Morgunblaðið - 24.03.1982, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982
21
lostnir yfir
arráðherra
krár um Helguvíkurmálið á Alþingi í gær
Helzta athugasemd iðnaðarráð-
herra á samningi Orkustofnunar
væri sú, að mati iðnaðarráðuneyt-
isins, að greiðslúr skyldu fara
fram í dollurum. Ólafur sagði, að
þetta hefði verið gert að ósk
orkumálastjóra og sagðist Ólafur
ekki telja það óskynsamleg sjón-
armið ef gengisþróun síðustu
mánaða væri höfð í huga. Nú hefði
átt að láta höggið ríða og þetta
ákvæði samningsins sagt andstætt
lögum, svonefndum Ólafslögum,
sagði Ólafur Jóhannesson og bætti
því við, að í lögum um stjórn efna-
hagsmála væri hvergi að finna
slíkt ákvæði. Hann sagði, að slíkt
ákvæði mætti kannski finna ann-
ars staðar, en það sýndi flumbru-
gang iðnaðarráðuneytisins að
hafa ekki rétta tilvísun. Ef annað
væri eftir þessu mætti ímynda sér
hversu vönduð vinnubrögðin væru.
Ólafur sagðist ekki skyldu segja
um það hvort Orkustofnun fengi
umræddan verksamning eða ekki.
Málið væri ekki í sínum höndum
heldur bandaríska sjóhersins og
bandarísks verktakafyrirtækis á
vegum hans. Sér hefði verið sagt,
að tímafresturinn rynni út klukk-
an 16 á föstudag og hann hefði
ekki séð ástæðu til annars en að
taka þessa aðila trúanlega. Gjörð
iðnaðarráðherra væri hin sama
hverjar sem lyktir þessa máls
yrðu.
Auk þess að lagalegan grundvöll
vantaði spurði Ölafur hvað liði
heilbrigðri skynsemi í þessu máli.
Krafan um að greiðslur yrðu í ís-
lenzkum krónum í stað dollara
yrði vart Bandaríkjamönnum á
móti skapi. Ólafur sagðist hafa
deilt við félagsmálaráðherra um
skipulagsmál og sagðist halda, að
það hefði verið nóg. Svo virtist þó
ekki vera því nú hefði iðnaðar-
ráðherra ruðst fram á völlinn og
fréttatilkynning hans bæri með
sér, að hann ætlaði að láta sig
skipulagsmál einhverju varða þó
þau heyrðu ekki undir hann.
Ólafur Jóhannesson, utanríkis-
ráðherra, sagði að lokum: „Þessi
vinnubrögð iðnaðarráðherra eiga
að vera víti til varnaðar um alla
framtíð.“
Ekki rift — aðeins dokað við
Hjörleifur Guttormsson, iðnað-
arráðherra, tók næstur til máls og
sagði, að utanríkisráðherra hefði
notað orð, sem hann hefði ekki átt
von á frá honum. Hjörleifur sagð-
ist aldrei hafa gefið fyrirmæli um
riftun, aðeins beðið um að dokað
yrði við meðan lögmæti samnings-
ins væri athugað. Astæðan væri
viðkvæm deila um verk- og vald-
svið milli ráðuneyta. Sem yfir-
maður Orkustofnunar hefði hann
talið þetta rétt og þeirri athugun
væri nú lokið. Hann benti á, að af
hálfu utanríkisráðuneytisins hefði
sjónarmiðum bandaríska sjóhers-
ins í þessu máli verið komið á
framfæri. Að öðru leyti sagðist
Hjörleifur ekki telja rétt að ræða
viðkvæmt deilumál innan ríkis-
stjórnarinnar á þessum vettvangi.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
sagði, að iðnaðarráðherra hefði
látið sem hann skildi ekki spurn-
ingar sínar og ítrekaði þær. Hann
bætti því síðan við, að vandi iðn-
aðarráðherra hefði verið að svara
þessum spurningum, ekki að skilja
þær. Efnislega hefði hann ekkert
sagt um málið og í raun hefði ekk-
ert bitastætt komið fram hjá
ráðherranum. Því væri ekki hægt
að una, að iðnaðarráðherra svar-
aði ekki þeim atriðum, sem utan-
ríkisráðherra hefði gert að um-
talsefni. Hann sagði það ekki vera
Alþingi óviðkomandi ef í ríkis-
stjórn sæti jafn varhugaverður
maður og iðnaðarráðherra eins og
komið hefði fram í máli utanrík-
isráðherra. Þorvaldur Garðar
spurði að lokum hvort utanríkis-
ráðherra- treysti sér til að starfa
áfram í ríkisstjórn með slíkum
manni.
