Morgunblaðið - 26.03.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982
eftir Sigurð
óskarsson, Hellu
Það sem kom mest á óvart varð-
andi staðsetningaráform iðnað-
arráðuneytisins í steinullarmálinu
er sú dæmalausa léttúð sem þar
lýsir sér gagnvart þeim vanda sem
við Sunnlendingum blasir í at-
vinnumálum.
Gamla lausnin
Þetta minnir á viðbrögð allt of
margra áhrifamanna hér fyrr á
árum, þegar umræður hófust fyrst
um atvinnumál á Suðurlandi.
Raddir sem löngu eru hljóðnaðar
og einkenndust af dæmalausri
skammsýni þeirra sem ekki hafa
sjálfir persónulega hagsmuna að
gæta í augnablikinu.
Þessir menn sögðu einfaldlega
„við höfum leyst þetta hingað til
og getum bara sent unga fólkið á
vertíð".
Þetta ábyrgðarlausa hjal er
löngu þagnað, enda varð þeim
ljóst sem skoða vildu, að unga
fólkið af Suðurlandi var ekki ein-
ungis sent á vertíð, það var ein-
faldlega sent í burtu, það tók sér
búsetu í þeim byggðarlögum sem
sæmilega trausta atvinnu höfðu
að bjóða. Langflestir fluttu á
Stór-Reykjavíkursvæðið. Og fólk
sem aflaði sér menntunar í löngu
námi. Fyrir það voru engin störf
að heita mátti á þessu landsvæði.
Þessi þróun á sér stað einnig á
þeim árum sem sunnlensk kaup-
tún eru í uppbyggingu.
Kauptúnin tóku við aðeins hluta
af viðkomunni á vinnumarkaðinn
og atvinna þar byggðist lengst af á
þjónustu og verslun við sveitahér-
uðin ásamt nokkrum iðnaði. Síð-
ustu ár hefur orðið samdráttur,
a.m.k. stöðnun,. í verslun og þjón-
ustu við sveitirnar, að nokkru
vegna samdráttaraðgerða í land-
búnaðarframleiðslu, minni bygg-
ingum í sveitum og bættum sam-
göngum við Reykjavík, sem fært
hefur verslun stórlega frá þéttbýl-
inu á Suðurlandi.
Falskt atvinnuöryggi
Þá má geta þess, að allt frá því
Búrfellsvirkjun var byggð á
sjöunda áratugnum þá hefur á
Suðurlandi ríkt falskt atvinnuör-
yggi í fjölmörgum byggðalögum.
Virkjanagerð hefur staðið nær
óslitið síðan. Fjöldi fólks sem þá
atvinnu stundaði hefur stofnað
heimili og byggt íbúðir í sunn-
lenskum kauptúnum. Nú er þess-
ari vinnu senn lokið. Orka þessara
virkjana, sem er meginhluti allrar
raforku landsmanna, hefur ekki
verið nýtt til atvinnusköpunar á
Suðurlandi. Þvert á móti má segja
að einu nothæfu flutningslínur
þessarar orku á Suðurlandi eru
þær sem flytja orkuna um héraðið
til annarra landshluta.
Sunnlensk nýienda
Auðæfi Sunnlendinga í fallvötn-
um og mannafla hafa verið nýtt
með svipuðum hætti og ný-
lenduþjóðirnar nýttu auðæfi og
mannafla nýlenda sinna fyrr á
öldum.
Þetta eru að vísu stór orð, en
hér hefur einnig verið gert á hlut
Sunnlendinga gengið og fullljóst,
að undir þessa samlíkingu taka
Sunnlendingar almennt. Það má
t.d. vitna í mjög ákveðna ályktun
um þessi mál, sem samtök sunn-
lenskra sveitarfélaga sendu frá
sér eftir fjölmennan fund um at-
vinnumál á Suðurlandi, sem hald-
inn var 13. febr. sl. á Selfossi.
I ljósi þessa er með ólíkindum
sú dæmalausa ákvörðun að loka
þeim eina möguleika sem nú er í
sjónmáli til iðjubyggingar á Suð-
urlandi og að Sunnlendingum
verði gert kleift að nýta lítin hluta
þeirra möguleika sem sunnlensk
orka felur í sér. Að ekki sé talað
um tillitsleysið gagnvart því fólki,
sem byggt hefur orkuver Islend-
inga og á ekkert framundan að
rúmu ári liðnu nema atvinnuleysi
eða brottflutning.
í þessu sambandi er einnig verið
að hafna þeim kosti sem sérfræð-
ingar eru búnir að staðfesta sem
þann hagkvæmari.
Félagsleg aðstaða og atvinnuör-
yggi fólks virðist léttvæg fundin
þegar um er að ræða pólitísk
hrossakaup og atkvæðaöryggi
þeirra sem málum ráða.
