Morgunblaðið - 02.02.1982, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982
43
íONBOGIII
19 OOO
Kvikmyndhátíð í Regnboganum
Þriðjudagur 2. febrúar 1982
ÆVINTYRIÐ UM FEITA
FINN — „FATTY FINN“
Ástralía 1981.
Eftir Maurice Murphy. Frá-
bærlega skemmtileg kvlk-
mynd fyrir börn og unglinga.
Sjaldan hefur eins skrautlegt
lið sést á hvíta tjaldinu, dýr,
börn og fullorönir. í litum.
íslenskur texti.
Kl. 3, 5.
KONA FLUGMANNS-
INS — „LA FEMME DE
L’AVIATEUR"
Frakkland 1981.
Eftir Eric Rohmer. Nýjasta
mynd Rohmer, sem eftir ferð-
ir á önnur mið og svið, á nú
endurfundi við frönsku ný-
bylgjuna, sem hann var einn
upphafsmanna að. Snilldar-
verk sem segir margslungna
sögu á einfaldan og gaman-
saman hátt.
Enskur texti
Kl. 7, 9, 11.
LITIÐ MEÐ SÖKNUÐI
TIL LIÐSINS TÍMA
Kína 1981.
Eftir Zhang Shuihua. Tilfinn-
ingarík mynd um einmana
mann sem minnist konunnar
sem hann hefur misst.
Enskur texti.
Síðustu sýningar.
kl. 3.05, 5.05.
VEIÐIFERÐIN
ísland 1980.
Eftir Andrés Indriðason. Létt
gamanmynd sem gerist öll á
einum sumardegi á Þingvöll-
um.
Aöeins þessi eina sýning.
Kl. 7.05.
VERA ANGI —
„ANGI VERA“
Ungverjaland 1978.
Eftir Pál Gabor. Fögur og
gamansöm mynd um ástir og
skoöanainnrætingu á Stal-
ínstímanum í Ungverjalandi.
Kvikmyndin hefur hlotiö ótal
verölaun og var kjörin af
gagnrýnendum besta erlenda
kvikmyndin i Bretlandi 1980.1
litum.
Enskur texti.
Síöustu sýningar.
Kl. 9.05, 11.05.
ENGIN ÁSTARSAGA
- KVIKMYND UM KLÁM
„Not a love story — Film
about pornography"
Eftir Bonnie Sherr Klein.
Kanada 1981.
Atgangshörö og tilfinningarík
heimildarmynd um klámheim-
inn. Sterkt framlag til umræðu
um konur og ofbeldishneigö. (
litum.
Enskt tal.
Stranglega bönnuð börnum
innan 16 ára.
Kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10, 11.10.
PUNTILA OG MATTI
- „HERR PUNTILA"
Finnl./Svíþj. 1979.
Eftir Ralf Langbacka. Myndin
er byggö á leikriti Brechts og
Hellu Wuolijoki, sem hér var
sýnt fyrir nokkrum árum.
Langbacka er frægur fyrir
Brecht-uppfærslur sínar.
i lltum.
Enskur texti.
Kl. 3.15, 5.15.
NORÐURLJÓS
- „NORTHERN
LIGHTS"
Bandaríkin 1978.
Eftir John Hanson og Rob
Nilsson. Noröurljós fjallar um
baráttu norrænna bænda í
Noröurríkjunum veturinn
1915 og hefur hlotiö fjölda-
mörg verölaun fyrir áhrifa-
mikla og fagra kvikmyndun.
Svart/hvít.
Enskt tal.
Síöustu sýningar.
Kl. 7.15, 9.15, 11.15.
Víxlar nú án afsagnar
„AN AFSAGNAR44 mun fram-
vegis standa á víxileyðublöðum,
sem bankar og sparisjóðir nota,
en frá 1. febrúar munu bankar
og sparisjóðir stefna að því að
kaupa aðeins þá víxla af við-
skiptamönnum þar sem útgef-
endur og ábekingar lýsa því yfir
að fallið sé frá afsögn.
Samvinnunefnd banka og
sparisjóða auglýsti um helgina
þessa breyttu tilhögun og seg-
ir að það sé gert til að létta
meðferð víxla í bönkum og
sparisjóðum og ekki síst til að
spara viðskiptamönnum oft
óþarfa kostnað vegna afsagn-
ar víxla. Þessi tilhögun hefur í
för með sér að nú þarf banki
eða sparisjóður ekki lengur að
láta afsegja víxil til að tryggja
rétt sinn gagnvart útgefanda
og ábekingum. Þó munu bank-
ar taka við víxlum viðskipta-
manna sinna til innheimtu
þótt útgefendur og ábekingar
slíkra víxla hafi ekki fallið frá
afsögn og yrðu þeir víxlar því
afsagðir með hefðbundnum
hætti ef á þyrfti að halda.
í hjarta borgarinnar
m Opið frá 18-01
Halldór Ární veröur í diskótekinu og leikur réttu
blönduna, af réttu tónlistinni, fyrir rétta fólkið. Brand-
ari dagsins, er haföur eftir Victor Borge.
„Pabbi minn spilaði á fiðlu og vióiu, en mamma varð
alveg vitlaus, vegna þess að Vióla var einn af ná-
grönnunum.”
Spakmæli dagsins:
Ekki tjáir úlfshár af gylla.
Allir í ---------m m
ÓSAL
Stangaveiðifélag Reyjavíkur heldur árshátíð sína í Súlna-
sal Hótel Sögu föstudaginn 12. febrúar (annan föstudag)
4*, <«, <*, <*, <* <*■, <* <*, <*■
Veizlustjóri verður Svavar
Gests (til hægri á mynd-
ínni)
Stangaveiðimenn, nú er um aö gera að grípa símtólið kl. 13
í dag og tryggja sér aðgöngumiöa á þessa einstæðu árshátíð,
því skemmtinefndin er þess fullviss að allir miðar muni fara á
örskammri stundu. Aðgöngumiðar verða síðan afhentir og borð
tekin frá nk. laugard. kl. 13.50-15.
Sími félagsins er 86050. Skemmtinefndin.
Hinn bráöskemmtilegi „Barber-
shop“ kvartett úr Fóstbræörum
skemmtir af sannri innlifun.
Hinar list-
rænu lit-
myndir
Rafns Hafn-
fjörö frá
veidiám verda
hengdar
upp gestum
til augna-
yndis.
Ragnar Bjarnason og hans lands-
kunna hljómsveit leika við hvern sinn
fingur undir dansi fram eftir nóttu.
Lag kvöldsins er að sjálfsögðu „Lax,
lax, lax“.
Jörundur og Laddi með glænýjan gamanþátt
í tilefni kvöldsins og nefnist hann „Glannar í
Norðurá".
Súlnasalur verður
skreyttur sérstaklega
og verður þar að verki
blómaskreytingarsnill-
ingurinn Hendrik
Berndsen