Svavar Gestsson, félagsmála-
ráðherra, sagði, að utanríkisráð-
herra hefði látið mörg þung orð
falla og slíkt væri óvenjulegt þeg-
ar mál af þessu tagi væru rædd af
ráðherrum í ríkisstjórn. Utanrík-
isráðherra hefði jafnvel kallað á
alla heilaga anda til hjálpar gegn
þessum voðalega manni, iðnaðar-
ráðherra. Svavar sagði, að við
þessa umræðu hefði það ekki kom-
ið fram, að á fimmtudagskvöld
hefði það komið fram hjá yfir-
manni Varnamáladeildar utanrík-
isráðuneytisins, að samningunum
yrði rift ef íslenzk stjórnvöld
hættu ekki athugunum á samn-
ingnum. Ólafur Jóhannesson greip
fram í og sagði það ekki vera
venju að ráðast á embættismenn.
Svavar sagði, að allir sann-
gjarnir menn hlytu að sjá, að
stjórnvöld gætu ekki beygt sig
fyrir slíkum hótunum og útilokað
væri að hrökkva undan þeim.
Hann sagði, að iðnaðarráðherra
hefði neitað þessu og kosið að taka
þann tíma, sem þurfti til að at-
huga þessi mál. Svavar sagði það
valdþurrð eða valdníðslu af hálfu
bandaríska sjóhersins ef hann
teldi sig vera í stöðu til að hafa í
hótunum við stjórnvöld í frjálsu
og fullvalda ríki þó lítið væri.
Kjarni málsins væri sá, að banda-
rísk stjórnvöld væru að reyna að
reka fleyg í ríkisstjórnarsamstarf-
ið og þann meirihluta, sem setið
hefði á Alþingi í um tvö ár. Sagði
Svavar að það myndi ekki takast.
Halldór Blöndal (S) gagnrýndi
vinnubrögð iðnaðarráðherra og fé-
lagsmálaráðherra harðlega og
krafði forsætisráðherra um álit
hans á þessu máli og svör við þeim
spurningum, sem til hans hefði
verið beint.
Opinn fundur á
kærleiksheimilinu
Friðrik Sophusson (S) sagði það
synd að trufla þennan opna fund á
því kærleiksheimili sem ríkis-
stjórnin væri. Las hann síðan
lagagrein þá, sem vitnað er til í
fréttatilkynningu iðnaðarráðu-
neytisins um að greiðslur megi
ekki fara fram í erlendri mynt.
Hún er úr kaflanum um verð-
tryggingar og er svohljóðandi:
„Það eru skilyrði verðtrygg-
ingar samkvæmt lögum þessum:
4) að grundvöllur verðtryggingar
sé sem hér segir:
b) miðað sé við gengi erlends
gjaldeyris þar sem slíkt er heimilt
samkvæmt lögum eða reglugerð."
Sagði Friðrik, að þessi lagagrein
væri hið eina, sem iðnaðarráð-
herra hengdi hatt sinn á, en hún
væri haldlítil. í greininni væri átt
við afurðalán og auðvitað hefðu ís-
lenzkir aðilar rétt til að taka við
greiðslum í erlendri mynt. Friðrik
sagði augljóst, að sá sem hefði
samið tilkynningu iðnaðarráðu-
neytisins hefði farið villur vegar.
