Morgunblaðið - 24.03.1982, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 24.03.1982, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982 29 AfmæHskveðja: Guðmundur Björnsson kennari á Akranesi Sæll og blessaður, Guðmundur minn. Það má nú varla minna vera en við hjónin sendum þér bestu kveðjur okkar í tilefni dagsins. Við vildum nú kannske öll að við værum þess umkomin að geta dregið ögn úr hraða tímans, en enginn gengur eins hljóðlega um garða og hann, og við verðum þess ekki vör, fyrr en löngu eftir, að hann er farinn hjá. Það eru því miður ekki allir, eins og þú, sem geta fagnað því láni að verða áttræðir, án þess að þeim blási nös. Á lífsferli þínum hefir þú, Guð- mundur, reynst liðtækur félagi í hinum ýmsu félagasamtökum, þar sem þú hefir komið við sögu. Má þar til nefna Kennarasamtökin, Húnvetningafélagið, Norræna fé- lagið og ekki síst í félagssamtök- um Framsóknarflokksins, þar sem ég held, að þér hafi aldrei verið brugðið um vinstri villu. í öllum þessum félögum hefur þú hlotið viðurkenningu fyrir störf þín, enda ert þú málafylgju- maður góður og ræðumaður mik- ill, talar og skrifar tilgerðarlaust og hreint íslenskt mál og hefur nú nýverið hlotið þjóðarviðurkenn- ingu fyrir störf þín að félagsmál- um. Ættrækni og ræktarsemi við þér tengda og frændalið er þér í blóð borin og þú annt bernsku- stöðvum þínum norður í Miðfirði af heilum hug, en bernskuheímili þitt var Núpsdalstunga, þar í sveit, en þangað hvarflar hugur þinn löngum og oft veit ég til, að þú hefir lagt land undir fót um sveitina þína. Slík er ræktarsemi þín við þínar bernskustöðvar og fólkið, sem þú ólst upp með í æsku. Þá er ég löngum minnugur þeirrar umhyggju og velvildar, sem þú sýndir jafnan tengdamóð- ur þinni, en móður minni, alla tíð, enda mat hún þig mikils. Af þessu öllu má líka að nokkru þekkja manninn. Þú hefur verið mikill lánsmaður í öllu þínu lífi og starfi, virtur og vel metinn borgari, sem tekið hefir þátt í að móta samtíð þína. Slíkir sem þú setja jafnan svip á sitt umhverfi. Eftirminnilegastur ætla ég þó, að þú verðir afkomendum þínum, sem hinn sívökuli ættarhöfðingi yfir velferð og hamingju sinna nánustu. Alyktun alþjóðaþings rithöfunda: Yfirvöld í Póllandi virði mannréttindi „ÞAÐ VAR gerð mikil og stór álykt- un um málefni rithöfunda í Póllandi og mikil vinna lögA í aA gera hana sem bcst úr garAi,“ sagAi Þorstcinn Gylfason, er MorgunblaAiA náAi tali af honum í Oxford í gær. Þorsteinn sótti þing alþjóða- samtaka rithöfunda, PEN, sem fram fór í Lundúnum í síðustu viku, fyrir hönd íslandsdeildar samtakanna. „Á annað hundrað rithöfundar, 128, ef ég man töluna rétt, hafa verið í haldi í Póllandi frá því her- löggengu í gildi í landinu og höfuð- stöðvum PEN í Póllandi hefur ver- ið lokað. Samþykkt var að senda póiskum stjórnvöldum þessa álykt- un þingsins." Sagði Þorsteinn ennfremur, að samþykkt hefði ver- ið að fara þess á leit við þarlend yfirvöld, að mannréttindi yrðu í heiðri höfð og rithöfundunum sleppt úr haldi. Alþjóðasamtök rithöfunda, PEN, voru