Morgunblaðið - 24.03.1982, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982
t
Broðir okkar og mágur,
OLAFUR TR. EINARSSON,
útgerðarmaður,
Hafnarfirði,
andaðist 22. marz sl.
Dagbjörg Eínarsdóttir, Ragnheiður Einaradóttir,
Svava E. Mathiesen. Dagný E. Auöuns,
Viktoría Sigurjónsdóttir.
t
Móöir mín,
LÁRA PÁLSDÓTTIR,
Nóatúni 24,
lést 13. mars sl. Utförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Fyrir hönd vandamanna.
Guðrún Pólsdóttir,
Smáragötu 8A.
t
Eiginmaöur minn og faðir,
KJARTANHELGASON,
fyrrverandi skipstjóri, Dvalarheimilinu Höfða Akranesi, lést sunnu-
daginn 21. marz. Útförin fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn
27. marz kl. 1 eftir hádegi.
Guðríður Sigurborg Finnsdóttir,
Garðar Kjartansson.
+
BJÖRN JÓNSSON,
Sogavegi 148, Reykjavík,
áður bóndi Torfastööum, Miðfirði,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, í dag, miðvikudaginn 24.
þ.m, kl. 10.30 f.h.
Guölaug Gísladóttir
og vandamenn.
+
Faðir minn og afi okkar,
ÓLAFUR PÁLSSON,
Drápuhlíö 9,
veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. marz kl.
1.30 e.h.
Páll Ólafsson,
Sveinbjörg Pálsdóttir Hulda Pálsdóttir.
+
Eiginmaður minn og faöir okkar,
ÞORLÁKUR HELGASON,
verkfræðingur,
verður jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, í dag, miðvikudag,
24 marz. Athöfnin hefst kl. 15.00.
Elisabet Björgvinsdóttir,
Ragnheiöur Kristjana Þorláksdóttir,
Helgi Þorláksson,
Nanna Þorláksdóttir,
Þyri Þorláksdóttir.
+
Útför bróöur okkar,
ÞÓRÐARHÁKONARSONAR
frá Hafþórsstöðum f Noröurárdal,
veröur gerð frá Hvammi í Noröurárdal, laugardaginn 27. marz nk.
kl. 14.00. Bílferð verður frá Umferöarmiöstööinni kl. 09:30 á laug-
ardag.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vildu minn-
ast hins láfna eru beðnir um aö láta Krabbameinsfélag íslands eöa
sjúkrahús Akraness njóta þess.
Sígurjón Hákonarson, Ágústa Hákonardóttir,
Metta Hákonardóttir, Halldór Hákonarson.
+
Útför elsku föður okkar, sonar og bróöur,
JÓNS GUNNLAUGS SIGUROSSONAR,
sveitarstjóra, Búðahreppi Fáskrúðsfiröi,
fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 25. þ.m. kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeim sem vildu minn-
asl hans er bent á minningarsjóö Víkings, sem stofnaöur hefur
verið í minningu Jóns Gunnlaugs.
Sigurður Sv. Jónsson, Ástbjörg Rut Jónsdóttir,
Rakel Viggósdóttir, Sigurður Sv. Jónsson,
Edda Björg Sigurðardóttir, Unnur Kristín Siguröardóttír.
Viggó V. Sigurösson,
Minning:
Þorlákur Helgason
verkfrœðingur
Kæddur 17. dcsember 1904
Dáinn 15. mars 1982
Þorlákur Helgason, verkfræð-
injrur, lést í Landspítalanum eftir
stutta legu en erfið veikindi. Ei({-
inkona hans og börn fylgdust náið
með líðan hans og vöktu yfir hon-
um síðustu næturnar og mun seint
úr minni líða það andlega þrek og
æðruleysi, er hann sýndi allt fram
í andlátið.
Þorlákur fæddist á ísafirði 17.
desember 1904. Foreldrar hans
voru Helgi Sveinsson bankaúti-
bússtjóri þar og kona hans Krist-
jana Jónsdóttir. Hann varð stúd-
ent frá MR 1923 og lauk prófi í
byggingaverkfræði frá Norges
tekniske Höjskole í Þrándheimi
1934. Formaður stúdentafélagsins
í Þrándheimi 1925—26 og ævifé-
lagi þess.
Þorlákúr réðist verkfræðingur
hjá Vita- og hafnarmálastjórn ár-
ið 1935 og starfaði þar að hafnar-
málum svo lengi er honum entist
heilsa til, en um nokkur ár átti
hann við vanheilsu að stríða.