Kjartan Jóhannsson (A) sagði,
að fyrir drætti iðnaðarráðuneytis-
ins væru aðeins tylliástæður.
Hann sagðist taka undir orð utan-
ríkisráðherra um að aðgerðir iðn-
aðarráðherra stæðust hvorki laga-
lega né samkvæmt heilbrigðri
skynsemi. Kjartan sagði, að að-
gerðir sem þessar gerðu íslenzkt
stjórnarfar hlálegt.
Birgir Isleifur Gunnarsson (S)
sagðist ekki hafa orðið vitni að
aumari frammistöðu á þingi eða
meiri rassskellingu heldur en iðn-
aðarráðherra hefði fengið hjá
utanríkisráðherra. Hann sagðist
því vel skilja, að félagsmálaráð-
herra skyldi hafa reynt að draga
iðnaðarráðherra að landi. ímynd-
uð hótun bandaríska sjóhersins
væri ekki kjarni málsins og um
hótun hefði ekki verið að ræða.
Kjarni málsins væri spurningin
um hvort staðið yrði við gerða
samninga eða ekki. Birgir sagði,
að allt sem iðnaðarráðherra feng-
ist við endaði með klúðri og fleiri
slík mál yrðu rædd á Alþingi
næstu daga. Iðnaðarráðherra
stofnaði fleiri samningum í hættu
en þessum. Stjórnarfar það, sem
lýst hefði verið, mætti ekki inn-
leiða á Islandi og spurði Birgir að
lokum hvort fyrirmyndin væri ef
til vill sótt til Austur-Þýzkalands.
Geir Hallgrímsson (S) sagði, að
iðnaðarráðherra hefði sagzt hafa
beðið um að fá samningana til at-
hugunar meðan þeir voru ,„á döf-
inni“, en samningarnir hefðu þá
verið frágengnir og undirritaðir af
hálfu Orkustofnunar. Iðnaðarráð-
herra hefði gengið inn á verksvið
Orkustofnunar að áeggjan félags-
málaráðherra, sem í þessum þætti
málsins beitti iðnaðarráðherra
fyrir sig. Félagsmálaráðherra not-
aði nú bandaríska sjóherinn sem
björgunarbelti til að halda sér á
floti sem ráðherra örlítið lengur.
Geir sagði, að ráðherrar hefðu
fellt þunga dóma hver um annan í
þessum umræðum og spurði for-
sætisráðherra að lokum um skoð-
un hans á þessu máli og valdsvið
ráðherra. Sagði Geir, að tími væri
kominn til, að forsætisráðherra
svaraði þessum spurningum.
Von forsætisrádherra, að
Islendingar ynnu verkið
Gunnar Thoroddsen, forsætis-
ráðherra, sagði að umræðurnar
snerust um það hvort Orkustofn-
un ætti að standa að umræddum
framkvæmdum eða erlent fyrir-
tæki. Utanríkisráðherra hefði lagt
sig fram um, að eins mikið af þess-
um framkvæmdum yrði unnið af
Islendingum og framast væri
unnt. Bandaríkjamenn hefðu hins
vegar tilhneigingu til að reyna að
vinna eins mikið að slíkum fram-
kvæmdum og þeir gætu. Forsæt-
isráðherra sagði það von sína, að
íslenzkar stofnanir og íslenzkir
starfsmenn ynnu þetta verk.
Hvort af því yrði sagðist hann
ekki geta sagt um. Hann sagðist
telja mjög æskilegt að af því gæti
orðið og taldi, að allir þingmenn
gætu tekið undir það.
Geir Hallgrímsson var síðastur
á mælendaskrá og vakti athygli á
því að forsætisráðherra hefði ekki
í neinu svarað þeim spurningum,
sem til hans var beint.
