Morgunblaðið - 24.03.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982
Myntsafn Seðlabanka:
Einseyringur á 20
þúsund danskar kr.
„Pjattbókasafn“ sagði Guðrún Helgadóttir
Fékk á sig brotsjó og fór á hliðina
VKLBATURINN Olafur Ingi KE
34 frá Keflavík fékk á sig brotsjó,
þar sem hann var á siglingu á mið-
in, um klukkan 11 á mánudags-
morgun. Valt báturinn á hliðina og
nokkrar skemmdir urðu á lunn-
ingu og tækjum hans, en engan
skipverja sakaði alvarlega. Nokkr-
ir þeirra hlutu þó skrámur við
höggið og veltuna, en á Olafi Inga
er 12 manna áhöfn.
Pétur Jóhannsson skipstjóri
sagði í samtali við Morgunblaðið
í gærkveldi, að atburðurinn
hefði orðið um 80 mílur út af
Jökultungum frá Garðskaga, og
hefði verið þungur sjór. Skipið
hefði siglt hægt, og skyndilega
risið einn brotsjór, ekki þó mjög
hár. Aflið var þó það mikið að
báturinn lagðist á hliðina, undan
högginu, sem skall á bakborðs-
megin. Skipstjóri sat stjórn-
borðsmegin í stýrishúsinu, með
opinn glugga, og opnuðust dyr
þar er skipið fór á hliðina. Við
það fylltist sá hluti stýrishússins
af sjó, en sjórinn náði ekki upp
til stýrimanns, sem var bak-
borðsmegin er óhappið varð.
Stýrisútbúnaður og rafmagns-
tæki duttu út um tíma, en með
því að setja á fulla ferð, tókst
skipstjóra að rétta það af á ný,
enda sagði Pétur Ólaf Inga vera
listasjóskip. Er gert hafði verið
við stýrið og önnur tæki sigldu
skipverjar til hafnar á ný, og
komust þangað án hjálpar. Er
nú unnið að bráðabirgðaviðgerð,
en meðfylgjandi mynd tók Arnór
Ragnarsson í fyrrakvöld. Sést
vel á myndinni hvernig lunning-
in bakborðsmegin hefur lagst
474 bændur fá 14,8 milljón-
ir vegna uppskerubrests
Guðrún Helgadóttir, þingmaður Al-
þýðubandalags, kallaði bóka- og
skjalasafn Seðlabanka og Lands-
banka að Kinholti 4 „pjattbókasafn“
á Alþingi í gær og krafðist svara frá
bankaráðherra, hverjar heimildir
va-ru til stofnunar þess, hvað miklum
fjármunum hefði verið til þess varið,
hvert væri starfssvið þess o.s.frv.
Ilún sagði safnið lokað almenningi,
en þar væri mikið magn fagurbók-
mennta hundið í dýrasta skinnband,
þó ekki Karl gamli Marx, sem ekki
nyti þar slíkrar virðingar.
Tómas Arnason, bankaráðherra,
sagði m.a. að hér væri um að ræða
skjala- og bókasafn Seðlabanka og
Landsbanka, sem væri í fjórum
deildum: 1) Islenzkar bækur,
skýrslur, blöð og tímarit, 2) Er-
lendar bækur, skýrslur og tímarit,
3) Söguleg skjöl Landsbanka og
Seðlabanka frá upphafi með vænt-
anlegri viðbót frá öðrum bönkum,
Kópavogur:
D-listinn
FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis-
flokksins í Kópavogi við sveitar-
stjórnarkosningarnar 22. maí 1982
var samþykktur samhljóða á full-
trúaráðsfundi í fyrrakvöld.
Listann skipa:
1. Richard Björgvinsson,
viðskiptafræðingur, Nýbýlavegi 47.
2. Bragi Michaelsson,
framkvæmdastjóri, Birkigrund 46.
3. Ásthildur Pétursdóttir,
húsmóðir, Fífuhvammsvegi 39.
4. Guðni Stefánsson,
verktaki, Hrauntungu 79.
5. Arnór Pálsson,
deildarstjóri, Hlaðbrekku 2.
6. Jóhanna Thorsteinsson,
fóstra, Engihjalla 3.
7. Árni Örnólfsson,
skrifstofumaður, Hlíðarvegi 33.
8. Stefán H. Stefánsson,
fulltrúi, Efstahjalla lc.
9. Grétar Norðfjörð,
flokksstjóri, Skólagerði 59.
10. Kristín Líndal,
kennari, Sunnubraut 50.
11. Steinar Steinsson,
skólastjóri, Holtagerði 80.
12. Torfi Tómasson,
framkvæmdastjóri, Hlíðarvegi 13.
13. Steinunn H. Sigurðardóttir,
húsmóðir, Hvannhólma 30.
14. Jóhann D. Jónsson,
sölufulltrúi, Nýbýlavegi 46.
