Morgunblaðið - 24.03.1982, Page 18

Morgunblaðið - 24.03.1982, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982 KlENZLE Úr og klukkur hjá fagmanninum. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: GOOLE: Arnarfell ........ 29/03 Arnarfell ........ 12/04 Arnarfell ........ 26/04 Arnarfell ........ 10/05 ROTTERDAM: Arnarfell ........ 31/3 Arnarfell ........ 14/04 Arnarfell ........ 28/04 Arnarfell ........ 12/05 ANTWERPEN: Arnarfell ....... 01/04 Arnarfell ........ 15/04 Arnarfell ....... 29/04 Arnarfell ....... 13/05 HAMBORG: Helgafell ....... 31/03 Helgafell ....... 19/04 Helgafell ........ 7/05 HELSINKI: Zuidwal ......... 15/04 Dísarfell ....... 12/05 LARVIK: Hvassafell ...... 29/03 Hvassafell ...... 13/04 Hvassafell ...... 26/04 Hvassafell ...... 10/05 GAUTABORG: Hvassafell ...... 30/03 Hvassafell ...... 14/04 Hvassafell ...... 27/04 Hvassafell ...... 11/05 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ...... 31/03 Hvassafell ...... 15/04 Hvassafell ...... 28/04 Hvassafell ...... 12/05 SVENDBORG: Helgafell ....... 01/04 Pia Sandved ..... 13/04 Helgavell ....... 20/04 Hvassafell ...... 29/04 Helgafell ....... 08/05 Hvassafell ...... 13/05 GLOUCESTER, MASS.: Skaftafell ...... 24/03 Jökulfell ....... 19/04 Skaftafell ...... 27/04 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ...... 27/03 Jökulfell ....... 21/04 Skaftafell 29/04 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 íraksher stöðvar rnikla sókn Irana Sir Freddie Laker: kennir um keppinautunum og breskum nugmálayfirvöld- um. Laker gefst upp við Flugfélag fólksins u 99 liondon, 23. mar.s. Al*. SIR Kri'ditie Laker hefur endanlega gefi4 upp á bátinn tilraunir sínar til aá stnfna nýtt flugfélag. „Flugfélag fólksíns", eins og hann ætlaAi að kalla það. „I*að er ekki lengur á dagskrá. Við gctum það ekki,“ sagði hann í viðtali, sem hirtist í breska blaðinu Observer sl. sunnudag. I viðtalinu kennir Laker bresk- um flugmálayfirvöldum um vegna þess, að þau hafi ekki viljað taka strax fyrir umsókn hans um nýtt flugleyfi heldur frestað afgreiðslu þess til 4. maí nk. Það hefði í för með sér, að útilokað væri að byrja flugreksturinn fyrir miðjan júní þegar sumarannirnar hefjast. Sir Freddie ætlaði að stofna „Flugfélag fólksins" með stuðn- ingi stórfyrirtækisins Ix>nrho og að hans sögn var fjármagnið fyrir hendi. Það sem gerði útslagið var andstaða annarra flugfélaga, sem sóttu um sömu flugleyfi og skipar Sjö felldir K<‘irút, 23. marz. AIV KIIOMKINI-stjórnin tilkynnti i dag, þriðjudag, að sjö borgarskæruliðar hefðu verið felldir þegar einn stuðn- ingsmaður Khomcini var skotinn til bana. Það var kunnur kúrdískur klerkur, „trúr Islam“, sem féll fyrir kúlum uppreisnarmanna Kúrda í Mahabad. Skæruliðarnir voru úr Khalq-samtökunum. Laker breskum flugmálayfirvöld- um á bekk með þeim. Laker hefur nú stofnað nýtt fyrirtæki, Sir P'reddie Laker Ltd., sem hann á að hálfu á móti Lonrho, og mun það fást við ráð- gjafarstarf í sambandi við flug- rekstur. Um sín eigin fjármál sagði Laker: „Ég skulda eina milljón punda og þeim peningum verð ég einhvern veginn að skrapa saman.