM viöhaldsskírteini.
Ókeypis flutningur og uppsetning á íslandi.
Viö kaupum einnig notuö IBM-kerfi.
q.C. co^putar
ÍfCOND NAND fOUIt
ItCOND HAND tOUlÞHCNT ApS
Molhavevej 14
DK-9440 Abybro . Tlf. (08) 24 25 55
SIEMENS
Einvala liö:
Siemens- heimilistækin
Urval v-þýskra SIEMENS-heimilistækja þar sem
hvert tæki leggur þér lið við heimilisstörfin.
Öll tæki á heimiliö frá sama aðila er trygging þín
fyrir góðri þjónustu og samræmdu útliti.
SMITH & NORLAND HF.
NÓATÚNI 4, SÍMI 28300.
Sími 25700
Vetrarverö okkar hafa sjaldan veriö hagstæöari. Eins manns
herbergi meö sturtu kostar aöeins kr. 248.- og tveggja manna
herbergi með sturtu aöeins kr. 325.-.
Ný og glæsileg gestamóttaka, setustofa og Piano Bar.