15. Þorgerður Aðalsteinsdóttir,
húsmóðir, Melgerði 18.
16. Hilmar Björgvinsson,
deildarstjóri, Fögrubrekku 27.
17. Valgerður Sigurðardóttir,
verslunarstjóri, Digranesvegi 46.
18. Friðbjörg Arnþórsdóttir,
húsmóðir, Álfhólsvegi 91.
19. Fríða Einarsdóttir,
ljósmóðir, Reynigrund 19.
20. Kristinn Kristinsson,
Sölugengi dollarans:
Hefur hækkað um
1% á einni viku
SÖLUGENGI Bandarikjadollara hef-
ur hækkað um liðlega 1,04% á einni
viku, en 16. marz sl. var skráð sölu-
gengi 10,(M)9 krónur og var það í fyrsta
sinn, sem sölugengi Bandaríkjadollara
fer yfir 10 krónur, eða 1.000 gkrónur.
Sölugengi Bandaríkjadollara í gærdag
var hins vegar 10,113 krónur.
Sölugengi Bandaríkjadollara hefur
því hækkað um liðlega 23,56% frá ára-
mótum, þegar gengi hans var skráð
8,185 krónur.
Frá því, að ríkisstjórnin heimilaði
opinbert gengissig 4. marz sl. hefur
sölugengi Bandaríkjadollara hækk-
að um tæplega 2,90%, en sölugengi
hans var 4. marz sl. 9,829 krónur.
s.s. íslandsbanka, 4) íslenzkt-erlent
mynt- og seðlasafn. Sem dæmi um
verðmæti myntsafnsins sagði ráð-
herra að þar væri danskur einseyr-
ingur frá 1881, en einn slíkur hefði
selst á 20 þúsund danskar krónur á
sl. ári.
Safnið hefði mikið sögulegt og
menningarlegt gildi, sagði ráð-
herra, það er unnið að því að skrá
það og koma því fyrir í nýjum
húsakynnum, en það verður opnað
þegar því er lokið. Safnið hefur
fyrst og fremst varðveizlugildi,
sagði ráðherra, og er fyrst og
fremst hugsað til afnota fyrir
fræðimenn og til rannsóknar-
starfa, en er jafnframt, eins og heit
þess ber með sér, geymslu- og
heimildasafn fyrir viðkomandi
bankastofnanir.
Sjá nánar frásögn af umræðum á
þingsíðu: Karl Marx er ekki í
skinnbandi.
ákveðinn
húsasm.meistari, Reynihvammi 22.
21. Stefnir Helgason,
framkvæmdastjóri, Hlíðarvegi 8.
22. Axel Jónsson,
fyrrv. alþm., Nýbýlavegi 52.
Kóóurbirgóanefnd skilaði endan-
legu áliti sínu 5. marz síðastliöinn og
er þar lagt til, að 474 bændur fái lán
úr Bjargráðasjóði vegna uppskeru-
brests síðastliöið sumar. Gert er ráð
fyrir að 381 bóndi fái lán vegna fóð-
urskorts, sem varð vegna erfiðrar
veðráttu og kals i túnum á síöasta ári,
samtals að uppha'ð 10.001.100 krón-
ur. I>á er gert ráð fyrir að 93 kartöflu-
bændur, flestir við Eyjafjörð, fái lán
að upphæð 4.829.200 krónur.
Þessar upplýsingar komu fram í
svari Pálma Jónssonar, landbúnað-
arráðherra, við fyrirspurn Hall-
dórs Blöndal á Alþingi í gær. Þar
sem fé hefði ekki verið til í Bjarg-
ráðasjóði hefði það verið tryggt hjá
Seðlabanka, Viðlagatryggingu Is-
lands og viðskiptabönkunum. Þó
væri ekki unnt að afgreiða þessi
lán fyrr en lánsfjárlög liggja fyrir
og sagðist Pálmi vona, að það yrði í
síðasta lagi í næstu viku.
Þingmenn gagnrýndu seinagang
við afgreiðslu þessa máls og að
Bjargráðasjóður skyldi vera van-
megnugur þegar leita þyrfti til
hans. Þá töldu þeir möguleika
sjóðsins til fjármögnunar ónóga og
tók ráðherra í sama streng og
sagði, að útilokað væri annað en
Bjargráðasjóður hefði trausta
tekjustofna. Þá gagnrýndu þing-
menn, að skuldaaukning bænda
vegna harðinda væri skattlögð og
tók ráðherra undir, að breytinga
væri þörf á skattalögum í þessu
efni.
