Morgunblaðið - 24.03.1982, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982
7
SUMARNÁMSKEIÐ
í ENGLANDI
Sérnámskeiö í ensku meö afsláttarkjörum veröur hjá
Bournemouth International School í júlí. Hentar jafn-
vel skólafólki og eldra fólki í sumarfríi.
Allar upplýsingar hjá Sölva Eysteinssyni, Kvisthaga 3,
sími 14029.
Viðskiptavinir — Hafn-
arfirði og nágrenni
Verslunin Edda, Gunnarssundi 5, sími 50864.
Fimmtudaginn 25. mars veröur stödd í versluninni
saumakona sem tekur aö sér aö sníöa fyrir ykkur.
Nýkomiö mikiö úrval af efnum.
Til fermingargjafa
skrifborð úr furu
Stærö 65x150 sm.
Kr. 1000 útborgun og eftirstöövar á þrem mánuöum.
Furuhúsið h/f
Suðurlandsbraut 30.
Sími 86605.
Tölvuskólinn
Borgartúni 29
sími 25400
Tölvunámskeið
Notandanámskeið
Ný 10 daga námskeið í meöferð tölva eru að
hefjast.
Námskeiöin eru ætluð fyrir starfsmenn og
stjórnendur fyrirtækja, svo og einstaklinga, sem
hafa áhuga á því aö afla sér starfsmenntunar á
þessu sviöi.
Kennt veröur eftirfarandi m.a.:
Aö færa bókhald og reikna laun, skrifa út reikn-
inga og halda utan um lager með tölvu, einnig
aö gera áætlanir, geyma og finna upplýsingar
og skrifa skýrslur og bréf.
Viö kennsluna eru notuð 8 Commodore-tölvu-
kerfi, sams konar og eru i notkun hjá fjölda
fyrirtækja út um land allt.
Kennsla fer fram frá kl. 9—12 fyrir hádegi eöa
kl. 2—5 síðdegis.
Æfingatímar á kvöldin eftir þörfum undir stjórn
leiöbeinenda. Reyndir leiöbeinendur.
Næsta námskeið hefst 31. mars nk.
Innritun í síma 25400
Katrín Fjeldsted
Flokkur einstaklingsins,
minn og þinn
Helgarpósturinn spuröi Katrínu Fjeldsted, sem
skipar baráttusætiö á framboðslista Sjálfstæöis-
ílokksins til borgarstjórnar, hvort Sjálfstæöis-
flokkurinn væri hinn rétti vettvangur til réttinda-
baráttu, þ.á m. jafnréttisbaráttu kvenna. Hún
svarar: „Sjálfstæöisflokkurinn leggur einmitt
áherzlu á aö einstaklingnum sé gefinn kostur á að
sýna, hvaö í honum býr. Hver og einn verður að
hafa valkosti í lífinu — og í þvi felst einmitt krafa
um jafnrétti."
Jákvæð áhrif
á gang mála
„Kg for út í pólitík til að
hafa jákvæú áhrif á gang
mála," sagði Katrín
Kjeldsted, yfirlæknir, þeg-
ar llelgarpósturinn leitar
upplýsinga hjá henni, hvað
vaídið haft ákvöröun um
aðild hennar aö framboöi
Sjálfsta'ðisflokksins. Katr-
ín leggur áherzlu á aö rétt-
ur konunnar sem einstakl
ings til starfa, þátttöku og
áhrifa í þjóöfélaginu, sam-
ræmist bezt þeim grunn-
tóni sjálfstæöisstefnunnar,
sem felur í sér þegnréttindi
einstaklings í þjóöfélagi
okkar. hennan einstakí-
ingsrétt konunnar þurfi aö
tryggja og efla.
„Sá málaflokkur, sem ég
er bezt að mér í,“ segir
Katrín, „eru heilbrigöis-
málin. Kg heft hrærst í
þeim sl. 15 ár, ef ég tel árin
frá því ég byrjaði í lækna-
deild. Kn ég hefi áhuga á
mörgu ööru. Innan vé-
handa þeirra stjórnmála-
flokka, sem hér starfa, og
þá ekki i.ízt Sjálfstæöis-
flokksins, er helzti mögu-
leikinn til aö hafa áhrif á
gang mála í þjóðfélaginu.
Áhugi minn beinist aö
vmsu, auk heilhrigðismála,
og vil ég þar nefna atvinnu-
mál, umhverfismál, skipu-
lagsmál, listir og kvenna-
pólitík."
*
Island
og Austur-
lönd nær!
Svavar Cestsson, heil-
hrigöisráöherra, og l’álmi
Jónsson, landbúnaöarráö-
herra, eru komnir í hár
saman út af „stjórnar-
frumvarpi“ um dýralækn-
ingar. Olafur Jóhannesson,
utanríkisráöherra, sætir
glórulausri gjörningahríð
af hálfu Svavars og Hjör-
leifs Guttormssonar, orku-
ráðherra, og gildir einu.
hvort um er aö ræða
Helguvíkurmál, flugstöö,
flugskýli, eða verksamn-
inga Orkustofnunar. Kgg-
ert Haukdal og Caröar Sig-
urösson, stjórnarþing-
menn, eru í hörkuslag við
nefndan Hjörleif, ba'öi
vegna steinullarmála og at-
vinnumála almennt í suö-
urlandskjördæmi. I»á hafa
deilur l’áls Péturssonar,
formanns þingflokks fram-
sóknarmenna, og marg-
nefnds Hjörleifs, fjöldeilu-
ráöherra, ekki fariö fram-
hjá neinum, en Blöndumál
standa nú þversum í þing-
flokki Kramsóknar og virö-
ast í algjörri kyrrstöðu.