Það er ómögulegt að hrópa
húrra fyrir frammistöðu þeirra
fulltrúa Sunnlendinga, sem hér
halda að völdum þeim mönnum
sem blása á sunnlensk vandamál.
Því hefur ótæpt verið haldið
fram, af fulltrúum annarra lands-
hluta, að á Suðurlandi leystust öll
vandamál vegna nálægðar við
Stór-Reykjavíkursvæðið.
Þvert á móti þá hefur Suður-
land goldið þessa hvað varðar
uppbyggingu á verslun, þjónustu
og iðnaði. Sem dæmi um það má
nefna úrvinnslu landbúnaðaraf-
urða úr héraðinu sem fer nánast
alfarið fram í Reykjavík. Orkumál
Sunnlendinga einkum raforkuver-
ið hefur verið og er með þeim
„I»á má geta þess að allt
frá því Búrfellsvirkjun
var byggö á sjöunda ára-
tugnum hefur á Suöur-
landi ríkt falskt at-
vinnuöryggi í fjölmörg-
um byggöarlögum.
Virkjanagerð hefur
staöið nær óslitið síö-
an.“
hætti, að iðnaðaruppbygging get-
ur ekki orðið nema sáralítil í
beinni og nálægri samkeppni við
vísitöluverð þessarar orku á
Reykjavíkursvæðinu.
Uppbygging ríkisstofnana og
ríkisfyrirtækja á Suðurlandi ber
að sjálfsögðu merki nálægðar
okkar við höfuðborgina.
Ef til vill er svo komið í at-
vinnumálum okkar sem raun ber
vitni, vegna þeirrar tregðu sunn-
lenskra valdamanna lengst af að
viðurkenna ástandið. Kannski er
orsaka þeirrar tregðu að leita til
þeirra tilhneiginga manna, að láta
svo sýnast, sem þeir hafi haft
stjórn á hlutunum, reddað málun-
um bærilega.
Auðvitað er ljóst á Suðurlandi
sem víðast annarstaðar, að þeir
sem ráðum ráða, með mannafor-
ræði fara og pólitísk völd. Þessi
vandi brennur sjaldnast á þeim og
þeirra.
I>að þarf meiri en
skammir og stóryrði
Lyklarnir að lausn sunnlenskra
atvinnuvandamála eru í vösum al-
þingismanna Suðurlands og nú og
hverju sinni i höndum þeirra úr
þeim hóp, sem eru stuðningsmenn
ríkjandi valdhafa.
Það er alveg sama hvað lykla-
kippurnar eru stórar eða lyklarnir
margir, það verður að nota þá og
það er ætlast til að þeir séu notað-
ir af skynsemi og einurð. En það
dugar lítið að skammast og brjót-
ast um með stóryrðum og bægsla-
gangi, með því opnar enginn neitt
í þessum efnum né öðrum.
Það fylgir mikil ábyrgð, að
styðja þá sem með völd hafa og
þar verður fleira að skoða en upp-
hafið. Framhaldið og endirinn
líka. Pólitískir fulltrúar Sunn-
lendinga hafa nú að vísu harla
seint komist að raun um, að þeir
studdu til valda og styðja við völd
þingbræður sína sem hafa alls
ekki hagsmuni Sunnlendinga í
huga. Virða ekki einu sinni óyggj-
andi rök um stórfelldan vanda
þeirra og lyfta ekki fingri til þess
að mæta honum.
Það þarf einstakt geð til þess að
gerast svona smár og auðsveipur
styðjari.
Steinullarverksmiðjan og
atvinnumál á Suðurlandi
Gengið í smiðju
Myndlíst
Valtýr Pétursson
Nú er að ljúka í Listmunahús-
inu við Lækjargötu sýningu á
gullsmíði félagsmanna í Félagi
íslenskra gullsmiða. Þarna sýna
22 gullsmiðir, og samt munu ekki
allir félagar í Félagi íslenskra
gullsmiða vera mættir til leiks.
Þarna kennir því margra grasa,
og flest það, er þarna kemur
fram, er ekki á almannafæri á
hverjum degi. Það er að segja:
Hér getur að líta þá hluti, sem
þessir völundar gera sér til gam-
ans og sáluhjálpar og setja sjald-
an á markað.
