Morgunblaðið - 24.03.1982, Side 31

Morgunblaðið - 24.03.1982, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982 31 Hálfgleymdar minnin}?ar frá hernskudöKiim á Gautlöndum leit- uðu fram í hugann, minningar um heimsóknir frændfólksins frá ísa- firði, þessu landi ævintýranna, „þar sem alltaf var logn og oftast sólskin, og þar sem bjuggu fríð- ustu konur á Islandi“, svo vitnað sé til ummæla Sigurðar Guð- mundssonar skólameistara. Og frændfólkið þaðan hafði sannar- lega á sér sérstæðan blæ, blæ frjálslyndis, reisnar og heims- menningar, en á þessum árum voru á Isafirði miklar hræringar í stjórnmálum og menningarmál- um, og báru þeir, er þar ólust upp, þess glöggt vitni. Ég minnist glæsilegra manna og kvenna, fagurbúinna með frjálslegt fas, fólks, er var alls óhrætt að láta í ljós sjálfstæðar, rökum studdar skoðanir á þeim málefnum, er til umræðu voru. Þetta voru börn afasystra minna, Kristjönu og Rebekku Jónsdætra frá Gautlöndum og manna þeirra, Helga Sveinssonar bankastjóra og Guðmundar Guðmundssonar prests frá Gufudal. Margt bar á góma, þegar slíka gesti bar að garði, stjórnmál, kaupfélagsmál, listir, vísindi og bókmenntir. Oft færðist hiti í um- ræður og hnefum slegið í borð til áherzlu, en að lokum, er upp var staðið — seint eða snemma nætur — voru menn ætíð glaðari, fróðari og e.t.v. ögn víðsýnni en áður. Einna minnisstæðastur af þessu fríða liði var Þorlákur Helgason. Hann fæddist á ísafirði 17. des- ember 1904 og ólst þar upp í stór- um og glaðværum systkinahópi. Er yngsti bróðirinn Sveinn Iátinn fyrir mörgum árum, en eftir lifa systurnar sex: Guðný, ekkja Brynjólfs Jóhannessonar leikara, Guðrún, ekkja Gunnars Viðars bankastjóra, Sólveig, ekkja Aðal- steins Friðfinnsonar verslunar- manns, Helga, ekkja Eiríks Ein- arssonar arkitekts, Nanna, gift H.C. Ohlsson sjóliðsforingja í Kaupmannahöfn og Margrét, er um árabil var bókhaldari hjá Slippfélaginu í Reykjavík. Bera þær allar aldur sinn með sömu reisn og sama glæsibrag og ein- kenndi þær á æskuárum. Að Ioknu stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík hélt Þorlákur til verkfræðináms í Nor- egi og lauk prófi í byggingaverk- fræði frá Verkfræðingaháskólan- um í Þrándheimi. Hann var síðan verkfræðingur hjá Vita- og hafna- málastjórn um fjölda ára og starf- aði þar að fjölmörgum verkefnum víðs vegar um Jandið, auk ýmissa almennra verkfræðistarfa. Þorlákur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Inga Sörensen og eignuðust þau tvær dætur, Þyri, gifta James Myers verzlunar- manni, búsett í Bandaríkjunum, og Nönnu, gifta Hirti Torfasyni hæstaréttarlögmanni, búsett f Reykjavík. Síðari kona hans er Elísabet Björgvinsdóttir frá Ef- ra-Hvoli, hjartahlý gáfukona, er bjó fjölskyldu sinni sérlega aðlað- andi og fagurt heimili. Þau eign- uðust þrjú börn: Ragnheiði Helgu, er lézt í bernsku, Ragnheiði Krist- jönu, starfsmann Sögufélagsins og Helga, sagnfræðing og kennara við Háskóla íslands. Má óhætt fullyrða, að Þorlákur hafi verið lánsmaður í einkalífi sínu, því að báðar voru konur hans mikilhæfar og börn hans öll hinn mannvænlegustu. Þorlákur bar mörg einkenni sinna ættmenna, leit á þau mál- efni er fyrir lágu frá ýmsum hlið- um og ræddi þau af víðsýni og án fordóma, þótt afstaða hans væri ákveðin. Hann var gleðimaður, eðliskurteis og ljúfur í viðmóti, gestrisinn svo af bar pg hafði sér- stakt lag á að laða að sér börn og ungt fólk, enda með lifandi áhuga á hinum ólíkustu viðfangsefnum og ungur í anda til hinzta dags. Ættrækni hans var mikil og samheldnin innan systkinahóps- ins einstök. Má vafalaust rekja hana til þeirrar tryggðar, er þau báru til gamla heimilisins í „Garðó", þar sem faðir þeirra og