Ixiks hefur ríkisstjórnin
enga heildstæða stefnu í
efnahagsmálum vegna
þess fyrst og fremst aö þar
er ekki samstaöa um neinn
flöt, hvorki stóran né smá-
an.
A sama tíma sem deilu-
málin í stjórnarliöinu eru
aö vaxa því yfir höfuö, ber
leiöari Timans (í gær) yfir-
skriftina „Deilumálin í
Austurlöndum nær“! Kngin
furöa aö Tímamenn hafi
ekki áhuga á „naflaskoö-
un“ í íslenzkum þjóömál-
um og kjósi í skrifum sín-
um aö hasla sér völl sem
fjarst þeim.
Kkki eru þó frumlegheit-
in meiri en þaö hjá riLstjór-
anum (KSJ), aö meginefni
leiöarans er endurprentun
úr skýrslu utanríkisráö-
herra til alþingis um utan-
ríkismál.
Skuldaaukn-
ing ríkis-
stofnana
I nýlegum „I’óst- og
símafréttum", sem l’óst-
og símamálastofnunin gef-
ur út (marzhefti), er for-
ystugrein um fjárlög ársins
1982, að því er varöar
þessa rikisstofnun. I ‘ar
kemur m.a. fram, aö „gert
er ráð fyrir aö lántökur
veröi 41.200 þús. krónur,
en í lögunum um sjálfvirk-
an síma er reiknaö meö aö
þær framkvanndir veröi
íjármagnaöar meö lánsfé,
sem hefur m.a. í för meö
sér aö lántökur ha‘kka úr
9.600 þús. krónum á árinu
1981 í 41.200 þús. kr. —
eða um 330%. Afhorganir
lána og vaxtagreiöslur
ha'kka einnig verulega. Af-
borganir úr 11.450 þús.
krónur í 19.940 þús. kr. og
vextir aörir en gíró- og
orlofsvextir úr I8.9(K) þús.
krónum í 28.600 þús. krón-
ur.“ Greinarhöfundur telur
þá stjórnvaldsstefnu rétt-
la-tanlega aö vissu marki,
aö auka hlutdeild lánsfjár í
fjármögnun, en bætir viö:
„Hitt veröur þó aö hafa í
huga að erlendar lántökur
til fjármögnunar slíkra
framkvæmda eru mjög
kostnaöarsamar þar sem
vextir á erlendum mörkuö-
um hafa undanfarin ár ver-
iö allt að 20% og viö bætist
gengistryggingin. Æskilegt
er því aö fjármagna ný-
framkvæmdir með eigin
gjaldskrártekjum meöan
vextir eru jafn háir og nú
er,“ segir í þessu riti l’óst-
og símamálastofnunarinn-
ar.
„Grænlenzka stúlkan mín“
Ljóðabók eftir Ásgeir Þórhallsson
IJT ER komin Ijóöabókin Grænlenzka
stúlkan mín, eftir Ásgeir l’órhallsson.
I’aö er ástarsaga sögð meö ljóöum.
Frjálst orð gefur út.
Frjálst orð er nýstofnað útgáfu-
fyrirtæki gagngert í þeim tilgangi
að gefa út ritverk Ásgeirs Þórhalls-
sonar, svo hann geti skrifað eins og
hann sjálfur vill, segir 1 fréttatil-
kynningu, sem Mbl. hefur borizt.
„Okkur finnst ritfrelsinu á íslandi
ógnað af útgefendum, ritstjórum og
dagskrárstjórum sem dæma og
meta. En Ásgeir vill ekki láta gefa
verk sín út nema óbreitt."
Þá segir ennfremur í fréttatil-
kynningunni: „Frjálst orð mun
standa vörð um íslenzkt ritfrelsi og
er andspænis geldingum við skrif-
borð sem bæla niður framfarir og
frjálsa hugsun. Á bókarkápu stend-
ur:
„Þessi ljóð segja sögu ef að er
gáð. Frá manni sem verður ástfang-
inn í fyrsta sinn fyrir alvöru. Upp-
lifir áður óþekkta tilfinningu,
steinhjartað bráðnar. Hann sér
ekki sólina og fer til Kaupmanna-
hafnar til að hitta hana. En hann
verður fyrir vonbrigðum, hún elsk-
aði hann ekki. Þá hrapar hann ofan
í hyldýpi einmanaleikans, reynir að
verða að engu í reykjarsvælu og
kráarlífi. Allt er búið, enginn til-
gangur að lifa. En þá kemur nýtt
Ijós inn í hans líf: „Grænlenzka
stúlkan.““
Borgarspítalinn
Rauðikross
íslands
Sjúkraflutninganámskeió
Rauöi kross íslands og Borgarspítalinn efna til 9 daga námskeiös í sjúkraflutningum
7. til 15. maí nk. Kennsla fer aö mestu leyti fram í Borgarspítalanum í Reykjavík.
Skilyrði fyrir þátttöku er aö umsækjandi hafi áöur tekiö þátt í skyndihjálparnám-
skeiöum og starfi aö sjúkraflutningum.
Þátttökugjald er kr. 2000.
Umsóknarfrestur er til 16. apríl og veröur tekiö viö umsóknum í síma 91-26722
(innanhússími 27). Þar veröa einnig veittar nánari upplýsingar.