Morgunblaðið - 24.03.1982, Síða 1
40 SIÐUR
65. tbl. 69. árg.
MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Nýir valdhafar í Guatemala:
Taldir styðja frjáls-
lyndasta forsetaelnið
Cuatrmalaborg, 23. marz. Al*.
i>NGIH hcrforingjar gerðu í dag
byltingu i (.uatemala og segja þeir
valdatiikuna i þvi skyni að afstýra
þvi að enn einn íhaldssamur hers-
höfðingi setjist á valdastól. í út-
varpsávarpi hinna nýju valdhafa var
því haldið l'ram að yfirlýstur sigur
(íuevara hershöfðingja í forseta-
kosningum 7. mars sl. hafi verið
fölsun, um leið og því er heitið að
endurreisa „frið og stjórnarfarslegt
Ivðræði í (Juatemala“.
Samningaviðræður eru sagðar
standa yfir milli byltingarforingj-
anna og fráfarandi forseta, Fern-
ando Romeo Lucás Garcia, er
heimildarmenn innan hersins
segja að ungliðarnir ætli að efna
til nýrra kosninga, en Guevara
átti að taka við af Lucas Garcia
hinn 1. júlí nk. Miðbærinn í
Guatemalaborg er lokaður al-
menningi og við forsetahöllina eru
skriðdrekar og fjöldi hermanna.
Engar blóðsúthellingar virðast
hafa orðið í byltingunni og eftir
því sem bezt er vitað er allt með
kyrrum kjörum í landinu, að því
undanteknu að skothríð mun hafa
heyrzt frá herstöð um 200 km
vestur af höfuðborginni.
Um stjórnmálaskoðanir vald-
hafanna er ekki vitað með vissu,
en orðrómur er á kreiki um að þeir
styðji þann forsetaframbjóðand-
ann, sem talinn var frjálslyndast-
ur, Alejandro Maldonado Aguirre.
Vera kann að þeir sem fóru hall-
oka í kosningunum hafi sameinazt
um að efna til byltingar, en sá sem
las upp boðskap byitingarmanna í
útvarp var Leonel Sisniega Otero,
varaforsetaefni MLN, en sú hreyf-
ing var talin lengst til hægri af
þeim sem tóku þátt í forsetakosn-
ingunum. Vinstri sinnar, sem reka
skæruhernað á hendur stjórn
landsins, buðu ekki fram í kosn-
ingunum og skoruðu á fylgjendur
sína að greiða ekki atkvæði. í
boðskap herforingjanna kom fram
að skorin verði upp herör til að
binda enda á spillingu og misferli.
Guatemala, nyrzta og fjölmenn-
asta ríki Mið-Ameríku, á land að
El Salvador þar sem borgarastyrj-
öld geisar. Um 7,2 milljónir
manna byggja Guatemala, þar af
er um helmingur af k.vnþætti indí-
ána.
Sjá á hls. 19: l*rjú hundruA morA á mánuAi
I þágu alþjóðlegrar einingarhreyfingar, segir Wagner
HVERT stórhneykslió á fætur öðru hrjáir danska kommúnista um þessar mundir, en á myndinni sést hvar Ingmar
Wagner, mióstjórnarmaóur og fyrrum þingmaður kommúnistaflokksins, kemur til yfirheyrslu hjá lögreglunni í
Kaupmannahöfn til að gefa skýringu á andvirði um 700 þús. danskra króna í erlendum gjaldeyri. Sjóðnum hafði verið
stolið úr peningaskáp sem komið hafði verið fyrir inn af svefnherbergi Wagners, sem var í heimsókn í Sovétríkjunum
þegar innbrotið var framið. Kommúnistaleiðtoginn var kvaddur heim til yfirheyrslu, en þegar kallið kom lá hann í
sjúkrahúsi í Kænugarði. Steig hann upp af sjúkrabeðnum og viö heimkomuna kvaðst hann hafa tekið sjóðinn til
varðveizlu tveimur dögum áður en hann hélt til Sovétríkjanna. Hafi fénu verið safnað í Vestur-Evrópu í þágu
„alþjóðlegrar einingarhreyfingar". Ekki kveðst hann vita hver hafi afhent honum sjóðinn né heldur segist hann hafa
fengið vitneskju um hver hafi átt að taka við honum í fyllingu tímans. sjá bls. 19 Kommúnistar í bobba.
Kólumbía reynd í
erfiöum tilraunum
Kanax ral hofAa, Florida, 23. mars. Al\
GEIMFERJAN Kólumbía hélt í dag
áfram ferð sinni um geiminn með
stélið í átt til sólar samtímis því að
stjórnendur hennar létu á hana
reyna með ýmsum erfiðum tilraun-
um. Til dæmis prófuðu þeir heljar-
mikinn sjálfvirkan arm í farangurs-
eða lestarrýminu, en urðu að fresta
þeirri tilraun vegna of mikils álags á
straumrofa.
Við bilunina í straumrofanum
urðu tvær myndavélar á arminum
óvirkar, þannig að ekki tókst að
skoða nef ferjunnar þar sem hita-
hlífar hafa losnað en öðrum
geimfaranna, Fullerton, tókst
seinna að gera að öðru leyti þær
tilraunir með arminn, sem til
hafði staðið. Þetta er eina bilunin,
sem orðið hefur í þessari ferð.
Flugstjórinn, Neil Doc Hutch-
inson, kvaðst vongóður um að tak-
ast mætti að skipta um straum-
rofa og sagði að allt gengi að
óskum. Fyrsta hitaþolraun ferj-
unnar fór fram í 241 km hæð yfir
jörðu á 28.000 km hraða á klst. en
við þær aðstæður skiptist á gífur-
legur hiti og ofsakuldi.