Gunnar Thoroddsen um
ummæli Friðjóns Þórðarsonar:
„Frásögn Morgun-
blaðsins
u
„ÞETTA er röng frásögn í Morgun-
blaðinu, þetta er rangt eftir honum
haft,“ sagði forsætisráðherra,
Gunnar Thoroddsen, í samtali við
Morgunblaðið i gærkvöldi, er hann
var inntur álits á þeim ummælum
dómsmálaráðherra, Friðjóns Þórð-
arsonar, að slíta þyrfti stjórnar-
samstarfinu fyrir kosningar, svo
Sjálfstæðisflokkurinn gæti gengið
til kosninga i einum flokki. Annað
hafði forsætisráðherra ekki um
málið að segja.
Þessi ummæli dómsmálaráð-
herra birtust í frétt á baksíðu
Morgunblaðsins í gær og eru eftir
er rong
honum höfð á aðalfundi Sjálf-
stæðisfélags Mýrasýslu, sem
haldinn var um síðustu helgi.
Fréttina sendi fréttaritari Morg-
unblaðsins í Borgarnesi, Helgi
Bjarnason.
Vegna fyrrgreindra ummæla
Gunnars Thoroddsen vill Morg-
unblaðið taka fram, að einn af
fréttastjórum Morgunblaðsins
las frásögn fréttaritara blaðsins í
síma fyrir Friðjón Þórðarson í
fyrrakvöld og samþykkti hann
frásögnina eins og hún birtist á
baksíðu Morgunblaðsins daginn
eftir.
Frétt Mbl. lesin fyrir
Friðjón í fyrrakvöld
Alþýðuflokkurinn Akureyri:
Uppstillinganefnd setur Jór-
unni og Tryggva út í kuldann
Ilppstillingarnefnd Alþýðuflokks-
ins á Akureyri hefur nú komizt að
niðurstöðu um skipan þriggja efstu
sætanna á framboöslista flokksins til
bæjarstjórnarkosninganna þar í vor.
Samkvæmt tillögu nefndarinnar
skulu þau skipuð Frey Ófeigssyni,
Bárði Halldórssyni og Birgi Marín-
óssyni. Samkvæmt þeim tillögum eru
þau Tryggvi Gunnarsson og Jórunn
Sæmundsdóttir, sem urðu í 2. og 3.
sæti í prófkjörinu sett út í kuldann.
Fulltrúaráö flokksins mun síðan taka
endanlega niðurstöðu um skipan list-
ans, væntanlega um næstu helgi.
Þátttaka í prófkjörinu var ekki
næg til þess að niðurstöður hennar
gætu talizt bindandi, var undir
20% af atkvæðamagni flokksin3 við
síðustu kosningar, en í því varð
Freyr Ófeigsson efstur, Tryggvi
annar og Jórunn þriðja. Birgir varð
í 5. sæti, en Bárður tók ekki þátt í
prófkjörinu. Vegna þessa varð upp-
stillingarnefnd að gera tillögur um
skipan listans að nær öllu leyti.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins munu hafa verið talsverð-
ar deilur um skipanina og þá einnig
um það hvort útiloka skyldi sam-
starf við Sjálfstæðisflokkinn að
kosningum loknum. Mun þessi til-
laga uppstillingarnefndar vera
gerð til þess, að ekki verði útilokað
samstarf við neina flokka að lokn-
um kosningum, enda talið að það sé
vilji meirihluta almennra flokks-
manna að upp verði tekið meiri-
hlutasamstarf við Sjálfstæðis-
flokkinn að loknum kosningum,
verði niðurstöður á þann veg að
slíkt verði fyrir hendi.
Núverandi meirihluta bæjar-
stjórnar Akureyrar skipa 3 full-
trúar Framsóknar, 2 frá Alþýðu-
bandalaginu og Alþýðuflokknum
og einn fulltrúi frjálslyndra og
vinstrimanna. Sjálfstæðisflokkur-
inn á 3 fulltrúa í bæjarstjórn.
Framsókn
ræðir Blöndu-
málin í dag
„ÉG HEF fengið vitneskju um þaö að
þingfiokkur Framsóknarflokksins
muni ræða Blöndumál á þingflokks-
fundi í dag, miðvikudag. Ég hef enga
ástæðu til að ætla annað en að hann
verði sammála því að Blanda verði
virkjuö samkvæmt þeim samningi, sem
nú liggur fyrir og hefur verið undir-
ritaður. Þess vegna býst ég við því að
rikisstjórnin geti staðfest hann innan
tíðar,“ sagði iðnaðarráðherra, Hjörleif-
ur Guttormsson, i samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Morgunblaðið ræddi ennfremur
við Pál Pétursson, formann þing-
flokks Framsóknarflokksins, og
sagði hann að málið yrði að öllum
líkindum tekið upp á þingflokks-
fundinum í dag. Aðspurður sagðist
hann ekki geta sagt til um niður-
stöðu fundarins fyrirfram og sagði
það einkennilegt, ef rétt væri að iðn-
aðarráðherra teldi sig hafa upplýs-
ingar um það hver niðurstaðan yrði.