Morgunblaðið - 24.03.1982, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982
Skák-
„sjúklingar“
Adam Kuligowsky
Hér fer á eftir síðari þáttur
Adam Kuliyow.skys frá Keykjavik-
urskákmótinu:
Skákin er ekki tennisleikur og
skákmenn búa oft við þröngan
kost. Menn verða að elska skák-
ina ef þeir ætla sér að eyða tím-
anum í að kynna sér leyndar-
dóma hennar. Skák-„sjúklinKar“
eru allt annars eðlis. í Reykjavík
voru, meðal annarra, tveir ágæt-
ir skákmeistarar sem hafa ofur-
ást á skákinni. Annar þeirra er
stórmeistarinn Sahovic frá
JÚKÓslavíu, hinn er alþjóðleni
meistarinn Burger frá Banda-
ríkjunum. Sahovic heldur því
fram, að skákin sé listgrein og
hann er andvígur byrjanafræð-
inni. „Að leika 20—30 leiki eftir
byrjanafræðinni er ekki list, það
er eins og að vinna á skrifstofu,"
sefjir hann. Skákir hans eru
mjöK skemmtilejíar. Tökum
dæmi:
Westerinen — Sahovic
1. e4 — Rc6, 2. Rf3 — e6, 3. d4 —
d5, 4. e5 — b6, 5. c3 — a5, 6. Bb5
— Bd7. Menn verða að sýna ýtr-
ustu jtætni ef þeir fara ekki
troðnar slóðir í byrjuninni. Ef
svartur léki til dæmis í 6. leik —
I)d7 með hótuninni 7. — Ba6
væri hann strax búinn að fá
mjög slæma stöðu eftir hið ein-
falda svar De2 og svartur hefur
ákaflena þrönga stöðu á drottn-
in(jarvængnum.
7. Bd3 — Ra7! Hann fær upp-
hrópun fyrir frumleika í hujjsun.
8. Kf»5 — g6, 9. I)f3 — De7, allt
þvingað, en kemur Sahovic ekk-
ert á óvart 10. h4 — h6, 11. Rh3
— Dxh4! Hugmyndin er þessi:
Taktu peðið og afleiðingunum.
12. Be.3 — De7, 13. Rd2 — Bg7!
Þessi leikur virðist óeðlilegur frá
hendi meistara. Almennt er talið
að í frönsku vörninni eigi bisk-
upinn að rása á skálínunni
a3—f8. En málið er þannig vax-
ið, að Sahovic er listamaður og
fyrirlítur margþvælda leiki og er
fyllilega fær um að finna frá-
bæra og frumlega leiki. 13. —
Bg7 er mjög góður varnarleikur
og það er broddur í honum. 14.
Rf4 — 0-0-0, 15. c4 — Bc6, 16.
cxd5 — exd5. Biskupinn á g7
verður æ magnaðri, það er ekki
nema veik peðasamstæða á d4-e5
sem leggur hömlur á biskupinn.
17. Hcl — Bb6, 18. Hc3. Óljóst er
18. e6 og erfitt er að verjast eftir
þennan leik, en Westerinen legg-
ur allt kapp á kóngssókn ... 18.
— Kb8, 19. 0-0 — Bxe5!, 20. Bxg6
— Rb5, 21. Kd3 — Bd4, 22. Hb3
— Bxe3, 23. fxe3 — Rd6, 24. Bh5
— d4, 25. e4 — f5. Hernaðaráætl-
un svarts hefur staðizt í einu og
öllu, hvítur er glataður. Sahovic
er vissulega listamaður, það er
erfitt að trúa því að hægt sé að
ná upp slíkri stöðu gegn stór-
meistara í aðeins 25 leikjum eft-
ir svona byrjun!
Dr. Burger er allt önnur
manngerð. Áður fyrr fékkst
hann aðallega við að græða fé og
spilaði með góðum árangri á
kauphöllinni. Nú leggur hann sig
fram um að komast til botns í
skákinni og teflir á mörgum
mótum á ári hverju. Nú, þegar
hann hefur eignazt sína fyrstu
milljón (dollara, að sjálfsögðu),
er hann kominn langleiðina að
næsta takmarki sínu — að verða
stórmeistari.
í Reykjavík var hann þó ekki
sem bezt upplagður. Hann missti
nokkrum sinnum af strætis-
vagninum og tapaði nokkrum
Adam Kuligowsky
skákum sem hann hefði átt að
vinna. Þrátt fyrir þetta brá hann
fyrir sig „milljónerastílnum":
Kogan — Burger
1. d4— Rf6, 2. c4 — e6, 3. g3 —
d5. í upphafi er teflt á hefðbund-
inn hátt og engu hætt. 4. Bg2 —
Be7, 5. Rf3 — 0-0, 6. 0-0 — dxc4, 7.