föðursystir héldu fagnað um hverja helgi öllum þeim ættingj- um og vinum sem þangað vildu koma. Var þar ætíð margt um manninn og glatt á hjalla. Ég vil að lokum þakka frænda mínum tryggð hans og ræktar- semi í garð föður míns og fjöl- skyldu minnar, en síðast og ekki sízt trúnað hans við þær hefðir, er hafa mótað þau einkenni okkar frændgarðs, sem mér eru mætust. Sigríóur Jónsdóttir frá Gautlöndum Enn er skarð höggvið í sveit okkar sjöttubekkinga frá 1923. Þorlákur er allur. Aðeins fimmti hluti bekkjarbræðranna kveður hann í dag. Allir hinir fallnir, sumir orðið fyrir náttúru- hamförum. Minningin um ágætan félaga og samherja í námi og starfi lifir enn um sinn í hugum okkar, sem eftir lifum, þótt aldurinn sé orðinn hár. Þorlákur var yngstur okkar í stærðfræðideild, stúdent 18 ára, f. 17. des. 1904. Ég mun hafa kynnst honum fyrstur bekkjarbræðranna. Sumarið 1916, minnir mig, var hann í sumardvöl í Bæ í Króks- firði hjá Ingimundi óðalsbónda Magnússyni, sem lengi var vega- vinnuverkstjóri. Þá var vegurinn inn með Gilsfirði ruddur árlega, og tók ég og bræður mínir þátt í því. Þorlákur kom inn í fjörð með vinnusveit Ingimundar. Þá bar fundum okkar fyrst saman. Ég man að okkur varð skraf- drjúgt um margt, drengnum úr höfuðstað Vesturlands og sveita- drengnum sem var hálfu þriðja ári eldri, og hafði aðeins komið til Hólmavíkur. Einu sinni. Ég man eftir því að við áttum leið yfir ársprænu og okkur kom saman um að ég skyldi bera hann á bak- inu yfir ána, því ég var þegar orð- inn votur í fætur en hann þurr. Þegar ég kom í fjórða bekk Menntaskólans fjórum árum síðar og raunar nokkrum dögum of seint, sá ég þar fyrir meðal nem- enda fullvaxinn, rauðhærðan mann, sem minnti mig strax á ís- firska drenginn í vegavinnunni, enda var líka nafnið það sama. Við vorum tíu í deildinni og kynntumst því allir náið. Oft sát- um við Þorlákur hlið við hlið. Stundum lásum við saman und- ir próf. Eitt vorið hafði Þorlákur Ráðherrabústaðinn við Tjarnar- götu til umráða. Þar höfðum við gott næði. Þorlákur og Sólveig kona ráðherrans, Sigurðar Eggerz, voru hæði afabörn Jóns Sigurðs- sonar á Gautlöndum, en þau hjón- in voru þá erlendis. Þorlákur lét aldrei við það sitja Afrnælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Björn Jónsson frá Torfastöðum að lesa aðeins námsbækurnar. Um skeið voru honum verk norsku meistaranna mjög hugleikin. Við áttum oft tal um þessháttar. Þá var komið að honum að bera mig yfir ána. Ekki vissi ég hvortr hann skrif- aði nokkuð sjálfur, en eitt er víst að ekki flíkaði hann því. Hann tók ekki þá meiri þátt í félagsstarfi nemenda en algengt var. Um haustið 1923 vorum við Árni Björnsson á leið til náms í Gött- ingen, en höfðum um sinn viðdvöl í Kaupmannahöfn. Þangað komu þá þeir Þorlákur og Árni Daní- elsson frá Berlín. Höfðu hrökklast þaðan eftir nokkurra vikna dvöl og sögðu sínar farir ekki sléttar. Óeirðir og verðbólguæði óstöðv- andi. Það varð úr að þeir fóru á verk- fræðingaskólann í Þrándheimi, en við Árni hættum alveg við Þýska- landsför. Það var gaman að fá Noregsbréf frá Þorláki. I Þrándheimi tók hann heldur betur við sér í f élagsmálum, var meðal annars formaður stúdenta- félagsins 1925—1926 og kjörinn ævifélagi þess. Má af því marka vinsældir hans. „Vor prægtige Þorlákur" var viðkvæðið ef minnst var á hann við Þrándheimsstúdenta á þeim árum. Auk þessa var hann blaða- maður og fréttaritari við norsk blöð 1926-1930. Að loknu prófi í byggingarverk- fræði 1934, hófust verkfræðistörf hans hér heima, að langmestu leyti að hafnarmálum, víðs vegar um landið. Eftir heimkomu hans frá námi höfum við hist í stúdentafagnaði og á mannamótum. Ég finn það best þegar það er