í öndverðu stofnuð til þess að vernda mannréttindi rithöfunda víða um heim og hafa barist ötul- lega fyrir auknum mannréttindum um langt árabil. Það kæmi mér ekki á óvart, þeg- ar þú nú, mágur minn, stendur á áttræðu og lítur til baka yfir far- inn veg, að þér muni verða efst í huga, þökk til lífsins fyrir alla þá hamingju, sem dísirnar færðu þér í vöggugjöf. En þú átt þér fleiri hamingju- dísir en þær sem þú hlaust í vöggugjöf. Eiginkonu þinni, Pál- ínu Þorsteinsdóttur, mátt þú ekki síður þakka þinn hamingjuferil, þannig hefir líf ykkar fallið í einn og sama farveg. Eg er ekki í nokkrum vafa um, að enn bíða þín ótaldir hamingju- dagar. Þér hefur lærst að njóta lífsins og gleymir þá jafnan aldri og árum og finnur þig ekki eldri en þú vilt vera. Við hjón höfum mikla ánægju af að senda þér okkar bestu og innilegustu heillaóskir á merkis- degi þessum, svo dáður, sem þú hefur jafnan verið af konu minni allt frá fyrstu kynnum, en meina- laust í millum okkar mága. Þessari kveðju fylgir ekki upp- talning ættfeðra eða afkomenda, því að maðurinn er fyrst og fremst það, sem hann er af sjálfum sér. Halldór Þorsteinsson Guðmundur tekur á móti gest- um á heimili dóttur sinnar og tengdasonar að Sævarlandi 8, Reykjavík, milli kl. 4—7 í dag. Skila Tékkum stríðs- gullinu Washint'ton, í marz. AIV BANDARÍSKA stjórnin ætlar aó skila tékknesk- um eignum og leysa 41 árs deilu vid stjórnvöld í l'rag með samningi, að sögn bandaríska fjármálaráóu- neytisins. Þar með fá Tékkar m.a. 18.4 lestir af gulli, sem nú er jafn- virði rúmlega 200 milljóna dollara og flutt var frá Tékkó- slóvakíu í stríðinu. Bretar eru einnig aðilar að samningnum. í staðinn eiga Tékkar að greiða 130 milljónir dollara í skaðabætur til fyrirtækja og einstaklinga, sem urðu fyrir barðinu á þjóðnýtingu þeirri sem kom til sögunnar eftir valdatöku kommúnista 1948. Eigur Tékka voru fyrst frystar 1941. Það var til að koma í veg fyrir, að tékknesk- ir ríkisborgarar yrðu neyddir til þess að afsala sér kröfum sínum til eigna sinna í Banda- ríkjunum í hendur Öxulríkj- unum. Þetta var einnig liður í efnahagsstríðinu gegn Öxul- ríkjunum. Ekki er vitað um heildar- verðmæti hinna tékknesku eigna. Frakkar hafa þegar samþykkt að gullinu verði skilað. Söngleikurinn HITAMÆLAR SÖMIíllaiLDDMtr Vesturgötu 16, sími 13280. INN5 Frum- 3> synmg föstudag kl. 21. 2. sýning laugard. 3. sýning sunnudag 4. sýning mánudag Forsala er í Háskólabíói w TOPPSTAL • Plötulengdir eftir óskum kaupenda • Við klippum og beygjum slétt efni í sama lit á kanta í þakrennur, skotrennur o.fl. • Viðurkennd varanleg PVF2-huð i lit • Hagkvæmt verð • Afgreiðslutími 1—2 mán • Framleitt i Noreqi 'S BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HF Leitió nánari upplýsinga að Sigtúni 7 Simi:29022 WIKA Þrýstimælar Allar stærðir og gerðir sLlLL SötuiiiflðKuigjtuKf1 cJi&OT)©©®® <gt ©® Vesturgötu 16, sími 13280 Blað- burðar- fólk óskast Austurbær Þingholtsstræti Hringið í síma 35408

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.