Dc2 — a6, 8. a4 — Bd7, 9. Hdl —
Bc6, 10. Rc3 — Bxf3! Næst sjáum
við frábæran skilning á þessu
tízkuafbrigði. 11. Bxf3 — Rc6, 12.
Bxc6 — bxc6, 13. a5 — Hb8, 14.
Da4 — Bb4!, 15. Ra2 — Be7, 16.
Rc3 — Bb4. Þriðja stigið: sál-
fræðileg barátta. Svartur lætur í
það skína að hann sætti sig við
skiptan hlut eftir 17. Ra2. Kann
að vera. En það er hvítur sem
verður fyrri til að hætta á að
leika til vinnings og hann hlýtur
makleg málagjöld í skyndi. 17.
Dxc6 — Bxc3, 18. bxc3 — Dd5, 19.
Dxc7 — Re4, 20. Ha3 — Rd6, 21.
Ha4 — Hfc6, 22. De7 —Re4, 23.
Ha3 - Hb7, 24. Dh4 — Hb3, 25.
Hxb3 - cxb3, 26. Bb2 — Rxc3 og
hvítur er búinn að vera. Ágætt
dæmi um rökfastan skákstíl dr.
Burger.
Sem lokaorð vil ég leggja
áherzlu á að Reykjavíkurskák-
mótið var ágætt framlag til
skáklistarinnar og ég óska móts-
höldurunum enn meira gengis í
framtíðinni.
Fræðslufundir um mjólkurmál
MBL. IIKKl'K borist eftirfarandi frá
lleilbrigðiseftirliti ríkisins, yfirdýra-
lækni, héraðsdýralæknum og mjólk-
ursamlögum.
Samfara miklum breytingum
sem orðið hafa á starfsaðferðum
við framleiðslu mjólkur á undan-
förnum árum, hafa þær kröfur sem
gerðar eru til bænda aukist veru-
lega. Tæknin sem notuð er við
framleiðslu mjólkurinnar er orðin
flóknari og krefst meiri aðgætni og
nákvæmni en áður var, auk hald-
góðrar þekkingar á ýmsum sviðum.
Þc að þessi nýja tækni sé tvímæla-
laust til mikilla þæginda og hag-
ræðingar fyrir framleiðendur, þá
krefst hún einnig aukins aðhalds
hvað þrif og hreinlæti varðar.
Af þessu tiiefni og vegna
fcreyttra aðferða og reglna við
flokkun á mjólk frá framleiðendum
hafa þeir aðilar, sem að þessum
málum vinna, ákveðið að halda
fræðslufundi um mjólkurmál á
Vesturlandi. Þessir aðilar eru Heil-
brigðiseftirlit ríkisins, yfirdýra-
læknir, héraðsdýralæknar og
m j ól ku rsam lögi n.
Á fundum þessum verður m.a.
fjallað um eftirfarandi:
1. Nýjar flokkunarreglur.
2. Frumutalningu sem þátt í bar-
áttunni við júgurbólgu.
3 Kvikmynd um júgurbólgu.
4. Hreinlæti og viðhald mjaltavéla.
Fundirnir verða haldnir á eftir-
farandi stöðum:
Þann 23. mars að Hlöðum, Skil-
mannahreppi,
þann 24. mars að Brún í Bæjar-
sveit,
þann 25. mars að Varmalandi í
Stafholtstungum,
þann 26. mars í húsi Mjólkursam-
lagsins í Borgarnesi,
þann 29. mars í Búðardal,
þann 30. mars í Búðardal,
þann 21. mars í Lindartungu í
Kolbeinsstaðahreppi,
þann 5. apríl í Félagsgarði í Kjós.
fc’undirnir hefjast á öllum stöð-
um kl. 14.00 nema í Búðardal kl.
15.00. Mjög mikilvægt er að allir
þeir aðilar, sem að mjólkurfram-
leiðslu starfa, mæti (húsbændur,
húsmæður og unglingar).
75 ára afmæli:
Þórunn Sigurðardóttir
í dag verður Þórunn Sigurðar-
dóttir, Ægisíðu 123, 75 ára, en hún
er fædd 24. mars 1907.
Plr ég tek mér penna í hönd með
það í huga að skrifa nokkur orð
um systur mína Tótu eins og við
köllum hana, þá er mér efst í huga
þakklæti, viðkvæmni, sársauki og
gleði. En einmitt þessi hugsun er
útstreymni frá þeirri sál, sem
geymir hreinleika, sem lýsir lífi
persónu, sem lifir heilbrigðu, göf-
ugu og góðu lífi.