“ Hann viðurkennir þó, að það hefði ekki verið alveg sann- leikanum samkvæmt, sem hann sagði fyrir mánuði, að hann ætti „ekki baun í bala“. „Baunirnar geta verið með ýmsu móti, bæði stórar og smáar.“ Nikósín, 23. marz AP. HERLIÐ íraka hefur hafið mikla gagnsókn á Shush-Dezful-vígstöðv- unum í Suður-íran til að reyna að stöðva árás írana í svæðid að sögn íröksku fréttastofunnar (INA). Fréttaritari INA segir að 77. ír- anska herfylkinu hafi verið „ger- eytt* og mikill fjöldi hermanna, þar á meðal háttsettir foringjar, hafi verið teknir til fanga. Upplausn greip um sig í liði óvinarins, sem varð fyrir miklu hergagnatjóni og mannfalli, sagði fréttaritarinn. „Vígvöllurinn er fullur af írönskum líkum.* Bardagasvæðið er 125 km fyrir norðan Ahwaz, höfuðborg oliuhér- aðsins Khuzistan, þar sem Iranar hófu stórsókn i gær, mánudag. íranar sögðust hafa náð 462 fer- kílómetra svæði, sem hefur verið á valdi Iraka síðan Persaflóastríðið hófst fyrir 18 mánuðum. Þeir sögðu að 12.000 írakskír hermenn hefðu fallið eða særzt í sókninni, sem var kölluð „llernaðaraðgerð Sigur*, og 6.000 írakar hefðu verið teknir til fanga. íranska fréttastofan (IRNA) sagði í morgun að 3.000 írakskir herfangar hefðu verið fluttir frá vígstöðvunum. íranar segjast hafa misst 50 menn falina og 300 særða. Teheran-útvarpið segir að tvær írakskar herflugvélar hafi verið skotnar niður í dag í héruðunum Dezful og Shush og tveir flugmenn hafi særzt og verið teknir til fanga, en hinna sé saknað. „Áreiðanlegar heimildir* útvarps- ins herma að Jórdanir og Kgyptar Læknar eiga fót- um fjör að launa Nmdon, 22. mars. Al*. L/EKNAR í Bretlandi eiga greini- lcga fótum sínum fjör að launa, ef marka má skýrslur frá bresku la'knasamtökunum, sem lagðar voru fram nýverið. Kom þar m.a. fram, að læknar hefðu orðið fyrir líkamsárásum af hendi sjúklinga sinna í 21 til- viki. Voru árásaraðferðirnar hinar margbreytilegustu. Allt frá venjulegum kýlingum og spörkum upp í árásir með brotn- um fiöskum, hnífum og exi. Flestar þessara árása verða vegna vonbrigða sjúklinga. T.d. réðist maður nokkur á lækni eft- ir skurðaðgerð á konu sinni. Taldi hann hana ekki ná sér nógu fljótt og veitti lækninum al varlegan höfuðáverka með exi. Annar læknir var rotaður af sjúklingi, sem ekki fékk læknis- vottorð Vegna meints heilsu- brests. Bnn einum lækninum var bjargað af nærstöddum er sjúkl- ingur, sem ekki var nógu ánægð- ur með tillögur hans, var nær búinn að hengja hann í hans eig- in hálsbindi. hafi verið meðal þeirra sem voru teknir til fanga. Hussein Jórdaníu- konungur er dyggasti stuðnings- maður íraka og hefur komið upp 7.000 manna sjálfboðaliðaher til að berjast við hlið íraka. IRNA segir að íbúar Shush og Dezful haldí áfram hátiðahöldum í tilefní stórsigurs Irana, annan dag- inn í roð. IRNA segir að Khomeini trúarleiðtoga berist stöðugt heilla- óskir frá írönskum leiðtogum i tii- efni sigursins. Ali Khameni forseti sagði að sigr- arnir væru gjöf til hersins í tilefni nýs árs Irana og enn glæsilegri sigr- ar mundu fylgja í kjölfarið. Verðir myrtu Shehu í veislu Belgrad. 22. mmrz. AP. DAfiBLADID „Veeernje Novosti“ í Belgrad sagði í gær að alhan.skir ör- yggisverðir hefðu myrt fyrrverandi for- sjetisráðherra Albaniu, Mehemet She- hu, í fundi í stjórnmálaráði kommún- istaflokksins. I*etta er samkvjemt frásögn Zagr- eh-bUðsjns .