Morgunblaðið - 02.02.1982, Side 44

Morgunblaðið - 02.02.1982, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 ,/Eli Qum vicS -T/ein' pOikl<23. a-P rúsínum r>" Ast er... mCo ... að leggja hanskana á hilluna. TM Rog U.S. Pat Oft.—all rlghts reservod * 1981L ' ‘ ----------- © 1981 Los Angetos Times Syndicate 1230 ODRV Það kemur málinu ekki við hvern drengurinn hefur barið. En ég segi hann hér með úr þessum karate- skóla. Mamma. — Þú hefur gleymt að tæma vasana þína. HÖGNI HREKKVÍSI ,, £#t>SAST*L94- MÓS?/ /TA> r/?fAASTUR / * „Kaninn44 á opin- berum stöðum Við erum þrjár stelpur sem langar að koma á framfæri kvötun til sumra opinberra staða o« vilj- um í því sambandi nefna Stræt- isvagna Reykjavíkur sérstaklega. Við notum mjög mikið strætis- vagna og rekum okkur óþarflega oft á að stætisvagnastjórar hafa stillt á kanaútvarp og kemur það óþægilega við okkur þar sem við erum miklu hlynntari íslenska út- varpinu. Sem dæmi má nefna eitt atvik sem henti okkur fyrir stuttu: Við vorum sestar upp í vagninn og tókum þá allt í einu eftir því að Leiðrétt- ing við af- mælisvísur I afmælisvísum Asgeirs Jóns- sonar eftir Valdemar Benónýsson er birtar voru í Velvakanda 31. janúar sl. varð sú prentvilla að „gjarðamar" varð að „gjarðirnar". Er þriðja vísa kvæðisins rétt þannig: Geiri sezt á gjarðamar gjöfum hrestur Bakkusar, sýnist flestum saman þar sveinn og hestur fornaldar. Biðst Velvakandi velvirðingar á þessum mistökum. kaninn hafði verið stilltur á fullt svo að glumdi í strætó. Við tökum okkur til tvær og löbbum fram til stætisvagnstjórans og spyrjum hann hvort hann geti ekki verið með íslenska útvarpið á. Þá svarar hann voða hvumpinn: „Hvers vegna?" „Það væri nú kannski svolítið íslenskara fyrirbæri," svörum við og spyrjum hann svo hvort að þetta sé íslenskur stræt- isvagn eða amerískur. Þá svarar hann: „Ferlega eru þið leiðinlegar, stelpur.“ Við fórum þá bara og settumst. En allt í einu hrökkvum við við því að nú glymur íslenska útvarpið á allra hæsta einhvern píanókonsert. Við urðum guðslif- andi fegnar, en þá allt í einu var kanagaulið komið á aftur. Við spyrjum: Er hægt að koma svona fram við fólk á opinberum stöðum? Er ekkert tillit tekið til skoðana fólks? Við erum fólk líka þótt við séum unglingar og höfum meira að segja skoðanir. Að lokum ein tillaga: Ef strætisvagnastjór- um þykir islenska útvarpið svona leiðinlegt er þá ekki hægt að leyfa þeim að hafa kassettutæki í bíln- um og skipta yfir á blandaða mús- ík, íslenska og erlenda, þegar þeir gefast upp á búnaðarþætti og sin- fóníum? Eða þá að útvega þeim heyrnartæki svo þeir geti hlustað á kanagaulið án þess að raska ró okkar sem viljum frekar íslenska þögn, heldur en kanaútvarp. Arna, Margrét og Anna. ... og hann sýrid- ur drottningunni „Kæri Velvakandi! Til þess að íslendingar þurfi ekki að hafa komplex gagnvart Dönum eins og svo oft vill við brenna á þeim bæ ættu andans jöfrar Norræna þýðingarsjóðsins að beita sér fyrir því að kynfæra- romsa Dags Sigurðarsonar, sem lesin var upp í útvarpið um kvöld- matarleytið í gær verði snöruð á dönsku hið bráðasta með kæru þakklæti fyrir framlag Vitu And- ersen á því sviði og honum síðan boðið til Danmerkur og hann sýndur drottingunni. Útvarpshlustandi 23. janúar.“ Þessir hringdu . . . Hvaða „sér- trúarsöfnuði“ átti prestur- inn við? 2311—5182 hringdi og kvaðst hafa hlustað á messu frá Langholtskirkju siðastliðinn sunnudag. Hún óskar eftir því að presturinn geri betri grein fyrir því, hvað hann átti við með því að líkja „sértrúarsöfnuðum" við eit- urlyfjaneytendur. „Vill hann gera svo vel að nefna þá söfnuði sem hann teiur álíka hættulega og eiturlyfjanotk- un. Ef hann gerir það ekki liggja allir þeir trúflokkar sem ekki tilheyra þjóðkirkj- unni undir þessum þunga dómi. Hann hlýtur þó að vita að ritningin segir: „Dæmið ekki svo þér verðið ekki dæmdir." Allir vita að eiturlyfjaneyzla er mesta böl þjóðarinnar með ofdrykkju. Auðvitað eru til andkristilegir söfnuðir víðsvegar í heiminum. Von- andi eru það þeir sem prest- urinn á við. I öllum löndum er kristið fólk sem hefur gengið úr kirkjunni vegna þess að það hefur haft opin augu fyrir því að kirkjan hefur brugðist kalli sínu. Það starfar eigi að síður að málefnum kristn- innar með kærleiksfórnum og fyrirbænum fyrir málefn- um málefnanna — og biður jafnvel fyrir ofsækjendum sínum." Þakkir til dr. Benjamíns fyrir góda grein Sigurður Vigfússon hringdi og las fyrir eftirfarandi bréf: „Heiðraði Velvakandi! Mig langar að biðja þig að flytja dr. Benjamín H.J. Ei- rikssyni kæra þökk fyrir grein hans, „Trú og verk“ sem birt- ist í dáikum þínum 31. janúar sl. Sannarlega þarf þjóð vor að taka undir og segja með orðum Lúters: „Guð helgur andi heyr oss nú, ó heyr vér biðjum, veit oss rétta trú.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.