Arið 1941 kom hann hingað til
Ólafsfjarðar á vegum Vita- og
hafnarmálaskrifstofunnar til að
athuga um hugsanlega hafnargerð
hér. Gerði hann síðan uppdrátt og
áætlun um hafnargerð í Olafsfirði
og hafði um mörg ár umsjón með
b.vggingu hafnarmannvirkja hér.
Þorlákur verkfræðingur mun og
hafa haft meiri og minni afskipti
af byggingu hafnarmannvirkja í
um 20 kauptúnum víðs vegar um
landið á vegum Vita- og hafnar-
málastjórnar. Hann þótti mjög
fær verkfræðingur og verkstjórar
er unnu undir hans stjórn dáðu
hann flestir.
Þorlákur Helgason, var mynd-
arlegur maður, snyrtimenni og
prúður í allri framkomu. Hann
var fjölhæfum gáfum gæddur, vel
máli farinn og gat verið gaman-
samur, en umfram allt mikill
drengskaparmaður. Fyrst þegar
hann kom til Ólafsfjarðar dvaldi
hann á heimili okkar hjóna um
tíma og þá kynntumst við hvað
best og bundumst þá þeim kunn-
ingja- og vináttuböndum, er vör-
uðu æ síðan.
Seinna bjuggu þau hjónin með
börn sín hér á Ólafsfirði, sumar-
tíma árið 1952 og tóku miklu ást-
fóstri við staðin og fólkið hér. All-
ir sem kynntust þeim urðu hrifnir
af þessari elskulegu fjölskyldu. En
að búa hér gerði Þorlákur til þess
að geta betur einbeitt sér að hafn-
arframkvæmdunum, enda gekk
verkið mjög vel meðan hann var
hér.
Þorlákur var tvíkvæntur, fyrri
kona hans var Ingeborg Hancke
Sörensen, henni kynntist ég ekki.
Börn þeirra eru: Þyrí, gift Janes
Myers, sölustjóra, þau eru barn-
laus og búsett í Bandaríkjunum.
Nanna, gift Hirti Torfasyni, lög-
fræðingi, þau eiga þrjú börn.
Síðari kona, Elísabet Björg-
vinsdóttir, sýslumanns á Efra-
Hvoli Vigfússonar og konu hans
Ragnheiðar Ingibjargar Einars-
dóttur, hrstj. á Höskuldsstöðum í
Breiðdal — og lifir hún mann
sinn. Börn þeirra eru: Helgi,
sagnfræðingur, kennir við Há-
skóla íslands, og Ragnheiður,
starfar hjá Sögufélaginu. Þá eign-
uðust þau aðra dóttur, sem dó á
fyrsta ári. Öll eru þessi börn Þor-
láks myndarleg og vel gerð.
Elísabetu konu Þorláks hefi ég
kynnst í gegnum árin og oft notið
gestrisni þeirra hjóna. Hún er
stórmyndarleg, elskuleg og vel
gerð kona og hefur verið manni
sínum mikil stoð og stytta, enda
mat Þorlákur hana mikils og allir
er henni kynnst hafa.
Þau hjónin voru mjög samhent
með að taka vel á móti gestum og
andi velvildar og hlýju lék um
mann í návist þeirra. Þau voru
vissulega skemmtileg heim að
sækja. Þorlákur margfróður og
ræðinn, ætíð umtalsgóður, virðu-
legur í allri framkomu, en lét lítið
yfir sér og miklaðist ekki af verk-
um sínum og kunnáttu.
Þau hjónin Þorlákur og Elísabet
hafa aldrei, að ég ætla, verið rík af
veraldlegum auð. Ég spurði Þorlák
einhverju sinni eftir því hvort
hann drýgði ekki tekjur sínar með
því að taka að sér aukastörf fyrir
aðra en Vitamálaskrifstofuna.
Vissulega gæti ég það — svaraði
hann, — en sóma míns vegna geri
ég lítið af því, Mammon hefur
aldrei freistað mín, mér nægir að
þjóna einum herra.
I þesu sambandi langar mig að
geta þess, að eitt sinn vantaði mig
vegna nafnargerðar Ólafsfjarðar,
nauðsynlega vissar teikningar,
innan eins dags, sem ekki var
hægt að fá gert svo fljótt á skrif-
stofu Vitamála, ég spurði Þorlák
hvort nokkur leið væri til þess, að
hann gæti unnið þetta heima hjá
sér. Hann svaraði, ég skal reyna
en ég held mér takist það ekki, en
þú getur hringt í mig í fyrramálið,
kannski get ég gert eitthvað riss.
En það var meira en riss — ég
fékk velfrágengna teikningu og ég
var viss um að hann vann við hana
mikinn hluta nætur. En greiðslu
vildi hann ekki þiggja.