„StudenLski List“, sem getur ekki heimilda. í grein í því blaði segir að öryggis- verðir dulbúnir sem þjónar hafi skotið Shehu til bana er hann reyndi að draga skammbyssu upp úr jakkavasanum þegar til harðrar orðasennu kom milli hans og Bnver Hoxha flokksleiðtoga. í greininni segir að fundurinn í stjórnmálaráðinu hafi verið haldinn þegar flokksforystan og herinn höfðu frétt um setningu herlaganna í Póllandi 13. desember. Sama kvöld var 43.000 hermönn- um Albaníu og 1.300 öryggisvörðum skipað að vera við öllu búnir, segir blaðið. Dagana 15. og 16. desember kvað við mildari tón í ummælum alb- anskra fjölmiðla um utanríkismál, einkum i garð Júgóslava og Grikkja. I stað venjuhundinna árása á Júgóslava birtu albönsku fjölmiðl- arnír ummæli, sem voru almenns eðiis og ópersónuleg, og lítið sem ekkert var minnzt á æðstu leiðtoga Alhana, eða forðast að nefna þá. segir „Studentski List Snemma beygist krókurinn ... Fíladeiílu, 23. marz. Al*. FRÁ þriggja ára aldri eru drengir mun haröhentari og fyrirferðar- meiri i leikjum sínum en stúlkur, sem á hinn bóginn eru móðurlegri í öllu atferli sínu svo af ber. Þetta kom fram í nýrri könn- un sem fram fór við stofnun er rannsakar þroskaferil barna, ep stofnun þessi er starfandi við Læknaskóla Pennsylvaníu. Rannsóknin beindist að mis- mun á atferli kynjanna frá fæð- ingu og til fimm ára aldurs, en að sögn vísindamanna sem að rannsókninni stóðu gera börn sér yfirleitt ljósa grein fyrir því um tveggja ára aldur hvors kyns þau eru. Þá eru þau talin hafa skýrar hugmyndir um það á þessum aldri að mikill munur sé á kynjunum, en þennan mun eru jafnt drengir sem stúlkur talin greina af mismunandi fram- komu í garð kynjanna og af því að þau séu með sitthvoru móti gerð frá náttúrunnar hendi. I könnuninni kom fram mjög mikill munur á árásargirni kynj- anna, en um það segir Henri Parens, sem stjórnaði könnun- inni: „Úr því að drengir eru þriggja ára að aldri fara þeir að ganga um eins og litlir Tarzanar. Þeir fara að líkt og apar og lang- ar til að sýna á sér vöðvana. Stúlkur á sama aldri setja sig ekki í sérstakar stellingar til að gera sig gildandi. Litlir strákar hafa sterka tilhneigingu til að láta í Ijós andúð með því að láta hendur skipta og skemma hluti en litlar stelpur bregðast fremur við með kvikindishætti.“ Þá kom í Ijós að um þriggja ára aldur byrja drengir og stúlk- ur að láta í Ijós mjög ólíka af- stöðu til ungbarna. Telpurnar hafa löngun til að halda á hvít- voðungum og vilja eigna sér þá, en þessarar hvatar verður sjaid- an vart hjá drengjum, auk þess sem hún virðist mun vægari hjá þeim en stúlkum þegar á henni ber, en eitt og annað þykir benda til þess að verndunartilhneig- ingar þessar eigi sér líffræði- legar orsakir. Ymis annar munur á hegðun kynjanna kom fram í rannsókn þessari, m.a. sérstök hrifning drengja á öllu sem snýst, s.s. hjólum og vélum af ýmsu tagi, en sama áhuga á því fyrirbæri varð ekki vart hjá telpum. Benidorm Beint leiguflucj Góöir gististaöir ATH.: OKKAR VERÐ BROTTFARARDAGAR: 2/6, 23/6, 14/7, 4/8, 25/8, 15/9. FERÐASKRIFSTOFAN NÓATÚNI 17. SÍMAR 29830 og 29930. V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.