Allur frágangur á uppsetningu
þessara hluta er gullsmiðum til
hins mesta sóma. Til dæmis má
benda á sérlega smekklega stað-
setningu á verkum Jens Guð-
jónssonar í litlum sal með blæ-
brigðamikilli lýsingu, sem óneit-
anlega kallar fram tilfinningu
fyrir helgiskríni eða einhverju í
þá áttina. Það eru margir fagrir
hiutir á þessari sýningu, en sá er
galli á gjöf Njarðar, að svo er
gengið frá vandaðri sýn-
ingarskrá, að erfitt er að átta sig
á hlutunum, en þar eru hins veg-
ar andlitsmyndir af hverjum sýn-
enda með upplýsingum um aldur
og heimilisfang. Þetta orsakar, að
vart verður í nokkrum línum bent
á einstök verk, en hvað um það,
gert er gert, og það rýrir ekki feg-
urð efnis og forms, sem þessir
gullsmiðir hafa valið til sýningar
að sinni.
Gullsmíði hefur um langan ald-
ur verið sú listgrein, sem íslend-
ingar hafa hvað mestan orðstír
getið sér fyrir í útlöndum. Nú eru
að vísu aðrir listamenn í broddi
fylkingar, en hér fyrr á árum var
íslensk silfur- og gullsmíði eftir-
sótt, ekki hvað síst á hinum Norð-
urlöndunum, og má vera, að enn
sé svo. Eitt má fullyrða, að við
þurfum ekki að hafa minnimátt-
ar tilfinngu gagnvart frændum
okkar í þessum efnum. Það kem-
ur í ljós, þegar sýning sú, sem nú
er í Listmunahúsinu, er skoðuð.
Og þegar slíkur samanburður er
gerður, er ekki ráðist á garðinn,
þar sem hann er lægstur. Það er
óþarfi að telja hér upp þau efni,
er til þessara hluta eru notuð:
þarna eru horn silfurslegin, lág-
myndir úr kopar og öðru, steinar
koma einnig við sögu, og allt er
þetta mjög frambærilegt. Það
mætti segja mér, að vandað hefði
verið til vals á þessa sýningu, en
sjón er sögu ríkari, og sem flestir
ættu að notfæra sér tækifærið og
sjá þessa hluti, meðan það er
mögulegt. Þarna eru einnig
gullsmiðir við gamalt og lúið
vinnuborð og sýna, hvernig að
verki er staðið, nokkurs konar
starfskynning. Það er því margt
að sækja í Listmunahúsið eins og
stendur.
Þessar línur hefðu mátt vera
fyrr á ferð, en svo hljótt hefur
verið um þessa sýningu, að ég
verð að játa, að einhvern veginn
komst það í minn koll, að henni
væri lokið, en svo er ekki. Samt
mun sunnudagskvöld vera sein-
asta tækifærið að sinni til að sjá,
að íslenskir gullsmiðir geta unnið
Verk eftir Hjálmar Torfason.
ýmislegt annað en þann kiassíska
söluvarning, sem sést í búðum
þeirra. Þetta er skemmtileg og
falleg sýning, sem er til ánægju
fyrir þá, er unna góðu og hug-
myndaríku handverki. Það er því
full ástæða til að verkja eftirtekt
fólks á þessari sýningu, og vona
ég að það takist með þessum lín-
um.
Sauðárkrókur:
Fjórar sýningar
í Safnahúsinu
Sauöárkróki, 24. marz.
í SAFNAHÚSINIJ á Sauðárkróki
standa nú yfir 4 sýningar. í bókasafn-
inu er sýning á grænlenzkum bókum
og myndum, fengin frá Norra-na hús-
inu og sett upp í samvinnu við nor-
ræna félagið á Sauðárkróki.
Ennfremur er ljósmyndasýning
um færeyska bátinn, farandsýning
komin frá Fornminjasafni Færeyja
fyrir milligöngu Þjóðminjasafns Is-
lands. Tvær myndlistarsýningar
eru í sölum hússins. Grafiksýning
frá Félagi grafikera í Reykjavík og
sýning nemenda Myndlista- og
handíðaskóla íslands. í anddyri
bókasafnsins hefur verið komið
fyrir ljósmyndum úr myndadeild
héraðsskjalasafns Skagfirðinga,
sem ekki hefur tekist að bera
kennsl á. Með þessum hætti leitar
safnið aðstoðar almennings til að
þekkja myndirnar.
Árlega berst safninu mikill fjöldi
ljósmynda og skráðar myndir
skipta nú þúsundum. Hins vegar
kemur alltaf talsvert af myndum
sem enginn virðist kunna skil á, en
þó hefur smátt og smátt tekist að
ráða marga gátuna.
Kári
Flytja erindi um
friðabaráttu
FÖSTUDAGINN 26. marz kl. 21 mun
talsmaður brezku friðarhreyfingarinn-
ar, E.P. Thompson koma fram á al-
mennum umræðufundi i hátiðarsal
lláskólans.
Ennfremur mun kona hans, D.
Thompson, koma fram á fundinum.
Þau flytja stutt erindi og svara
fyrirspurnum.
Fundurinn er á vegum stúdenta
og er öllum opinn.