Eins og fyrr segir losnuðu
nokkrar hitahlífar af ferjunni en
það er ekki talið skipta neinu máli
þar sem þær eru ekki meðal
þeirra, sem nauðsynlegastar eru. I
fyrstu ferð Kólumbíu losnaði ein
hitahlíf og 17 skemmdust og í ann-
arri skemmdust 40 hlífar nokkuð.
Þrátt fyrir það gengu ferðirnar að
óskum.
Pólland:
Herstjórnin
að losna við
beitir þrýstingi til
óæskilega þegna
' arsjá. kaupmannahöfn, 23. marz. Al\
SVO VIRÐIST sem pólska her-
stjómin leggi vaxandi áherzlu á að
losa sig við þá sem ekki hverfa í
fjöldann og eru til vandraða á ein-
hvern hátt.
I dag staðfesti Danuta Walesa að
herstjórnin hefði beint þeim tilmæl-
Begin segir ekki af sér
— þrátt fyrir vantraust
Jerúsalem, 23. marz. Al\
MENACHEM Begin er hættur við að
segja af sér, en áður en gengið var til
atkva'ða um vantrauststillögu Verka-
mannaflokksins á stjórnina í dag
hafði hann lýst þvi yfir, að hann segði
af sér nema hann héldi meirihluta í
þinginu. Á ríkisstjórnarfundi í kvöld
lögðust ýmsir ráðherrar Begins svo
ákaft gegn afsögn stjórnarinnar, að
Begin lét til leiðast og situr því
áfram.
Lögum samkvæmt getur stjórn
setið áfram þótt atkvæði standi á
jöfnu í atkvæðagreiðslu um van-
traust. Druckmann, rabbí nokkur
sem til skamms tíma studdi Begin
en sagði skilið við hann vegna
brottflutnings frá Sínaí, greiddi
óvænt atkvæði með vantrauststil-
lögu Verkamannaflokksins, en til-
efni hennar var atbeini stjórnar-
innar í síðustu atburðum á Vestur-
bakkanum, en þá féllu tveir arab-
ískir unglingar í skothríð ísra-
elsmanna og fjölmargir særðust.
um til Walesa-fjölskyldunnar að hún
hyrfi úr landi og frá því að herlögin
gengu í gildi 13. desember sl. hafa
sígaunar verið áberandi í hópi þeirra
sem hafa fengið að flytjast frá Pól-
landi. Pólskir útlagar halda því fram
að hér sé um kerfisbundnar ofsóknir
á hendur sígaunum að ræða, en
fimm af þrjátíu og sjö sígaunum sem
hafa komið að landi í Ystad í Svíþjóð
að undanförnu hafa verið með
„ferðaskilríki" þar sem þess er getið
að viðkomandi sé ekki pólskur ríkis-
borgari. Þessi skilríki eru eins og
þau sem pólskir gyðingar, sem flúðu
til Danmerkur og Svíþjóöar í gyð-
ingaofsóknum í Póllandi 1968—’69,
höfðu meðferðis.
„Ferðaskilríki" þessi jafngilda
ekki vegabréfum, eins og þeim sem
aðrir sígaunar hafa undir höndum er
þeir koma frá Póllandi, en vegabréf
heimila handhafanum að hverfa aft-
ur til heimalands síns, þó með því
skilyrði að þeir setjist þar um kyrrt
fyrir fullt og allt.
Danuta Walesa tjáði fréttamanni
AP það í símtali frá Gdansk í dag, að
svar fjölskyldunnar við tilmælum
herstjórnarinnar um að h*erfa úr
landi hafi verið afdráttarlaust nei.
Danuta vildi ekki segja hver hefði
komið tilmælunum á framfæri, en
þessi fregn kemur heim og saman
við orðsendingu pólsku herstjórnar-''
innar fyrr í þessum mánuði, en sá
boðskapur var á þá leið að stjórnar-
andstæðingar sem væru í haldi og
fjölskyldur þeirra gætu sótt um
brottfararleyfi.
Dönsk stjórnvöld
viðbragðsstöðu
1
Kaupmannahörn, 23. marz, frá Ih
Bjnrnhak, fréttarilara Morgunblaösins.
IX)NSK stjórnvöld eru við öllu búin
vegna gin- og klaufaveikinnar sem þar
er komin upp og í dag varð uppvist um
fimmta (ilfellið á Fjóni, með þeim af-
leiðingum að 160 gripir voru felldir. Á
einum stað á eynni leikur grunur á að
sjúkdómurinn sé kominn upp og þar
hafa 72 gripir verið felldir á siðasta
sólarhring. I dag varð uppi fótur og fit
vegna grunsemda um að sjúkdóniurinn
væri kominn upp í Ringsted á Sjálandi.
Þegar Ringsted-málið var athugað
nánar kom í ljós að grunsemdirnar
voru ástæðulausar, en hefðu þær
reynzt á rökum reistar hefðu afleið-
ingarnar orðið hinar ísk.vggilegustu,
einkum þegar þess er gætt að hingað
til hefur gin- og klaufaveikinnar
ekki orðið vart utan Fjóns. Sjúkdóm-
urinn er hinn mesti vágestur og hef-
ur hann þegar haft í för með sér
stórtjón fyrir útflutning á landbún-
aðarvörum, sem danskt efnahagslíf
veltur að miklu leyti á. Verð á kjöti
hefur þegar lækkað í Danmörku og
uppsagnir starfsfólks í sláturhúsum
á Fjóni eru hafnar.