Morgunblaðið - 24.03.1982, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982
5
Þýzk Saffí
í óperunni
um helgina
1»ÝZK söngkona, Dorothee
Fiirstenberg, syngur hlutverk
Ólafar Kolbrúnar Hardardóttur í
Sígaunabaróninum um helgina,
en Ólöf er að leggja upp í söng-
ferð til Bandaríkjanna.
Dorothee Fiirstenberg hefur
starfað við óperuna í Giessen
og Hannover, auk þess sem
hún hefur verið við Gártner-
platz í Múnchen. Þá hefur hún
sungið í Þjóðaróperunni í Vín
og árið 1979 fór hún í mikla
Dorothee Fiirstenberg
söngför með Þjóðaróperunni
til Japans og söng þá hlutverk
Rósalindu í Leðurblökunni.
Dýraspítalinn:
Nú bjóðum við ýmsa möguleika fyrir fermingarnar. Tweedjakkar frá kr. 900.—, buxur kr. 450.— og
prjónavesti kr. 150.—, eða buxur og vesti og sportblússur íýmsum gerðum og verðum. Og auðvitað er
skyrtan og bindið með klút í stíl ásqmí skónum á sama stað.
„Fiugfreyjan stóð
sig frábærlega vel“
segir Hörður Berg-
mann sem var far-
þegi í Fokkernum
„ÉG HELD að ég mæli fyrir munn
allra farþega, þegar ég færi áhöfn
flugvélarinnar þakkir fyrir frábæra
frammistöðu og ekki síst ber að
þakka frábæra frammistöðu flug-
freyjunnar Guðrúnar Gunnarsdótt-
ur,“ sagði Hörður Bergmann er
hann kom að máli við Morgunblað-
ið, en hann var farþcgi í Fokker-vél
Flugleiða, þegar sprengingin varð i
vinstri hreyfli vélarinnar rétt eftir
flugtak á Isafjarðarflugvelli síðast-
liðinn laugardag.
„Ég verð að játa að það var
skuggalegt að sjá eldinn í hreyfl-
inum og fyrir flesta held ég að
þessi ferð hafi verið ónotaleg.
Guðrún flugfreyja stóð sig ein-
staklega vel og var hún búin að
róa alla þegar flugvélin kom út
yfir Djúpið. Öll viðbrögð Guð-
rúnar voru mjög jákvæð og svo
var með alla áhöfnina og farþeg-
arnir treystu áhöfninni í einu og
öllu.
Mér finnst það ekki hafa kom-
ið nógu skýrt fram, að þegar
Fokkerinn þurfti að nauðlenda
nú voru allar aðstæður erfiðari,
en þegar Fokkerinn sem kom frá
Vestmannaeyjum þurfti að nauð-
lenda sumarið 1980. Þá var það
aðeins hjólabúnaðurinn, sem var
bilaður, en nú var það bæði
hreyfillinn og hjólabúnaðurinn.
Ég hef mikið flogið um ævina, en
þessi lending á laugardaginn var
meistaraverk hjá flugstjóranum
Gunnari Arthurssyni. Lendingin
var með þeim mýkri, sem ég man
eftir,“ sagði Hörður að lokum.
Vitni óskast
FÖSTUDAGINN 12. marz kl. 13.14
var ekið á dreng í Suðurhólum til
móts við Hólabrekkuskóla. Öku-
maður bifreiðarinnar, sem var af
Lada-gerð, ók af vettvangi án þess
að huga að meiðslum drengsins.
Vitni að atburði þessum eru vinsam-
lega beðin að gefa sig fram við slysa-
rannsóknadeild lögreglunnar í
Reykjavík.
Kvenmaður kosinn for-
seti Framtíðarinnar
í skólakosningum Mennta-
skólans í Reykjavík í síðustu
viku átti sér stað merkisatburð-
ur. Kvenmaður var kosinn for-
seti málfundafélags skólans,
Framtíðarinnar. Helga Johnson
bar sigurorð af tveimur karl-
mönnum í kosningum til þessa
embættis. Hún hlaut 35 at-
kvæðum fleira en næsti maður.
Það hefur einungis einu sinni
gerst áður í sögu skólans að
kvenmaður hafi verið kjörinn
forseti Framtíðarinnar. Það var
árið 1949.
í tilefni af kosningu Helgu
ræddi Mbl. stuttlega við hana.
Hún kvaðst vitaskuld mjög
ánægð með þessa kosningu.
Að hennar dómi fer vel á því
að kvenmaður taki við þessu
embætti nú þar sem Framtíð-
in verður 100 ára í febrúar á
næsta ári. Að sögn Helgu
verður leitast við að minnast
þessa stórafmælis á ýmsan
hátt. Hefði hún m.a. í hyggju
að skipuleggja viku dagskrá á
vegum Framtíðarinnar til að
Austurstræti
sími: 27211
gera afmælinu sómasamleg
skil. Ennfremur væri ráðgert
að gefa út hátíðarrit um sögu
þessa merka félags.