orðið of seint, að við hefðum átt að hittast miklu oftar heimavið, en raun varð á. Báðum til sálubótar. Fyrri kona Þorláks var Inge- borg Sörensen, dóttir Aage Hancke-Sörensen og Bertu f. Jo- hannessen. Þau eignuðust tvær dætur: Þyri er gift James R. Myers og Nanna gift Hirti Torfa- syni hæstaréttarlögmanni. Þau Ingeborg slitu samvistum. Seinni kona hans er Elísabet Björgvinsdóttir sýslumanns á Stórólfshvoli og Ragnheiðar Ein- arsdóttur. Þau giftust 29. desem- ber 1941 og eiga tvö börn: Helgi sagnfræðingur, fyrrver- andi menntaskólakennari, kennir nú fræði sín í Háskóla Islands. Kristjana er starfsmaður hjá Sögufélaginu. Það er ómetanleg huggun í raun að þau systkinin eru enn í föður- húsum. I lok fjórða tugs aldarinnar fór Þorlákur að kenna óstyrks í fót- um, sem ágerðist með árunum, svo að hann mátti vart óstuddur ganga. Þó gegndi hann starfi sínu áfram til 3. febrúar 1969 þrátt fyrir lömunina. En hann var ekki óstuddur. Ilann átti sér styrka stoð, þar sem var konana hans góða. Með hana við hlið var fleira fært en við var hægt að búast. Við bekkjarbræður dáðum hana mjög. Ljúfari og elskulegri eiginkona verður vart fundin. Það var óblandin ánægja að koma til þeirra hjóna á hlýlega heimilið við Seljaveg. Fyrr en mann varði var Elsa komin með kaffi og heitar pönnukökur á borð- ið, og allt eftir því. Við bekkjarbræður þökkum þeim hjónum innilega fyrir sam- veruna hér á jörð, og biðjum alls góðs þeim til handa, á komandi tímum, þessa heims og annars. Sigurkarl Stefánsson Ka'ddur 5. október 1905 Iláinn 16. mars 1982 Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Löng þá sjúkdómsleiðin verður, lífið hvergi vægir þér, þrautir magnast, þrjóta kraftar, þungt og sárt hvert sporið er, honum treystu, hjálpin kemur, hann af raunum sigur ber. Drottinn læknar, — Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Þegar freisting mögnuð mætir, mælir fátt í eyra þér, hrösun svo þig hendir, bróðir, háðung að þér sækja fer, vinir flýja, — æðrast ekki, einn er sá, er tildrög sér. Drottinn skilur, — Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, Hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, — Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson) Kveðja frá I)ísu t Þökkum auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför, ÞORUNNAR STEFÁNSDÓTTUR, saumakonu, Hátúni 10. Sérstakar þakkir færum viö Guöjóni Lárussyni lækni og starfsfólki Landakotsspítala góöa umönnun. Karl Stefónsson. Þuriöur Stefánsdóttir, Óskar Stefánsson, Óli Karl Ólsen, Gunnar Ingi Ólsen. t Hugheilar þakkir fyrir sýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför mannsins míns, fööur okkar, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS ÓSKARS GUÐBRANDSSONAR, Móakoti, Stokkseyri. Sigurbjört Kristjánsdóttir, Ester Þorsteinsdóttir, Ingimundur Erlendsson, Borgar Þorsteinsson, Elín Ingólfsdóttir, Kristján Sigurðsson, Ingunn Guóbjartsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröar- för ÚLFHILDAR HANNESDÓTTUR, frá Smiöshúsum, Eyrarbakka. Vandamenn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, stjúpfööur og tengdafööur, KARLS ÞORLEIFSSONAR, Hóli, Dalvík. Anna Jóhannesdóttir, Svanhildur Karlsdóttir, Kristján Gunnarsson, Sigurbjörg Karlsdóttir, Þorleifur Karlsson, Jóhannes Markússon, Dagný Bjarkadóttir. MAHARISHI MAHESH YOGI INNHVERF ÍHUGUN TÆKNISEM TRYGGIR ÁRANGUR Almennur kvnningarfyrirlestur verður í kvöld, miövikudaginn 24. mars, aö Hverfisgötu 18 (gegnt Þjóðleikhúsinu) kl. 20.30. Innhverf íhug- un veitir djúpa hvíld, almenna vellíöan, eykur sálarró og víkkar vitundina. Allir velkomnir. ÍSLENSKA IHUGUNARFÉLAGIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.