Morgunblaðið - 02.02.1982, Síða 45

Morgunblaðið - 02.02.1982, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1982 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FOSTUDAGS - iiATthg-1 Vindhraði og vedurfregnir í Mbl. 284. tbl. 68. árg. sem út kom hinn 29. des. 1981 stendur á bls. 47 „Fór í 14 vindstig í Eyjum“ í sama blaði frá 15. jan. sl. segir „Vestmannaeyjar: 15 vindstig — ekkert tjón.“ Hér er mikið ósam- ræmi á milli og nánast villandi. í fyrri fréttinni sem var um veðrið að kvöldi jóladags er talað um vindstig eftir mesta meðalvind- hraða í 10 mín. svo sem venja er og var þó frekar 15 vindstig en 14 (92 hnútar) og þá notaður vind- stigakvarði sem tíðkaðist á tíma- bili. Hæst í kviðu þá var 114 hnút- ar (17 vindst.) Hitt veðrið sem tal- að er um 15. jan. var að kvöldi 13. jan. Þá var hæsti 10 mín. meðal- vindur aðeins 68 hnútar eða 12 vindstig. Hinsvegar skar þá ein hviða sig úr og náði 100 hnútum og er það hún sem átt er við í seinni fréttinni. Eftir fréttum blaðsins var því seinna veðrið ívið verra sem er víðsfjarri veruleikanum. Veðrið að kvöldi jóladags er með þeim verstu sem hér koma. Al- gengast er að hviður fari 2 vind- stig fram úr meðalvindi og gjarn- an meira í SV átt. Að lokum, þó að veðrið 13. jan. hefði verið í hámarki á kortatíma sjónvarpsveðurfregna, þá hefðu sumir sjónvarpsveðurfræðingar varla talið það meira en 9-10 vindstig „á miðum“ eftir leiðrétt- ingu þar á bæ. Ekki minnkar mis- ræmið við það og getur þá sama veðurhæð orðið frá 9-15 vindstig eftir hver á heldur. Yestmannaeyjum 26.1. 1982, Oskar J. Sigurðsson. UB 40 skrifar: „Það er margt sem virðist fara framhjá hr. Flink“ IIB 40 skrifar: Hr. flinkur virðist eiga bágt með að skilja hvernig Bubbi rokk-kóngur kemst hjá því að vera auðkýfingur. 17.1. sl. skrifar hann enn eitt bréfið í Velvakanda og stendur að vanda á haus. Hr. flinkur, hvernig dettur þér í hug að verkamannakaup sé aðeins 1000 kr. á viku þegar lögbundin lágmarkslaun í landinu eru í kringum 6000 kr. á mánuði? Og getur þú ímyndað þér að nokkur atvinnurekandi reyni að halda úti fyrirtæki með því að bjóða þessa lágmarksupphæð? Þetta er hins vegar upphæð sem sannir lista- menn láta sér nægja. Sumir þeirra ná ekki einu sinni þessari upphæð. Það ætti jafnvel hr. flinkur að geta reiknað út ef hann þekkir eitthvað inn á t.d. rokk- bransann. Aftur á móti ætlast ég ekki til að hr. flinkur skynji nokkurn mun á lifandi gúanó- og bárujárns- rokki Bubba annars vegar og væmnum skallapopps-ballöðum Bjögga Halldórs hins vegar. Það væri einfaldlega til of mikils mælst af manni sem ruglar sam- an rokki og poppi. Hr. flinkur staðhæfir að þrjár bestu plötur ársins ’81 séu plötur Start, Grafík og Friðryks. Jafn- framt lætur hann þess getið að hann sakni plötu frá Þursum. Já, það er margt sem virðist fara framhjá hr. flink. Hann veit ekki af plötu Þursaflokksins „Grettir". Og hvernig hlustar hann á bestu plötu ársins ’81 „Pláguna" hans Bubba. Eða „Mjötviður Mær“? Eða ...? Nei, sennilega er hr. flinkur bara misheppnaður brandarakarl. Start, Grafík og Friðryk, ... ja, kannski ekki svo slæmur brand- ari. Hvernig finnst hr. flink brandarakarli þá þessir brandar- ar: 1. Textarnir á plötum Start og Grafík eru þeir bestu sem heyrst hafa frá því Lilja var kveðin! 2. Ryþma-dúett Start er sá kraftmesti og liprasti sem heyrst hefur frá upphafi rokksins! 3. Sándið á plötum Grafík og Friðryks er það besta sem heyrst hefur síðan half-speed-master „Born To Run“-plata Bruce Springsteens var sett á markað- inn! 4. Start eru svo andríkir í list- sköpun sinni að mönnum getur alls ekki dottið ’70 model Uriah Heep í hug þegar maður heyrir t.d. „Sekur“. Þakkir til sr. Sigurðar Hauks: Frábær ræða Til Velvakanda. Ég vil færa sr. Sigurði Hauki Guðjónssyni þakkir fyrir frá- bæra útvarpsræðu, sem hann flutti sunnudaginn 31. janúar. Um leið langar mig að bera fram þá ósk að pistillinn í heild fáist birtur í blaðinu. Okkur vantar ekki presta sem skríða fyrir lýðnum, og fullyrða oft og tíðum í sunnudagsræðun- um sínum, að Drottinn elski syndarann umfram aðra menn. Við hversdagsmanneskjuna, sem gerir skyldu sína fyrst og skemmtir sér á eftir, hafi hann ekkert að tala! Okkur vantar fleiri eldpresta, sem segja lýðnum svo rækilega til syndanna, að hann hendist upp með andfælum mitt i timb- urmönnum helgardagsins. Með þökk fyrir birtinguna, Guðrún Jacobsen. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson SIEMENS Uppþvottavelín i a r-% w • Vandvirk. Lr\U T • Sparneytin. SMITH & • NORLAND HF., Nóatúni 4, sími 28300. 105 Höfum flutt málflutningsskrifstofu okkar aö Garöastræti 6. Hæstaréttarlögmenn Þorsteinn Júlíusson, sími 14045. Brynjólfur Kjartansson, sími 17478. tipplG Apple-tölvu- og forritakynning kl. 4-6 Þriðjud. 2. febrúar: Tollvörugeymsla Ótrúlega auðvelt í notkun. Innifalið í forritun eru sölu- yfirlit og ýmislegt fleira sem er nauðsynlegt við pant- anaáætlanir. Miðvikud. 3. febrúar: Visi Calc — Visiplot Forrit, sem reiknar stór dæmi á sekúndum, sem tæki þig daga eða vikur. Tilvalið fyrir áætlanagerð. Fimmtud. 4. febrúar: Launaforrit Ótrúlega fullkomið. Föstud. 5. febrúar: Visi Calc — Visiplot Forrit, sem reiknar stór dæmi á sekúndum, sem tæki þig daga eða vikur. Tilvalið fyrir áætlanagerð. Allir velkomnir meöan húsrúm leyfir. Vinsamlega mætið tímanlega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.