Að lokum sagði Helga að
helsta orsökin fyrir sigri
hennar í þessum kosningum
væri að öllum líkindum sú
reynsla sem hún hafði aflað
sér á málefnum Framtíðar-
innar meðan hún sat í stjórn
félagsins. Það hefði frekar
ráðið úrslitunum en sú stað-
reynd að hún sé kvenmaður.
Helga Johnson
Biskup íslands viðstaddur
biskupsvígslu
BISKIIP íslands herra Pétur Sigur-
geirsson og frú hans Sólveig Asgeirs-
dóttir eru um þessar mundir i Svíþjóð
í boði Olafs Sundby erkibiskups.
Mun Pétur biskup vera við vígslu
hins nýja biskups í Strangnas,
Tord Simonson, en hann verður
vígður í Uppsaladómkirkju á
sunnudaginn. Mun biskup Islands
flytja þar ritningarlestur á ís-
lensku, en sú er venjan að biskupar
í Svíþjóð
annarra Norðurlanda aðstoði á
þann hátt við biskupsvígslur.
Síðar mun Pétur biskup sækja
ráðstefnu um öldrunarmál í Finn-
landi, en margskonar þjónusta við
aldraða fer fram í íslenskum söfn-
uðum og mun væntanlega eflast nú
á ári aldraðra.
Biskupshjónin eru væntanleg
heim aftur í kyrruvikunni, laust
fyrir páska. Þetta er fyrsta utan-
ferð biskups í embættistíð sinni
sem biskup íslands.
Vann málið gegn
yfirdýralækni
KVEDINN hefur verið upp dómur í
Bæjarþingi Keykjavíkur í máli sjálfs-
eignarfélagsins Dýraspítali Watsons
og K.K. Garbus dýralæknis gegn yfir-
dýralækni, Páli A. Pálssyni. Stefndi
stjórn Dýraspítalans yfirdýralækni
vegna synjunar hans um meðmæli
með því að Garbus yrði veitt lækn-
ingaleyfi til starfa við dýraspitalann
og var niðurstaða dómsins sú að synj-
un yfirdýralæknis var úr gildi felld og
að stefndi greiði stefnendum máls-
kostnað kr. 6.000.
í dómnum er rakin forsaga máls-
ins og segir þar m.a. að þegar Dýra-
Minningar-
sjóður
Víkings
Minningarspjöld nýstofnaðs
Minningarsjóðs Víkings fást á
eftirtöldum stöðum:
Bókabúðin Grímsbæ.
Garðsapótek, Sogavegi.
Geysir hf., Vesturgötu.
Sportval, Hlemmtorgi.
Skrifstofa Bústaðakirkju,
fimmtudaginn 25. mars.
Skrifstofa Búðahrepps, Fá-
skrúðsfirði.
Kvennadeild Víkings.
Félagsheimili Víkings við
Hæðargarð kl. 17—19, mið-
vikudag, fimmtudag og föstu-
dag. (Fréttatilkynning.)
spítalinn tók til starfa hafi verið
leitað eftir íslenskum dýralæknum
til starfa, en áíðar erlendum og hafi
stjórn spítalans komist i samband
við danskan dýralækni er lýsti sig
reiðubúinn að vera til ráðgjafar við
að koma rekstri spítalans af stað og
aðstoða við að ráða danskan lækni.
Oskað var eftir við landbúnaðar-
ráðuneytið að það veitti lækninga-
leyfi fyrir dýralækninn. Synjaði
ráðuneytið með þeim rökum að bor-
ist hefðu mótmæli stjórnar Dýra-
læknafélags íslands og að yfirdýra-
læknir treysti sér ekki til að mæla
með því að Garbus yrði veitt hér
lækningaleyfi. Telja stefnendur
synjun yfirdýralæknis reista á
ólögmætum sjónarmiðum og að
hann hafi ekki tekið faglega afstöðu
til hæfni umsækjanda. Stefndi tel-
ur synjun sína stjórnsýslulegs eðlis
og byggða á réttum grundvelli, ís-
lenskir dýralæknar hafi verið til-
tækir og ekki hafi verið ástæða til
að veita érlendum lækni starfsleyfi
hér þar sem hann kynni ekki málið
og þekkti ekki aðstæður. Ekki sé
nóg að meta almennt hæfni erlends
umsækjanda heldur hvort hann sé
hæfur til að gegna starfi dýralækn-
is hérlendis.
Sem fyrr segir er niðurstaða
dómsins sú að synjun yfirdýra-
læknis sé ekki á lagagrundvelli
reist og því beri að fella hana úr
gildi. Þorgeir Örlygsson, fulltrúi yf-
irborgardómarans í Reykjavík,
kvað upp dóminn.
//
Snorrabraut Glæsibæ
Miövangi - Hafnarfirói