Ég minnist Þorláks með þakk-
læti fyrir margra ára vinsemd og
góðvild.
Við hjónin sendum konu hans,
börnum og ailri fjölskyldunni
okkar innilegustu samúðarkveðju.
Blessuð sé minning hans.
Asgrimur llartmannsson
Olafsfirði.
Þorlákur Helgason var fæddur á
ísafirði 17. desember 1904. Hann
+
Móöir mín,
ASLAUG EINARSDÓTTIR,
frá Ivarsseli,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudagin 25. marz kl.
15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuö. Þeim sem vildu minnast hennar er
bent á Hjartavernd.
Lovísa Einarsdóttir.
+
Móðir okkar og tengdamóöir,
SVANLAUG BJARNADÓTTIR,
Túngötu 41,
veröur jarösungin frá Frikirkjunni í Reykjavík á morgun, fimmtu-
daginn 25. marz, kl. 13.30.
Bjarni ísleifsson, Bára Vilbergs,
Jón ísleifsson, Guörún Lillý Steingrímsdóttir,
Leifur ísleifsson, Bergljót Halldórsdóttir,
Nanna L. fsleifsdóttir.
var sonur hjónanna Helga
Sveinssonar bankaútibússtjóra
þar og konu hans Kristjönu Jóns-
dóttur. Þorlákur varð stúdent frá
MR 1923 og lauk prófi í bygginga-
verkfræði frá NTH í Þrándheimi
1934. Jafnframt námi sínu þar
vann hann að blaðamennsku.
Þorlákur réðst til Vita- og hafna-
málastofnunar ríkisins 1934 að
námi loknu þar sem hann starfaði
til 1969.
Þegar Þorlákur kom heim frá
námi var Island bláfátækt samfé-
lag bænda og fiskimanna. Miðað
við Noreg var landið frumstætt
tæknilega, og borgar- og bæjar-
menningekki til. Við heimkomuna
blöstu við hinum unga heims-
manni hörð og krefjandi störf við
uppbyggingu hafna allt í kringum
landið.
Utgerð og fiskvinnsla hefur
staðið undir uppbyggingu landsins
en forsenda þess eru góðar hafnir.
Allar aðstæður við hafnargerð
voru mjög erfiðar. Skortur var á
tækjum og efni, auk þess voru
samgöngur slæmar. Við þetta
bættist að þjóðin var óvön að fást
við stór verk eins og hafnargerð
sem kröfðust skipulagningar og
samhæfingar manna og véla.
Samskipti við stjórnvöld og
sveitastjórnarmenn voru vanda-
söm. Akvarðanir um verkefni og
stefnu í hafnamálum þarf að taka
í samráði við menn með mismun-
andi skoðanir, reynslu og hugar-
far og reynir það því mjög á hæfi-
leika til rökfastrar tjáningar, lip-
urðar, lagni og skarpskyggni. Mér
er kunnugt um að Þorlákur var
góður verkfræðingur og hafði ein-
stakt lag á að umgangast fólk
hvort sem það voru stjórnvöld,
sveitarstjórnarmenn eða aðrir og
kom reynsla hans í blaðamennsku
án efa þar að góðu haldi. Hin
vandasömu og ólíku þættir í
mannlegum samskiptum virtust
honum auðveldir.
Ég kynntist Þorláki á síðari
hluta starfsferils hans og fór ekki
milli mála að hann var afburða-
maður. Ég minnist alltaf hafna-
nefndafunda með honum. Hann
þekkti hvern mann og þegar hann
talaði hlustuðu allir. Hann var
ætíð málefnalegur og rökvís og
allt hans fas mótaðist af hæversku
og fágun, menn fundu að þeir voru
allir sameiginlega þátttakendur í
ákvarðanatöku og lausn vanda-
mála. Það auðveldar allan fram-
gang mála ef allir þátttakendur
finna að þeir eigi hlutdeild að
þeirri lausn sem valin er og getur
ráðið úrslitum um hvernig til
tekst.
Þorlákur Helgason var vinsæll
meðal samstarfsmanna sinna og
annarra sem hann átti viðskipti
við. Rík kímnigáfa, skarpt minni
og góðir frásagnarhæfileikar áttu
þátt í því en þó held ég að meiru
hafi ráðið jákvætt hugarfar hans
og virðing fyrir öðrum. Fólki leið
vel í návist hans, hann var dreng-
ur góður sem hverjum manni vildi
vel.
Ég og fjölskylda mín vottum
ástvinum hans samúð okkar vegna
fráfalls hans.
Daníel GesLsson
Tregablandin angurværð settist
að mér, er mér barst fréttin um
andlát frænda míns, Þorláks
Helgasonar verkfræðings.