Helgi Hálfdanarson:
Heimsækja heimsækja heimsækja
Margt hefur verið rætt og rit-
að um erlend áhrif á íslenzkt
nútímamál. Svo sem að líkum
lætur, reynast þau býsna marg-
vísleg, þegar að er hugað, og því
miður ekki ætíð af hollara tag-
inu. Þar er og fátt um varnir
aðrar en þær sem málið sjálft
býr yfir, hversu lengi sem þær
endast.
Eitt af traustustu varnar-
virkjum tungunnar er gagnsæi
íslenzkra orða. En einnig þaðan
virðist nú hafið undanhald. Því
til staðfestingar skal dæmi
nefnt; en það er sögnin ad heim-
sækja, sem slíkur fítonsandi hef-
ur hlaupið í, að gróin málvenja
lætur undan síga. Nú er naumast
farið né komið til nokkurs
manns framar, hvað þá að hans
sé vitjað, eða hann sé gistur, ell-
egar farið sé til móts við hann,
eða gengið á hans fund, heldur
er hann heimsóttur, heimsóttur
og heimsóttur, hvernig sem á
stendur og hvert sem erindið er.
Hitt er þó enn verra, að ekki eru
aðeins menn heimsóttir sí og æ,
heldur eru einnig lönd heimsótt,
bæir heimsóttir, stofnanir og
borgir heimsóttar, allur þremill-
inn er heimsóttur í tíma og
ótíma.
Að heimsækja einhvern, eða
sækja einhvern heim, merkir að
fara á fund manns þar sem hann
á heima. Þó að ofnotkun sé
hvumleið, er eigi að síður góð ís-
lenzka að heimsækja Árna
Árnason á Grund eða sækja
Bjarna Bjarnason heim á
Stokkseyri. En að heimsækja
heimili þeirra, heimsækja
Grund eða Stokkseyri, er ekki
annað en röng þýðing á ensku
sögninni to visit, sem ekki er
hægt að þýða með heimsækja
nema stundum. Þessari notkun
orðsins hafnar ekki aðeins föst
og langæ málvenja, heldur ætti
merkingar-gagnsæi orðsins að
girða fyrir slíka lausungu. Auð-
vitað hefur margt íslenzkra orða
og orðasambanda smám saman
glatað gagnsæi sínu í aldanna
rás og þess vegna orðið ber-
skjaldað fyrir merking-
arbreytingu; en hér er ekki því
til að dreifa.
Eins og nærri má geta, fær
nafnorðið heimsókn sömu útreið
og sögnin, þegar svo ber undir.
Um för Þjóðverja nokkurs til
Bretlandseyja er sagt, að í heim-
sókn sinni til Englands hafi
hann meðal annars heimsótt
fjölmörg leikhús, en dvöl hans
þar í landi hafi lokið með heim-
sókn í British Museum. Vonandi
hefur kerling hans tekið honum
hlýlega, þegar hann heimsótti
sitt eigið heimili að lokum.
F'yrst hér var minnzt á leik-
hús, má í leiðinni geta þess, að
dálítið hefur borið á því að und-
anförnu, að orðið „leikhús“ sé að
óþörfu látið merkja fleira en því
hæfir samkvæmt gagnsærri gerð
sinni og fastri málvenju. Til
skamms hefur það einungis þýtt
hús þar sem leiksýningar fara
fram. Nú má stundum heyra það
haft um leiksvið í víðri merkingu
eða um leiklist, jafnvel einstök
leikverk, leikrit eða leiksýningu,
sem þá kallast gott eða vont
leikhús. Ljóst er að hér er ein-
ungis á ferðinni röng þýðing á
erlenda orðinu teater eða theatre,
sem þýðir ekki leikhús nema
stundum. Fyrst enska orðið
„theatre" getur þýtt fleira en
hús til sjónleikahalds, er eins og
sumir telji að þá hljóti íslenzka
orðið „leikhús“ að gera það líka.
Stundum virðist þó einhver
brosleg útlenzku-tilgerð ráða
ferðinni, því ekki vantar orð á
íslenzku.