Mig langar aðeins til, Tóta mín,
á þessum tímamótum lífs þíns, að
þakka þér fyrir samveruna, ásamt
manni mínum og börnum, allt
fram á þennan dag. Þitt líf hefur
orðið mér og öðrum til fyrirmynd-
ar. Með heiðri og sóma hefur þú
staðið sem klettur úr hafinu er
bylgjur þess hafa risið og ægis-
dætur sótt sína heim. Og einnig á
sólskinsdegi breyttist skúr í skin
og þú mættir enn á ný í mótlæti
lífsins, standa sem hetja og leyfa
tárum og trega að þróast á ný í
huga og hjarta og þroska þig á
göngu lífsins. Þannig var hin
þunga sorg lögð á þig ásamt mörg-
um öðrum áföllum. En máttur
þinn var mikiil, enda vegir guðs
órannsakanlegir. Er ég lit til baka
til starfa þinna hjá Landssíma ís-
lands og mér verður hugsað heim
til Patreksfjarðar þar sem við
störfuðum saman og þér var veitt
stöðvarstjóraembættið þar, þá ný-
orðin ekkja, ásamt mörgum öðrum
ábyrgðarstörfum, sem þú gegndir
með miklum sóma. Og þá langar
mig til, Tóta mín, sérstaklega að
þakka þér sem sjómannskonu
fyrir þitt fórnarstarf sem þú veitt-
ir svo ótal mörgum með starfi
þínu í þágu slysavarna. Ég vona að
þar tali ég fyrir munn margra. Að
lokum vil ég svo þakka þér fyrir
börnin mín öll og við öll óskum
þess, að sá sem að öllum gefur ár
signi þig gegnum bros og tár.
Það styttist örugglega hjá okkur
báðum í hið óendanlega alheimslíf
og þá er ég viss um að þú munt
uppskera eins og þú sáðir. Þar
mun endurspeglast frá sálu þinni
tign og reisn í litbrigðum verks,
sem þú hefur til unnið.
Hrefna Sigurðardóttir
Búlgörsk list
á Akureyri
Akureyri, 20. m»rz.
INGVAR Gíslason menntamálaráó-
herra opnaði í dag sýningu nútima-
myndlistar frá Búlgaríu i húsakynn-
um Myndlistarskólans á Akureyri.
Þetta er sama sýningin og haldin var
í Reykjavík fyrir nokkru á vegum
Listasafns alþýðu, en hér er það
Myndlistarskólinn, sem heldur sýn-
inguna. Skólastjóri hans er Helgi
Vilberg.
Á sýningunni eru 48 málverk
eftir 11 þúlgarska myndlistar-
menn. Hinn elsti er fæddur árið
1923, en hinir yngstu árið 1952.
Sýningin verður opin fram yfir
næstu helgi, kl. 20—22 virka daga,
en 14—22 á laugardag og sunnu-
dag. Sv.P.
Frá búlgörsku listsýningunni á Akureyri. Hjá málverkunum stendur skóla-
stjórinn, Helgi Vilberg. Ljo»m.: Sy.i>.
Stórgjafir berast
Videyjarkirkju og
Hallgrímskirkju
ÞAl HJONIN Jónína Guðmundsdóttir
og Magnús Jónsson bjuggu um all-
langt skeið í Viðey og síðar hér í
Reykjavík.
Nú hefur sonur þeirrahjóna, Guð-
mundur R. Magnússon sem lengi
hefur verið verkstjóri við Hitaveitu
Reykjavíkur, gefið tíu þúsund krón-
ur til hvorrar sóknarkirkna þeirra
hjónanna, Viðeyjarkirkju og Hall-
grímskirkju í Reykjavík.
Báðar þessar kirkjur eru févana,
er verið að gera Viðeyjarkirkju
rækilega upp og bygging Hallgríms-
kirkju stendur enn yfir, sem öllum
er kunnugt. Hefur orðið að senda
smiði kirkjunnar heim í fyrsta sinn í
20 ár vegna fjárskorts.
Guðmundi R. Magnússyni eru
færðar miklar þakkir fyrir höfð-
ingskap sinn. (Frétlalilkynning.)
Tvær vörusýningar í Portúgal í júní
Tízkusýningar eru amk. þrisvar á Frá sýningarbásum i Kristalshöllinni.
dag meðan sýningar standa yfir.
TVÆR vörusýningar, sem eru líkleg-
ar til að vekja áhuga hérlendis, verða
i Kri.stalshöllinni í Oporto í júnímán-
uði.
Fyrst er að nefna Portex sem
stendur yfir dagana 3.-7. júní og
verður þar kynntur tilbúinn fatn-
aður og prjónles fyrir vor/sumar-
tízkuna 1983. Dagana 12, —15. júní
verður svo Mocap-skósýningin, en
hún er haldin tvisvar á ári og hafa
margir íslenzkir skókaupmenn far-
ið á sýninguna, enda hefur skó-
innflutningur frá Portúgal vaxið
mjög síðustu ár.
Þess má geta að Ferðaskrifstof-
an Girassol Holidays í London sér
um að skipuleggja ferðir á sýn-
ingarnar.